Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Málflutningur kínverskra stjórn- valda vegna COVID-19-faraldursins staðfestir að gjörbreyting hefur orðið á framgöngu þeirra á alþjóðavett- vangi. Kínverjar sögðust áður vilja læra af öðrum þjóðum án þess að blanda sér í málefni þeirra. Diplómat- ar þeirra lágu þó ekki endilega á skoðunum sínum og þeir gátu verið harðir í horn að taka. Skilyrði sem ís- lenskum stjórnvöldum voru sett þeg- ar Kínaforseti kom hingað árið 2002 voru mörg sérkennileg. Á sínum tíma lét kínverski sendiherrann öllum ill- um látum vegna samskipta íslenskra stjórnmálamanna við stjórnvöld á Ta- ívan. Ráðamenn erlendra ríkja eru settir í kínverskan skammarkrók ræði þeir við við Dalai Lama – og fleira má nefna. Þessu hafa margir kynnst eftir áratuga löng samskipti við kínverska stjórnarerindreka. Þegar Kínverjar opnuðu hér sendiráð fyrir tæpri hálfri öld (1972) vakti verulega at- hygli hve sendiherra þeirra var mikið í mun að fræða íslenska viðmælendur sína um hættuna af hernaðarlegum umsvifum og útþenslu Sovétmanna á Norður-Atlantshafi. Það væri Íslend- ingum fyrir bestu að treysta samstarf sitt við Bandaríkjamenn og standa vörð um aðildina að NATO. Boðskap- urinn var þá í andstöðu við yfirlýsta stefnu vinstristjórnarinnar sem sat hér á landi og vildi loka varnarstöð Bandaríkjamanna á Keflavík- urflugvelli. Nú blanda kínverskir diplómatar sér í opinberar umræður innan ein- stakra landa með hörðum aðfinnslum við fjölmiðla séu þeir taldir vega að Kína. Dæmi um framkvæmd þess- arar stefnu má sjá á blaðamanna- fundum, í hringborðs- umræðum og samtölum í alþjóð- legum sjónvarps- stöðvum. COVID-19- blekkingar Samhliða opinberri áróðursherferð til að bæta hlut Kína vegna COVID-19-faraldurs- ins hefur verið hert á kínverskri sókn með miðlun upplýsinga í netheimum. Þar er leitast við að bæta hlut Kína á kostnað annarra ríkja, einkum Bandaríkjanna, en raunar allra sem vekja reiði í Peking. Fréttaritarar erlendra fjölmiðla eru reknir skýringalítið frá Kína svo að stjórnvöld sitji ein að efni frásagna og frétta. Kínverski sendiherrann í Reykja- vík skammaði leiðarahöfund Morg- unblaðsins á dögunum fyrir að vega ómaklega að Kína vegnaCOVID-19- faraldursins. Í Fréttablaðið skrifaði sendiherrann síðan grein 15. apríl til að vekja efasemdir um að veiran ætti í raun uppruna í Wuhan í Kína. Í grein í Fréttablaðinu 27. apríl flettu Þorgeir Eyjólfsson og Hrafn Magn- ússon ofan af blekkingum sendiherr- ans. Starfshópur Þjóðaröryggisráðs sem fjallar um upplýsingafalsanir hér á landi vegnaCOVID-19 hlýtur að fara í saumana á framlagi kín- verska sendiherrans. „Stríðsúlfar“ Af nýjustu áróðursherferðinni má ráða að Kínverjar vilji hafa sitt fram á kostnað þess sem gegn þeim stend- ur. Fyrir Kínverjum vakir ekki að finna sameiginlegan flöt eða sam- starfsleið. Í einu af mál- gagni Kínastjórnar Glo- bal Times er nýju stefnunni lýst á þennan veg (16. apríl 2020): „Þeir dagar eru fyrir löngu liðnir þegar Kín- verjar hlýddu skipunum um að sýna undirgefni. Vaxandi virðing Kína í heiminum krefst þess að Kínverjar gæti þjóð- arhagsmuna sinna á ótvíræðan hátt. Það sem í raun býr að baki því að Kínverjar eru nú sagðir ganga fram á alþjóðavettvangi í anda „stríðsúlfa“ er breytingin á styrkleikahlutföllum milli Kína og Vesturlanda. Þegar Vestrið hefur ekki lengur getu til að verja hagsmuni sína grípur það í ör- væntingu sinni til framkomu í al- þjóðasamstarfi sem minnir á fót- boltabullur og reynir þannig að viðhalda dvínandi virðingu sinni. Þeg- ar vestrænir diplómatar falla í ónáð finna þeir bragðið af „stríðsúlfa“- diplómatíu Kínverja.