Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 ● Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Guðmundur Mar- teinsson, fram- kvæmdastjóri Bón- uss, hafa ákveðið að hætta störfum hjá fyrirtækjunum. Þetta var tilkynnt til Kauphallar Ís- lands í gær. Þeir munu sinna störfum sínum þar til arf- takar þeirra hafa verið fundnir. Finnur hefur verið forstjóri Haga í 15 ár eða frá árinu 2005. Hann hóf hins vegar störf hjá fyrirtækinu árið 1998. Guðmundur hefur einnig átt langa samleið með Bónus sem teygir sig eina þrjá áratugi aftur í tímann. Finnur hættir eftir 15 ár sem forstjóri hjá Högum Finnur Árnason BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans, segir ýmsar ástæður fyrir því að verðbólg- an mældist meiri í apríl en bankinn hafði spáð. Hins vegar sé ekki útlit fyrir að verðbólgan fari á mikið skrið næstu mánuði. Verðbólgan mældist 2,2% í apríl en var 2,1% í mars. Lands- bankinn spáði 0,1% hækkun á vísitölu neyslu- verðs í apríl en raunin var 0,48% hækkun. Al- mennt var spáð 0,1-0,3% hækkun vísitölunnar í apríl. „Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði frekar lítil næstu mánuði. Við spáum því að hún verði um 2% í júlí. Ef gengisáhrifin koma hins vegar inn með mun þyngri hætti en við væntum munum við sjá eitthvað hærri verðbólgu. Við teljum þó ólík- legt að hún sé að fara á flug.“ Mismunandi framlag undirliða Hér á síðunni má sjá verðbólguspá hagfræðideildar Landsbankans fyrir næstu mánuði. Þar má líka sjá graf sem sýnir framlag undirliða vísitölu neysluverðs til verðbólgunnar í apríl. Gulu punktarnir sýna spá hagfræði- deildar Landsbankans fyrir viðkom- andi lið. Matur og drykkur, nýir bílar og húsgögn og heimilisbúnaður hækkuðu umfram spá. Hins vegar lækkaði verð á bensíni, fatnaði og skóm minna en spáð var. Gústaf segir aðspurður engin sér- stök merki um að launahækkanir séu að smitast meira út í verðlagið en venjulega. Hægst hafi aðeins á 12 mánaða hækkunartakti launavísitöl- unnar að undanförnu eftir ríflegar launahækkanir síðustu ár. „Vísitala launa hækkaði um 4,9% í mars sem er vel undir meðallagi síð- ustu ára. Við sjáum engin merki þess að launin séu að koma meira fram í verðlagi en verið hefur. Það eru fyrst og fremst gengisáhrifin sem við van- mátum að einhverju leyti. Það er helsta ástæðan fyrir því að verðbólg- an var meiri en við töldum,“ segir Gústaf um ástæðurnar. Erfitt að gera spár Krónan hefur veikst töluvert undanfarnar vikur vegna veirunnar. Gústaf segir verðbólguspár alltaf verða ónákvæmari þegar um er að ræða ýkta atburði eins og nú. „Það er meiri óvissa í spánum í svona ástandi,“ segir Gústaf. Þá bendir hann á að fasteignaverð hafi hækkað meira en hagfræðideild- in hafi vænst en hækkun þess skili sér í aukinni verðbólgu. Gera megi ráð fyrir að lækkun húsnæðislána- vaxta að undanförnu sé ein skýringin á hækkandi fasteignaverði. Líklegt sé þó að áhrif lækkunar húsnæðis- lánavaxta hafi ekki skilað sér inn í verðið að fullu. Hins vegar kunni veltan á markaðnum að minnka næstu vikurnar vegna vaxandi at- vinnuleysis. „Þá er líka spurning hvort ástandið í hagkerfinu togi ekki þyngra í þá átt að draga úr hækkun fasteignaverðs,“ segir Gústaf. Skila sér misfljótt Áhrifin af gengisveikingunni skili sér misfljótt í undirliðum vísitölunn- ar. Að jafnaði skili gengisveiking sér í mat og drykk með eins mánaðar töf. Í sumum öðrum liðum geti hún skil- að sér með enn meiri töf. „Töfin er hins vegar ekki föst yfir tíma. Það getur vel verið að kaupmenn telji að gengisveikingin sé komin til að vera. Þá eru þeir líklegri til að velta gengislækkuninni strax út í verðlag- ið í stað þess að bíða,“ segir Gústaf. Hvað varðar bensínið spáir hag- fræðideildin 3,5% verðlækkun í maí. Loks segir Gústaf erfitt að spá um gengishorfur. Óvissan sé enda mikil. