Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 22
22 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
borgaralegur.“ Á næsta ári megi því
kannski gefa sér að kerfið verði gull-
tryggt. „Við getum að minnsta kosti
vonað það. Það hafa verið óskap-
legar seinkanir í GALILEO-áætlun-
inni, en ég hef í það minnsta ekki
heyrt af neinum áföllum nýlega.“
Útbreiðsluna sáu menn ekki fyrir
Sæmundur segir fáa líklega hafa
séð það fyrir í árdaga GPS-kerfisins
að notkunin yrði jafn útbreidd og
almenn og raunin er orðin. Herinn
var þá með handhægustu stað-
setningartækin, sem komust fyrir í
stórum bakpoka. „Við göntuðumst
nú samt með það á þessum tíma að
einn góðan veðurdag yrðu þessi
tæki kannski á stærð við sígarettu-
pakka,“ segir hann. Þetta hafi svo
gengið eftir og vel það, en þróunin
náttúrlega verið hraðari en nokkurn
gat órað fyrir og framfarirnar gífur-
legar.
Þá segir Sæmundur engum
blöðum um það að fletta að GPS
hafi verið mikil framför frá Loran-C
hvað öryggi sjófarenda varðaði.
„Framan af lásu menn Loran-tölurn-
ar af einhverju stóru tæki og fóru
svo með þær í kort og gátu séð hvar
þeir voru.“ Undir lokin segir hann
að hafi reyndar verið komin fram
einhver þróaðri tæki sem sýndu
staðsetningu á skjá, en búnaður-
inn ekki verið jafnútbreiddur og
handhægur og núna þegar um
borð eru GNSS-staðsetningartæki
og svo að auki staðsetningarbúnað-
ur í síma flestra sem grípa megi til
ef aðaltækið bilar. „Og margir eru
með fleiri en eitt tæki um borð, sem
ég held að sé sjálfsögð öryggisráð-
stöfun. Góð reynsla eykur sífellt
traust manna á tækninni, þótt
vitanlega sé ekki hægt að nota það
sem rök fyrir því að kunna ekki
á áttavita. Þessu gamla má ekki
varpa alveg fyrir róða. Ef líf liggur
við þarf eitthvað að hafa í bak-
höndinni.“
Nokkuð hefur verið fjallað um
fækkun slysa til sjós síðustu ár og
þar kann þróun staðsetningartækn-
innar einnig að eiga sinn hlut. „Í
fluginu á árum áður voru reglulega
af því fréttir að litlar flugvélar sem
voru á leið til Evrópu frá Ameríku
hefðu ekki náð inn til Keflavíkur-
flugvallar. Megnið af þeim slysum
varð vegna þess að flugmennirnir
gátu ekki staðsett sig rétt. Með
tilkomu GPS hurfu þessar fréttir.
Svipað gæti átt við um litla báta. En
af því að það kemur ekki upp þakka
menn kerfinu það ekki endilega.“
Sjálfstýrandi skip
handan við hornið
Staðsetningarbúnaður sem byggir
á gervitunglasendingum er orðið
notaður mjög víða og sendingarnar
taldar jafnsjálfsagðar og rafmagn-
ið. „Flotastýring hvers konar bif-
reiða og eftirlit með bílum bílaleiga
er nokkuð sem almenningur er
ekki endilega meðvitaður um og
svo er verið að þróa tæknina fyrir
ökutæki sem stýra sér sjálf.“
Mun nær í tíma en sjálfvirk
umferð bíla segir Sæmundur hins
vegar vera sjálfvirka umferð skipa.
