Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 4

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 4
4 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9 Í ár er haldið upp á sjómannadaginn óslitið í 82. skipti. Líklega er þetta eini félagsskapur á landinu sem státað getur af óslitnum útihátíðahöldum frá upphafi. Sjómönnum sjálfum blöskraði aðstöðuleysi og aðbúnaður sjómanna þegar þeir áttu frítíma í landi eða milli ferða. Margir voru aldraðir og slitnir eftir langan tíma og vosbúð á sjó og áttu ekki vísan samastað að lokinni erfiðri sjóveru. Eins var um sjó- mannskonur og börn þeirra sem misst höfðu feður og fyrirvinnu langt um tíma fram. Hugmyndin að byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn og sjómannskonur er sprottin úr þess- um jarðvegi. Þegar hugsað er til baka verður ekki hjá því komist að hugsa til þeirra manna sem létu sér detta í hug að byggja heimili fyrir aldraða og hvað þá að verða í fararbroddi þeirra sem standa að rekstri hjúkrunar- og hvíldar- heimila í dag. Nýlega fjölgaði Hrafnistuheimilun- um um eitt þegar Sjómannadagsráð tók við rekstri Skógarbæjar í Reykjavík og eru heimilin því orðin sjö talsins. Í Skógarbæ er 81 heimilismaður. Þá er nýlokið samningum við bæjarstjórn Garðabæjar um rekstur tuttugu dagdvalarrýma fyrir eldra fólk í Garðabæ. Nú í maí er lokið við nýja dagdeild á Hrafnistu í Reykjavík fyrir heilabilaða einstaklinga. Mikil þörf hefur verið fyr- ir aðstöðu fyrir aldraða með heilabilun- areinkenni. Þá styttist í hið nýja heimili Hrafn- istu við Sléttuveg í Reykjavík, en vonir standa til að það verði tekið í notkun fljótlega eftir næstu áramót þótt framkvæmdum hafi seinkað. Sam- byggður því verður þjónustukjarni í eigu Sjómannadagsráðs sem mun sinna þjónustu fyrir hjúkrunarheimilið, íbúa í nærliggjandi hverfi og íbúa í leiguíbúðum Sjómannadags- ráðs sem líka tengjast þjón- ustumiðstöðinni og hjúkr- unarheimilinu. Innangengt verður í þessar byggingar. Í þjónustumiðstöðinni, sem verður hin glæsilegasta, verður fallegur matstaður með aðgengi út í sólríkan garð. Matstaðurinn og öll aðstaða er fyrir íbúa hverfisins og alla þá er vilja njóta góðs umhverfis. Reykja- víkurborg er ásamt ríkinu eigandi að hjúkrunarheimilinu og hefur verið gerð- ur langtímasamningur við Hrafnistu um rekstur þess. Vegna þessara fram- kvæmda er vert að taka fram að afar ánægjuleg samvinna hefur verið bæði við Reykjavíkurborg og Heilbrigðisráðu- neytið vegna byggingarframkvæmda. Okkur er ljóst að mikil ábyrgð hvílir á herðum okkar varðandi giftusamlegan rekstur og munum við öll leggja okkur fram svo sem frekast er unnt. Vegna fjölgunar á íbúum Hrafnistu- heimilanna varð að fara í umfangs- miklar breytingar á eldhúsi Hrafnistu. Margir kostir voru skoðaðir í því efni og leitað að möguleikum á sem hag- kvæmustum rekstri. Niðurstaðan var þó sú að hagkvæmast yrði fyrir þennan rekstur Sjómannadagsráðs að stækka eldhús Hrafnistu í Reykjavík, en þar hefur eldhús starfseminnar verið rekið frá árinu 1957 þegar Hrafnista tók til starfa. Í upphafi voru íbúar aðeins 15. Daggjöld voru þá ákveðin 55 kr. á mann í hjónaherbergi, 75 kr. á mann í einstaklingsherbergi og 50 kr. á mann í fleirbýli. Í daggjöldum var innifalið fæði, rafmagn og hiti, þjón- usta og almenn hjúkrun. Það hefur ríkt merkileg framsýni á þeim tíma um að eldhús skyldi vera af fullkomnustu gerð og endast í áratugi. Sú hefur þó kannski ekki verið