Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 1
Guðni Einarsson gudni@mbl.is Icelandair Group stefnir að því að safna rúmlega 29 millj- örðum króna (200 milljónum bandaríkjadala) í aukið hlutafé með hlutafjárútboði í júní. Stjórn félagsins mun leggja það til við hluthafafund síðar í maí. Þetta kom fram í tilkynningu fé- lagsins til Kauphallarinnar í gærkvöldi. Markaðsvirði félags- ins við lok viðskipta í gær var tæpir 13 milljarðar króna. Ríkisstjórnin samþykkti í gær mögulega veitingu lánalínu eða ábyrgðar á lánum til Icelandair. Aðkoma stjórnvalda er háð því að fullnægjandi árangur náist í fjárhagslegri endur- skipulagningu félagsins. Gangi áform Icelandair eftir verður þingmál um fyrirgreiðslu ríkisins lagt fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Icelandair ætli að auka hlutafé og draga úr föstum kostnaði. Hann segir að félagið sé að móta áætlun um endurreisn ferðaþjónustu sem telja megi raunsæja eða jafnvel svartsýna fyrir næstu 1-2 ár. Á grundvelli hennar sé stefnt að því að félagið verði sjálfbært um rekstrarfé í a.m.k. eitt ár. Mögulega þurfi fé- lagið á lánalínu að halda til að styðja þessa áætlun á síðari stigum. Verið sé að biðja ríkið um að ábyrgjast hana. Mögu- leg upphæð mun ráðast af árangri við endurskipulagningu fjárhags félagsins. „Við höfum sagt að við séum tilbúin að ræða þetta gangi annað eftir sem félagið áformar, söfnun hlutafjár og aðrar aðgerðir til að auka framleiðni í félaginu,“ sagði Bjarni. Geta haldið áfram eftir staðfestingu stjórnvalda Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði að yfirlýsing ríkisstjórnarinnar væri mjög gott skref. „Við höfum unnið að þessu verkefni í samráði við fulltrúa ríkisstjórnarinnar. Nú er komin staðfesting frá ríkisstjórn- inni um að við getum haldið áfram með það upplegg sem við höfum unnið að,“ sagði Bogi. Hann sagði stefnt að því að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og hluta- fjárútboði fyrir miðjan júní. Bogi sagði að stærðargráða á aðkomu ríkisins lægi ekki fyr- ir. Hann sagði uppleggið væntanlega það að lánalína kæmi í framhaldi af því að félagið lyki fjárhagslegri endurskipu- lagningu, söfnun hlutafjár og því að uppfylla öll skilyrði. Leita eftir 29 milljörðum  Icelandair tilkynnti um fyr- irhugaða aukningu hlutafjár með útboði í júní næstkomandi  Ríkisstjórnin samþykkti mögulega veitingu lánalínu eða ábyrgðar á lánum til Icelandair  Lánalína kæmi í framhaldi af fjárhagslegri endurskipulagn- ingu og söfnun hlutafjár Icelandair sagði í tilkynningu til Kauphall- ar í gærkvöldi að hlutafjárútboðið væri mikilvægur liður í fjárhagslegri endur- skipulagningu. Lagt er til að gefin verði út allt að 30.000 milljón ný hlutabréf. Fjöldi hluta er nú rúmlega 5.400 milljónir. Skil- málar útboðsins, verð hluta og frekari kynning á fjárhagsáætlun félagsins verða kynnt á hluthafafundi. Stjórn félagsins mun óska eftir því að nú- verandi hluthafar gefi eftir forgangsrétt á nýútgefnum bréfum. Útboðið verður því opið almenningi og fagfjárfestum. Sam- hliða útboðinu mun félagið kanna mögu- leika á því að breyta skuldum í hlutafé. Ljósmynd/Emil Georgsson Hlutafjárútboðið á að vera opið almenningi og fagfjárfestum F Ö S T U D A G U R 1. M A Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  102. tölublað  108. árgangur  SKRÁSETUR LEIKLISTARSÖGU VESTFJARÐA ÁLFTIRNAR KOMNAR Í OLÍU Á STRIGA VONAST TIL AÐ ENDURFANGA STEMNINGUNA DAGLEGT LÍF 12 PÉTUR PÉTURSSON 27ELDHUGINN ELFAR LOGI 28 Umsvif hljóðbókarisans Storytel margfölduðust á íslenskum markaði milli áranna 2018 og 2019. Námu rekstrartekjur fyrirtækisins yfir hálf- um milljarði í fyrra. Það sem skil- greint er sem „erlendur kostnaður“ dró afkomu félagsins niður um ríflega 150 milljónir. Forstjóri Pennans gagnrýnir fyrirtækið í bréfi til ráða- manna og segir félagið skjóta sér undan skattgreiðslum hér á landi. Það sé óþolandi á sama tíma og það þiggi styrki frá ríkinu til starfsemi sinnar sem hann segir í raun ekki út- gáfustarf heldur smásölu. Höfundarréttargreiðslur Storytel á nýliðnu ári námu meira en 250 millj- ónum króna og jukust um ríflega 160 milljónir milli ára. Storytel Iceland er að fullu í eigu Storytel AB en markaðsvirði þess í sænsku kauphöllinni hleypur á hundruðum milljarða íslenskra króna. »16 Gagnrýnir Storytel „Þetta er langt umfram það sem maður hefði getað ímyndað sér. Maður hefði líka aldrei trúað því að flugvélafloti heimsins yrði kyrr vik- um saman,“ sagði Unnur Sverris- dóttir, forstjóri Vinnumálastofn- unar. Alls munu um 55 þúsund manns fá greiðslur frá stofnuninni um þessi mánaðamót. „Okkur reikn- ast til að þetta séu um það bil tólf milljarðar um þessi mánaðamót,“ sagði Unnur. Þessi mánaðamót eru þau langþyngstu sem komið hafa nokkru sinni hjá Vinnumálastofnun. Tilkynningar um hópuppsagnir bárust frá 51 fyrirtæki í apríl og vörðuðu þær 4.210 starfsmenn, þar af 2.140 hjá Icelandair. Þessar tölur geta mögulega hækkað. »2 Tólf millj- arða bóta- greiðslur  Þung mánaðamót hjá Vinnumálastofnun Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Gróft á litið höfum við náð að tengja 70% þeirra sem hafa smit- ast við annan einstakling. En svo eru alltaf einhverjir sem vita ekk- ert hvernig þeir urðu veikir,“ segir Jónas Orri Jónasson, meðlimur í smitrakningarteymi almanna- varna. Smitrakningarteymið hefur fengist við það samhliða öðrum störfum að kortleggja hvernig kór- ónuveiran hefur farið í gegnum ís- lenskt samfélag. Í dæmi sem Jón- as tók saman fyrir Morgunblaðið má sjá hvernig einstaklingur sem smitaðist á skíðasvæði í Evrópu smitaði manneskju í sínu nánasta umhverfi. Þaðan var hægt að rekja smit áfram og þegar upp var stað- ið mátti tengja 20 smit við upp- hafsmanneskjuna. Jónas segir að erfitt geti reynst að tengja saman þau 30% smita sem eftir standa. Mörg þeirra eru svokölluð yfirborðssmit og vís- bendingar eru um að fólk hafi til að mynda smitast á veitingastöðum hér landi. „Þetta verður ábyggilega rannsakað í þaula á næstu árum.“ Tuttugu smit tengd einum  Tekist hefur að tengja 70% kórónuveirusmita hér á landi Morgunblaðið/Eggert Skimun Mikil vinna hefur farið í að rekja kórónuveirusmit hérlendis. MKórónuveiran »4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.