“ Orðið „stríðsúlfar“ er sótt til kín- verskra kvikmynda, Wolf Warrior I frá 2015 og Wolf Warrior II frá 2017 þar sem bardagahetjur halda heiðri Kínverja á loft. Þessar myndir eru ekki á Netflix en þar má þó finna margar kínverskar kvikmyndir sem verðugt er að skoða vilji menn kynn- ast því hvernig litið er á útlendinga af þeim sem lúta ritskoðun kínverska kommúnistaflokksins. Árekstur menningarheima Þegar margt af því er skoðað sem nú er dreift með blessun kínverskra ráðamanna minnir það á efni bók- arinnar The Clash of Civilizations and the Remaking of the World Or- der - Árekstrar menningarheima og endurgerð heimsmyndarinnar sem Samuel P. Huntington, prófessor við Harvard-háskóla, sendi frá sér árið 1996. Í öllu því sem síðan hefur gerst í heimsmálunum hafa ráðamenn á Vesturlöndum forðast að skilgreina átök með vísan til ólíkra menningar- heima og lagt ofuráherslu á að hafna þjóðernishyggju og halda þeim hóp- um í skefjum sem höfða til hennar á stjórnmálavettvangi einstakra ríkja. Lýsingar Huntingtons á afstöðu forystumanna Kína til Bandaríkj- anna um miðjan tíunda áratug síð- ustu aldar sýna að þar spruttu engin kærleiksblóm. Í ágúst 1995 sagði Ji- ang Zemin Kínaforseti – sem hingað kom 2002 og söng O sole mio í Perl- unni – að óvinveitt vestræn öfl hefðu „ekki eitt andartak horfið frá sam- særi sínu um að vesturvæða og „sundra“ landi okkar“. Árið 1995 var sagt að meðal kínverskra valda- manna og fræðimanna væri almenn samstaða um að Bandaríkjamenn reyndu „að sundra landsyfirráðum í Kína, kollvarpa stjórnmálum lands- ins, halda því hernaðarlega í skefjum og ónýta efnahag þess“. Huntington segir að uppgangur nýs stórveldis raski alltaf stöðugleika og stígi Kína fram sem öflugt veldi verði umbrotin meiri en menn hafi áður kynnst á seinni helmingi ann- arrar þúsaldarinnar. Hann vitnar í LeeKuanYew, fyrrverandi forsætis- ráðherra Singapúr, sem sagði 1994: „Umfang tilfærslu Kína í veröldinni er svo risavaxið að heimurinn verður að finna nýtt jafnvægi eftir 30 til 40 ár. Það er ekki unnt að láta eins og þarna sé hver annar stórlax á ferð. Þetta er mesti stórlaxinn í mann- kynssögunni.“ Stórlaxinn birtist Styrkja eða veikja sögulegu at- burðirnir núna „ríkið í miðjunni“? Í einflokkslandi undir manni með al- ræðisvald þarf risaátak til að halda 1.400 milljónum manna í skefjum, vakni grunsemdir um að leynt sé út- breiðslu mannskæðrar veiru. Tökin eru því hert innan lands með stór- efldri stafrænni eftirlitstækni. Utan lands er spurt hvort kínverskur efna- hagur standi áfram undir fjárfest- ingum alræðisherrans, belti og braut. Málsvarar Kínastjórnar segja að lítið þýði fyrir Bandaríkjamenn, 250 ára þjóð og aðeins fjórðung af fjölda Kínverja, að reyna að hafa vit fyrir Kínverjum með meira en 4.000 ára gamla stjórnmálamenningu sína. Þá hafi Kínverjar lært að sýni þeir veik- leika vaði Vestrið yfir þá eins og á niðurlægingaröldinni. Nú þegar skammir dynji á Kínverjum úr vestri segi þeir: Enn eina ferðina. Þetta sé því til þess eins fallið að festa kín- versku stjórnina í sessi, hún eigi allt sitt undir eldmóði meðal þjóðarinnar gegn þeim sem traðki á henni á tím- um erfiðleika. Þess vegna sé ýtt undir þjóðernishyggju og hörku gagnvart öðrum. Lifum við nú rosalega umbrota- tíma vegna kínverska stórlaxins? Eftir Björn Bjarnason » Af nýjustu áróðurs- herferðinni má ráða að Kínverjar vilji hafa sitt