„Og það er nú svo skrýtið að þessi
möguleiki hefur ekki farið hátt í
umræðunni á Íslandi. Norðmenn
eru hins vegar mjög mikið í rann-
sóknum á þessu sviði.“ Fiskiskip
segir Sæmundur að verði hins
vegar ólíklega sjálfstýrð, en annað
eigi við um ferjur og fraktflutninga
af ýmsum toga. „Og ef slík skip
eiga að geta siglt inn í innsiglingar
þurfa þau að hafa miklu meiri ná-
kvæmni en nú fæst, líklega innan
við einn metra í nákvæmni.“ Um-
hverfisþátturinn segir Sæmundur
að spili líka inn í þegar kemur að
umræðu um rafknúin skip því það
sé sagt miklu auðveldara að smíða
rafknúið skip sem sé lítið fremur en
stórt. „Í tilviki sjálfvirkra ferja, þar
sem engin áhöfn er um borð, sem
er jú stór hluti rekstrarkostnaðar-
ins, gæti þannig borgað sig að reka
tvær litlar ferjur fremur en eina
stóra. Og þá er aftur auðveldara að
hafa þær rafknúnar.“
Sæmundur segir að ekki þurfi
mikið ímyndunarafl til þess að sjá
fyrir sér möguleikana í siglingum
slíkra ferja, svo sem milli Vest-
mannaeyja og Landeyjahafnar, því
litlar ferjur þurfi ekki mjög djúpa
höfn. Þá telur hann þess ekki langt
að bíða að skip án áhafnar verði
talin jafnsjálfsögð og lestir án
lestarstjóra, þótt einhverjum hafi
kannski hnykkt við þegar þær voru
fyrst kynntar til sögu, til dæmis í
Kaupmannahöfn. „Svo venst fólk
þessu og nú þykir þetta sjálfsagður
hlutur.“ - óká
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn
SMÍÐAVERK ehf.
Íslensk smíðaverks snilli
VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is
GPS í hnotskurn
n Skammstöfunin GPS stendur fyrir Global Positioning System, sem er staðsetningarkerfi sem byggir á merkjum frá
gervitunglum. Í kerfi sem nær til jarðarinnar allrar þarf að minnsta kosti 24 gervitungl. GPS-kerfið á uppruna sinn í
Bandaríkjunum, en varnarmálaráðuneyti landsins kom gervitunglunum á braut til hernaðarnota. Flugfélögum var svo
heimilaður aðgangur að kerfinu árið 1983 og í framhaldinu opnaðist fyrir frekari almenna notkun.
Þegar öll gervitungl galileo eru
komin á braut um jörðu samanstend-
ur kerfið af 24 gervitunglum á
þremur sporbrautum, auk tveggja
varagervitungla á hverri braut.
Mynd/esa-P. CarriL
flotastýring hvers
konar bifreiða og
eftirlit með bílum
bílaleiga er nokkuð sem
almenningur er ekki
endilega meðvitaður um
og svo er verið að þróa
tæknina fyrir ökutæki
sem stýra sér sjálf.
10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7
þróun segir Gunnar að hafi verið
viðvarandi síðustu 10 til 15 ár.
Breytingar á vinnuaðstæðum
sjómanna síðustu ár segir Gunnar
hins vegar mismunandi eftir skip-
um. Á vinnsluskipum hafi dregið
mjög úr því að menn séu að burð-
ast með pönnur og kassa því nú
séu færibönd, stigabönd og annað
sem færi fiskinn upp í hendurn-
ar á mönnum. „Menn þurfa því
lítið að vera að teygja sig og færa
sig eftir fiski.“ Þá séu komin betri
kerfi varðandi hífingar. „Áður
voru menn bara með bómuna, en
núna eru betri græjur við að hífa
og slaka. Og svo eru náttúrulega
ko nar vélar eins og til dæm-
is beitningavélar sem vinna um
leið og ínan er lögð. Þannig að
það er alls konar ný tækni komin
í vinnuna um borð sem líka hef-
ur dregi úr slys hættu. Það eru
m gir hlutir, smáir og stórir sem
gert hafa hlutina betri.“
Það sem helst te jist til nýbreytni
núna segir Gunnar að útgerðarfyr-
irtækin hafi verið að ráða til sín ör-
yggisstjóra. „Þeir eru með fókusinn
á öryggismál dags daglega og að
hjálpa sjómönnum að halda vöku
sinni þegar kemur að þessum mál-
um, að daglegu eftirliti sé sinnt og
að menn haldi öryggisreglur sem
þeir hafa sett sér. Og þetta er partur
af öryggisstjórnunarkerfi um borð
í hverju skipi. Oft er sagt að skip-
stjórinn sé sá sem beri ábyrgðina,
en öryggisstjórnunarkerfi hjálpar
til við að dreifa ábyrgð nni á alla
u borð. Enginn er undanskilinn
og enginn getur vísað á annan
þegar kemur að öryggismálum.“
Engu að síður eru áhöld um
hvernig til hefur tekist við að
fækka slysum að mati Gunnars.