raunin því alltaf hefur þurft að endurnýja búnað og öll áhöld. Gaman væri ef ein- hver reikningsglögg kona eða maður framreiknuðu þessi umtöluðu gjöld til núvirðis. Í þessu sambandi verður líka að geta þess að fólk reiddi þessar upphæðir fram úr eigin vasa. Stækkun eldhússins nú vegna fjölgunar heimilisfólks er úr 850 matarskömmt- um í um það bil 1.800. Matur verður áfram framleiddur á Hrafnistu Nesvöll- um, en þar búa 60 manns og á Hrafn- istu Hlévangi 30 manns. Vegna upptalningar hér að framan er ástæða til að vekja athygli á því að fyrir nokkrum árum var að kröfu almennings og stjórnvalda ráðist í að fækka fjölbýlum á hjúkrunarheimilum. Sjómannadagsráð fór að þessum kröf- um og breytti Hrafnistuheimilunum í heimili með eingöngu einmenningsher- bergjum fyrir aldraða íbúa. Breytingar á heimilunum kostuðu milljarða, sem Sjómannadagsráð reiddi af hendi úr eigin sjóðum og með lánum. Auk þess voru framkvæmdir styrktar verulega af framkvæmdasjóði aldraðra, svo sem reglur segja til um. Umfangsmik- ið rask var á heimilunum, sérstaklega Hrafnistu í Laugarási, og tekjur minnk- uðu verulega. Allt þetta hafðist, nú búa allir íbúar í sérherbergjum með baðher- bergi út af fyrir sig. Þannig hefur stefna Sjómannadagsráðs verið undanfarin ár og verður ekki frá henni vikið. Þegar ég byrjaði til sjós hjá Eimskipa- félagi Íslands á ms. Tungufossi árið 1959, þá 15 ára gamall, sigldu öll íslensk skip undir íslenskum þjóðfána. Ég minnist sérstaklega dvalar við bryggju í London við Tower-kastala að verkamenn voru að spyrja um fánann. Það var upplitsdjarf- ur ungur maður sem skýrði frá því að þetta væri fáni Íslands, lands sem þá átti í harðvítugri baráttu við konungs- ríkið England sem beitti fullkomnum vopnum gegn lítilli vopnlausri þjóð. Í þá daga var það regla að heilsa herskipum vinveittra þjóða með fánanum og draga hann niður. Þetta sama ár vorum við að sigla inn Limafjörð í Danmörku og á móti okkur kom bresk freigáta. Einhver hásetinn gerði sig kláran til að fara að fánanum og heilsa eins og vani var. Þá var hrópað úr brúnni að ekki ætti að heilsa og enginn ætti að standa hjá fánastönginni. Þessari stund gleymi ég aldrei og skipstjórinn, sem var Eyjólfur Þorvaldsson, varð mér alla tíð ógleym- anlegur. Nú er hún Snorrabúð stekkur. Engin íslensk skip bera hróður lands síns út í hinn stóra heim. Hvað hefur orðið um þorið og þrekið? Hafa peningarnir tekið öll völd? Við getum glaðst í dag yfir því að enginn sjómaður hefur týnt lífi í hinni votu gröf. Það hefur heldur ekki gerst síðastliðin þrjú ár. Um leið og ég þakka heimilisfólki samstarfið og starfsfólki Sjómanna- dagsráðs, Hrafnistuheimilanna og Happdrættis DAS óeigingjörn og vel unnin störf sendi ég þakkir til íslenskrar sjómannastéttar fyrir allan árangur á liðnu ári. Gleðilegan sjómannadag! Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður. Saga yfirráða okkar yfir auðlindum hafsins er um leið saga fámennrar þjóðar til bjargálna. Það var vissan um þetta sem fékk sýslumann Ísfirðinga, Hannes Hafstein, til að fara á lítilli fleytu út að breskum togara á Dýrafirði haustið 1899. Sú för endaði voveiflega, báti Íslendinganna hvolfdi og mannslíf töpuðust, en Hannesi, sem var syndur, var naumlega bjargað. Ég vil í þessari grein á sjómanna- daginn fjalla sérstaklega um mikilvægi hafrannsókna. Í Lilju Eysteins Ás- grímssonar munks er kveðið: „Varðar mest til allra orða, undirstaðan sé rétt- lig