Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 18
Þar kom að því. Nú verð ég eftirsóttur ferðalangur í eigin landi. Allir vilja fá mig í heimsókn. Frábært. En fyrst verða menn að lækka verðið svo ég hafi efni á því að fá mér köku á kaffihúsi eða íslenska kjötsúpu og margt fleira sem hentar buddu íslenskrar al- þýðu. Langar að sjá Ísland aftur Já, ég ætla svo sannarlega að ferðast um landið mitt í sumar og hlakka mikið til að sjá gamla og nýja staði aftur. Suma hef ég ekki séð í nokkur ár því ég hef forðast að ferðast á eftirlætisstaðina mína, Gull- foss, Geysi, Þingvelli og fleiri staði. Nú verður allt breytt, því nú verður pláss fyrir mig í mínu eigin landi. Yndisleg tilhugsun. Nú ætla ég að ferðast að degi til eins og aðrir, en ekki á bjartri sumarnóttu þegar best var að heimsækja fjölfarna staði, á meðan túristarnir sváfu. Já, Ísland er landið, mér þykir mjög vænt um að fá að upplifa landið mitt aftur í sumar með Íslendingum og öllum þeim sem búa hér. Rifja upp og sjá allt sem landið hefur að bjóða mér í dag. Náttúran kallar á mig, yndislega tæra náttúra Íslands en með miklu færra fólki í sumar. Dásamlegt. Vil tala íslensku og borga lægra verð Það hefur margt breyst undanfarin ár og íslenskt tungumál hefur vikið fyrir ensku á Íslandi, mörg auglýs- ingaskilti eru einnig á ensku en ekki á íslensku. Ég vona bara að ég fái að tala íslensku aftur þegar ég kem inn á veitingastaði, kaffihús eða hótel, kaupi mér pylsu í vega- sjoppunni eða bensín á bílinn. Ég vona einnig að ég fái að kaupa mér súkkulaðikökusneið á eðlilegu hóflegu verði sem passar buddunni minni en Íslendingar hafa þurft að þola ýmis- legt undanfarin ár þeg- ar græðgi staðarhaldara hefur séð til þess að fjöl- skylda búsett á Íslandi hefur ekki getað leyft sér þann munað að staldra við og njóta veitinga því allt hefur verið á upp- sprengdu verði. Allir ætluðu að græða á útlendingunum en gleymdu þeim sem búa allt árið í landinu og starfa á íslenskum láglaunataxta. Ótrúlegt þetta græðgisgen í sumum, Kári mætti rannsaka það. Já, ég hlakka til að njóta lands míns og náttúru eins og ég gerði óáreitt hér áður fyrr þegar mér var fagnað á ferð minni um landið í sveitum og bæjum, þá sáu íbúarnir fáa aðra en eigin bæj- arbúa yfir vetrartímann. Já, ég hlakka til að sjá hvernig landsmenn mínir hafa það, heyra íslenska tungu á Vesturlandi, Norðurlandi, Austur- landi og Suðurlandi. Mikið verður gaman að sjá aftur allt fólkið sem býr í landinu okkar. Nú býr hér alls konar fólk frá alls konar löndum allt árið um kring, indælt fólk margt af því, sem er að gera góða hluti hingað og þangað og talar meira að segja stundum þokkalega íslensku. Ætli Bláa lónið lækki verðið fyrir okkur? Það er einn draumur sem ég veit ekki hvort ég fæ að upplifa í sumar en það er langþráð heimsókn í Bláa lón- ið, en eins og allir vita hefur verðlag þar aðeins passað buddu efnaðra Ís- lendinga eða útlendinga sem láta sig hafa það að borga himinhátt verð í eitt skipti. Ég er alin upp á Suðurnesjum og man vel þegar við, almenningur, fór- um fyrst frítt ofan í lónið. Seinna, þegar rekstur var kominn utan um það, gátum við farið í lónið á góðviðr- isdögum án þess að borga mikið. Öll