Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Sumt af því sem „hið opinbera“er að gera réttilega núna felst í því að afstýra ótímabærum dauða fyrirtækja vegna veiruáhlaupsins, sem myndi sjálfkrafa hrifsa mikið fé úr ríkissjóði.    Þau sjónarmiðsem Styrmir Gunnarsson viðrar eiga einnig rétt á sér:    Einkafyrirtækieiga engan annan kost við núverandi aðstæður en að skera niður kostnað, sem að- allega gerist með uppsögnum en líka á annan hátt.    Hið sama á við um heimilin.    Í sumum tilvikum gerist það afsjálfu sér.    Það verður nánast stopp á ferða-lögum fólks til útlanda.    En hið sama á auðvitað við, bæðium ríki og sveitarfélög.    Ríkið stendur frammi fyrirgífurlegum hallarekstri og það er eðlilegt og sjálfsagt að opin- bera kerfið mæti þeim hallarekstri eins og kostur er með því að skera niður ýmiss konar kostnað.    Hið sama á við um sveitarfélög-in, sem nú kalla eftir ríkis- aðstoð.    Þau hljóta líka að grípa til að-haldsaðgerða í eigin rekstri.    Að þessu leyti eru nú allir á samabáti.“ Styrmir Gunnarsson Það er ein áhöfn STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Ég mun á þriðjudag leggja fram til- lögu í borgarstjórn þess efnis að fall- ið verði frá boðuðum lokunum á Laugavegi, Vegamótastíg og Skóla- vörðustíg. Enda er þessi tillaga stór- skrítin og ber merki þess að borgar- stjóri verði að hafa síðasta orðið í þessu máli, en á sama tíma hafa kaupmenn verið að rembast við að hafa opið,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins. Vísar hún í máli sínu til þess að á fundi skipulags- og samgönguráðs, sem haldinn var 29. apríl sl., var samþykkt tillaga að þremur göngu- götum; á Laugavegi frá Klapparstíg að Ingólfsstræti; á Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu og á Skólavörðustíg frá Bergstaðastræti að Laugavegi. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins greiddu atkvæði gegn til- lögunni, sem nú fer til borgarráðs. Marta Guðjónsdóttir, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokksins, segir meirihlutann stunda „svikasamráð“ og að betra hefði verið fyrir kaup- menn að leyfa bílaumferð í miðbæ í bland við gangandi vegfarendur. Nánar má lesa um þetta mál á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins. Mun beita sér gegn götulokunum  Borgarfulltrúi segir meirihlutann í Reykjavík stunda „svikasamráð“ Samþykkt hefur verið í skóla- og frí- stundaráði Reykjavíkur að starfs- einingar Háaleitisskóla, annars vegar starfsstöðin í Álftamýri og hins vegar í Hvassaleiti, verði aðgreindar að nýju í tvo grunnskóla frá og með skóla- árinu 2020-2021. Í bókun fulltrúa meirihlutans kem- ur m.a. fram að á síðasta áratug hafi verið ráðist í sameiningar ýmissa starfsstöðva í borginni af faglegum og fjárhagslegum ástæðum m.a. til að bregðast við afleiðingum fjármála- hrunsins. „Sumar þessara sameininga hafa gengið vel en í öðrum tilvikum hafa sameiningar ekki náð mark- miðum sínum. Það á við um Háaleit- isskóla þar sem landfræðileg fjarlægð og lágt stjórnunarhlutfall hefur sett starfseminni verulegar skorður.“ Álftamýrarskóli verður eftir sem áður fyrir nemendur í 1.-10. bekk og Hvassaleitisskóli fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Nemendur Hvassaleitis- skóla sæki 8.-10. bekk í Réttarholts- skóla sem verði safnskóli á unglinga- stigi fyrir þrjá skóla í stað tveggja eins og verið hefur. Skólarnir taka upp sín fyrri nöfn, Hvassaleitisskóli og Álftamýrarskóli. Við hvorn skólann verði skólastjóri. Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, sem hefur starfað sem skólastjóri skólans, verði skólastjóri Álftamýrarskóla en ný staða skólastjóra Hvassaleitis- skóla verði auglýst í vor. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að síend- urtekin varnaðarorð fulltrúa flokks- ins í menntaráði Reykjavíkur hefðu átt fullan rétt á sér þegar ákvörðun var tekin um sameiningar skóla í borginni árið 2011, þ.á m. Álftamýr- arskóla og Hvassaleitisskóla. sisi@mbl.is Skólasameining misheppnaðist  Álftamýrarskóli og Hvassaleitisskóli verða endurvaktir Morgunblaðið/Sigurgeir S. Hvassaleitisskóli Endurheimtir sitt nafn frá og með næsta hausti. til að lesa meira um þetta mál á mbl.is Skannaðu kóðann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.