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Íslandsbanka, bendir á að Hagstofan hafi nýverið tilkynnt hvernig hún myndi mæla verðbólgu við þessar aðstæður. Þar sem viss starfsemi liggi niðri sé síðasta virka mæling notuð og ályktað sem svo að það hafi ekki orðið verðbreyting. „Þetta dempar þá heildarmæl- inguna, enda hefur Hagstofan haldið um tíunda hluta af neyslukörfunni óbreyttum milli mælinga í apríl. Meðan þetta ástand ríkir er líklegt að verðbólgan mælist því heldur minni en ella,“ segir Jón Bjarki. Gengið leiðandi í verðbólguþróun  Sérfræðingur hjá Landsbankanum segir gengislækkun skýra meiri verðbólgu en bankinn spáði  Telur ekki horfur á að verðbólga aukist mikið næstu mánuði  Spáir lækkun bensínverðs í maí Verðbólga frá okt. 2019 og spá til júlí 2020 Ársverðbólga og mánaðarleg breyting á vísitölu neysluverðs 3,0% 2,5% 2,0% 1,5% 1,0% 0,5% 0% -0,5% okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí 2019 2020 Ársverðbólga Mánaðarleg breyting á vísitölu neysluverðs Rauntölur Spá +0,48% 2,2% +0,3% 2,3% +0,2% 2,1% -0,4% 2,0% Heimild: Hagfræðid. Landsbankans, Hagstofan Undirliðir vísitölu neysluverðs í apríl 2020 Framlag undirliða til breytingar vísitölu milli mánaða, mars til apríl -0,20% -0,15% -0,10% -0,05% 0% +0,05% +0,10% +0,15% +0,20% Póstur og sími Tómstundir og menning Húsnæði án reiknaðrar húsaleigu Aðrar vörur og þjónusta Áfengi og tóbak Heilsa Reiknuð húsaleiga Ferðir og flutningar – annað Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. Kaup ökutækja Matur og drykkjarvörur Bensín Föt og skór Hótel og veitingastaðir Flugfargjöld til útlanda H ei m ild : H ag fr æ ði d. L an ds ba nk an s, H ag st of an Samtals hækkun um 0,48% frá mars til apríl Rauntölur Spá Gústaf Steingrímsson Hagnaður stoðtækjafyrirtækisins Össurar nam 7 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um 50% frá sama tímabili í fyrra. Nam hann 5% af veltu félagsins yfir tímabilið. Í tilkynningu frá fyrir- tækinu segir að faraldur kórónuveir- unnar hafi haft áhrif á rekstrarnið- urstöðuna. Sala fyrirtækisins á fjórðungnum nam 154 milljónum dollara, jafnvirði 20 milljarða króna. Dróst salan sam- an um 2% í staðbundinni mynt og innri vöxtur félagsins var neikvæður um 5%. Sala dróst saman í marsmán- uði á þeim mörkuðum þar sem ráð- stafanir voru gerðar til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar. Sala dróst saman um 4% í stoð- tækjum og 7% í spelkum og stuðn- ingsvörum. Segir félagið að áhrif heimsfaraldursins séu svipuð á báða flokka. EBITDA niður um 8 milljónir EBITDA á fyrsta fjórðungi var 22 milljónir dollara, jafnvirði 3 milljarða króna eða 14% af sölu. EBITDA á fyrsta fjórðungi 2019 nam 30 millj- ónum dollara eða 19% af sölu. Í byrjun apríl fékk Össur sam- þykki frá samkeppnisyfirvöldum í Bandaríkjunum til að ganga frá kaupum á stoðtækjafyrirtækinu Col- lege Park. Félagið hefur hins vegar gengið frá samkomulagi sem frestar endanlegum kaupum á félaginu en stefnt er að því að þeim verði lokið innan þriggja mánaða. Félagið ítrekar í tilkynningu að fjárhagsstaða félagsins sé sterk. Þannig hafi félagið t.d. tryggt sér aukna fjármögnun upp á 225 millj- ónir dollara, jafnvirði 29 milljarða króna í marsmánuði, og sjóðir félags- ins auk óádreginna lánalína stóðu í 304 milljónum dollara í lok fjórð- ungsins. Heildareignir Össurar hf. námu tæpum 1,1 milljarði dollara í lok fyrsta ársfjórðungs og höfðu aukist um tæpar 8 milljónir dollara. Skuldir félagsins námu 554 milljónum doll- ara. Eiginfjárhlutfall félagsins er 50%. Hagnaður Össur- ar helmingast vegna veirunnar Morgunblaðið/Eggert Össur hf. Jón Sigurðsson er forstjóri fyrirtækisins.  