Fréttablaðið - 01.12.2020, Page 22
4 BÍLAR 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
KOSTIR OG GALLAR
Toyota Yaris
Grunnverð: 3.240.000 kr.
Hestöfl: 116
Hröðun 0-100 km: 9,7 sek.
Hámarkshraði: 175
Eyðsla bl. ak: 3,8 l./100 km
CO2: 87 g/km
L/B/H: 3.940/1.745/1.500
Hjólhaf: 2.560 mm
Eigin þyngd: 1.080 kg
Dráttargeta: 450 kg
Farangursrými: 286 l.
Hljóðstig í akstri: 70 dB
n Kraftur
n Eyðsla
n Búnaður
n Höfuðrými aftur í
n Hurðaopnarar frammi í
KOSTIR GALLAR
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
Smábílaflokkurinn á undir
högg að sækja vegna aukinna
krafna ESB um minni mengun
og þar kemur nýr Toyota Yaris
inn af krafti.
Fjórða kynslóð Toyota Yaris er nú
komin á markað og er að mestu
í boði sem tvinnbíll. Þannig
stendur hann nokkuð sér á parti
í samkeppninni þar sem slík
tækni er dýrari og því oftar en
ekki sleppt í minnstu bílunum.
Hann hefur verið vinsælasti
smábíll landsins síðan hann kom
á markað. Alls höfðu 14.074 Yaris-
bílar verið skráðir frá upphafi
í október og af þeim eru 11.609
ennþá í notkun eða 82,5% allra
bílanna sem verður að teljast gott
því að hann kom á markað hér um
aldamótin.
Sportlegri bíll
Bíllinn hefur breyst nokkuð á
milli kynslóða og óhætt er að
segja að nýi bíllinn sé nokkuð
sportlegur í útliti. Að framan eru
hvassari línur í ljósum og loftinn-
tökum og brettin, og þá sér í lagi
afturbrettin, eru breiðari. Einnig
er hægt að fá bílinn í tvískiptum
lit. Bíllinn kemur á nýjum GA-B
undirvagni sem er 37% stífari
en áður og það finnst vel í akstri
bílsins. Stýrið er létt og f ljótt að
svara hreyfingum ökumanns og
fjöðrunin er mátulega stíf, enda
þarf talsvert til að hann missi grip
sitt við veginn. Helsta vélin sem er
í boði er 1,5 lítra þriggja strokka
vél sem skilar 114 hestöflum og
er hún tengd við lítinn rafmótor.
Við vélina er hægt að fá 6 gíra
kassa eða CVT-skiptingu sem er
kannski ekki sú sportlegasta en
skilar ágætlega sínu. Gallinn við
hana er að þegar bílnum er gefið
inn er hann fljótur upp á snúning
sem eykur hávaðann í farþega-
rýminu. Með þessari vél er bíllinn
mjög sprækur og ekki skemmir
rafmótorinn fyrir upptakinu auk
þess sem hann hefur góð áhrif á
eyðsluna.
Plássið í meðallagi
Að innan er bíllinn bæði smekk-
legur og vel búinn. Yngri kaup-
endur kunna vel að meta þá stað-
reynd að snertiskjárinn er með
blátannarbúnaði, bakkmyndavél
og síðast en ekki síst Apple
CarPlay og Android Auto. Það er
þægilegt að nota alla hnappa og
hefðbundin snúningsstilling á
miðstöð sem er með loftkælingu
er kostur. Eitt var það þó sem hefði
mátt bæta, en hurðarhandfang í
innréttingu er svart að lit og frekar
illa staðsett, þannig að það tók
alltaf smátíma að finna það til að
byrja með. Þótt bíllinn sé fimm
millimetrum styttri en fyrirrenn-
arinn er hjólhafið 50 mm lengra.
Bíllinn er einnig 50 mm breiðari
en 40 mm lægri enda finnst það
vel í höfuðrými aftur í. Fótarými
er viðunandi fyrir bíl í þessum
flokki og það sama má segja um
pláss annars staðar, hann setur
engin ný viðmið í plássi en sleppur
vel fyrir horn. Sama má segja um
farangursrými, en 286 lítrar er í
meðallagi í þessum flokki bíla.
Afturljósin taka sitt pláss en stærð
opsins er samt ágætt. Það er helst
hvað stuðarar eru fyrirferðar-
miklir þegar kemur að hleðslu.
Hvað er í boði?
Samkeppnin kemur aðallega
frá Renault Clio, Volkswagen
Polo og Ford Fiesta, sem einnig
er fáanleg með tvinnútfærslu.
Reyndar er Honda Jazz það einnig
ásamt Suzuki Swift þótt þeir séu
ekki eins algengir. Þegar kemur
að samanburði á verði er nauð-
synlegt að hafa möguleika á
tvinnútfærslu í boði en ódýrasta
útgáfa Yaris með tvinnútærslu
er Live Hybrid sem er á 3.770.000
kr. Tvinnútgáfa Ford Fiesta er frá
3.090.000 kr., Suzuki Swift frá
3.275.000 kr. og Honda Jazz frá
3.990.000 kr. Aðeins Jazz er einnig
í boði sjálfskiptur eins og Yaris í
tvinnútfærslum en Fiesta og Swift
aðeins beinskiptir.
Toyota Yaris bætir um betur
Útlit bílsins er
mun sportlegra
með ákveðnari
línu og breiðari
hjólaskálum.
MYNDIR/TRYGGVI
ÞORMÓÐSSON
Innanrýmið er vel hannað og þægilegt að nota allan stjórnbúnað.
Bíllinn liggur vel í akstri og þótt hann lyfti hér aðeins afturdekki þegar lagt
er snöggt á hann er hann fljótur að ná gripinu aftur.
Þriggja strokka 1,5 lítra vélin er að
verða aðalvélin í Yaris-línunni.
Höfuðrými er í minna lagi í aftur-
sætum og þeir sem eru 180 sm og
yfir munu reka sig upp undir.
Farangursrými er talsvert minna en
hjá helstu samkeppnisaðilum.
Hliðarhurðir taka mikið af hliðarrými bílsins eins og sjá má en það auð-
veldar aðgengi um þennan litla bíl til muna.