Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2020, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 12.12.2020, Qupperneq 43
verkferla og áskoranir úr ýmsum áttum og koma þeim niður í eitt f læði svo allir deili sömu sýn. Og þá erum við komin yfir í stolt Stokks sem er Hönnunarsprettur­ inn þeirra og þar gerast galdrar! „Hönnunarsprettur er fimm daga vinnustofa sem er fyrir alla sem vilja spara sér tíma og þurfa að láta hlutina gerast hratt. Það að ná að þarfagreina, hanna hluta af f læðinu og notendaprófa frum­ gerð allt á einni viku sparar alveg ótrúlegan tíma og kostnað fyrir viðskiptavini okkar. Hindranir eru einnig mikilvægur þáttur sem þarf að horfast í augu við strax á byrjunarstigi, en það að uppgötva og vinna að lausn strax í byrjun er gríðarlega mikilvægt. Eins og áður kom fram eru vissulega galdrar sem eiga sér stað á Hönnunar­ sprettunum og alveg magnað að sjá ánægða viðskiptavini þegar þeir loks sjá hugmyndina sína verða skrefinu nær raunveru­ leika,“ segir Raquelita með bros á vör. Setjum appið í ofninn Eftir að vinnan í Hönnunarspretti hefur klárast, hefst forritunar­ vegferðin mikla af fullum þunga. Byrjað er á að fullmóta hönnun­ ina og hnýta alla þá lausu enda sem mögulega komu upp á Hönn­ unarsprettinum, en oftar en ekki þarf appið að geta tengst annarri þjónustu sem þarf að leggja grunn að, til dæmis greiðslugáttum, rafrænum skilríkjum eða annarri þjónustu sem þegar er til. „Við notumst við sameigin­ legt verkefnaborð þar sem við höldum okkar viðskiptavinum vel upplýstum um stöðu mála og getur viðskiptavinur stjórnað því hversu mikið hann tekur þátt alveg frá byrjun,“ segir Raque­ lita. „Eins og nefnt hefur verið þá er Stokkur að taka að sér 100% verkefnastjórnun þegar kemur að stafrænni vegferð fyrirtækja hvort sem um ræðir einungis appþróun eða ráðgjöf. Öll okkar nýjustu öpp sem við þróum eru í einum kóðabasa, og er skrifað í forritunarmáli frá Google sem heitir Flutter. Þetta er sparn­ aður bæði fyrir okkur og við­ skiptavini okkar en í „gamla daga“ þurftum við alltaf að vera með tvo forritara fyrir eitt app sem varð til þess að það hægði á ferlinu á svo margan hátt. Í dag erum við reynslunni ríkari og mun skil­ virkari, sem hefur orðið til þess að við getum tekið f leiri verkefni að okkur með minna teymi, án þess að það hafi áhrif á gæðaferlið okkar,“ segir Raquelita en áður en hún varð framkvæmdastjóri Stokks gegndi hún hlutverki gæða­ og verkefnastjóra Stokks. Matreiðum öppin rétt Vel útfært app getur verið mjög öflug viðbót fyrirtækja en stafræn markaðssetning appa er einnig einstaklega mikilvægur þáttur í lífi appa sem má ekki gleymast. „Við viljum alls ekki að öppin gleymist þegar kemur að staf­ rænni markaðssetningu og því höfum við einnig sérhæft okkur í stafrænni markaðssetningu appa og getum því þjónustað okkar viðskiptavini frá A­Ö Hönnunarsprettur er fimm daga vinnustofa fyrir alla sem þurfa að láta hlutina gerast hratt og þar gerast galdrar. Þar eru öpp þarfagreind, hluti af flæðinu hannaður og frumgerð notendaprófuð á einni viku, sem sparar ótrúlegan tíma og kostnað fyrir viðskiptavini Stokks. MYND/AÐSEND Stafræn markaðs- setning á öppum snýst oftar en ekki um að fá nýja notendur, auka virkni núverandi notenda eða endurvirkja óvirka notendur. Sá þáttur virðist nær alltaf gleymast. Hönnunarsprettur er fimm daga vinnustofa sem er fyrir alla sem vilja spara sér tíma og þurfa að láta hlutina gerast hratt. Þórunnartún 2 stokkur@stokkur.is Snjöll öpp Stokkur hefur hannað og forritað flest af vinsælustu öppum Íslands í yfir 13 ár. Stokkur hefur sérhæ sig í að finna leiðir til að auðvelda notendum aðgengi að þjónustu fyrirtækja með snjöllum lausnum í gegnum snjallsíma. Eir áralanga reynslu og lausnamiðaða þjónustu er Stokkur svarið við þínum áskorunum. Hafðu samband og við finnum tíma í spjall. þegar kemur að öppunum. Okkar reynsla og upplifun er einfaldlega sú að öppin hafi verið skilin eftir eins og leiðinleg frænka þegar kemur að markaðssetningu og er mikilvægt að sérhæfa sig sérstak­ lega í öppum til að geta nálgast þetta rétt. Öppin virðast alltaf vera sett undir sama hatt og allt annað þegar kemur að stafrænni markaðssetningu, sem er algjör­ lega röng nálgun,“ segir Raquelita og leggur áherslu á að munur sé á markaðssetningu vefja og appa. „Stafræn markaðssetning á öppum snýst oftar en ekki um að fá nýja notendur, auka virkni núverandi notenda eða endur­ virkja óvirka notendur. Sá þáttur virðist nær alltaf gleymast, þ.e.a.s. að virkja núverandi notendur og gera það rétt. Ef þú hugsar út í þinn eigin síma til að mynda, hversu mikið af öppum ertu með í símanum þínum sem þú ert búin/n að steingleyma og notar aldrei? Þau öpp eru að missa af þeim sóknartækifærum að minna þig á tilvist sína og nýta vissa virkni í appinu sem þér finnst hugsanlega áhugaverð. Í dag bjóða stýrikerfi símanna upp á að eyða út öppum sem ekki er búið að nota í einhvern tíma og er það sjálfvirkt til að spara gagnaminni. Við viljum alls ekki að Stokks­ öppin verði fyrir þeirri reynslu og því finnst okkur mikilvægt að geta boðið upp á góða stafræna markaðssetningu. Við erum ótrúlega stolt af öppunum okkar og viljum við sjá til þess að okkar viðskiptavinir fullnýti öppin sín og fari ekki á mis við þau sóknartækifæri sem markaðurinn hefur upp á að bjóða. Google hefur til dæmis sýnt fram á að vefverslunaröpp geti framkallað um þrisvar sinnum hærra virði en hefðbundnar vef­ síður og náð yfir um 50% meiri fylgni og tengingu við notendur með réttri uppsetningu. Það er því augljóst að möguleikarnir með öppum eru jákvæðir fyrir rekstur fyrirtækja. Sé vel og rétt að málum staðið verður úr app sem virkar vel og skilar arðsemi og hagnaði,“ segir Raquelita. FÓLK KYNNINGARBLAÐ 5 L AU G A R DAG U R 1 2 . D E S E M B E R 2 0 2 0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.