Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Fyrstu aðgerðir eru að fara í gang um þessar mundir,“ segir Pétur Ingi Haraldsson, framkvæmdastjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar, en nú liggur fyrir til hvaða aðgerða verður gripið til að bæta öryggi óvarinna vegfarenda við Hörgár- braut á svæði frá Glerá og að hring- torgi við Undirhlíð. Starfsmenn Vegagerðar, um- hverfis- og mannvirkjasviðs og skipulagssviðs Akureyrarbæjar unnu tillögurnar. Hafist verður handa við sumar aðgerðir strax á næstu mánuðum en lengri undirbún- ing þarf til að hrinda öðrum í fram- kvæmd. Pétur segir að þær tillögur sem fyrirhugað er að ráðast í nú í ár snú- ist um að bæta við skiltum, m.a. um hámarkshraða og umferð barna, setja upp skilti sem sýni raunhraða ökutækja og þá hafi Vegagerðin fengið fjármagn til að setja upp hraða- og rauðljósamyndavél við gangbrautina á Hörgárbraut við Stórholt. Hún verður sett upp í sam- ráði við lögreglu. Kostnaður við upp- setningu vélarinnar nemur um 15 milljónum króna en samstarfssamn- ingur verður gerður um rekstur hennar milli Akureyrarbæjar, Vega- gerðar og lögreglu. Snýst um að minnka hraðann „Við teljum að draga muni úr hraðakstri með því að beita sektum við hraðakstri,“ segir Pétur. Hann segir að þessar aðgerðir sem komi til framkvæmda nú innan tíðar snúist um að minnka umferðar- hraðann og tryggja að hámarkshraði sé virtur. Hraðamælingar eru í gangi á vegarkaflanum til að geta með markvissari hætti lagt mat á áhrif aðgerðanna en hann segir þegar sannreynt að of mikið sé um hrað- akstur á þessum vegarkafla og eins viti menn af því að iðulega sé farið yf- ir á rauðu ljósi. Þegar er búið að endurstilla ljósa- tíma gönguljósanna þannig að tím- inn frá því að ökumaður fær rautt ljós þar til gangandi fær grænt hefur verið lengdur, en þannig á að tryggja viðbrögð ökumanna og að ökutæki fari síður yfir á rauðu ljósi. Gangandi vegfarendur fá lengri tíma en áður til að fara yfir gang- brautina. Ein tillaga er sú að loka hjáleið frá Höfðahlíð inn á lóð N1 en mikið ber á því að ökumenn stytti sér leið með því að aka þar. Þá er einnig lagt til að leið inn í Stórholt frá Hörgárbraut verði lokað, en Pétur segir að lengri tíma taki að koma slíku í framkvæmd þar sem breyta þarf skipulagi til að slíkt sé hægt. Ekki undirgöng Til umræðu hefur verið að gera undirgöng undir Hörgárbraut við Stórholt og hefur sú krafa verið nokkuð hávær eftir alvarlegt slys á ungri stúlku fyrr á þessu ári. Gert er ráð fyrir undirgöngum í gildandi deiliskipulagi undir Hörgárbraut en á öðrum stað, rétt norðan Glerár. Þau göng eru þó ekki talin nýtast börnum á leið í skólann eða Bogann að sögn Péturs þar sem þau yrðu töluvert úr leið. Þá nefnir hann að eitt af því sem geri framkvæmd við undirgöng erf- iða nú sé að Norðurorka hafi nýlega lagt stóra heitavatnslögn meðfram götunni. Þyrfti að mati fyrirtækisins að gera kostnaðarsamar breytingar á lögninni með tilkomu undirganga. Fleiri atriði koma til að sögn Péturs sem gera málið erfitt viðureignar, m.a. er rými af skornum skammti á svæðinu. Auka á umferðaröryggið  Fyrstu aðgerðir við Hörgárbraut á Akureyri snúast um að minnka ökuhraða Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Vegfarendur á leið yfir gangbraut á Hörgárbraut. Þar hafa verið tíð slys á seinni