Sjómannadagsblaðið - 02.06.2019, Blaðsíða 14
14 s j ó m a n n a d a g s b l a ð i ð j ú n í 2 0 1 9
Guðmundur Jónsson, fyrr-verandi skipstjóri á Venus HF, er með reyndari skip-
stjórum landsins. Hann segir
í samtali við Sjómannadags-
blaðið að þau atriði sem snúi að
verndun hafsins hafi verið sjó-
mönnum hugleikin lengi. Þess
utan gildi strangar reglur um
mengunarvarnir og nefnir hann
sérstaklega að vélstjórar hafi í
áratugi verið meðvitaðir um þau
atriði sem snúi að meðferð olíu og
annarra spilliefna.
„Hvort sem það var sorphirða
eða annað gerðu menn það sem
þeir gátu til að koma í veg fyrir
mengun og annað sem hægt var
að ráða við,“ segir Guðmundur.
„Vissulega tíðkaðist það að
láta lífrænan úrgang í sjóinn,
svo sem slóg af fiski og matar-
afganga. En það er náttúrulegt
fóður og æti fyrir lífríkið í hafinu
eins og sagt er. Menn geta síðan
lítið gert í því þegar net rifna, svo
tekið sé dæmi. Aftur á móti voru
menn byrjaðir að safna sorpi
saman um borð í skipum þegar
enn var verið að tæma öskubíla
af landi út í sjó hér á árum áður.
Menn hafa ekki hent rusli í sjó-
inn í áratugi, í það minnsta ekki
á stærri skipum.“
Guðmundur rifjar upp þá tíma
þegar sjómenn söfnuðu sorpi í
stóra netabagga um borð.
„Það var auðvitað ekki hentugt
að vera með þessa bagga upp á
dekki, sérstaklega í miklu frosti,“
segir Guðmundur.
„En eðli málsins samkvæmt, þar
sem það voru hátt í 30 manns í
áhöfn, safnaðist saman töluvert
sorp bæði frá mannskapnum,
vinnslunni og fleira. En það var
lögð áhersla á að safna því saman
og losa síðan þegar í land var
komið.“
Venus HF var eitt fyrsta skipið
sem fékk sérstakan pressugám um
borð, í byrjun 10. áratugar síðustu
aldar. Gámurinn pressaði allt sorp
saman í 50 kg bagga. Skipið var þá
í eigu Kristjáns Loftssonar, sem
oft er kenndur við Hval hf. Síðar,
þegar skipið var endurbyggt, kom
stærri gámur um borð sem var
að meðaltali losaður eftir annan
hvern túr.
„Kristján lagði alltaf mikla
áherslu á góða umgengni við auð-
lindir landsins,“ segir Guðmundur.
„Ég hugsa að það hafi fáir lagt
svo mikla áherslu á náttúruvernd
og góða umgengni og þá sérstak-
lega á þessum tíma. Hann var tölu-
vert á undan samtíma sínum hvað
þessi mál varðar.“
Aðspurður segir Guðmundur að
almennt komi lítið af öðru rusli
í veiðarfæri íslenskra fiskiskipa.
Aftur á móti rifjar hann upp að
við veiðar í Barentshafi hafi það
verið algengt að fá umbúðir utan
af þvottavélum, bílum og öðrum
varningi í veiðarfærin.
„Þetta var á þeim tíma þegar
Rússar tættu utan af varningi á
fraktskipum eða þegar sjómenn
góð umgengni
við hafið mikilvæg
Það liggur í hlutarins eðli
að góð umgengni við haf-
ið er lykilatriði í því að
viðhalda þeim verðmætum
sem þar finnast og nýtast
mannkyninu. eitt af þeim
atriðum sem lengi hefur
þurft að huga að á sjó er
vönduð sorphirða um borð
í skipum, samhliða öðrum
þáttum sem snúa að um-
hverfisvernd og mengunar-
vörnum. Sú tækni sem
landhelgisgæslan hef-
ur aðgang að greinir með
skýrum hætti mögulega
mengun og er til þess fallin
að auka gæði eftirlits á hafi.
guðmundur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri á Venus HF, segir skipið hafa verið eitt það fyrsta sem fékk sérstakan pressugám um borð, í byrjun 10. áratugar
síðustu aldar. Mynd/Hreinn Magnússon
Venus var með betri skipum
n Guðmundur fór fyrst á sjó 13 ára gamall, á togarann Ágúst. Hann stundaði sjóinn samhliða námi næstu ár á eftir,
meðal annars á togaranum Maí og á Garðari sem nú er uppi í fjöru á Patreksfirði. Hann var þó lengst af á togaran-
um Venus HF, sem kom til landsins 1973 undir nafninu Júní. Guðmundur, sem þá var fyrsti stýrimaður, var meðal
þeirra sem sigldu skipinu heim. Í september 1973 tók Guðmundur við skipstjórn á Júní. Hvalur hf. keypti skipið 1984
og breytti því í frystiskip og nefndi það Venus HF 519. Mörgum er í fersku minni þegar skipið brann við höfnina í
Hafnarfirði árið 1994. Þá var tekin ákvörðun um að endurbyggja það og lengja það um níu metra. Skipið kom sem
nýtt til landsins tveimur árum síðar eftir breytingar í Póllandi. Í samtali við Sjómannadagsblaðið rifjar Guðmundur
upp að skipið hafi eftir breytingar verið með betri skipum hér á landi, með fullkomna vinnslu um borð og mun meiri
sjálfvirkni en þá þekktist. „Eftir að skipið var endurbyggt fór enginn maður bakveikur í land eins og hafði gerst áður,“
segir Guðmundur. Togkraftur skipsins var einnig aukinn, var 33 tonn áður en 54 tonn eftir breytingar. Guðmundur var
skipstjóri á Venus til ársins 2014, þegar skipið var selt til Grænlands.