Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 50
50 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
Á lóðinni sem um ræðir standa nú yfir fram-kvæmdir við byggingu
nýs hjúkrunarheimilis Hrafnistu,
þjónustu- og félagsmiðstöðvar
Sjómannadagsráðs og leiguíbúða
Naustavarar sem ætlaðar eru eldra
fólki. Framkvæmdir verktaka á
vegum Sjómannadagsráðs við
byggingaframkvæmdirnar eru
í algleymingi um þessar mundir
enda unnið hörðum höndum við að
halda upphaflegum tímaáætlunum.
Á hjúkrunarheimilinu verða rúm-
góð herbergi fyrir 99 manns og er
gert ráð fyrir að heimilið verði tekið
í notkun upp úr áramótum og þjón-
ustumiðstöðin fljótlega í kjölfarið.
Einnig eru framkvæmdir hafnar
við byggingu fjölbýlis með 60 hent-
ugum leiguíbúðum Naustavarar
sem er í eigu Sjómannadagsráðs,
og verða þær leigðar á almennum
markaði fyrir eldra fólk. Í næsta
áfanga uppbyggingar á lóðinni
verður ráðist í byggingu annars
fjölbýlishúss með 80 íbúðum við
Skógaveg, örlítið neðar í dalnum.
Áttunda Hrafnistuheimilið
„Húsnæði hjúkrunarheimilisins er í
eigu ríkisins og Reykjavíkurborgar,
sem hefur falið Sjómannadagsráði
að hafa umsjón með byggingar-
framkvæmdum og Hrafnistu að sjá
um reksturinn. Það verður áttunda
Hrafnistuheimilið á suðvestur-
horninu sem Sjómannadagsráð
annaðhvort á eða rekur fyrir hönd
hins opinbera, en eins og kunn-
ugt er tók Hrafnista við rekstri
Skógarbæjar í Mjódd í byrjun
maí,“ segir Sigurður Garðarsson,
framkvæmdastjóri Sjómannadags-
ráðs. Við undirbúning og hönnun
nýja hjúkrunarheimilisins hafa
stjórnendur Hrafnistu tekið virk-
an þátt í að þróa bestu mögulega
aðstöðu fyrir íbúana og starfsem-
ina og unnið náið með arkitekt-
um við útfærslu á innra skipulagi
til að tryggja sem besta nýtingu
og hagkvæmni. Hrafnistuheim-
ilið við Sléttuveg verður fyrsta
hjúkrunarheimili landsins sem
byggt er í samræmi við ný viðmið
heilbrigðisráðuneytisins þar sem
m.a. er gert ráð fyrir 28 fermetra
einkarými með baðherbergi og alls
65 fermetrum í heildarrými á hvern
einstakling.
Sjómannadagsráð byggir og
fjármagnar uppbygginguna
Sjómannadagsráð á og byggir þjón-
ustumiðstöðina og verður rekstur-
inn jafnframt á vegum einhvers af
dótturfélögum þess. Innangengt
verður milli þjónustumiðstöðvar-
innar og Hrafnistu og einnig yfir í
húsnæði leiguíbúða Naustavarar,
þaðan sem íbúar munu hafa greið-
an aðgang að fjölbreyttri þjónustu,
afþreyingu og öryggi fagaðila í
þjónustumiðstöðinni. Sigurður seg-
ir að í þjónustumiðstöðinni verði
áhersla lögð á að skapa nokkurs
konar vettvang um heilbrigðan
lífsstíl með fjölbreyttri dagskrá og
þjónustu, bæði fyrir þá sem vilja
auka eigin færni með þjálfun og þá
sem vilja bregðast við minnkandi
færni eða heilsu. „Í þjónustumið-
stöðinni munum við bjóða eldra
fólki margvíslega þjónustu eins og
þá sem veitt er í öðrum sambærileg-
um byggðakjörnum Sjómannadags-
ráðs, og einnig aðra þjónustu sem
verður á vegum Reykjavíkurborgar,
sem mun leigja rými í þjónustu-
miðstöðinni undir þá starfsemi.
