Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Jearsybuxur st.22 Verð 5.990 Sími 588 8050. - vertu vinur Veiði Silunganet • Sjóbleikjunet Fyrirdráttarnet • Bleikjugildrur Nýtt á afmælisári Kraftaverkanet • margar tegundir 25% afmælisafsláttur af Stálplötukrókum fyrir handfæraveiðar Að auki fylgja silunganetum vettlingar í aðgerðinni Bólfæri Netpokar fyrir þyngingu Og eitthvað meira skemmtileg Heimavík 25 ára 01.05.1995 - 01.05.2020 Tveir góðir úr nýju netunum Reynsla • Þekking • Gæði heimavik.is, s. 892 8655 Til leigu Jörðin Hof í Vopnafirði Þjóðkirkjan – Biskupsstofa auglýsir til leigu jörðina Hof. Jörðin er um 1.700ha að stærð en á jörðinni stendur fallegt 284fm íbúðarhús á tveimur hæðum. Leigusali óskar eftir tilboðum fyrir 10. maí nk. Hlunnindi jarðarinnar eruundanskilin. Frekari upplýsingar og myndir má nálgast á vef kirkjunnar; www.kirkjan.is Vantar þig dekk? FINNA.is mbl.is alltaf - allstaðar ✝ Margrét Sig-urrós Ingva- dóttir fæddist 1. nóvember 1946. Hún lést á heimili sínu 18. apríl 2020. Móðir hennar var Vigdís Bjarnadótt- ir, f. 12. nóvember 1925, d. 9. júní 2007. Faðir hennar var Ingvi Þorgeirs- son, f. 4. október 1924, d. 3. nóvember 2002. Bróðir var Þorgeir Ingvason (látinn), hálfsystkin samfeðra Guðmundur Karl Ingvason, Elín Gerður Ingvadóttir (látin) og Tryggvi Ingvason, hálfsystir sammæðra Ragnheiður Björns- dóttir (látin). Börn Margrétar og fyrri eig- inmanns hennar, Ágústs Mars Valgeirssonar, eru: 1) Bára Mjöll, f. 20. nóvember 1963, maki Helgi Magnús Baldvins- son. Börn þeirra eru Darri Freyr, Elfa Rós og Birta Hlín. 2) Ómar Þór, f. 6. október 1965, maki Margrét Rósa Sigurðar- dóttir. Dóttir Margrétar og stjúpdóttir Ómars Þórs er Elísa- bet Ágústsdóttir. Seinni maður Margrétar var Kristinn Guð- mundsson og dóttir þeirra: 3) Jóna Vigdís, f. 19. september 1972, maki Stefán Þorvaldsson. Dóttir Jónu er Emilía Alexand- ersdóttir og stjúpdóttir Ásthild- ur Lilja Stefáns- dóttir. Langömmu- börnin eru börn Darra Freys Helgasonar og Berglindar Ólafs- dóttur, Alexander Snær, Árelía Sif og Aron Jökull, og stjúplangömmu- börn eru börn Elísabetar Ágústs- dóttur og Maik Cichon, Carolin Freyja, Sophie Sól og Eric Thor. Margrét fæddist í Reykjavík og bjó þar fyrstu æviárin. Hún fluttist ung með móður sinni og Þorgeiri bróður sínum að Saurbæ á Vatnsnesi í Húna- vatnssýslu og þar bjuggu þau til ársins 1962 en þá fluttust þau aftur til höfuðborgarsvæðisins og þar bjó Margrét alla tíð síð- an. Margrét starfaði lengstan hluta starfsævi sinnar sem verslunarstjóri Bókabúðar Braga í Lækjargötu og síðustu 20 ár starfsævinnar starfaði hún á röntgendeild LSH í Foss- vogi og hjá Hjartavernd. Margrét Sigurrós var jarð- sungin frá Kópavogskirkju 30. apríl. Í ljósi aðstæðna í þjóð- félaginu þurfti að takmarka fjölda gesta í athöfninni og voru eingöngu allra nánustu að- standendur viðstaddir útförina. Elsku hjartans mamma mín. Mér er orða vant og ég sem sjaldnast er þögul og tekst næst- um því að grípa fram í fyrir sjálfri mér. Ég sakna þín óendanlega mikið og það vantar svo mikið í lífið núna. Þú fórst svo brátt og það er svo ósköp sárt að hafa ekki getað kvatt þig þegar kallið kom, setið þér við hlið og kreist hönd- ina þína fast og sagt þér hversu mikið ég elska þig. Haldið utan um þig. Þú gafst mér allt sem þú áttir til að gefa mér. