Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Borgarstjóriákvað aðleita til sóttvarnalæknis eftir stuðningi við áform um enn frekari lokanir gatna í miðborginni. Þetta var óvenjulegt útspil, jafnvel á kórónuveirutímum þegar flest er öfugsnúið, en sem betur fer lét sóttvarnalæknir ekki mis- nota embætti sitt í pólitískri baráttu borgarstjórnarmeiri- hlutans gegn þeim sem þurfa eða vilja ferðast um á eigin bíl- um. Borgarfulltrúar minni- hlutaflokkanna Sjálfstæðis- flokks, Miðflokks og Flokks fólksins hafa stigið fram í þessari umræðu og mótmælt undarlegu útspili borgar- stjóra. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, sagði í samtali við Morgun- blaðið: „Að mínu mati er bara verið að nýta sér ástandið og nota það sem yfirskin. Það að hafa spurt sóttvarnalækni sýnir að verið sé að reyna að finna fólk sem almenningur treystir til að koma með svör um götulokanir eða ekki.“ Þetta er auðvitað hárrétt ábending um hina óviðeigandi fyrirspurn borgarstjóra. Það eru ekki aðeins borgar- fulltrúar minnihlutans sem hafa mótmælt lokunum og öðr- um atlögum meirihlutans að miðborginni. Í gær rituðu tveir sem þekkja vel til í versl- un og þjónustu í miðborginni greinar í Morgunblaðið um þessi mál. Lárus Guðmunds- son, veitingamaður á Rosso- pomodoro við Laugaveg, seg- ist finna hvernig þrengir að rekstrinum um þessar mundir vegna kórónuveirufaraldurs- ins, en segir jafnframt að þeir sem reki starfsemi í miðbænum hafi þó „þurft að eiga við annars konar faraldur undan- farin átta ár, far- aldur sem birtist í lokunum gatna og sífellt meiri höftum á aðgengi í miðbænum. Þetta hefur gert það að verk- um að Íslendingar sækja miklu minna í bæinn en áður“. Matthildur Skúladóttir, íbúðaeigandi og fyrrverandi rekstraraðili verslunar og gistiheimilis við Skólavörðu- stíg, skrifar um yfirgang borg- aryfirvalda, samráðsleysi og tillitsleysi gagnvart versl- unarrekendum við Laugaveg- inn. „Áður fyrr voru samskipti kaupmanna og borgaryfir- valda um aðgerðir á Lauga- veginum mjög góð. Það sam- starf skilaði sér í glæsilegri endurnýjum götunnar. Í dag er samráð borgaryfirvalda við hagsmunasamtök Laugavegar í algjöru frostmarki,“ segir hún. Hvað gengur borgaryfir- völdum til? Hvers vegna halda þau stefnu sinni til streitu þó að ljóst sé að hún hafi beðið skipbrot og allir hljóti að minnsta kosti að geta verið sammála um að á meðan er- lendra gesta nýtur ekki við séu þessar miklu götulokanir aðeins til ills, að ekki sé talað um hina stórundarlegu ákvörðun að snúa aksturs- stefnu hluta Laugavegarins við. Borgarstjóri og borgarfull- trúar meirihlutans berja höfð- inu við steininn og neita að viðurkenna staðreyndir. Von- andi sjá þau að sér því að öðr- um kosti er hætt við að þau valdi miðborginni óbætan- legum skaða. Borgarstjóri hljóp á sig í ofsafenginni baráttunni fyrir lok- un gatna í Reykjavík} Óviðeigandi fyrirspurn Þau mánaðamótsem nú eru að baki eru einhver þau svörtustu, ef ekki þau svört- ustu, sem íslensk- ur vinnumarkaður hefur feng- ið að kynnast. Vonandi verða þau aldrei endurtekin. Gríð- arleg hrina uppsagna var í fjölda fyrirtækja þar sem þús- undir misstu vinnuna. Í gær var sagt frá því á mbl.is að fjöldi á atvinnuleysisskrá nálgaðist sextíu þúsund, sem er áður óþekkt tala á hinum litla íslenska vinnumarkaði. Við þessar aðstæður er sér- kennilegt að kjarasamningar sem byggjast á sömu for- sendum og þeir samningar sem þegar hafa verið gerðir, og þá við miklu betri að- stæður, skuli vera felldir og að boðað skuli hafa verið til verkfalla. Allir hljóta að sjá að nú er ekki tími fyrir vinnu- deilur eða baráttu fyrir ýtr- ustu kröfum. Það sem launa- menn þurfa í dag er að berjast fyrir hagstæðari skilyrðum fyrir atvinnulífið