Einnig verða þar aðrir leigutakar
með sérhæfða þjónustu, svo sem á
sviði veitinga, fræðslu, sjúkraþjálf-
unar, heilsueflingar, afþreyingar
og menningar,“ segir Sigurður,
sem getur þess jafnframt að upp-
byggingin sé að fullu fjármögnuð
af Sjómannadagsráði. „Þar skiptir
stuðningur Happdrættis DAS okkur
afar miklu máli við öflun nauðsyn-
legs fjármagns til að standa undir
svo stóru verkefni í þágu eldra fólks
eins og hér um ræðir.“
Leiguíbúðir fyrir 60 ára og eldri
Í fyrirhuguðum fjölbýlishúsum
Naustavarar við Sléttuveg og
Skógaveg verða samtals um 140
leiguíbúðir í ýmsum stærðarflokk-
um. Algengustu stærðir verða 50
til 70 fermetra íbúðir en einnig 70
til 85 fermetra hjónaíbúðir auk
nokkurra enn stærri íbúða. „Allar
leiguíbúðir Naustavarar eru sér-
hannaðar fyrir eldra fólk sem vill
búa sjálfstætt en njóta nálægðar
og aðgangs að fjölbreyttri þjónustu
sem tekur mið af þörfum hvers og
eins. Svo verður einnig við Sléttu-
veg,“ segir Sigurður, sem gerir ráð
fyrir að útleiga fyrstu íbúðanna
hefjist maí 2020. Nú þegar hafa um
200 manns verið skráðir á lista yfir
áhugasama um leigu nýrra íbúða
Naustavarar við Sléttuveg.
Fjölmennt samfélag að myndast
Þegar framkvæmdum lýkur er gert
ráð fyrir að við Sléttu- og Skóga-
veg verði liðlega 600 eldri íbúar
búsettir í nálægð við byggðakjarn-
ann sem Sjómannadagsráð reisir.
Auk þeirra eru yfir tvö þúsund
einstaklingar á efri árum búsett-
ir í nálægum hverfum Háaleitis,
Bústaða og Fossvogs sem einnig
munu hafa greiðan aðgang að
fjölbreyttri þjónustu við Sléttuveg.
Markmið Sjómannadagsráðs er að
sem flestir geti notið þeirrar fjöl-
breyttu þjónustu og aðstöðu sem
boðið verður upp á við Sléttuveg.
Þeim sem hafa áhuga á að kynna
sér málið betur er bent á upplýs-
ingar á vefsíðunni naustavor.is þar
sem einnig er hægt að senda tölvu-
póst með ósk um frekari upplýs-
ingar um leiguíbúðir og þjónustu
íbúðaleigufélagsins. -bv/sg
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn
48 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7
Nærri hálf öld er síðan Guð-
mundur Hallvarðsson hóf
fyrst störf í þágu Sjómanna-
dagsráðs. Hann lét af störf-
um sem stjórnarformaður
ráðsins í maí síðastliðnum
eftir 24 ára setu í þeim stól.
Óhætt er að segja að Guð-mundur muni tímana tvenna í störfum sínum fyr-
ir aðildarfélög sjómanna enda hefur
hann staðið í brúnni við stórfellda
uppbyggingu á þjónustu Hrafnistu
við aldraða síðustu áratugi. Eftir-
spurn eftir þeirri þjónustu fer síst
minnkandi, en Guðmundur segir
stefnuna hafa verið mótaða um
hvernig best sé að byggja hana upp.
Nú þurfi bara að halda áfram að láta
verkin tala.
Nafn Guðmundar Hallvarðsson-
ar kemur fyrst fyrir í fundargerð
stjórnar Sjómannadagsráðs 30. apríl
árið 1970, fyrir rétt rúmum 47 árum
síðan. Þá var Guðmundur kosinn
í svonefnda Hraunkotsnefnd sem
fór með málefni landareignar Sjó-
mannadagsráðs í Grímsnesi og sum-
ardvöl barna sem þar var rekin. Á
þessum tíma var Guðmundur líka í
stjórn Stýrimannafélagsins. „Svo er
það árinu seinna að ég fór að v a
fyrir Sjómannadagsráð í tengsl-
um við Sjómannadaginn,“ segir
Guðmundur, en þá tók han að sér
framkvæmdastjórn sjómannadags-
hátíðarhaldann í Reykjavík. „Og
var þar í mör ár.“
Á þessum árum var Guðmund
líka kjörinn fulltrúi Stýrimanna-
félagsins í Sjómannadagsr ði, en
hann hafði verið stýrimaður á vita-
skipinu Árvakri þar til sú starfsemi
var færð undir Landhelgi gæsluna.