„Þar a tekst á betri skrá ing og
svo hins vegar að menn sýna meiri
árvekni og skrá kannski atvik sem
ekki voru skráð áður. Það er ekki
ví t að það hafi alltaf farið á skýr-
slu þ tt einhver h fi klemmt g
eða skorið á fingri, en ég held að
í dag fari það á skýrslu. Svo hefur
þetta ná túrlega líka með samn-
ingamál sjómann ð gera, en þeir
hafa mjög ríkan bótarétt og þar af
leiðandi er mjög mikilvægt að allir
sinni skráning mjög vel.“
G nnar segir klárt mál að núna
séu sjómenn sinnugri þegar kemur
að öryggismálum og passi betur
hver upp á annan e raunin kun i
að hafa verið áðu . „Ef e nhve
ætlar sér að ganga of langt þá er
einhver annar sem stoppar a .
Menn taka þ nnig ábyrgð hver á
öðrum. Og mér finnst fræðslan og
skólastarfið svolítið hafa opnað
augu manna fyrir þess . Hérna
áður yrr var það þannig að m nn
voru ekkert mikið að skipta sér
hver af öðrum. E menn eru mikið
opn ri með þetta í dag.“
Þessir hlutir gangi líka svolítið í
bylgjum því þ gar mikill uppgang-
ur var í fiskveiðum og sjósókn þá
hafi líka verið mikil endurnýjun
og oft mikið af nýliðum um borð.
„Með kvótakerfinu og fækkun skipa
þá minnkar þessi endurnýjun og
meira um að vanir sjómenn séu
um borð. En sá tími er að einhverju
leyti liðinn, en í staðinn erum við
með miklu betra fræð lukerfi fyrir
nýliða og öll skip með kerfi um
hvernig t ka skuli á móti nýlið m.“
Þá sé heldur ekki litið svo á að þeir
séu ei ir ýliðar em séu ð fara
í fyrsta skipti á sjó, heldur sé litið
svo á að maður sé nýliði ef hann er
nýr um borð í viðkomandi skipi.
Dæmi um áhrif nýliðunar á
slys segir G nnar hægt að lesa
úr tilkynningu um slys á upp-
gangstímanum rétt fyrir hrun, en
þá hafi gengið erfiðlega að manna
skip. Þannig megi sjá slysatí ni
taka stökk árið 2007. „En eftir 2008
eru bar orðni vanir m n á sjó.
Svo er annað í þessu a smábát -
útgerð jókst eftir ð kvótakerfið var
sett á.“
Þegar horft er á tölurnar núna
all a síðustu ár og um leið með í
hug að sly askráning sé betri þá
segist Gunnar fullyrð að hlutirnir
færist til betri vegar. „En betur má
ef duga skal og það hlýtur að vera
markmi o kar að fækka þ ssu
verulega. Við sjáum hver árangur-
inn varð við að fækka banaslysum
og alvarlegum slysum og á á al-
veg að ver hægt að fækka hinum
slysunum verulega. Þar þarf bara
að koma að essari nýju hugsun
að allt skipti máli, smátt og stórt.
Undanfarin ár hefur líka verið
vakning í því að skrá það sem kall-
að hefur verið „næstum því slys“,
því þar sem verður næstum því slys
getur orðið alvöru slys síðar. Menn
eru að reyna að fyrirbyggja slysin.
