Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 58
58 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
Sjómannadagurinn
haldinn hátíðlegur
Allir finna eitthvað við sitt hæfi þegar Sjómannadegin-um er fagnað á Hátíð hafs-
ins í Reykjavík. Sjómannadaginn
ber að þessu sinni upp á sunnu-
daginn 2. júní, en Hátíð hafsins
hefst degi fyrr á Hafnardeginum
og stendur fram á sunnudags-
kvöld.
Myndirnar hér til hliðar eru frá
hátíðarhöldunum í fyrra, en þær
tók Pétur Pétursson ljósmyndari
fyrir Concept Events sem kemur
að skipulagningu viðburða. Í ár
standa Sjómannadagsráð, Faxa-
flóahafnir og HB Grandi að baki
Hátíð hafsins. Nánari dagskrá
er að finna hér í miðju blaðsins,
en dagskráin verður með hefð-
bundnu sniði.
Hér til hliðar getur á að líta
myndir frá síðasta ári, svo sem frá
koddaslag sem útvistar- og sund-
fataframleiðandinn Bið að heilsa
niðrí Slipp (BAHNS) stendur fyrir
og hefur slegið í gegn. Í fyrra slóg-
ust konur og karlar árið áður, en
nú verður blönduð keppni. Þá má
sjá mynd frá heiðrun sjómanna,
en í fyrra voru heiðraðir Trausti
Aðalsteinn Egilsson og Sigurður
Steinar Ketilsson frá Félagi skip-
stjórnarmanna, Elliði Norðdahl
Ólafsson og Jóhann Páll Símonar-
son frá Sjómannafélagi Íslands,
og Magnús Trausti Ingólfsson frá
Félagi vélastjóra og málmtækni-
manna (VM). Helgi Sigurjónsson
fékk Neistann, viðurkenningu VM,
en Hálfdan Henrysson, stjórn-
arformaður Sjómannadagsráðs,
heiðraði sjómenn.