Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 10

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 10
10 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9 Í byrjun október 2018 kom upp eldur í vélarrúmi togskipsins Frosta ÞH 229. Skipið var þá statt um 45 sjómílur vest-norðvest- ur af Straumnesi. Þegar stjórn- stöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarkall frá skipinu voru þyrlur Gæslunnar ræstar út. Önnur þyrlan, TF-SYN, flaug vestur með fimm slökkviliðsmenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS). Betur fór en á horfðist; einn skipverji var fluttur frá borði með reykeitrun og skipið var tekið í tog áleiðis til Ísafjarðar. Þetta er það ferli sem fer iðulega í gang þegar eldur kemur upp um borð í skipum hér á landi. Skip- verjar reyna hvað þeir geta til að slökkva eða hemja eldinn og Landhelgisgæslan bregst við með viðeigandi hætti. Iðulega felur það í sér að slökkviliðsmenn frá SHS eru fluttir með þyrlum Gæslunnar. Við höfum í gegnum tíðina fengið fjölmargar fréttir um eldsvoða í borð í skipum en sem betur fer hafa sjómenn fengið mikla þjálfun í Slysavarnaskóla sjómanna, sem í mörgum tilvikum gerir það að verk- um að hægt er að bregðast við með viðeigandi hætti. Það er þó stundum sagt að eldur um borð í skipi sé versti óvinur sjó- manna. Aðspurður tekur Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri SHS, undir það. „Ég hugsa að það sé alveg rétt mat. Nógu illa getur fólki liðið ef það kviknar í íbúðinni þess og það lokast inni en það kann að vera öllu verra að vera úti á sjó og kom- ast ekkert annað,“ segir Jón Viðar. „Viðkomandi kemst ekkert annað. Hann getur ekkert farið og ekki flúið í næstu götu eða næsta hús líkt og hann gæti á landi. Oft er líka lengri biðtími eftir aðstoð og meiri óvissa í kringum það.“ Jón Viðar segir að björgunar- starf á hafi úti hafi verið í mótun í mörg ár. Oft sé það þó þannig að saga björgunarstarfa sé samofin hörmungarsaga og vísar hann þar til þess að oft þurfi voðalegir at- burðir að eiga sér stað til að farið sé í það verkefni að fyrirbyggja þá til frambúðar. Uppi á vegg á skrifstofu Jóns Viðars hangir stór ljósmynd af því þegar Hótel Reykjavík og ellefu önnur hús við Austurstræti, Póst- hússtræti og Hafnarstræti brunnu árið 1915. Oft er þessi atburður kallaður Bruninn mikli í Reykjavík. Jón Viðar vísar á myndina og nefnir að í kjölfar brunans hafi verið gert mikið átak í brunavörnum í Reykja- vík. Bruninn mikli hafði tímamóta- áhrif á allt skipulag, uppbyggingu og efnisval og að sama skapi á tryggingar. „Það má segja að sama þróun hafi átt sér stað með slökkvistarf á hafi úti,“ segir Jón Viðar og nefnir til sögunnar þegar ferjan Scandinav- ian Star brann í apríl 1990 undan ströndum Noregs á leið sinni til Danmerkur, með þeim afleiðingum að tæplega 160 manns létu lífið. „Þetta var mikil hörmungarsaga og rannsókn leiddi í ljós að illa var staðið að eldvörnum og öðrum ör- yggisþáttum um borð, s.s. skortur á viðbúnaði, áhöfnin illa þjálfuð og fleira,“ segir Jón Viðar. „Þessi atburður reyndist þó mikill lærdómur því menn fóru í kjölfarið að huga betur að þessum málum og meta hvernig best væri að standa að björgunaraðgerðum í eldsvoða á hafi úti. Það er ekki alltaf hægt að treysta á að aðstoð komi frá næsta skipi eða að næsta skip ráði við að- stæður og það er heldur ekki hægt að treysta því hjálpin sé skammt undan.