Og þegar fleiri fyrirtæki eru búin að
ráða sér öryggisstjóra þá held ég að
öryggismen ingin færist á nýtt og
betra stig.“ -óká
ísl s sj r r s ir Sjó annadaginn
PORT OF HAFNARFJORDUR
S ÍÐAVERK ehf.
Íslensk smíðaverks sni li
Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík
Sími 568 0100 | stolpigamar.is
GÁMALEIGA
GÁMASALA
KÓPAVOGSHAFNIR
FROSTI ehf
44 H r a f n i s t u b r é f
Eggjabúið
Hvammi
Gólf oG
veGGlist
ReyKjAvíK
Slys tilkynnt hjá
almannatryggingum
Ár Slys alls Slys á sjómönnum Hlutfall
1985 1.795 459 25,6%
1986 1.904 503 26,4%
1987 2.177 592 27,2%
1988 2.366 619 26,2%
1989 2.670 631 23,6%
1990 2.874 614 21,4%
1991 3.194 522 16,3%
1992 3.074 511 16,6%
1993 3.303 523 15,8%
1994 2.893 486 16,8%
1995 2.749 459 16,7%
1996 3.010 434 14,4%
1997 3.044 460 15,1%
1998 3.031 378 12,5%
1999 2.991 381 12,7%
2000 3.005 361 12,0%
2001 3.108 344 11,1%
2002 2.401 413 17,2%
2003 2.037 382 18,8%
2004 1.799 309 17,2%
2005 1.782 366 20,5%
2006 1.583 268 16,9%
2007 1.772 425 24,0%
2008 2.160 291 13,5%
2009 1.980 239 12,1%
2010 1.842 279 15,1%
2011 1.934 252 13,0%
2012 2.004 249 12,4%
2013 2.015 230 11, %
2014 2.157 210 9,7%
2015 2.128 220 10,3%
Heimild: Hagstofa Íslands
„Áður voru menn bara með bómuna,
en núna eru betri græjur við að hífa
og slaka.“
VAGNHÖFÐA 12, REYKJAVÍK | S. 567 2800 | mdvelar@mdvelar.is | mdvelar.is
ROTÞRÆR
Náttúran kallar
á bestu lausnirnar í umhverfismálum
TIL LIÐS VIÐ NÁTTÚRUNA
52 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn
H luti nemendanna hefur bakgrunn í sjómennsku. Gögn Sjómenntar,
fræðslusjóðs um starfsmenntun
sjómanna, um styrkveitingar
sýna hins vegar að sjómenn fara
í alls konar nám.
Fjölbreyttur hópur stundar
nám í sjávarútvegsfræðum og
hefur hlutur
kvenna aukist
síðustu ár. „En
það hafa margir,
og þá kannski
sérstaklega
strákarnir, ver-
ið eitthvað til
sjós og alltaf
ákveðið hlutfall
nemenda sem
kemur úr fagskólum á borð við
Vélskólann og Stýrimannaskól-
ann,“ segir Hörður Sævaldsson,
lektor og brautarstjóri sjávarút-
vegsfræða við auðlindadeild Há-
skólans á Akureyri.
„Ég gæti trúað að núna sé það
nálægt tíu prósentum sem hafa
þann bakgrunn að hafa verið
til sjós. En þetta var náttúrlega
mun algengara hér áður fyrr,“
segir Hörður, en fram undir 2000
þurftu umsækjendur að skila
yfirliti um störf í sjávarútvegi til
að komast í námið. Þær kröfur
hafi smám saman fjarað út enda
óhægara um vik fyrir ungt fólk
en áður að verða sér úti um slíka
reynslu. Verkleg kennsla er enda
hluti af náminu og nemendur fá
tækifæri til að sjá með eigin aug-
um hvernig þau virka veiðarfær-
in sem þeir eru að fræðast um.
