Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 18

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 18
18 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9 Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn Ég var svo heppinn að gefast kostur á að taka þátt í verk-efni sem hafði það að mark- miði að smíða GPS-tæki,“ segir Sæmundur E. Þorsteinsson, lektor við rafmagns- og tölvuverkfræði- deild Háskóla Íslands. Verkefnið rak á fjörur Sæmundar í upphafi starfsferils hans, á árunum 1982 til 1983. „Þorbjörn Sigurgeirsson, sem var prófessor í eðlisfræði og mjög þekktur, hafði meðal annars verið nemandi Nielsar Bohr í Kaup- mannahöfn, hafði brennandi áhuga á staðsetningartækni. Áður höfðu hann og Marteinn Sverris- son heitinn, rafmagnsverk- fræðingur, smíðað viðtæki sem tóku við sendingum frá svoköll- uðum „Transit“-gervitunglum,“ segir hann, en út frá stöðu þeirra mátti með útreikningum ákvarða staðsetningu. „Þetta tók kannski hálftíma eða svo.“ Síðan hafi GPS- kerfið komið til sögunnar, en það var sett upp á níunda áratugnum og Sæmundur segir Þorbjörn hafa viljað komast yfir GPS-tæki. „Í þá daga var líklega ódýrasta leiðin að reyna að smíða það.“ Þróunin reyndist hins vegar of hröð til að smíðin borgaði sig. „Við komumst nokkuð áleiðis, en svo komu fljót- lega á markaðinn tæki sem voru ódýrari og þá var verkefninu sem slíku eiginlega sjálfhætt.“ GPS tók við af Loran-C Flugvél Korea Airlines var skotin niður að hausti 1983 eftir að hafa villst inn í sovéska lofthelgi. Þá ákvað Reagan Bandaríkjaforseti að GPS skyldi einnig verða til al- menningsnota, þó að kerfið hafi verið sett upp í hernaðarlegum tilgangi af varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. „Og hugmyndin var sú að sá þáttur yrði ekki jafn- nákvæmur og hernaðarþáttur- inn, en síðan held ég að það hafi komið mönnum á óvart hversu mikil nákvæmni fékkst í þessum hluta sem var fyrir almenningsnot. Stjórnvöld vestra höfðu þó frá upp- hafi möguleika á að trufla merkin þannig að skekkjan í staðsetningu var um hundrað metrar.“ Þessi skekkja reyndist of mikil fyrir ýmiss konar notkun. Hund- rað metra skekkja er til að mynda of mikil til notkunar við fisk- veiðar. Við þær þurfa sjómenn að geta ákvarðað staðsetningu sína og snúið aftur á sama stað til þessa að finna aftur net og góðar togslóðir og til að forðast festur. „Mörg lönd settu því upp leiðréttingarkerfi.“ Hér hafa fisk- veiðar verið einar þær tæknivædd- ustu sem þekkjast og áður notast við svonefnt Loran C-staðsetn- ingarkerfi. Það bauð víðast hvar upp á ágæta nákvæmni, en sú tækni var hins vegar að leggj- ast af á árunum upp úr 1990. Hér var Loran-C sendingum hætt árið 1994. „Sjómenn kunnu orðið hafsvæðið í Loran-tölum.“ Hér var því árið 1994 sett upp Differ- ential GPS-kerfi, eða leiðréttingar- kerfi fyrir GPS. „Að kerfinu stóð Vita- og hafnamálastofnun, sem svo rann inn í Siglingastofnun ef ég man rétt, sem svo rann inn í Vegagerðina og nú eru þessi mál á hennar forræði. Differential nákvæmni sem dugar til fiskveiða Sæmundur E. Þorsteinsson, lektor við Hí, hefur fylgst grannt með þróun staðsetningarbúnaðar sem byggir á sendingum frá gervitunglum allt frá því að menn fóru fyrst að notast við slíka tækni. Mynd/Hreinn Magnússon Í árdaga gpS-tækninnar óraði engan fyrir því hversu út- breidd staðsetningartæknin átti eftir að verða. Sæmundur e. Þorsteinsson, rafmagnsverkfræðingur og lektor við HÍ, hefur fylgst með tækninni og þróun hennar frá upphafi. kerfum hefur fjölgað og lag fyrir Ísland að styrkja stöðu sína með aðild að geimferðastofnun evrópu. xxxxxx_0000 xooxooxoox oxo xooooxooxoox. 00.00.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.