Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 36

Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 36
36 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9 H appdrætti DAS verður 65 ára fimmtudaginn 13. júní næstkomandi, en á þeim degi mánaðarins bar sjómanna- daginn upp árið 1954. Þann 3. júlí sama ár fór fyrsti útdrátturinn fram. Happdrættið hefur frá upphafi verið mikilvægasti bakhjarl við fjármögnun uppbyggingar og hin síðari ár viðhald á húsnæði Hrafn- istuheimilanna tveggja sem eru í eigu Sjómannadagsráðs, það er Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði. Alls hefur Happdrætti DAS skilað sjö milljörðum króna í hagnað frá stofnun, sem varið hefur verið til uppbyggingar á Hrafnistu utan eins milljarðs króna sem happdrættið greiddi á grundvelli lagasetningar Alþingis þess efnis að happdrættið skyldi greiða 40% af hagnaði sínum í Byggingarsjóð aldraðra [nú Fram- kvæmdasjóður aldraðra] á árabilinu frá 1963 til 1987. Sigurður Ágúst Sigurðsson, for- stjóri happdrættisins í nær þrjátíu ár, segir happdrættið eiga góðan ár- angur sinn fyrst og fremst að þakka velvild og hugsjón landsmanna sem kaupi og eigi happdrættismiða í DAS. „Fyrir utan von um góðan vinning sem nóg er af hjá DAS, enda drögum við vikulega allt árið um kring, held ég að þátttaka fólks sé einnig knúin áfram af ríkri hugsjón og skilningi landsmanna á nauðsyn þess að leggja sitt af mörkum í þágu aldraðra. Annars værum við ekki hér. Þúsundir landsmanna víða um land eiga miða í Happdrætti DAS og það gleðilega er að nú hin síðari ár hefur margt ungt fólk verið að bæt- ast í hópinn,“ segir Sigurður. Miðasala í Færeyjum aflar gjaldeyris Auk dyggra þátttakenda í Happ- drætti DAS hér á landi eru Fær- eyingar líka fjölmennur hópur miðakaupenda og hefur svo verið undanfarinn aldarfjórðung, eða frá árinu 1994. „Færeyingar eru áhugasamir og fylgjast vel með. Þeir greiða miða sína með korti á heimasíðunni, sem er líka á fær- eysku, og ef eitthvert vandamál kemur upp hafa þeir strax samband með tölvupósti eða hringja hingað á skrifstofuna. Okkur þykir afar vænt um stuðning Færeyinga við happ- drættið og þar með Hrafnistu og á móti greiðum við hlutdeild af hagn- aði happdrættisins til uppbyggingar á sviði íþrótta- og æskulýðsmála í Færeyjum,“ segir Sigurður, sem segir Happdrætti DAS jafnframt það eina á landinu sem starfi bæði á markaði innanlands og erlendis og afli þar með líka erlends gjaldeyris til þjóðarbúsins. Stofnað á tímum viðskiptahafta Happdrætti DAS var stofnað á tímum viðskiptahafta og gjaldeyr- isskorts og því var það í upphafi hugsað sem vöruhappdrætti með fjölbreytta vinninga í boði. Sýnir sagan að ekki skorti ímyndunar- aflið í þeim efnum. Á upphafsárum happdrættisins var hér enn mjög ríkjandi bændamenning í dreifð- um byggðum landsins og því kom ekki annað til greina en að bjóða í vinning vörur sem gætu komið sér vel í sveitinni, svo sem dráttarvél- ar, báta eða búfénað auk marg- víslegs húsbúnaðar svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þéttbýlisíbúa höf- uðborgarsvæðisins heilluðu nýjar og fallegar íbúðir og einbýlishús, en alls úthlutaði DAS tuttugu og fimm einbýlishúsum á þeim tíma sem vöruhappdrættið var ríkjandi, auk fjölda nýrra og fallegra blokk- aríbúða og raðhúsa víða á höfuð- borgarsvæðinu. Nýjungar samfara samfélagsbreytingum Árið 1995 hóf happdrættið sölu á svokölluðum tvöföldum miða, þar sem tilgreindur aðalvinningur tvöfaldaðist að verðmæti þegar vinningurinn kom á númer miðans. Fjórum árum síðar var svo ákveðið að fjölga árlegum útdráttum í 48 og svo í 52 ári síðar. Hvort tveggja féll í góðan jarðveg meðal lands- manna. Happdrætti DAS er eina flokkahappdrættið þar sem dregið er vikulega árið um kring og í hvert sinn eru um tvö þúsund vinningar að upphæð í kringum tuttugu millj- ónir króna. Við höfum alltaf verið vakandi gagnvart nýjungum, enda samkeppnin hörð á markaðnum. Þess vegna létum við ekki staðar numið við fjölgun útdrátta heldur innleiddum enn eina nýjungina árið 2004 í tilefni 50 ára afmælis happdrættisins. Þá fluttum við til landsins glæsilegan Chevrolet Bel Air árgerð 1954 sem var aðalvinn- ingur það ár. Síðan bættum við um betur ári síðar þegar við ákváðum að bjóða bíla á ný í vinning, t.d. Ford Mustang og Hummer, og ekki bara það heldur voru bílarnir með fullt skottið af peningaseðlum fyrir tvöfalda miða. Upphæðin í skottinu var samsvarandi virði bílanna. Þetta sló algerlega í gegn og salan jókst verulega næstu árin,“ segir Sigurður. Hjá DAS eru vinnings- líkurnar mestar Á yfirstandandi happdrættisári DAS, sem hófst 1. maí, er heildarfjárhæð vinninga 1.305.680.000 krónur fyrir heppna vinningshafa, en alls er dregið um 80 þúsund miðanúm- er á happdrættisárinu. Hjá DAS eru vinningslíkurnar mestar enda dregið í hverri einustu viku árið um kring og kostar hver dráttur að- eins 375 krónur, eða 1.500 krónur á mánuði fyrir einfaldan miða og þrjú þúsund krónur fyrir tvöfaldan miða. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er til mikils að vinna núna í júní, en alls verður dregið um 105 milljónir króna í mánuðinum og enn hærri upphæð í júlí. - bv Happdrætti DAS 65 ára milljarðar króna til byggingar hjúkrunarheimila Vinningar í boði núna í júní. Fyrsti útdrátturinn fór fram 1954. F.v. eru Baldur möller, Brynjólfur Sigurðsson, Þorvarður Kjerúlf og ásta Baldvins- dóttir. myndin er frá útdrætti 1958. Fjögurra íbúða raðhúsið við ásgarð 2-8 í reykjavík. Fyrstu aðalvinningarnir í halarófu á Skúlagötu 1954. Sigurður ágúst við talnastokkinn sem notaður er vikulega til að velja sex raðir af átta tölum eins og útdráttar- blaðið sýnir. Tölurnar eru ávallt valdar að viðstöddum tveimur full- trúum frá dómsmálaráðuneytinu sem votta að útdrátturinn fari rétt fram. Talnastokkurinn er einnig notaður af hinum flokkahappdrættum landsins og er eina sameign happdrættanna. Mynd/Hreinn Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.