Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 38

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 38
38 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9 Í sland var með fyrstu lönd-um heims til að gera sund að skyldunámi og eru allflestir vel syndir nú á tímum. Áður hafði sundkunnáttu hrakað svo mjög að ekki fannst nema handfylli af sundfærum mönnum á landinu og drukknun var meðal tíðustu bana- meina landsmanna. „Ég hef lengi verið heilluð af sögu sundiðkunar hér á landi,“ segir Ásta Þorleifsdóttir, jarð- fræðingur og sérfræðingur á skrifstofu samgangna í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Í störfum sínum hefur Ásta meðal annars aðkomu að málum tengd- um öryggi sjófarenda. Gestir á ráð- stefnu Slysavarnaskóla sjómanna, Alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla (IASST) og samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytisins í apríl í fyrra, þar sem hún stýrði pallborðsum- ræðum, muna að þar gerði hún að umtalsefni sundkunnáttu þjóðarinnar, mikilvægi hennar og sögu. Ásta segir merkilegt hvernig sundkunnáttan haldist í hendur við efnahag þjóðarinnar og sé um leið sá grundvallarþáttur sem oft gleymist þegar rætt sé um öryggi sjófarenda. „Björgunarbúnaður og tæki skipta miklu máli, en sund- kunnátta stóreykur lífslíkur þeirra sem lenda í hættulegum aðstæð- um í sjó eða landi.“ Fyrstu minningar Ástu af sund- kennslu segir hún raunar ekki sínar eigin, heldur móður hennar. „Hún lýsti því fyrir mér þegar hún var að læra að synda í sundlaug í Arnarfirði, sem reyndar er búið að laga mikið núna. Laugin var moldarhlaðin og í henni voru bæði brunnklukkur og álar.“ Þetta segir Ásta að móður sinni hafi eðlilega þótt lítt geðslegt. „Hún lýsti því þannig að hún hafi lært að synda eins og önd, alltaf með hausinn upp úr, til að þurfa ekki að sjá íbúana.“ Tengir við bækur Jóns Kalmans Og þar sem hún er ættuð af Vest- fjörðum segir Ásta áhugann á sundkunnáttu kannski ekkert skrítinn. „Afi minn var fæddur í Arnarfirði. Faðir hans drukknaði á Arnarfirði. Þá drukknuðu tveir bræður hans á Arnarfirði og ein systir hans drukknaði í Dynj- andisá. Og því miður er þetta ör- ugglega hin dæmigerða fjölskyldu- saga að vestan. Mér fannst að það hefði eins getað verið mín fjöl- skyldusaga sem Jón Kalman Stef- ánsson lýsir í bókinni Himnaríki og helvíti. Í atburðum sem þess- um kristallast 19. aldar veruleiki margra Íslendinga.“ Út frá þessu segist Ásta hafa lagt á öryggisráðstefnunni í fyrra; mikilvægi sundkennslu fyrir ör- yggi sjófarenda. „Hefðu langafi og afabræður mínir drukknað ef þeir hefðu kunnað að synda? Það er ekki einu sinni víst að það hafi ver- ið vont veður. Hefðu þeir kunnað að synda hefði saga þeirrar fjölskyldu líklega orðið aðeins öðruvísi.“ Þá segir Ásta tölurnar um fjölda þeirra sem hér hafa drukknað vera sláandi. „Þórður á Skógum er til dæmis með í Minjasafninu lista yfir þá sem höfðu drukknað við suðurströndina á seinni hluta 19. aldar. Ef ég man rétt voru þetta rétt yfir 3.000 nöfn. Og þá verður maður svolítið hugsi, því ef leitað er þús- und ár aftur í tímann, á þjóðveld- isöld, er ljóst að fólkið sem hér bjó, landnámsmenn, kunni að synda.