Þá hóf hann störf hjá Tollinum þar
sem hann var fram í ársby jun 1972
þegar hann var kosinn gjaldkeri
Sjómannafélags Reykjavíkur. „Þá
sagði ég mig eðlilega úr stjórn
Stýrimannafélagsins en var áfram
fulltrúi þeirra í Sjómannadagsráði
til 1974.“ Guðmundur hélt áfram
utanumhaldi um sjómannadags-
hátíðahöldin. Hann var svo aftur
kjörinn fulltrúi í ráðið árið 1980, þá
fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur og
svo fyrst í jórn Sjómannadagsráðs
árið 1985. Á þessum tíma gegndi
Guðmundur líka á tímabili, vegna
veikinda Péturs Sigu ðssona , starfi
forstjóra Hrafnistuheimilisins í
Hafnarfirði en lét af því starfi þegar
hann varð formaður Sjómannadags-
ráðs árið 1993, en þá hafði hann um
árabil verið varaformaður áðsins.
Árin í stjórn u því 33 í allt.
Stefnan hefur haldist
Saga Sjómannadagsráðs er um
margt merkileg. St ax í upphafi, fyr-
ir 80 árum var lagt upp með það að
ágóði af sjómannadeginum skyldi
renna til uppbyggingar á elli- og
hvíldarhei ili fyrir aldraða fiski-
menn og f menn. „Sjávarútvegs-
sýningin 1939 kom þarna líka mjög
sterk inn og hafði Henry [Hálf ans-
son, upphafsmaður og fyrsti for-
maður ráð ins] orð á því nokkrum
árum seinna, að þessi atriði hafi eig-
inlega orðið til þess að sjómanna-
dagur nn fékk þann erð ga sess
sem raunin v rð í íslensku þjóðlífi,“
segir Guðmundur sem telur ljóst
að áherslu ráðsins fyrstu árin hafi
skipt miklu fyrir uppbyggingu á
þjónu tu fyrir aldraða hér á landi.
„Menn hafa oft sagt að lítil sv r
séu til vi því hvað orðið hef i um
öldrunarþjónustu hér höfuð-
borgarsvæðinu ef Hrafnistu hefði
ekki notið við,“ segir han . „En
slík þjóðarstemning var me þ ssu
verki að hér söfnuðust upp miklir
fjármu ir. Útgerðir skipa, áhafnir,
starfshópar og einst klingar gáfu
til uppbyggingar Hrafnistu. Hér er
skráð í bækur að gefið hafi verið 161
herbergi, fyrir utan aðrar gjafir sem
nýttust til starfseminnar.“
Stefnan sem lagt var upp með,
að búa öldruðu fólki áhyggjulaust
ævikvöld, segir Guðmundur að hafi
haldið sér. Framan af hafi hlutum
verið þannig fyrir komið að Hrafn-
ista ákvað gjaldtökuna og stýrði því
þannig að jafnvægi væri í rekstrin-
um, á milli kostnaðar og inn-
komu. „Síðan fór að halla heldur á
ógæfuhliðina þegar stjórnvöld fóru
að ákveða daggjöldin einhliða. Hér
á árum áður var til daggjaldanefnd
þar sem menn settust niður, fulltrú-
ar ríkisins og heimilanna, svo sem
Grundar og Hrafnistu. Og þá fundu
menn einhvern flöt á gjaldskránni.