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig og kenndir mér svo margt gott sem ég vona að ég hafi náð að tileinka mér og taka sem veganesti með mér út í lífið. Þú varst falleg og blíð, hug- rökk, þolinmóð, sterk, sjálfstæð og vildir allt fyrir alla gera. Allir voru jafnir í þínum augum öllum tókstu vel og komst fram við þitt samferðarfólk af alúð og virðingu. Þú gafst okkur börnunum þín- um og afkomendum okkar ótak- markaða ást og gladdist með öll- um okkar sigrum og varst kletturinn okkar þegar við þurft- um huggun og styrk. Ég hélt við hefðum meiri tíma saman elsku mömmugull. Við hlökkuðum til vorsins og ætluð- um að hjálpast að við að halda út- skriftarveislu Emilíu saman, hafa veislu úti og inni og skreyta allt hátt og lágt. Þú kunnir svo sann- arlega að halda glæsilegar veislur og gleðjast og grínast, jafnvel á erfiðum stundum. Ég veit að þú elskaðir mig af öllu hjarta og þú endaðir símtöl okkar jafnan á því að segja „elska þig“ eða „elska þig til heimsenda og til baka“. Ég veit líka að þú veist hvað ég elskaði þig mikið, en núna óska ég þess að geta sagt það við þig bara einu sinni enn. Ég sagði við þig fyrir ekki svo löngu að ég myndi alltaf halda utan um þig og aldrei sleppa þér. Elska þig að eilífu og þakklát fyrir að hafa átt þig sem mömmu mína. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas) Þú verður alltaf hjá mér elsku ástin mín. Þín Jóna Vigdís. Elsku amma og langamma. Það var ólýsanlega sárt að heyra hvað þú kvaddir okkur skyndilega. Enn meira þegar það var ljóst að okkur voru engir veg- ir færir að fá að vera viðstödd til að kveðja þig í hinsta sinn. Sú til- hugsun, að geta ekki fengið að kveðja þig í faðmi fjölskyldunnar, varð meira íþyngjandi með hverj- um deginum sem leið frá því að fréttirnar bárust. Hins vegar, þegar á leið vik- una, varð mér hugsað til þess að nú binda þig engin jarðnesk bönd. Þessi bönd sem binda okkur hin við landsvæði og láta höfin skilja okkur að. Láta aðstæður þessara síðustu tíma hindra för okkar. Eftir því sem mér varð meira hugsað til þess varð ég viss um að þú hefðir komið til okkar og verið hjá okkur; mér, Berglindi, Alex- ander, Árelíu og Aroni. Við fund- um öll fyrir nærveru þinni, kær- leikanum og gleðinni sem þú komst með. Það kom örlítil ljós- glæta í dimmuna sem fylgdi þess- um þungu fréttum. Við huggum okkur mikið við það að við komum í heimsókn fyrr á árinu, fengum að knúsa þig og kyssa og eiga góða stund saman. Þessa stund munum við bera með okkur svo lengi sem við lifum. Við hugsum hlýlega til allra samverustundanna sem við átt- um saman gegnum árin; þegar þú hélst á langömmubörnunum fyrst, þegar þú knúsaðir okkur og kysstir og gafst allan þinn kær- leik frá þér í hvert skipti sem börnin fengu að stökkva í faðm- inn þinn. Þessar stundir eru þær sem börnin okkar, langömmu- börnin þín, bera alltaf með sér. Þessi kærleikur verður alltaf til staðar. Elsku amma. Elsku besta amma mín. Hvað ég mun sakna þín. Hvað ég mun vera lengi að átta mig á því að ég geti ekki hringt, að ég geti ekki leitað til þín fyrir heiðarlegu og hrein- skilnu ráðin þín, samtölin sem gátu verið yfir heilu kvöldstund- irnar til að ræða daginn og veg- inn, allt og