Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 46
46 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
Sendum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á sjómannadaginn
kvæma aðgerð. Haldið var í átt að
Bjarnarey, suður af Svalbarða, til
að komast í var.
Hannes hafði í samráði við
Sigurð skipherra ákveðið áður
að ef til aðgerðar kæmi yrði sá
síðarnefndi aðstoðarmaður hans.
Aðrir aðstoðarmenn yrðu Sigurjón
Ingi Sigurjónsson 2. stýrimaður,
Hálfdan Henrysson 3. stýrimaður
og loks Sigurður Steinar Ketils-
son, sem þá var tvítugur háseti
um borð en átti síðar meir eftir að
eiga langan feril sem skipherra hjá
Landhelgisgæslunni.
Sjúklingurinn var skorinn
upp um miðja nótt, aðfaranótt 12.
ágúst 1968. Sigurjón Ingi svæfði
sjúklinginn með etergjöf í æð og
stjórnaði gjöfinni í gegnum tæki
sem hann hafði æft sig á þennan
fyrrnefnda morgun sem skip-
stjórnarmennirnir fengu kennslu
á Landspítalanum. Nokkurn
tíma tók að svæfa, þar sem eter-
skammturinn var of lítill til að
byrja með.
„Við Sigurður skipherra þvoðum
okkur vel og vandlega um hendur
og klæddum okkur í sloppa. Þegar
ég hjálpaði honum í hanskana tók
ég eftir því að hann var með gift-
ingarhringinn á sér. Það voru einu
mistökin sem voru gerð. Ég lét það
gott heita og setti bara hanskann
yfir hringinn. Mér er þetta minn-
isstætt. Þetta gekk alveg eins og
við venjulegan uppskurð og þótti
nú tíðindum sæta,“ segir Hannes
í fyrrnefndri frásögn og bætti
því aðspurður við að aðstoðar-
mennirnir hefðu staðið sig frábær-
lega vel.
Botnlanginn fór í múkkann
Þrátt fyrir að aðstæður til skurð-
aðgerðar hafi ekki verið með besta
móti heppnaðist aðgerðin vel.
Einu ákúrurnar sem Hannes fékk
frá áhafnarmeðlimum voru þær
að hann hefði gert besta skák- og
bridgemanninn óvinnufæran og
haft hann út af fyrir sig til að tefla
við.
„Reyndar hótaði hann mér því
strax eftir uppskurðinn að nú
skyldi hann máta mig, þar sem ég
hefði mátað hann svo kyrfilega
undir Bjarnarey,“ sagði Hannes.
Það vildi þó svo til að Hannes
þurfti að framkvæma annan botn-
langaskurð í sömu ferð. Nokkrum
dögum síðar sigldi varðskipið
til móts við færeyskan netabát,
Austerlitz, til að sækja þangað
sjómann sem hafði verið lengi
veikur um borð. Áhafnarmeðlim-
ir á varðskipinu sóttu manninn
á slöngubáti og var hann hífður
með körfu um borð í varðskipið,
þar sem Hannes framkvæmdi á
honum aðgerð. Að sögn Hannesar
mátti litlu muna að botnlanginn
í Færeyingnum hefði sprungið.
Að aðgerð lokinni var maðurinn
látinn í veltirúmið sem minnst var
á hér í upphafi, þar sem hann lá
þar til varðskipið kom til hafnar í
Reykjavík nokkrum dögum síðar.
Örlög beggja botnlanga urðu
þau að vera fleygt um borð fyrir
múkkann. Hér í lokin má þó til
gamans geta þess að aðgerðir
Hannesar spurðust fljótt út og
vöktu nokkra athygli. Í kjölfarið
birtist eftirfarandi vísa, eftir svo-
kallaðan Lóm, um aðgerðina í Al-
þýðublaðinu í lok ágúst 1968:
Botnlangastríð
Norður í hafsbotnum svarra sædjúpin víð
á síldarflotanum geisar þar botnlangastríð,
og blóðugur upp að öxlum Hannes berst,
en enginn botnlangi honum til lengdar verst.
Umhverfis skipin skvampar hin glitrandi síld,
sú skepna drottins, sem gefur oss minnsta hvíld,
og stundum fer saman síldar- og botnlangakast,
þeir sækja veiðina norður þar æði fast.