og fjölgun starfa. Að því kemur, vonandi fyrr en síðar, að efnahagurinn hristir af sér kreppuna og rís á ný. Til að flýta því verða að- ilar á vinnumarkaði að vera raunsæir og leggja deilur til hliðar. Nú þurfa allir að standa saman um að verja og búa til störf} Atvinnuleysi í nýjum hæðum É g heyrði um daginn í forstjóra eins stærsta fyrirtækis landsins. Þar var tækifærið núna nýtt til skynsamlegra breytinga á vinnu- lagi, breytinga sem vonlítið væri að gera í venjulegu árferði, nema á mörgum ár- um. Hann bætti við: „Svo er það spurning hvað heldur þegar neyðarástandinu lýkur.“ Klisjan segir: Í sérhverri ógn felast tækifæri. En það er ekkert gagn að tækifæri sem ekki er nýtt til almannaheilla. Það verður fljótt eins og frískandi kaffibolli sem stendur á borði. Kólnar og enginn hefur lengur áhuga eða lyst á því. Hugsum okkur að ný þjóð væri að koma til Íslands í fyrsta sinn vorið 2020, fólk sem byggi yfir allri þekkingu og tækni nútímans. Landið væri mannlaust, en húsin stæðu þar sem þau eru, bílarnir, skipin og flugvélarnar, allt til reiðu, en í híbýlunum byggi enginn, hvorki fólk né fyrir- tæki. Eftir nokkra mánuði kæmu til landsins um 360 þús- und manns. Fólk á sama aldri, með sömu hæfileika og þekkingu og þeir sem búa á Íslandi núna, en þekkti ekki söguna, vissi ekkert um hefðirnar, stjórnmálaflokkana, verkalýðsbaráttuna eða atvinnuvegina. Markmiðið væri það eitt að nýta landið, með öllum sínum kostum og kynj- um, sem best og sanngjarnast fyrir heildina. Leikregl- urnar væru lýðræði, mannréttindi, skoðanafrelsi, jafn- rétti, sjálfbærni. Hvernig skyldi nýja þjóðin hegða sér? Er líklegt að hún myndi dreifa sér vítt og breitt um landið og ákveða að sumir hefðu meiri réttindi en aðrir? Að litlum hópi yrði leyft að nýta fiskimiðin gegn mála- myndagjaldi en hirða afraksturinn? Að sumir fengju meiri atkvæðisrétt en aðrir? Að ákveðið yrði að flytja búpening til landsins og dreifa honum um fjöll og firnindi? Borgað yrði sér- staklega fyrir þessa iðju til þess að hindra það að landsmenn keyptu mat frá útlöndum, mat sem allir vissu að væri ódýrari, fjölbreyttari og jafngóður eða betri? Væri arðbært að stofna Seðlabanka og eigin gjaldmiðil? Í upphafi væru allir jafnir og enga sérhags- muni þyrfti að verja. Myndi hópurinn þá skipta sér upp í tíu stjórnmálaflokka? Væri hann lík- legur til þess að ákveða að á landinu yrðu 100 verkalýðsfélög, að stofna svo fyrirtæki sem þyrftu jafnvel að semja við flestöll þessi félög? Væru 70 sveitarfélög snjallasta fyrirkomulag- ið? Stofnar þessi nýja þjóð fjóra gamaldags banka fyrir tæknivætt þjóðfélag? Er snjallt að setja 200 nýjar ríkis- stofnanir á fót? Eða stofna sameiginlegt félag til þess að selja áfengi í sérstökum búðum (nema á Keflavíkur- flugvelli, þar mætti selja þennan hættulega vökva innan um aðrar vörur)? Ef svarið við einhverjum af þessum spurningum er nei, hvers vegna gerum við þetta þannig núna? Eigum við ekki að nýta tækifærið, endurræsa kerfið og hætta að horfa á frosinn skjáinn? Við getum gert svo miklu, miklu betur. Benedikt Jóhannesson Pistill Ctrl Alt Delete eða frosið samfélag? Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Áhugi Bandaríkjanna áGrænlandi hefur ekkiminnkað frá því að hug-myndum Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um að kaupa landið af Danmörku var hafnað. Bandarísk stjórnvöld hafa nýverið undirritað samkomulag við grænlensk stjórnvöld um fjárhags- aðstoð sem nemur 12 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 1,7 millj- arða íslenskra króna, auk þess sem Bandaríkja- stjórn hyggst opna ræðis- mannsskrifstofu í Nuuk. Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn, tilkynnti áform Bandaríkja- stjórnar í aðsendri grein í Politiken 20. apríl og sagði jafnframt að „Vest- urlönd verða að vakna og koma í veg fyrir ágengni Rússlands og tilraunir Kína til að tryggja gráðuga hags- muni sína á norðurslóðum“. Skilboð bandarískra stjórnvalda virðast því nokkuð skýr og leið ekki á löngu þar til sendiherra Rússlands svaraði þessum áformum og sakaði Banda- ríkin um að ýta undir óstöðugleika á norðurslóðum. Kínversk stjórnvöld hafa ekki, svo vitað sé, svarað grein Sands. Skýr skilaboð „Ég efast um að þetta hafi kom- ið kínverskum embættismönnum á óvart. Bæði vegna ræðu Pompeo á ráðaherrafundi Norðurskautsráðs- ins í Rovaniemi [í Finnlandi] í maí þar sem hugmyndum Kína um að vera skilgreint „nær norðurskauts- ríki“ var hafnað og vegna umræð- unnar um að Bandaríkin myndu kaupa Grænland. Þetta voru merki til Kínverja um að þeir myndu mæta mun meiri andstöðu frá Bandaríkj- unum við áformum þeirra um að þróa silkiveg um Norðurskauts- hafið,“ segir Marc Lanteigne, lektor við Háskólann í Tromsö. Hann segir fátt benda til þess að kínversk stjórnvöld muni gefa eftir og draga úr áformum um að fjárfesta á Græn- landi. Þrátt fyrir fyrir að sjálfstjórn- arlögin frá 2009 færðu flest málefni undir stjórnvöld í Nuuk heyra utan- ríkis- og varnarmál enn undir Dani. Það mátti því gera ráð fyrir því að danskir stjórnmálamenn myndu mótmæla afskiptum Bandaríkjanna af Grænlandi án þess að bera það fyrst undir dönsk yfirvöld. Hafa ýmsir danskir þingmenn sakað Bandaríkin um að beita aðferðum sem til þess fallin eru að rjúfa sam- stöðu innan danska konungdæm- isins. „Danir óttast að verði Græn- landi leyft að þróa eigin samskipti við erlend ríki, meðal annars með opnun skrifstofu sendifulltrúa í Kína á þessu ári, muni það draga úr hlut- verki Danmerkur og stuðningur við sjálfstæði Grænlands vaxa,“ út- skýrir Lanteigne. Hvað með Grænlendingana? Á undanförnum árum hefur stigmagnast spenna milli græn- lenskra og danskra yfirvalda þar sem Grænlendingar telja Dani í auknum mæli hafa afskipti af mál- efnum sem eru á forræði græn- lenskra yfirvalda með því að gera þjóðaröryggismál úr úthlutun rétt- inda til námustarfsemi á Grænlandi og útboði á uppbyggingu græn- lenskra flugvalla, að sögn Lant- eigne. „Þetta eru dæmi um hvernig Danmörk hefur öryggisvætt efna- hagsmál og telja sumir grænlenskir stjórnmálamenn að verið sé að grípa fram fyrir hendur stjórnvalda í Nu- uk.“ Alþjóðlegur áhugi á Grænlandi vegna efnahagslegra tækifæra hefur vaxið mikið á undanförnum árum og er ljóst að umsvif hagkerfisins munu stækka á komandi árum. Þá hefur verið sérstakt markmið græn- lenskra yfirvalda að auka fjölbreytni í viðskiptasamböndum sínum og opna á bætt viðskipti við Evrópu, Bandaríkin og Kína, þessi áform hafa mætt andstöðu í Kaupmanna- höfn, að sögn lektorsins sem segir að með fjárhagsaðstoðinni séu banda- rísk yfirvöld að gefa Grænlend- ingum merki um að Bandaríkin séu ákjósanlegasti viðskiptakosturinn. Grænland virðist vera orðið einn helsti vettvangur valda- samkeppni stórveldanna, bæði vegna þeirra gífurlegra auðlinda sem landið býr yfir og vegna hnatt- stöðu Grænlands í ljósi hernaðar- og efnahagslegs mikilvægis siglinga- leiða, segir Lanteigne. Aukinn áhugi á landinu getur verið til þess fallinn að ýta undir öra efnahagsþróun í landinu, eins og gerðist á síðustu öld hér á landi. Það er hins vegar ekki ljóst í hversu miklum mæli Grænlendingar sjálfir fá að stjórna þeirri þróun. Grænland í eldlínu átaka stórveldanna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Deila Kína, Rússland og Bandaríkin vilja öll hafa áhrif á Grænlandi. Nuuk gæti nýtt sér stöðuna til þess að auka efnahagslegt sjálfstæði landsins. Marc Lanteigne

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.