Sú nefnd var síðan lögð niður og
ríkisvaldið tók að ákveða þetta ein-
hliða.“ Þróuðust mál þannig að all-
mikil skekkja myndaðist. Árið 2010
segir Guðmundur Sjómannadags-
ráð hafa tekið eftir því að heilbrigð-
isráðherra hafði tveimur árum áður
búið til reglugerð um daggjalda-
greiðslur til sjúkrahótela sem inni-
fól gistingu og fæði en hvorki lyf né
læknishjálp. „Og þar var daggjaldið
18 þúsund krónur á mann á sama
tíma og ríkið greiddi 9 þúsund krón-
ur vegna heimilismanns hér á vist-
heimilinu þar sem allt var innifalið,
húsnæði, hiti, lyf, læknishjálp, þrif,
þvottur og allt saman. Þannig að
það hefur nú ekki alltaf verið gæfu-
lega haldið á málunum af hálfu
ríkisvaldsins.“
Ríkisvaldið tók við sér
Á síðasta ári segir Guðmund-
ur svo loks hafa verið gengið frá
samkomulagi Samtaka fyrirtækja
í velferðarþjónustu og Sjúkra-
trygginga Íslands um eyrnamerkt-
ar greiðslur fyrir ákveðna þjónustu
sem fyrirtækin veita. „Áður vorum
við og nánast öll hjúkrunarheim-
ili landsins í óvissu um þjónustu-
stigið, hvort verið væri að veita
of mikla eða of litla þjónustu. Því
gat enginn svarað og það var mjög
slæmt. En þarna var komin meira
festa í málið.“
Annar vandi var þó enn óleystur
því í mörg ár hafði verið safnað upp
skuldbindingum vegna lífeyrissjóðs
opinberra starfsmanna vegna verð-
tryggingar lífeyrisréttinda. „Þetta
voru orðnar stórar upphæðir og okk-
ur mjög til vansa vegna rekstraraf-
komu hvers árs.“ Guðmundur segir
að leitað hafi verið til ríkisvaldsins
um lausn á málinu. „Og það var
dálítið sérstakt að fjármálaráðu-
neytið og heilbrigðisráðuneytið
voru allt í einu farin að takast á
um málið og við orðnir áhorfendur.
Ráðuneytin tókust á um það hvort
lífeyrisskuldbindingar hefðu verið
inni í daggjöldunum eða ekki.“ Fjár-
málaráðuneytið hélt því fram að
gjaldið fæli í sér skuldbindingarn-
Sendum íslenskum sjómö num árnaðaróskir á Sjómannadaginn
Stefnan hefur verið
mótuð og leiðin ljós
Guðmundur Hallvarðsson hefur verið 33 ár í stjórn Sjómannadagsráðs og verið formaður ráðsins síðustu 24 ár.
(Mynd/Hreinn Magnússon)
Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss.
Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd
einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.
Kjörvari - fyrir íslenskar aðstæður
Notaðu sumarið
til að verja viðinn!
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
A
L
7
47
53
0
5/
15
Vi arvörn
fyrir í lenskar aðstæður
Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BAUHAUS
Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari,
Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO
Reyðarfirði • ORMSSON-VíK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO Selfossi
Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun Grindavík • Málningarbúðin Ísafirði
48 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 7
Nærri hálf öld er síðan Guð-
mundur Hallvarðsson hóf
fyrst störf í þágu Sjómanna-
dagsráðs. Hann lét af störf-
um sem stjórnarformaður
ráðsins í maí síðastliðnum
eftir 24 ára setu í þeim stól.
Óhætt er að segja að Guð-mundur muni tímana tvenna í störfum sínum fyr-
ir aðildarfélög sjómanna enda hefur
hann staðið í brúnni við stórfellda
uppbyggingu á þjónustu Hrafnistu
við aldraða síðustu áratugi. Eftir-
spurn eftir þeirri þjónustu fer síst
minnkandi, en Guðmundur segir
stefnuna hafa verið mótaða um
hvernig best sé að byggja hana upp.
Nú þurfi bara að halda áfram að láta
verkin tala.
Nafn Guðmundar Hallvarðsson-
ar kemur fyrst fyrir í fundargerð
stjórnar Sjómannadagsráðs 30. apríl
árið 1970, fyrir rétt rúmum 47 árum
síðan. Þá var Guðmundur kosinn
í svonefnda Hraunkotsnefnd sem
fór með málefni landareignar Sjó-
mannadagsráðs í Grímsnesi og sum-
ardvöl barna sem þar var rekin. Á
þessum tíma var Guðmundur líka í
stjórn Stýrimannafélagsins. „Svo er
það árinu seinna að ég fór að vinna
fyrir Sjómannadagsráð í tengsl-
um við Sjómannadaginn,“ segir
Guðmundur, en þá tók hann að sér
framkvæmdastjórn sjómannadags-
hátíðarhaldanna í Reykjavík. „Og
var þar í mörg ár.“
Á þessum árum var Guðmundur
líka kjörinn fulltrúi Stýrimanna-
félagsins í Sjómannadagsráði, en
hann hafði verið stýrimaður á vita-
skipinu Árvakri þar til sú starfsemi
var færð undir Landhelgisgæsluna.