fram á kostnað þess sem gegn þeim stendur. Björn Bjarnason Höfundur er fyrrv. ráðherra. Kínverski stórlaxinn byltir sér Það eru ótrúlegar fjárhæðir sem renna úr okkar sameiginlegu sjóðum til þess að styðja við einstaklinga og fyrirtæki þessa dagana. Allt í einu verður heilsa og fram- færsla mikilvægari en allt annað, forgangs- röðunin verður skýr og verðmætamatið sömuleiðis. Hér á landi eru það ekki hermenn eða lögregla sem beita sektum og refsingum til að hemja útbreiðslu faraldursins heldur er treyst á almenning, að hann fari að tilmælum og hegði sér samkvæmt hagsmunum heildar- innar. Okkar hetjur klæðast hvítum sloppum og varnarbún- aði. Við stöndum saman og verjum hvert annað, sérstaklega þá sem eru í viðkvæmri stöðu heilsu sinnar vegna, og við hlúum jafnframt að andlegu hliðinni og við- urkennum þannig hina flóknu þræði sem gera okkur að manneskjum. Þannig hefur heims- faraldurinn dregið fram styrkleika ís- lensks samfélags og þeirra grunnstoða sem við höfum byggt upp í sameiningu. Hvað ef við höldum áfram á þess- ari braut? Hvernig myndi það líta út ef við settum heilsu, velferð og framfærslu alltaf í forgang? Hvað ef við höldum áfram að meta það fólk sem sinnir sjúkum og veikum, þrífur heimili, vinnustaði og skóla og held- ur utan um börnin okkar? Hvað ef við hugsuðum um hagsmuni heildar- innar alltaf, ekki bara þegar veira ógnar heimsbyggðinni? Við stöndum á krossgötum og höfum val um hvernig við höldum áfram héðan. Um allan heim er ver- ið að hugsa grunngerðir samfélaga upp á nýtt. Lönd sem búa að sterkri og opinberri heilbrigðisþjónustu standa margfalt betur að vígi en hin sem hafa leyft markaðsöflunum að læsa klóm sínum í heilbrigði og vel- ferð. Lönd sem eiga sterkar verka- lýðshreyfingar og öflug almanna- samtök eru betur undir það búin að breyta atvinnuleysi í atvinnutæki- færi. Stærsta ógnin sem nú steðjar að íslensku efnahagslífi er mikið og langvarandi atvinnuleysi. Við höfum þekkinguna, reynsluna og innviðina til að takast á við það. Uppbygg- ingin þarf að byggjast á skýrri framtíðarsýn sem tekur mið af breytingum sem verða á atvinnu- og lifnaðarháttum með tilkomu nýrrar tækni og vegna nauðsynlegra að- gerða gegn loftslagsbreytingum. At- vinnusköpun þarf meðal annars að eiga sér stað í nýsköpun og tækni, uppbyggingu innviða og skapandi greinum. Við finnum strauma alls staðar í heiminum sem hugsa upp á nýtt, efast um það sem var og sjá fyrir sér öðruvísi framtíð en nútíð. Sér- hagsmunaöflin eru vel á verði og reyna nú að sölsa undir sig meira en áður. Við þessu þarf að reisa varnir. Hugmyndir um að selja opinberar eignir og nauðsynlega innviði á brunaútsölu eiga að tilheyra fortíð- inni. Á baráttudegi verkalýðsins – þeim fyrsta í rúma öld sem alþýðan flykkist ekki út á götur – reisum við kröfur um nýtt og betra samfélag. Við ákveðum hver framtíðin á að vera og leggjum af stað þangað. Sjálfbærni, full atvinna, jöfnuður og jafnrétti eru okkar leiðarstef. Gleði- legan 1. maí. Eftir Drífu Snædal » Á baráttudegi verka- lýðsins – þeim fyrsta í rúma öld sem alþýðan flykkist ekki út á götur – reisum við kröfur um nýtt og betra samfélag. Drífa Snædal Höfundur er forseti ASÍ. Velferð í skugga veiru Veturinn sem nú er að líða hefur verið sá erfiðasti í langan tíma. Veðrið hefur minnt okkur rækilega á hvar á hnettinum við búum og ljóst var að við vorum að sigla inn í sam- dráttarskeið eftir átta ára samfellt hagvaxtarskeið. Á síðustu sex vikum hefur umhverfið síðan gjörbreyst og staðan á íslenskum