“ Þetta segir Ásta til að mynda mega merkja af frásögnum af fjölda lauga í mörgum Íslendingasögunum og þekkt sé sagan af Gretti Ásmundar- syni og Drangeyjarsundi. „Svo er sagan af Helgu jarlsdóttur, úr Harðar sögu og Hólmverja, sem kastar sér til sunds úr Helguhólma í Hvalfirði með drengina sína báða fjögurra og átta ára. Sá átta ára syndir sjálfur og þegar hann er að gefast upp og hún með þann yngri hangandi á bakinu, þá tekur hún skriðið upp í fjöru og lætur þann litla bíða þar og syndir svo út til að sækja þann eldri.“ Ægileg áföll fyrri alda Ásta segir því ljóst að á þessum tíma hafi fólk verið synt; karlar, konur og börn. Hvað svo gerðist sé getgátur einar. „Gaman væri ef einhver tæki að sér að skrifa sögu sunds og sundlauga. Þetta er svo ríkt í menningu okkar í dag og virðist hafa verið það líka þá, á þjóðveldisöld. Svo tekur við margra alda tímabil þegar allt grotnar niður.“ Sundkunnátta í landinu hafi horfið, efnahagur- inn hrunið og við hafi tekið mesta svartnætti með plágum og hungursneyðum. Þá bendir Ásta á að á verstu dög- um á síðmiðöldum og sautjándu og átjándu öld hafi komið fyrir að drukknaði á annað hundrað manns í illviðrum sem yfir gengu. „Árið 1695 er samkvæmt heimild- um þekkt veður þar sem talið er að 175 hafi drukknað. Sagan af Hestgerðislóni austur í Öræfum er líka merkileg, en þar var útræði Norðlendinga og Austfirðinga sem komu yfir Klofajökul um Norð- lendingalægð, nú Vatnajökul. Þar gerði á 16. öld ofsaveður og fórust 17 bátar af átján. Hversu margir fór- ust er ekki vitað nákvæmlega, en einhverjir hafa giskað á 50 og aðrir á 90. Saga okkar er full af svona atburðum.“ Síðan segir Ásta merkilegt að svo virðist sem sundkunnátta og aðgangur að sundlaugum haldist í hendur við sjálfstæði og efnahag þjóðarinnar. „Ríka þjóðin syndir, hagnýtir jarðhita, bæði í heitar laugar, húshitun, iðnað og fleira. Börn landnámsfólks eru því allt eins líkleg til að hafa lært að synda í hlýju, en um leið er ómögulegt að segja af hverju þessi breyting á sér stað. Það hrynur allt. Bátar fara úr því að vera haffærir knerrir yfir í smáa árabáta. Á landnámsöld er líka gríðarlegur útflutningur á fiski og vaðmáli. En svo fer þetta allt á verri veg. Upp úr 1820, haft eftir ásta Þorleifsdóttir, varaformaður Siglingaráðs, hefur lengi verið heilluð af sögu sundkunnáttu á Íslandi. merkilegt sé hvernig sundkunnáttan hafi glatast eftir þjóðveldisöld og hér hafi fólk meira og minna verið ósynt fram á nítjándu öld. Sundið sé lykilatriði þegar komi að öryggi á sjó. Sundkunnáttan er beintengd velmegun þjóðarinnar ásta Þorleifsdóttir er sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og hefur í störfum sínum þar fengist við hluti sem tengjast öryggismálum sjómanna. Hún hefur líka lengi haft áhuga á sögu sundkennslu á íslandi og bendir á hversu mikilvæg sundkunnátta sé þegar komi að fækkun slysa. Mynd/Hreinn Magnússon Fjölnismenn syntu í Steinsstaðalaug n Jón Kærnested, frumkvöðull sundkennslu á Íslandi, kenndi sund í Reykja- laug eða Steinsstaðalaug árið 1822, að því er fram kemur í greininni Heitar laugar á Íslandi til forna, sem birtist í Læknablaðinu árið 2005. Kristmundur Bjarnason, fræðimaður í Sjávarborg, er sagður telja að Jón hafi þar kennt Fjöln- ismönnum að synda. „Margt bendir til þess, að áhuga Fjölnismanna á sund- iðkuninni megi rekja til sundkennslu Jóns Kærnesteds við Steinsstaðalaug vordagana 1822,“ er eftir honum haft úr Sögu Sauðárkróks. Það er ekki einu sinni víst að það hafi verið vont veður. Hefðu þeir kunnað að synda hefði saga þeirrar fjölskyldu líklega orðið aðeins öðruvísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.