Þá hóf hann störf hjá Tollinum þar
sem hann var fram í ársbyrjun 1972
þegar hann var kosinn gjaldkeri
Sjómannafélags Reykjavíkur. „Þá
sagði ég mig eðlilega úr stjórn
Stýrimannafélagsins en var áfram
fulltrúi þeirra í Sjómannadagsráði
til 1974.“ Guðmundur hélt áfram
utanumhaldi um sjómannadags-
hátíðahöldin. Hann var svo aftur
kjörinn fulltrúi í ráðið árið 1980, þá
fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur og
svo fyrst í stjórn Sjómannadagsráðs
árið 1985. Á þessum tíma gegndi
Guðmundur líka á tímabili, vegna
veikinda Péturs Sigurðssonar, starfi
forstjóra Hrafnistuheimilisins í
Hafnarfirði en lét af því starfi þegar
hann varð formaður Sjómannadags-
ráðs árið 1993, en þá hafði hann um
árabil verið varaformaður ráðsins.
Árin í stjórn eru því 33 í allt.
Stefnan hefur haldist
Saga Sjómannadagsráðs er um
margt merkileg. Strax í upphafi, fyr-
ir 80 árum var lagt upp með það að
ágóði af sjómannadeginum skyldi
renna til uppbyggingar á elli- og
hvíldarheimili fyrir aldraða fiski-
menn og farmenn. „Sjávarútvegs-
sýningin 1939 kom þarna líka mjög
sterk inn og hafði Henry [Hálfdans-
son, upphafsmaður og fyrsti for-
maður ráðsins] orð á því nokkrum
árum seinna, að þessi atriði hafi eig-
inlega orðið til þess að sjómanna-
dagurinn fékk þann verðuga sess
sem raunin varð í íslensku þjóðlífi,“
segir Guðmundur sem telur ljóst
að áherslur ráðsins fyrstu árin hafi
skipt miklu fyrir uppbyggingu á
þjónustu fyrir aldraða hér á landi.
„Menn hafa oft sagt að lítil svör
séu til við því hvað orðið hefði um
öldrunarþjónustu hér á höfuð-
borgarsvæðinu ef Hrafnistu hefði
ekki notið við,“ segir hann. „En
slík þjóðarstemning var með þessu
verki að hér söfnuðust upp miklir
fjármunir. Útgerðir skipa, áhafnir,
starfshópar og einstaklingar gáfu
til uppbyggingar Hrafnistu. Hér er
skráð í bækur að gefið hafi verið 161
herbergi, fyrir utan aðrar gjafir sem
nýttust til starfseminnar.“
Stefnan sem lagt var upp með,
að búa öldruðu fólki áhyggjulaust
ævikvöld, segir Guðmundur að hafi
haldið sér. Framan af hafi hlutum
verið þannig fyrir komið að Hrafn-
ista ákvað gjaldtökuna og stýrði því
þannig að jafnvægi væri í rekstrin-
um, á milli kostnaðar og inn-
komu. „Síðan fór að halla heldur á
ógæfuhliðina þegar stjórnvöld fóru
að ákveða daggjöldin einhliða. Hér
á árum áður var til daggjaldanefnd
þar sem menn settust niður, fulltrú-
ar ríkisins og heimilanna, svo sem
Grundar og Hrafnistu. Og þá fundu
menn einhvern flöt á gjaldskránni.