“ Enginn samningur í gildi Í Svíþjóð voru byggðar upp við- bragðseiningar sem kallaðar eru Räddningsinsats till sjöss (RITS), sem myndi heimfærast á íslensku sem björgunaraðilar á sjó. Norð- menn komu sér upp sambærilegum einingum. Gerðir voru samningar við stærstu slökkvilið meðfram ströndum ríkjanna um að vera tilbúin að bregðast við þegar þyrla kæmi til að sækja þá og flytja á vettvang. Eðli málsins samkvæmt er flutningur í þyrlu eina raunhæfa leiðin til að flytja slökkviliðsmenn á vettvang um borð í skip. Líkt og á Íslandi eru strandgæslur landanna reknar af ríkinu en slökkviliðin eru rekin af sveitarfélögum. Með viðbragðseiningum RITS var kominn vettvangur til að bregð- ast við alvarlegum eldsvoðum á hafi úti. Aðilarnir urðu sér úti um þann búnað sem til þarf en fyrst og fremst þurfti að skipuleggja vel þjálfun viðbragðsaðila. Bretland, Holland, Frakkland og Belgía komu sér síðar upp sambærilegu fyrirkomulagi, sem í dag er rekið undir nafninu Maritime Incident Response Groups (MIRG). Íslendingar eru ekki aðilar að fyrrnefndum viðbragðssveitum en með svokallaðri Haag-yfirlýsingu frá árinu 2009, sem undirrituð var á fundi ráðherra Norðurlandaríkj- anna sem bera ábyrgð á þessum málaflokki, hafa Íslendingar skuld- bundið sig til að gera viðeigandi ráðstafanir er varða björgunar- aðgerðir á hafi úti, þar með talið vegna eldsvoða. Aftur á móti er ekki til neitt formlegt samkomu- lag á milli ríkisvaldsins og SHS um þessa þætti. Því má segja að aðkoma SHS sé aðeins byggð á velvilja og góðu samstarfi milli SHS og Landhelgisgæslunnar. Spurður um þetta segir Jón Viðar að SHS hafi ítrekað beint erindum til Landhelgisgæslunnar og til æðri stjórnvalda um að gerður verði samningur við SHS um að sinna þessu verkefni. „Það er í raun enginn samning- ur við okkur og við sendum okkar menn í þessa hættulegu för án þess að þeir hafi fengið til þess viðeig- andi þjálfun,“ segir Jón Viðar. „Það er afskaplega takmörk- uð þjálfun sem hefur átt sér stað. Menn þurfa að æfa allt sem snýr að því að flytja mannskap og tæki með þyrlu, síga úr þyrlu, hvernig þeir eiga að bera sig að á hafi úti og svo framvegis. Síðan þarf að viðhalda þessari þjálfun. Þá snýst þetta líka um þann búnað sem er notaður í þetta. Á Norðurlöndunum Jón viðar matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir að saga björgunarstarfa sé samofin hörmungarsaga, þ.e. oft þurfi voðalegir atburðir að eiga sér stað til þess að farið sé í það að fyrirbyggja að þeir komi fyrir aftur. Því sé nokkurn veginn þannig farið með eldsvoða á sjó, sem margir telja versta óvin sjófar- enda. Hann kallar eftir því að gerður verði rammi utan um viðbragðsáætlun þar sem slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar læri og starfi með erlendum sveitum af sama toga. eldur er versti óvinur sjómanna í lok október kom upp eldur í flutningaskipinu Fernanda sem þá var statt suður af Vestmannaeyjum. Þyrla Landhelgis- gæslunnar bjargaði ellefu manna áhöfn skipsins og varð- skipið Þór dró skip- ið að landi eftir að hafa reynt með sér- útbúnum sprautum sínum að slökkva eldinn. Mynd/fernanda Jón Viðar matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Mynd/Hreinn Magnússon menn hafa vit og þekkingu til að loka hólfum sem þarf að loka og eru ekki að rjúka til í aðgerðir sem þeir hafa ekki hlotið þjálfun til að ráða við og stefna þannig bæði sjálfum sér og öðrum í voða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.