árum. Helgi Gíslason, framkvæmda- stjóri Skógrækt- arfélags Reykja- víkur, hefur verið ráðinn sveitar- stjóri Fljótsdals- hrepps. Helgi, sem fæddist árið 1962, er af Hér- aði, ættaður frá Helgafelli í Fella- bæ og bjó þar lengi. Hann var fram- kvæmdastjóri Héraðsskóga um ára- bil en hefur síðastliðin sextán ár stýrt Skógræktarfélagi Reykjavík- ur, sem meðal annars hefur umsjón með skógræktarsvæðinu í Heið- mörk. „Eftir frábæran tíma hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur hlakka ég til að fara aftur til starfa austur á landi, þar sem rætur mínar eru. Eft- ir er að ganga frá starfslokum mín- um hér syðra en ég fer austur eins fljótt og verða má,“ segir Helgi sem þekkir vel til fólks og samfélags í Fljótsdal, sem og fyrirtækja og stofnana á Austurlandi. Þá var Helgi um tíma formaður stjórnar Gunn- arsstofnunar á Skriðuklaustri. Fljótsdalshreppur er eitt af fá- mennari sveitarfélögum landsins, með aðeins 86 íbúa. Sveitarfélagið er hins vegar víðfeðmt og stendur vel, en mannvirki Fljótsdalsvirkjunar og Kárahnjúkastífla eru innan landa- mæra þess. sbs@mbl.is Helgi úr Heiðmörk í Fljótsdal Helgi Gíslason  Ráðinn sveitar- stjóri fyrir austan Unnið að heiman í Evrópulöndum 2019 Holland Finnland Lúxemborg Austurríki Danmörk Írland Frakkland Belgía Eistland Slóvenía Portúgal Svíþjóð Malta Ísland Þýskaland Bretland Noregur Tékkland Spánn Pólland Sviss Slóvakía Ítalía Lettland Litháen Króatía Grikkland Kýpur Ungverjaland Rúmenía Búlgaría 14,5% 14,5% 11,8% 10,3% 8,2% 7,5% 7,4% 7,2% 7,0% 6,9% 6,7% 6,6% 6,2% 5,9% 5,5% 5,2% 5,1% 4,9% 4,9% 4,7% 4,7% 3,8% 3,7% 3,0% 2,5% 2,0% 1,9% 1,3% 1,2% 0,8% 0,5% Hlutfall starfandi fólks sem vinnur alltaf eða yfi rleitt heima Heimild: Eurostat ESB meðaltal 5,7% Þúsundir Íslendinga sinna vinnu sinni heiman frá sér um þessar mundir vegna kórónuveirufaraldursins. Víð- ast hvar um heiminn er sömu sögu að segja; fjöldi fólks kemur ekki á vinnu- stað sinn heldur fæst við verkefnin fyrir framan tölvuna heima. Heimavinna í þessum skilningi er svo sem ekki nýtt fyrirbæri, en hún hefur aldrei áður verið jafn útbreidd og nú. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu, Eurostat, unnu um 5,4% vinnandi manna í löndum Evrópu- sambandsins (ESB) á aldrinum 15 til 64 ára að jafnaði heiman frá sér árið 2019. Hlutfallið hefur verið nokkuð fast í áratug, um 5%. Aftur á móti hef- ur verið talsverð fjölgun í þeim hópi sem vinnur tímabundið heiman frá sér, var 6% árið 2009 og 9% í fyrra. Tölur um fjölda fólks sem nú vinnur heiman frá sér eru ekki fyrir hendi. Algengara er að sjálfstætt starf- andi fólk sinni vinnu sinni á heimilinu heldur en launþegar. Fyrir rúmum áratug unnu 16,2% sjálfstætt starf- andi fólks heima en hlutfallið var orð- ið 19,4% í fyrra. Ef aðeins er litið á launamenn sem vinna heiman frá sér voru þeir 3,2% árið 2019 en 2,7% ára- tug fyrr. Heimavinna var algengust í Hol- landi og Finnlandi og þegar Evrópu- lönd utan ESB eru tekin með í reikn- inginn reynast Íslendingar vera á listanum miðjum. gudmundur@mbl.is Rúm fimm prósent unnu heiman frá sér BARÁTTUKVEÐJUR 1. MAÍ 2020 BYGGJUM RÉTTLÁTT ÞJÓÐFÉLAG Vegna samkomubanns er hvorki kröfuganga né kaffi að henni lokinni, en við minnum á skemmti- og baráttudagskrá á RÚV kl. 19:40 F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.