ekkert, þau voru dýr- mæt, þau voru ómetanleg. Ég gæti svo lengi talið upp öll þau skipti sem ég gat farið sem ungur strákur til þín, í ömmuf- aðm, í „bræðraorlof“ eins og við kölluðum það. Aðeins að komast í óskipta athygli, einstakt dekur og ævintýraferðir. Jákvæðnina, kærleikann og knúsin ber ég með mér í hjartastað. Ég vona að þú hvílir í friði. Ég vona að þú sért í ró. Að þú sért á þessum ósnertanlega endastað sem okkur öll langar til að hugsa til að sé til. Hvar sem sá staður er þá veit ég að þú vakir yfir okkur, þú ert hjá okkur og kemur með ljós þegar myrkrið þyrmir yfir. Þetta ljós lifir í minningunni um þig. Hvíl þú í friði, elsku amma, elsku langamma. Darri, Berglind, Alexander Snær, Árelía Sif og Aron Jökull. Elsku besta hjartahlýja amma mín, það er svo erfitt að hugsa sér að þú sér farin frá mér. Það sem við áttum margar góðar stundir saman, allar okkar samveru- stundir þegar ég var á spítalanum og þú komst í heimsókn til mín einn góðan veðurdag með Bósa ljósár besta skinn, sem var svo minn besti vinur í gegnum veik- indin. Alltaf tókst þér að ná mér á þitt band og varst alltaf með „leyndarmálapakka“ sem þú vild- ir ekki leyfa mér að opna fyrr en mamma var farin. Stundum brástu á það ráð þegar það var erfitt að leyfa mömmu að fara heim til að hvíla sig og sagðir að það væri vond táfýla af henni og hún þyrfti að drífa sig heim í bað. Ég hafði alltaf svo gaman af því að föndra, klippa og líma. Þegar þú komst með límbands- rúlluna og mér tókst að líma allt rúmið mitt á spítalanum, en sem betur fer höfðu hjúkkurnar húm- or fyrir öllum uppátækjunum okkar. Í hvert einasta skipti sem við Elfa fórum í helgarheimsókn til þín í Grænatúninu þá hafði mamma alltaf sagt við okkur systurnar áður en við lögðum af stað að við mættum ekki rella og fá að biðja um að gista hjá þér, en hún vissi vel að um leið og við komum í innkeyrsluna væri hún búin að tapa og við stukkum í fangið á þér og fengum að hvísla að þér leyndarmál: „Amma meg- um við gista?“ Okkur þótti svo gott að vera hjá þér, það var svo mikið sem mátti ekki heima sem laut ekki sömu lögmálum þegar við komum til þín. Aumingja Mússi, kattargreyið, þurfti alltaf að víkja þegar skess- urnar tvær mættu í heimsókn til þín. Hans eina gleði var að við höfðum gaman af því að gefa hon- um að éta og þú settir mig upp á eldhúsborðið til þess að hella í skálina hans og passaðir að hann myndi ekki hoppa upp á borðið svo ég myndi ekki hendast niður af hræðslu. Alltaf vorum við jafn- hræddar við köttinn en þú brást á það ráð að þú settir köttinn í poka svo hann myndi ekki klóra okkur og leyfðir okkur að dröslast með hann um allt hús. Öll Eurovision-kvöldin okkar, svo ótalmörg skemmtileg kvöld sem munu aldrei gleymast. Enda- laust nammiát, endalaus gleði, söngur og eintóm hamingju eru orðin sem mér dettur fyrst í hug. Meira að segja þegar ég var orðin of stór til að gista kom ég samt til þín að horfa á Eurovision, að vísu skelþunn og hét því að ég myndi aldrei drekka aftur, og það sem þér þótti það fyndið að heyra það. Þú tókst alltaf öllum opnum faðmi og varst svo ráðagóð, það var svo gott að spjalla við þig og ræða um lífið og tilveruna. Mér finnst svo erfitt að hugsa til þess að ég geti ekki hringt í þig og heyrt í þér hlæja. Þú