Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 33
Kröftug hátíðarhöld að venju
Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði síðan 1953 enda tengist saga Hafnarfjarðar nær öll sjó-
sókn og fiskvinnslu. Eins og síðustu ár eru
tveggja daga hátíðarhöld við Flensborgarhöfn
sjómannadagshelgina, en nánari dagskrá er að
finna á vef Hafnarfjarðarbæjar.
Hér til hliðar getur svo að líta myndir frá
gleðinni í fyrra, þar á meðal frá heiðrun sjó-
manna, sem Lúðvík Geirsson hafnarstjóri og
Karel Ingvar Karelsson, fyrrverandi skipstjóri,
önnuðust á sjómannadaginn. Hjá þeim eru
Guðrún Brynjólfsdóttir, Gylfi Kjartansson,
Jenný Þórisdóttir, Guðmundur Hjörleifsson,
Jenný Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson,
Páll J. Egilsson og Anna Sigurjónsdóttir. Karel
fékk einnig viðurkenningu fyrir sex áratuga
fórnfúst starf fyrir sjómannadaginn í Hafnar-
firði. Þá má sjá myndir frá kappróðri, en sú
hefð hefur fengið að halda sér í Hafnarfirði,
auk fleiri mynda af gleðinni.
33 S j ó m A n n A D A G S b l A ð i ð J ú N Í 2 0 1 9
Sjóminjasafnið
í Reykjavík
www.borgarsogusafn.is
Opið alla daga 10:00-17:00
Varðskipið Óðinn - leiðsögn 13:00, 14:00 og 15:00