Hvern af öðrum Hannes grípur og sker
á hol, þeim tekst ekki mörgum að forða sér,
og líklega verður orðið undir haust
á öllum flotanum nálega botnlangalaust. - gfv
Sigurður Stein-
ar Ketilsson, fv.
skipherra, var
tvítugur háseti
um borð í óðni
þegar botn-
langaskurð-
urinn fór fram
í sjúkraklefa
skipsins. Hér
er hann hálfri
öld síðar á
sama stað.
Mynd/Hreinn
Magnússon
Ekkert annað í boði en að skera
n Eins og fram kemur í umfjölluninni um botnlangaskurði
Hannesar hér á síðunni var Sigurður Steinar Ketilsson, þá
tvítugur, einn þeirra sem áttu að vera Hannesi til aðstoðar ef
til aðgerðar kæmi.
„Þetta var fyrsta sumarið mitt á varðskipi. Ég ætlaði nú
bara að ná mér í siglingaréttindi en hafði á þessum tíma ekki í
hyggju að leggja störf hjá Landhelgisgæslunni fyrir mig,“ segir
Sigurður Steinar í samtali við Sjómannablaðið þegar hann rifj-
ar upp umrædda ferð í Barentshaf sumarið 1968.
Eins og flestum er kunnugt átti Sigurður Steinar þó eftir að
starfa hjá Landhelgisgæslunni, sem stýrimaður, í þyrlusveit
og síðar sem skipherra, allt þar til hann lét af störfum í fyrra.
„Ég fékk fyrst það verkefni að aðstoða við að koma honum
inn í sjúkraklefa,“ segir Sigurður Steinar.
„Menn ætluðu að reyna að bera hann á sjúkrabörum úr því
sem kallað var fremri gryfja en það reyndist ómögulegt. Ég
kom þá með stól og við bárum hann þannig nokkrir saman.
Botnlanginn var ekki sprunginn en maðurinn var það kvalinn
að hann gat ekki gengið sjálfur.“
Sigurður Steinar var ekki einn þeirra skipstjórnarmanna
sem höfðu farið og fylgst með skurðaðgerð hjá Hannesi uppi
á Landspítala áður en þeir fóru út á sjó, enda var það ákveðið
eftir að haldið var úr höfn að hann yrði innan handar ef til að-
gerðar kæmi.
En hvernig var fyrir tvítugan dreng að vera viðstaddur
skurðaðgerð í sjúkraklefa varðskipsins?
„Það fór ónotatilfinning um mig fyrst en það var nú bara af
því að ég stóð of nálægt svæfingargasinu sem átti að nota til
vara. Hannes sendi mig fram í smá stund en svo kom ég inn
aftur,“ segir Sigurður Steinar.
„Mitt hlutverk var að passa upp á vökvann sem sjúklingur-
inn fékk í æð og vera til staðar að öðru leyti. Vissulega var
það skrýtin tilfinning að sjá þegar Hannes byrjaði að skera, en
hann dreifði athyglinni fljótt með því að útskýra vel hvað hann
væri að gera þannig að maður einbeitti sér að því.“
Sigurður Steinar segir að það hafi ekki verið í boði að sigla í
land, slíkt hefði tekið of langan tíma.
„Þetta voru svo rosalegar vegalengdir að það var ekkert inni
í myndinni,“ segir Sigurður Steinar.
„Á þessum tíma var heldur ekki í boði að láta sækja manninn
með þyrlu. Það eina sem var í stöðinni var að sigla í nokkra daga
til að komast til Svalbarða eða Norður-Noregs, sem við sáum
ekki fram á að geta, þar sem hætt var við því að botnlanginn
myndi springa, eða koma sér í var og framkvæma aðgerð.“
Aðspurður segir Sigurður Steinar þó að ekkert hik hafi kom-
ið á menn þegar framkvæma þurfti aðgerðina, hvorki á Hann-
es lækni né aðra áhafnarmeðlimi.
„Einhver kallaði þetta nú dýraníð þegar málið kom til um-
ræðu,“ segir Sigurður Ketill og glottir við.
„En það má ekki gleyma því að Hannes var búinn að starfa
lengi á landsbyggðinni og var því ýmsu vanur. Hannes var
flinkur læknir, með mikla reynslu og hann hefði mögulega get-
að framkvæmt fleiri aðgerðir ef þess hefði þurft.“ -