Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Sænski hljóðbókarisinn Storytel nýtur ríkisstyrkja til starfsemi sinn- ar hér á landi en kemst á sama tíma hjá skattgreiðslum. Þetta er fullyrt í bréfi sem Ingimar Jónsson, forstjóri Pennans, hefur sent ráðherrum í rík- isstjórn Íslands og Morgunblaðið hefur undir höndum. Þar bendir Ingimar m.a. á að í nýj- asta ársreikningi Storytel Iceland ehf. fyrir rekstrarárið 2019 komi fram að 27,5% af rekstrarkostnaði fyrirtækisins séu skilgreind sem „er- lendur kostnaður“, án þess að nánari skýringar séu gefnar á í hverju hann felist. Þar sé um að ræða bókfærðan kostnað upp á tæpa 151 milljón króna. Samkvæmt ársreikningi fyrra árs, 2018, var enginn kostnað- ur bókfærður undir þessum lið. Í bréfinu spyr Ingimar hvað geti fallið undir hinn erlenda kostnað og hvort þar sé um að ræða tilraun til þess að flytja hagnað fyrirtækisins úr landi og tryggja að með því séu skattgreiðslur til íslenskra yfirvalda í algjöru lágmarki. Í bréfinu gagnrýnir Ingimar einn- ig að starfsemi Storytel sé yfirhöfuð skilgreind sem bókaútgáfa og að nær væri að fella starfsemi fyrirtækisins undir „smásölu“. Þá hafi umsvif fyrirtækisins einnig líkindi við út- varpsrekstur. Það sjáist t.d. á þátta- gerð á borð við þá sem ber yfirskrift- ina Sönn íslensk sakamál sem Sigursteinn Másson hefur unnið fyr- ir Storytel og Af fingrum fram sem tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson hef- ur haft veg og vanda af. Þá segir Ingimar í bréfinu að stórfelld umsvif Storytel á íslenskum markaði hafi leitt til minni bókaútgáfu. Það leiði aftur til minni bóklesturs og meiri hlustunar. Vöxtur Storytel á ís- lenska markaðnum hefur verið hreint ævintýralegur á síðustu miss- erum. Vörusala nam 554 milljónum Vörusala í fyrra nam tæpum 554 milljónum króna og jókst hún um 356 milljónir milli ára. Rekstrargjöld námu aftur á móti 534,2 milljónum króna, samanborið við 191,7 milljón- ir árið á undan. Stærstur hluti rekstrarkostnaðarins er skilgreind- ur sem vörunotkun eða 407,6 millj- ónir. Af því vega höfundarréttar- greiðslur þyngst eða 250,4 milljónir og þá erlend þjónusta upp á 151 milljón króna eins og áður greindi. Laun og launatengd gjöld námu 74,3 milljónum og hækkuðu um 25,5 milljónir milli ára. Rekstur húsnæðis var hagkvæmari en ári fyrr. Kostaði það 5,8 milljónir samanborið við 6,4 milljónir árið 2018. Þá nam skrif- stofu- og stjórnunarkostnaður 45,7 milljónum og jókst um 14 milljónir milli ára. Storytel Iceland er að fullu í eigu Storytel AB í Svíþjóð. Það félag er skráð í Kauphöllina í Stokkhólmi og markaðsvirði félagsins við lokun við- skipta í gær var jafnvirði 170 millj- arða króna. Segir Storytel komast undan skatti  Velta Storytel á Íslandi margfaldaðist milli ára  27,5% útgjalda skilgreind sem „erlendur kostn- aður“  Forstjóri Pennans gagnrýnir að fyrirtækið njóti styrkja sem styðja eigi við íslenska útgáfu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Umsvif Hljóðbókaútgáfa setur sífellt sterkari svip á markaðinn og risinn á sviðinu, hið sænskættaða Storytel Iceland, velti ríflega 550 milljónum í fyrra. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áætlað er að röska 50 milljarða vanti upp á að sveitarfélögin nái endum saman á þessu ári og því næsta, um- fram það sem núverandi fjárhags- áætlanir gera ráð fyrir, samkvæmt útreikningum sviðsstjóra hjá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga. Er þá miðað við 10% atvinnuleysi bæði árin. Ef atvinnuleysið verður meira getur fjármögnunarþörf sveitarfélaganna orðið tæpir 65 milljarðar kr. Ljóst er að sveitarfélög landsins munu tapa miklum tekjum í ár og á næsta ári, að minnsta kosti, vegna efnahagserfiðleika í kjölfar kórónu- veirufaraldursins og verða fyrir aukn- um útgjöldum. Ýmsir útreikningar hafa verið gerðir á því. Samtök sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu áætla kostnaðinn 137 þúsund krónur á hvert mannsbarn í landinu og verður heildarupphæðin því nærri 50 millj- örðum, eins og hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga. Reykjavíkur- borg áætlar að fjárþörf hennar einnar verði 39 milljarðar þessi tvö ár. Verra en bankahrunið Sigurður Ármann Snævarr, sviðs- stjóri hag- og upplýsingasviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, hefur verið að afla sér upplýsinga um áhrif efnahagsáfallsins sem hann bendir á að sé mun meira en eftir bankahrun- ið. Hann segir að tekjur sveitarfélag- anna af útsvari muni minnka verulega með auknu atvinnuleysi. Hann hefur áætlað tekjufallið út frá tveimur sviðsmyndum. Annars vegar að at- vinnuleysið verði 10% í ár og á næsta ári og hins vegar að það verði 15% í ár og 12% á næsta ári. Miðað við 10% atvinnuleysi má áætla að tekjur sveitarfélaganna í landinu minnki í heildina um 25 millj- arða á þessum tveimur árum. Fram- lög úr Jöfnunarsjóði muni minnka um 5 milljarða og sala byggingarréttar, gatnagerðargjöld og sala eigna muni minnka samtals um 15 milljarða. Þá muni þurfa að koma til aukin útgjöld sveitarfélaganna, einkum vegna fjár- hagsaðstoðar, og það metur hann að gæti orðið samtals 6 milljarðar. Sam- tals yrði þá fjármögnunarþörf sveit- arfélaganna, umfram fjárhagsáætlan- ir, rúmir 50 milljarðar. Þörfin yrði nærri 65 milljarðar ef dekkri sviðs- myndin um atvinnuleysi raungerðist. Hefðbundnar leiðir duga ekki Sveitarfélögin þurfa að mæta þessu tekjufalli og auknu útgjöldum með skuldsetningu, ef ekki vill betur til. Forystufólk Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gagnrýnt að ekki skuli vera gert ráð fyrir stuðningi við sveitarfélögin í björgunarpökkum ríkisstjórnarinnar nema að litlu leyti. Ráðherra sveitarstjórnarmála hef- ur sett í gang vinnu við að meta af- leiðingarnar fyrir þau sveitarfélög sem verða fyrir mesta högginu. Í því felst væntanlega að hugað verður að aðstoð til þeirra en ekki almennri. Reykjavíkurborg birti í gær niður- stöður ársreiknings vegna síðasta árs og var haft eftir borgarstjóra að fjár- hagur borgarinnar sé sterkur. Tekjur umfram gjöld voru 1,4 milljarðar á A-hluta og rúmir 11 milljarðar þegar dótturfyrirtæki eru talin með. Fram kemur í uppgjörinu að skuldir A-hlutans nema um 112 milljörðum en þær hafa vaxið. Í til- kynningu frá fulltrúum sjálfstæðis- manna er bent á að skuldir og skuld- bindingar samstæðu borgarinnar hafi aukist um 21 milljarð í fyrra. Blikur eru á lofti. Í umsögn borg- arinnar til Alþingis vegna kórónu- frumvarpa kemur fram að útsvar- stekjur verði nærri 17 milljörðum undir fjárhagsáætlun, samtals fyrir árin 2020 til 2021, og að fjármögn- unarþörf borgarsjóðs verði á þessu tímabili langt umfram fjárhagsáætl- anir, eða um 39 milljarðar, og rúmir 36 milljarðar á árunum 2022 til 2024. Þótt Reykjavíkurborg sé langstærsta sveitarfélag landsins eru þetta gríð- arlega háar fjárhæðir. Borgin bendir á að málið snúist ekki um skammtíma fjármögnunar- vanda heldur stefni í algerlega ósjálf- bæran rekstur til margra ára. Hefð- bundnar niðurskurðarleiðir og skattahækkanir dugi ekki. Þá sé ekki hægt að leysa málið með stórfelldum lánveitingum þar sem ekki verði hægt að standa undir afborgunum af þeim. Eru þetta meginrök borgarinnar fyr- ir því að ríkið komi með beinan óend- urkræfan stuðning til sveitarfélag- anna. Sigurður Snævarr segir aðspurður að erfitt verði fyrir sveitarfélögin að sinna lögbundnum skuldbindingum sínum. Auknar skuldir dragi úr möguleikum þeirra í framtíðinni. Hann bendir á að í öllum ríkjum Norðurlandanna hefur ríkið lagt fram verulega auknar fjárhæðir til sveitar- félaganna á undanförnum vikum til að bæta þeim þann efnahagslega skaða sem af veirunni hlýst. Vantar 50 milljarða í bæjarsjóðina  Sveitarfélögin myndu eiga í erfiðleikum með endurgreiðslur ef þau tækju lán fyrir tekjufallinu  Reykjavíkurborg fer fram á beina styrki frá ríkinu  Hin ríki Norðurlandanna borga brúsann Morgunblaðið/Ómar Ráðhús Reykjavíkur Sveitarstjórnarfólk sér fyrir sér mikil vandræði við rekstur á næstu árum vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveirunnar. Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.