fjölskyldan samankomin með börn og nesti í þá daga enda ekkert veitinga- hús komið, sátum og sóluðum okkur í skeljasandinum við lónið og dýfðum kroppnum ofan í heitt vatnið öðru hverju. Þarna vorum við í nokkrar klukkustundir þegar vel viðraði. Þá var Bláa lónið fjölskylduvænt og notalegt umhverfi. Mikið var gaman þá, þegar græðgin og girndin í öllu sínu veldi var ekki mætt í Bláa lónið. Mig langar að fara aftur ofan í Bláa lónið í sumar og óska eftir ódýru til- boði þaðan fyrir mig og alla þjóðina. Mikið væri það fallega gert. Takk! Fögnum íslenskum ferðamönnum! Ætli það sé ekki betra að fagna vel Íslendingum í sumar. Loksins! Lækka verðið og gera vel við þjóðina, sem á það svo sannarlega skilið, búin að vera innilokuð í nokkrar vikur eða mánuði vegna veirunnar og hlýða Víði. Nú er lag fyrir ykkur sem eruð í ferðamannabransanum, að fá ís- lenska traffík í hús, taka hlýlega á móti okkur, því það fréttist fljótt hverjir gera vel við okkur. Hlakka til að heimsækja ykkur! Íslenskir túristar á Íslandi Eftir Mörtu Eiríksdóttur »Mig langar að fara aftur ofan í Bláa lónið í sumar og óska eftir ódýru tilboði þaðan fyrir mig og alla þjóðina. Mikið væri það fallega gert. Takk! Marta Eiríksdóttir Höfundur er kennari og fósturlandsins freyja. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Þ að er vor í lofti og sumarið að brjótast í gegn til okkar. Ég fór í hjólaferð um daginn og á leiðinni naut ég þess svo sannarlega að finna og skynja á öllu að íslenska vorið var komið, ég skynjaði það ekki síst með því að finna ilminn af vorinu og umhverfinu. Það var sjávar- ilmurinn sem ég fann svo sterkt þegar ég hjólaði meðfram sjón- um, á Eyrarbakka og Stokkseyri, svo tók Flóahreppurinn við og túnin ilmuðu af áburði, hringrás lífsins. Ég skynjaði um leið ná- lægð Guðs í sköpun sinni, fann ilminn af Guði. Það að upplifa og skynja með því að finna ilm er þekkt í trúariðkun, það var talað um það í gömlu fórnarathöfnun- um að ilmurinn sem lagði upp af fórninni væri þekkur Guði. Ilm- smyrsl og reykelsi voru notuð til að kalla fram ná- lægð Guðs og auka á skynjun fyrir hinu guðlega. Þegar ég fer út undir bert loft mér til uppbygg- ingar nota ég lykt- arskynið til að auka á orkuna sem af því hlýst að vera úti. Þegar við höfum átt að vera á varð- bergi gagnvart því að vera mögulega smituð af veirunni alræmdu hefur eitt einkennanna verið að missa bragð- og lyktarskyn. Eitt er að missa um stund bragð- og lykt- arskyn en annað að veikjast alvarlega eða lenda í áföllum. Þau sem einmitt upplifa og ganga í gegnum áföll og missi í sínu lífi missa bragð- og lyktar- skyn á heiminn, öll skynjum breytist og heimurinn breytir um lit og lykt. Lífið verð- ur grátt og litlaust, bragðið af líf- inu er beiskt, án allrar sætu, og lyktin dauf, minnir ekkert á ilm rósanna. Stóra verkefnið er að læra upp á nýtt að skynja lífið, finna hægt og rólega litina aftur sem samt verða aldrei aftur eins. Lyktin af því sem fór verður minningin ein en hún gefur styrk til að hleypa ilminum af lífinu aft- ur að. Einn af mínum uppáhalds- ilmum er ilmurinn af Þórsmerk- urbirki, bestur er ilmurinn þegar skúr fellur á það á heitum sum- ardegi. Ég hlakka svo til að kom- ast í sumar