Eins hefur Hörður brugðist
við skorti á fræðsluefni með því
að vinna, í samstarfi við Hreið-
ar Þór Valtýsson lektor við HA,
kennsluefni um sjávarútveg sem
bæði nýtist þeim í kennslu og á
framhaldsskólastigi. Um er að
ræða kennslubækur, rafbækur
og fræðslumyndbönd sem unnin
hafa verið í samstarfi við sjón-
varpsstöðina N4 auk þess sem
verkefnabók er teikniborðinu
sem miðuð verður við þarfir
grunnskóla.
Sjálfur er Hörður með bak-
grunn í sjómennsku. Hann gekk
í Stýrimannaskólann og var á sjó
í rúman áratug áður en önnur
störf og fræðimennska tóku yfir
að mestu. „Ég fer þó alltaf á sjó á
sumrin. Fer svona hálfan mánuð
á ári, bæði til að halda réttindun-
um við og halda tengslum við
atvinnugreinina.“
Kristín Njálsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjómenntar, segir
styrkumsóknir hjá sjóðnum sýna
að sjómenn sæki í alls konar
nám. „Hins vegar nefnist okkar
stærsta verkefni síðustu tvö ár
Sjósókn sem hefur skilað sér í
aukinni aðsókn í nám,“ segir
hún en verkefnið er ætlað sjó-
mönnum sem ekki hafa lokið
framhaldsskóla. Meðal annars er
boðið upp á raunfærimat í ýms-
um greinum og nám eða nám-
skeið í framhaldinu sem leiði til
frekara náms innan framhalds-
skóla. Kristín segir sjómenn
duglega að nýta sér sjóðinn og
komi ekki á óvart að stór hluti
umsókna snúi að námi í fram-
haldsskólunum eða hvers konar
framhalds- og starfstengdu námi.
„Oft eru þetta strákar sem
eru að koma sér aftur í nám og
vilja klára einhvern skóla, taka
lokapróf í einhverju ákveðnu,“
segir Kristín. Undir sé til dæmis
Tækniskólinn þar sem bæði sé
að finna nám í vélstjórn, skip-
stjórn og iðnnám og Fisktækni-
skóli Íslands í Grindavík sem
býður nám sem tengist sjó-
mennsku og fiskvinnslu beint.
„Og svo eru þeir að læra ýmislegt
annað líka, það er verið að taka
30 tonna réttindin, meiraprófið
eða bara almennt nám í fram-
haldsskóla,“ segir hún.
Í gögnum Sjómenntar kemur
fram að flestar umsóknir berast
frá sjómönnum frá tvítugu til
fimmtugs, en bara 2,7% um-
sókna koma frá 17 til 20 ára.
29,8% eru á aldrinum 21 til 30
ára, 39,9% frá 31 til 40 ára og
19,7% eru á aldrinum 41 til 50
ára. Umsóknir frá sjómönnum
milli fimmtugs og sextugs eru
6,9% og 1,1% umsækjenda er
á aldursbilinu frá 61 til 70 ára.
70% þeirra sem nýta sér fræðslu-
styrki Sjómenntar eru því frá 21
til 40 ára gamlir. - -óká
Af sjó u
í sj v r-
útv gsfræ in
Sjávarútvegsfræði hefur verið kennd við Háskólann á Ak-
ureyri í tæp 30 ár. Á þessum tíma hefur bæði umfang og
aðsókn aukist. Námið er hluti auðlindadeildar skólans og
gangi áætlanir skólans eftir verður innan fárra missera
hægt að stund sjávarú vegsfræ i til doktorsnáms.
Hörður
Sævaldsson.
29.9%
6.0%
4.9%
3.3%
6.5%
2.2%
7.6%
34.8%
2.7%
2.2%
Framhaldsnám
Háskólanám
Framhaldsfræðsla
Tómstundarnám
Aukin ökuréDndi
Vinnuvélanámskeið
30 tonna réDndi
Annað starfstengt nám
Almennt nám
Öryggisnámskeið
Flokkun náms / námsleiða; 1öldi styrkja
Nemendur í sjávarútvegsfræði við
Háskólann á Akureyri fá líka að kynnast
veiðum og vinnslu af eigin raun.
(Mynd/Hörður Sævaldsson)
Sendíbílalausnir