Sú nefnd var síðan lögð niður og
ríkisvaldið tók að ákveða þetta ein-
hliða.“ Þróuðust mál þannig að all-
mikil skekkja myndaðist. Árið 2010
segir Guðmundur Sjómannadags-
ráð hafa tekið eftir því að heilbrigð-
isráðherra hafði tveimur árum áður
búið til reglugerð um daggjalda-
greiðslur til sjúkrahótela sem inni-
fól gistingu og fæði en hvorki lyf né
læknishjálp. „Og þar var daggjaldið
18 þúsund krónur á mann á sama
tíma og ríkið greiddi 9 þúsund krón-
ur vegna heimilismanns hér á vist-
heimilinu þar sem allt var innifalið,
húsnæði, hiti, lyf, læknishjálp, þrif,
þvottur og allt saman. Þannig að
það hefur nú ekki alltaf verið gæfu-
lega haldið á málunum af hálfu
ríkisvaldsins.“
Ríkisvaldið tók við sér
Á síðasta ári segir Guðmund-
ur svo loks hafa verið gengið frá
samkomulagi Samtaka fyrirtækja
í velferðarþjónustu og Sjúkra-
trygginga Íslands um eyrnamerkt-
ar greiðslur fyrir ákveðna þjónustu
sem fyrirtækin veita. „Áður vorum
við og nánast öll hjúkrunarheim-
ili landsins í óvissu um þjónustu-
stigið, hvort verið væri að veita
of mikla eða of litla þjónustu. Því
gat enginn svarað og það var mjög
slæmt. En þarna var komin meira
festa í málið.“
Annar vandi var þó enn óleystur
því í mörg ár hafði verið safnað upp
skuldbindingum vegna lífeyrissjóðs
opinberra starfsmanna vegna verð-
tryggingar lífeyrisréttinda. „Þetta
voru orðnar stórar upphæðir og okk-
ur mjög til vansa vegna rekstraraf-
komu hvers árs.“ Guðmundur segir
að leitað hafi verið til ríkisvaldsins
um lausn á málinu. „Og það var
dálítið sérstakt að fjármálaráðu-
neytið og heilbrigðisráðuneytið
voru allt í einu farin að takast á
um málið og við orðnir áhorfendur.
Ráðuneytin tókust á um það hvort
lífeyrisskuldbindingar hefðu verið
inni í daggjöldunum eða ekki.“ Fjár-
málaráðuneytið hélt því fram að
gjaldið fæli í sér skuldbindingarn-
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á Sjómannadaginn
Stefnan hefur verið
mótuð og leiðin ljós
Guðmundur Hallvarðs on hefur verið 33 ár í stjórn Sjóman ada s áðs og verið formaður ráðsins síðustu 24 ár.
(Mynd/Hreinn Magnússon)
Þeir sem til þekkja nota Kjörvara á allt tréverk utanhúss.
Reynslan hefur sýnt að Kjörvari er viðarvörn sem er gædd
einstökum eiginleikum fyrir íslenskt veðurfar.
Kjörvari - fyrir íslenskar aðstæður
Notaðu sumarið
til að verja viðinn!
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/M
A
L
7
47
53
0
5/
15
Vi vör
fyrir í lenskar aðstæður
Útsölustaðir Málningar: BYKO Kópavogi • BYKO Granda • Litaver Grensásvegi • BAUHAUS
Axel Þórarinsson málarameistari, Borgarnesi • Virkið Hellissandi • Vilhelm Guðbjartsson málarameistari,
Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • BYKO Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfirði • BYKO
Reyðarfirði • ORMSSON-VíK Egilsstöðum • Verslunin PAN, Neskaupstað • BYKO Selfossi
Miðstöðin Vestmannaeyjum • BYKO Keflavík • N1 verslun Grindavík • Málningarbúðin Ísafirði
tarfsemi h fst á Sléttunni
innan fárra ánaða
Sléttan er tillaga að nafni á nýrri starfsemi fyrir aldraða
við Sléttuveg í reykjavík. Þar stendur Sjómannadagsráð
nú fyrir umfangsmestu uppbyggingu í þágu aldraðra sem
ráðið hefur staðið fyrir frá upphafi starfsemi sinnar. megin-
markmiðið og hugmyndafræðin að baki verkefninu í foss-
vogsdalnum er að skapa þar framúrskarandi aðstöðu fyrir
eldra fólk til búsetu, stuðnings og tómstunda. verkefnið
er samstarfsverkefni fyrirtækja Sjómannadagsráðs ásamt
reykjavíkurborg og heilbrigðisráðuneytinu.
Framkvæmdir eru í fullum gangi við Sléttuveg. Mynd/Hreinn Magnússon
í fyrirhuguðum fjölbýlishúsum naustavarar við Sléttuveg og Skógaveg verða samtals um 140 leiguíbúðir í ýmsum
stærðarflokkum. Hér má sjá, á tölvugerðri mynd, innganginn að Sléttuvegi 27 og að þjónustumiðstöðinni.
Sendíbílalausnir