fundin“. Það varðar okkur sem þjóð miklu að undirstaða sjávarútvegsins, vistkerfi hafsins, sé vettvangur vand- aðra og metnaðarfullra rannsókna. Að við eigum vísindamenn í fremstu röð sem finna kröftum sínum viðnám í skjóli öflugra stofn- ana. Sem jafnframt njóta stuðnings og aðhalds í störf- um sínum, meðal annars og ekki síst í samtölum og sam- skiptum við sjómenn. Þekk- ingu sjómanna á hafinu og lífríkinu má enda nýta enn betur í þessum tilgangi en nú er gert. Alþingi ályktaði á síðasta ári, í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands, að hafin yrði smíði nýs hafrannsóknaskips. Þessi ákvörðun markar tímamót í hafrann- sóknum Íslendinga og hefur ráðuneyti mitt þegar hafið undirbúning að smíði skipsins. Hið nýja skip mun gera Ís- lendingum kleift að auka þekkingu sína á hafinu umhverfis Ísland og þeim breytingum sem þar eru að verða, m.a. með hlýnandi loftslagi og breytingum á vist- kerfi hafsins. Smíði skipsins mun styrkja stöðu Íslands sem fiskveiðiþjóðar enda eru öflugar hafrannsóknir nauðsynleg undirstaða verð- mætasköpunar í sjávarútvegi. Hafrannsóknir byggja hverju sinni á bestu fáanlegu tækni og verða ný og betrumbætt tæki í nýju rannsókna- skipi afar mikilvæg fyrir starfsemi Hafrannsóknastofnunar. Við þekkjum að tækninni fleygir fram og myndi margan reyndar undra hversu full- komnum tækjum bestu veiðiskip okkar Íslendinga eru búin. Við höfum lengi þekkt mikilvægi þess að sjómenn, út- vegsmenn og stofnanir ríkisins vinni af samhentum hug að rannsóknum á helstu nytjastofnum. Forsenda þess góða samstarfs er meðal annars sú tækni og þekking sem er um borð í veiðiskipum. Oft er mikið og lengi rætt um breytingar sem tæknin muni hafa í för með sér. Að við stöndum á þrepskildi fjórðu iðnbyltingarinnar, sem muni meðal annars leiða til fækkunar starfa og breytts atvinnulífs. Ýmislegt er til í þessu en seint verður málum svo hagað að sjómenn missi gildi sitt fyrir þjóðina. Ætti því að taka þessum spá- dómum með hæfilegum fyrirvara. Svo slegið sé á léttari strengi, þá myndi ég halda að við stjórnmálamenn gengjum alltént öllu fyrr úr skaftinu. Í mínu ungdæmi var vinsælt dægurlag, þar sem þess var óskað að komið væri árið 2012 – „þá vélar unnu störfin og enginn gerði neitt“. Sem kann að vera draumur einhverra, en þó líklega ekki ýkja margra. Muni ég rétt var forsætis- ráðherrann orðinn „gamall IBM“, en textahöfundana lengdi þó eftir því liðna enda hljómaði viðlagið: „gömlu dagana gef þú mér.“ Þegar ég læt hugann reika aftur til gömlu daganna hugsa ég einna helst til sjómannadagsins og þeirra hátíðar- halda sem þessum þýðingarmikla degi hafa ávallt fylgt. Sjómannadagurinn er í senn táknrænn fyrir þann hlýhug og þá virðingu sem íslenska þjóðin ber til íslenskra sjómanna en einnig mikil- vægur minnisvarði um þýðingarmikið og öflugt framlag sjómanna í áranna rás. Ég óska sjómönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleði- legs sjómannadags. Með virðingu og þakklæti. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Gömlu dagana gef þú mér Óslitin útihátíðahöld frá upphafi Aðildarfélög Sjómannadagsráðs Að Sjómannadagsráði höfuðborgar- svæðisins standa eftirtalin stéttarfélög sjómanna: » Félag skipstjórnarmanna, Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Sjó- mannafélag Íslands, Félag íslenskra loftskeytamanna, Sjómannafélag Hafnarfjarðar og Félag bryta. Tilgangur og markmið Sjómannadagsráðs eru m.a.: » Að efla samhug meðal sjómanna og hinna ýmsu starfsgreina sjómanna- stéttarinnar og vinna að nánu samstarfi þeirra. » Að heiðra minningu látinna sjómanna og sérstaklega þeirra sem látið hafa líf sitt vegna slysfara í starfi. » Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómannsins og hin mikilvægu störf sjómannastéttarinnar í þágu þjóðfélagsins. » Að beita sér fyrir menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar. » Að afla fjár til þess að reisa og reka dvalarheimili, hjúkrunarheimili, vistunar- og endurhæfingaraðstöðu, íbúðir og leiguíbúðir, einkum fyrir aldraða sjómenn og sjómannsekkjur. » Að stuðla að byggingu og rekstri orlofshúsa, sumardvalarheimila og alhliða orlofsstarfsemi fyrir sjómenn, fjölskyldur þeirra og starfsmenn samtaka þeirra. » Að beita áhrifum sínum á stjórnvöld til setningar löggjafar til styrktar fram- gangi markmiða Sjómannadagsráðs. » Sjómannadagsráð rekur sjö Hrafn- istuheimili í fimm sveitarfélögum sem veita um 700 Íslendingum öldrunar- þjónustu. Áttunda Hrafnistuheimilið tekur svo til starfa í byrjun árs 2020 við Sléttuveg í Fossvogi í Reykjavík. Auk þess rekur félagið leiguíbúðir Naustavarar ehf. í þremur sveitar- félögum, sem veita meira en 300 öldruðum búsetu á eigin vegum, sem studd er með samstarfi við Hrafnistu. Þá rekur félagið einnig Happdrætti DAS sem styður við uppbyggingu öldrunarþjónustunnar, ásamt Laugarásbíói og sumarhúsasvæði í Hraunborgum Grímsnesi. Stjórn Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins skipa: » Hálfdan Henrysson formaður, Félagi skipstjórnarmanna. » Guðjón Ármann Einarsson varaformaður, Félagi skipstjórnarmanna. » Jónas Garðarsson gjaldkeri, Sjómannafélagi Íslands. » Oddur Magnússon varagjaldkeri, Sjómannafélagi Íslands. Forsíðumynd: Concept Events/Pétur Pétursson útgefandi: Sjómannadagsráð, Hrafnistu, Laugarási, 104 Reykjavík. Framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs: Sigurður Garðarsson. ritnefnd: † Harald S. Holsvik, Hjálmar Baldursson og Sigurður Steinar Ketilsson. umsjón: KOM ehf., kynning og markaður. ritstjóri: Óli Kristján Ármannsson Höfundar efnis: Bolli Valgarðsson, Gísli Freyr Valdórsson, og Óli Kristján Ármannsson Ljósmyndir: Hreinn Magnússon o.fl. Sala auglýsinga: Birna Sigurðardóttir, bsig@bsig.is. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja upplag: 68.000 eintök. 6 SJÓMANNADAGS BLAÐIÐ SJÓMANNADAGURINN 2019 SUNDKUNNÁTTAN LYKILATRIÐI NÁKVÆMNI SEM DUGAR TIL FISKVEIÐA n Sæmundur E. Þorsteinsson, rafmagnsverk- fræðingur og lektor við HÍ, hefur fylgst með þróun GPS-staðsetningartækninnar frá upphafi. Ísland gæti styrkt stöðu sína með aðild að Geim- ferðastofnun Evrópu. > 26 HAPPDRÆTTI DAS 65 ÁRA Happdrætti DAS hefur frá stofnun skilað milljörðum til byggingar hjúkrunarheimila Sjómannadagsráðs. > 4 S J Ó M A N N A D A G U R I N N 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 8 2 . Á R G A N G U R n Ásta Þorleifsdóttir, varaformaður Sigl- ingaráðs, hefur lengi verið heilluð af sögu sundkunnáttu á Íslandi og segir merkilegt sé hvernig sundkunnáttan hafi glatast eftir þjóð- veldisöld. Hér var fólk meira og minna ósynt fram á nítjándu öld. > 16 Eldur er versti óvinur sjómanna n Kallað er eftir ramma um viðbúnað vegna eldsvoða á sjó þar sem slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar læri og starfi með erlendum sveitum af sama toga. > 50 82ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.