ert besta amma sem ég gat hugsað mér, og það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Ég veit að þú ert komin á góðan stað og heldur áfram að fylgjast með mér. Ég mun alltaf elska þig – frá heimsenda og til baka aftur. Þín Birta Hlín. Elsku besta fallega amma mín, að setjast niður og skrifa fallega um þig er efni í heila bók. Ég á mínar allra bestu æskuminningar um heimsóknir og gistingu hjá þér, hjá ömmu voru nefnilega engar reglur. Við vorum vakandi fram á nætur að horfa saman á bíómyndir, margar vel rauð- merktar til að nýta þetta reglu- leysi til hins ýtrasta, borðuðum morgunkorn á miðnætti og á milli skeiða töluðum við saman um allt milli himins og jarðar. Það var alltaf svo gott að tala við þig, sama hvort ég var 5 ára eða 25 ára, þú varst með öll svörin og bestu ráðin. Þegar ég var lítil dramadrottning að reyna að ákveða hvað ég ætlaði að vinna við þegar ég yrði stór, sagðirðu alltaf að þegar ég yrði 18 ára myndum við setjast yfir þetta saman. Mér fannst það frekar ótrúlegt þá svona 7 ára þar sem ég sagði: „Þú verður líklega löngu dauð þá. amma.“ Ég gleymi aldr- ei svipnum á þér þegar þú horfðir á mig vel móðguð og sagðir að þú ættir nóg eftir. afsakaðu mig, enda varstu ekki nema rétt um fimmtugt. Helgarnar sem við áttum sam- an í Grænatúninu voru alltaf svo ævintýralegar. Við byggðum saman hús úr stólum og lökum inni í stofu. Eurovision-kvöldin þar sem var sungið hástöfum með og skipt um það með hverjum maður hélt eftir stigagjöfinni, al- gjörlega án athugasemda frá dómaranum (þér). Aumingja kötturinn Mússi var settur í poka (því enginn þorði að snerta þetta óarga kvikindi nema þú) og hann borinn milli herbergja, sem var eina leiðin til að halda á honum án þess að vera bitinn eða klóraður í hel. Stóri bakgarðurinn var eins og heill ævintýraheimur með allt frá gömlum sleðum til dauðra gæsa hangandi utan á skúrnum eftir veiðitúr hjá afa. Það mátti hoppa í öllum rúmum og borða yf- ir sig af sælgæti en það var ein regla sem aldrei mátti brjóta, það var bannað að rífast og slást sem var að sjálfsögðu virt til hins ýtr- asta (meðan þú sást til). Öll símtölin sem við áttum voru að lágmarki klukkutími og þar fór fram allt frá ástarmálum upp í pólitík. Það var svo ótrúlega margt sem ég átti eftir að segja þér og ræða við þig, mér fannst við alltaf eiga nægan tíma. Ég átta mig ekki ennþá á því að ég geti ekki aftur tekið upp símann og heyrt í þér eða kíkt yfir í diet coke og spjall. Þvílík forréttindi að eiga ömmu sem var líka ein mín besta vinkona. Ein setning situr alltaf efst í huga mér þegar ég hugsa til þín: „Ég elska þig alla leið á heims- enda og til baka“, þar sem til tunglsins var ekki nógu langt. Það er svo lýsandi fyrir það hvað þú varst hjartahlý og inni- leg, það fór aldrei á milli mála hversu mikið þér þótti vænt um okkur. Ég trúi því að þú sért núna á fallegum stað með Lillu frænku og haldir áfram að fylgjast með mér. Þangað til við hittumst aft- ur, elsku Magga amma mín. Allt hið liðna er ljúft að geyma, - láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma, - segðu engum manni hitt! Vorið kemur heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Elfa Rósin þín. Margrét Sigurrós Ingvadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.