vinnumarkaði er orðin grafalvarleg. Covid-19- faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á okkur öll og fram undan eru miklar áskoranir fyrir íslenskt sam- félag. Heilu atvinnugreinarnar eru lamaðar og ljóst að fjöldi fyrirtækja hefur orðið fyrir eða mun verða fyrir miklum og jafnvel óyfirstíganlegum vanda. Við í ríkisstjórninni höfum nú þeg- ar kynnt gríðarlega umfangsmiklar aðgerðir með það að markmiði að verja efnahagslífið eins og hægt er. Það sem er ekki síður mikilvægt er að við kynntum einnig félagslegar aðgerðir fyrir tæpa 5,7 milljarða króna, sem eru hluti af aðgerða- pakka ríkisstjórnar- innar, og er ætlað að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem far- aldurinn hefur á við- kvæma hópa í sam- félaginu. Mikil áhrif á börn Í þeim aðstæðum sem nú eru uppi er aukið álag á öllu sam- félaginu og þá ekki síst mikilvægustu einingu þess, fjöl- skyldunni. Kvíði og streita skapast gjarnan í tengslum við samkomu- bann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi viðkvæmra hópa að stuðnings- og þjónustukerfum. Þótt Covid-19-veiran virðist ekki herja á börn með sama hætti og marga aðra hópa skapar faraldurinn ýmiskonar áskoranir þegar kemur að öryggi og velferð barna. Röskun á rútínu getur reynst börnum sérstaklega erfið og rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi eykst þar sem álag er mikið á fjölskyldur. Þetta hef- ur verið raunin í far- öldrum síðustu áratuga og nýlegar upplýsingar frá Kína og Ítalíu hafa einnig sýnt aukningu í þessum málum á með- an faraldurinn hefur gengið yfir. Markmiðið er skýrt Í þeim aðgerðum sem við í ríkis- stjórninni kynntum nýlega er lögð sérstök áhersla á stuðning við við- kvæma hópa. Markmiðið er skýrt: við ætlum að standa með fólki og fjölskyldum og verja heimilin. Um er að ræða gríðarlega umfangsmik- inn aðgerðapakka sem inniheldur margvíslegar aðgerðir þar sem við ætlum að hjálpa þeim hópum sem eru í viðkvæmri stöðu að komast í gegnum þessa óvissutíma. Þær að- gerðir sem við ætlum að ráðast í eru:  Koma til móts við foreldra og aðra umönnunaraðila langveikra eða fatlaðra barna, sem þurfa að sinna aukinni umönnun vegna Covid-19, með tímabundnum greiðslum.  Stuðningur við aldraða, fjöl- skyldur fatlaðra barna og börn af er- lendum uppruna efldur verulega.  Stuðningur við tómstundir barna af lágtekjuheimilum þar sem jöfn tækifæri þeirra til íþrótta- og tómstundastarfs verða tryggð.  Áframhaldandi aukinn kraftur í aðgerðir gegn heimilsofbeldi á Ís- landi og um ofbeldi gegn börnum.  Átak í náms- og starfsúrræðum fyrir atvinnuleitendur þar sem fjár- veitingar til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs verða auknar.  Fjölgun sumarstarfa um 3.500 fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eiga engan eða takmarkaðan rétt til atvinnuleysisbóta. Frá upphafi Covid-19-faraldurs- ins höfum við lagt áherslu á það að styðja við viðkvæma hópa, en það eru þeir hópar sem verða fyrir hvað mestum áhrifum af faraldrinum. Fólkið og fjölskyldur landsins eru dýrmætasta eign samfélagsins og þess vegna ætlum við áfram að vinna að aðgerðum til að bæta stöðu við- kvæmra hópa á næstu vikum og mánuðum. Að lokum vil ég óska lands- mönnum öllum til hamingju með baráttudag verkafólks. Stuðningur við viðkvæma hópa Eftir Ásmund Einar Daðason »Markmiðið er skýrt: við ætlum að standa með fólki og fjölskyld- um og verja heimilin. Ásmundur Einar Daðason Höfundur er félags- og barnamálaráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.