Fréttablaðið - 01.12.2020, Page 24
KOSTIR OG GALLAR
Maxus Euniq MPV
Grunnverð: Ekki fáanlegt
Hestöfl: 177
Tog: 310 Nm
Hámarkshraði: 160 km
Rafhlaða: 52,5 kWst
Hleðslutími AC: 8 klst.
Hleðslutími DC 80%: 30 mín.
Drægi skv. WLTP: 325 km
Eigin þyngd: 1.810 kg
Dráttargeta: 400 kg
L/B/H: 4.825/1.825/1.778 mm
Hjólhaf: 2.800 mm
Veghæð: 164 mm
Farangursrými: 1.026/485 lítrar
n Rými
n Verð
n Felling miðjusætis
n Enginn útihitamælir
Maxus er eitt af nýju raf bíla-
merkjunum sem nú hasla sér
völl í Evrópu og á Íslandi og
bjóða ört vaxandi úrval raf bíla.
Enginn rafmagnsbíll fyrir f leiri en
fimm farþega hefur verið í boði
fyrir utan Tesla Model X, en nú er
allt í einu svo að hægt er að velja
um tvo slíka bíla í viðbót. Annar
þeirra verður kynntur eftir ára-
mót og er frá nýja Maxus-merkinu
úr Skeifunni. Bíllinn heitir Maxus
Euniq MPV og ber sannarlega
nafn með rentu. Þetta er annar
raf bíll merkisins á Íslandi en
hann er framleiddur á SAIC sem
einnig á MG. Maxus Euniq er
einnig framleiddur með bruna-
hreyf lum og er því engin nýsmíði,
enda þegar verið framleiddur í
stórum stíl fyrir Asíumarkað.
Vel búinn í grunninn
Það dylst engum að Maxusinn er
stór bíll þegar komið er upp að
honum. Það er nánast allt stórt
við bílinn, hurðir, skjáir, sæti og
margt f leira. Það verður enginn
í vandræðum með að koma sér
fyrir í þessum bíl og sjaldan eða
aldrei hefur bílaprófari Frétta-
blaðsins reynt bíl með jafn mikið
höfuðrými og þennan. Bíllinn er
vel búinn í grunninn, með stórum
rafdrifnum leðursætum, rafdrifnu
sólþaki, stórum upplýsingaskjá,
360 gráðu myndavél og meira að
segja gamaldags sígarettukveikj-
ara. Einnig má nefna neyðar-
hemlun, blindhornsskynjara, fjar-
lægðarskynjara og Apple CarPlay
og Android Auto. Til að virkja
Apple CarPlay þarf að nota snúru
og þar sem hann er ekki búinn
leiðsögubúnaði er gott að geta
haft þann möguleika. Upplýs-
ingaskjárinn í bílnum er af stærri
gerðinni eða 12,3 tommur, en það
dugir samt ekki til að sýna alla
möguleikana á heimaskjánum.
Þarf að renna fingri á skjánum
til að færa útsýnið til sem verður
að teljast ansi sérstakt. Annað
sem vakti athygli undirritaðs er
vöntun á útihitamæli, og ekki
í fyrsta skipti í bílum frá SAIC.
Maður hefði haldið að í jafn vel
búnum bíl og þessum hefði verið
hægt að splæsa í einn slíkan.
Allt í yfirstærð
Það er nánast alveg sama hvar það
er skoðað, plássið er alls staðar
Maxus Euniq MPV ber nafn með rentu
Hliðarsvipur bílsins minnir einna helst á smárútu og hurðirnar eru risastórar en það auðveldar mikið umgengni um bílinn. MYNDIR: TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
Maxus Euniq MPV er byggður á bíl með brunahreyfli og því er nóg pláss í kringum rafmótorinn sem ekki er nýtt.
Reynsluakstur
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is
6 BÍLAR 1 . D E S E M B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
KOSTIR GALLAR