Fresta kaupum á College Park ● Guðmundur Kristjánsson hefur látið af starfi for- stjóra Brims hf. Guðmundur er meirihlutaeigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er langstærsti eig- andi félagsins. Í til- kynningu sem send var Kauphöll Ís- lands í gær kom fram að hann léti af störfum af persónulegum ástæðum. Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður félagsins, hefur tekið tímabundið við starfinu og mun gegna því þar til nýr forstjóri verður ráðinn. Í fyrradag var greint frá að Útgerðarfélag Reykjavíkur hefði selt hlutabréf í Brimi fyrir 600 milljónir króna. Guðmundur hættir skyndilega hjá Brimi Guðmundur Kristjánsson ● Árni Sigur- jónsson, yfirlög- fræðingur Marels, var kjörinn formað- ur Samtaka iðn- aðarins á aðalfundi félagsins sem hald- inn var í gær. Fékk hann meirihluta greiddra atkvæða eða 71,5%. Ásamt Árna í formannsframboði var Guðlaug Kristbjörg Kristinsdóttir, stjórnar- formaður Límtrés Vírnets og Securitas. Árni er kjörinn til tveggja ára en hann tók við af Guðrúnu Hafsteinsdóttur, mark- aðsstjóra Kjöríss. Ásamt Árna voru kjörin í stjórn þau Arna Arnardóttir gullsmiður, Egill Jóns- son hjá Össuri, Margrét O. Ásgeirsdóttir hjá CRI, Valgerður H. Skúladóttir hjá Sensa og Vignir S. Halldórsson hjá MótX. Í stjórn sitja níu manns en kosið verð- ur um fjögur stjórnarsæti til tveggja ára á næsta ári. Árni Sigurjónsson kjörinn formaður SI Árni Sigurjónsson STUTT KKV Investment Management Ltd. sem er dótt- urfélag dóttur- félags Kviku banka hefur tek- ið við stýringu breska veðlána- sjóðsins SQN As- set Finance In- come Fund. Eignir sjóðsins eru metnar á 390 milljónir punda, jafnvirði 70 milljarða króna. Hluta- bréf sjóðsins eru skráð á aðallista Kauphallarinnar í Lundúnum. Stjórn SQN var boðin út í febrúar síðastliðnum og að undangengnu tveggja mánaða valferli var KKV valið til samstarfs. Samkomulagið sem nú hefur verið undirritað er óskuldbindandi en Kvika segir í til- kynningu að gert sé ráð fyrir að gengið verði frá formlegum samn- ingum í maí og að KKV taki við stýringu sjóðsins í byrjun júní. KKV er nýstofnað félag sem sér- hæfir sig í eignastýringu á sviði sérhæfðrar lánastarfsemi. SQN sjóðurinn er lánasjóður sem veitir veðtryggð lán til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, að mestu í Bretlandi, Evrópu og Bandaríkj- unum. Segir í tilkynningu Kviku að eftir að hafa notið mikilla vinsælda meðal fjárfesta hafi sjóðurinn átt undir högg að sækja að undanförnu vegna erfiðleika við úrvinnslu ákveðinna eigna. Kvika tek- ur við 70 ma. sjóði  Skráður veðlána- sjóður í Bretlandi Marinó Ö. Tryggvason 1. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 147.01 Sterlingspund 182.52 Kanadadalur 105.4 Dönsk króna 21.388 Norsk króna 14.157 Sænsk króna 14.335 Svissn. franki 150.88 Japanskt jen 1.3808 SDR 200.57 Evra 159.5 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.454 Hrávöruverð Gull 1706.0 ($/únsa) Ál 1465.0 ($/tonn) LME Hráolía 20.66 ($/fatið) Brent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.