inn í Þórsmörk og finna þar ilminn af Guði og kraft- inn sem þar er að finna. Ég er sannfærð um að Þórsmörk er einn fallegasti staður veraldar- innar. Líklega eigum við okkur öll stað í hjartanu sem við efumst ekki um að sé einn af fallegustu stöðum veraldarinnar. Það voru meðal annars eldsumbrot úr iðr- um jarðar er skópu dali og fjöll Þórsmerkurinnar. Fegurðin er að miklu leyti bundin andstæðunum; ógnvekjandi eldfjöllunum, jökl- um, óstýrlátu Markarfljótinu andspænis kyrrð skógarins, tær- um lækjunum og grasi grónum hlíðum. Fyrir 10 árum þegar gos- ið í Eyjafjallajökli stóð enn féll einn daginn mikil aska yfir Þórs- mörk og nágrenni. Daginn eftir öskufallið var hún öll þakin svartri ösku, trén voru slútandi, þakin ösku, jörðin var í einum og sama litnum, þakin ösku. Skógur- inn var hljóðlátur, þögn öskunnar lagðist yfir allt og skógarilmurinn víðsfjarri. Þá læðast eðlilega þær hugsanir að hvort Guð sé þarna líka, getur sköpun Guðs kallast falleg þegar náttúran iðar ekki af lífi og spurt er: „Verður einhvern tíma fallegt hér aft- ur?“ Sístæð sköpun Guðs er eins leynd- ardómsfull og feg- urðin sem við getum ekki útskýrt, trúin sem við finnum en getum ekki skil- greint. Vonin brýtur sér alltaf leið úr myrkrinu. Úr ösk- unni brjótast græn grasstráin, laufin sem þrá frelsi laufg- ast á greinum trjánna. Þótt feg- urðin sé ekki eins áþreifanleg í um- brotum náttúrunnar þá geymum við birkiilminn í hjart- anu þar til við finn- um hann aftur á milli trjánna, í ferskri og hlýrri sumarrigningunni. Náttúran sjálf sýndi í Þórsmörk að hún hefur tilhneigingu til að lifa, hún hefur knýjandi þörf til að komast áfram, viðhalda lífinu og brjótast undan þungri og sums staðar harðri öskunni og laufgast, blómstra og verða aftur söm og ný. „Sjá, ég geri alla hluti nýja!“ segir Guð. Þórsmörk varð þetta sumar bara enn fallegri því askan varð að áburði, næringu fyrir gróðurinn, skógarbotninn var gróskumikill og víða mátti sjá ummerki þess að það sem virtist eyðandi var gefandi. Birkið, já það ilmaði sem aldrei fyrr og ekki síst vegna þakklætis fyrir að fá enn eitt sumarið að njóta þess að koma, finna ilminn af því og hvíla í kyrrð skógarins. Við höfum undanfarið upplifað heim og líf sem missti á áþreifan- legan hátt lit sinn og ilm. Líklega verður eitt af því sem við lærum eftir þetta að meta betur ilminn af fólkinu okkar, ilminn af sam- verstundum og litina í brosi og faðmlagi. Við metum betur ilminn af frelsinu og ilminn af því gera það sem fyllir hjarta okkar gleði. Ekki síst innilegt þakklæti fyrir að mega enn eitt árið finna vorið fylla öll skilningarvit okkar og mega alltaf eiga von á að finna ilminn af Guði í lífinu í hversdeg- inum. Kirkjan til fólksins Ljósmynd/Hreinn Óskarsson Gróður rís úr ösku í Þórsmörk. Ilmurinn Hugvekja Guðbjörg Arnardóttir Höfundur er sóknarprestur Selfossprestakalls. gudbjorg.arnardottir@kirkjan.is Guðbjörg Arnardóttir Vonin brýtur sér alltaf leið úr myrkrinu. Úr öskunni brjótast græn grasstráin, laufin sem þrá frelsi laufgast á greinum trjánna. Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Danir hafa gert at- huganir á því hvaða áhrif kórónuveiran hef- ur haft á notkun staf- rænna aðferða í bygg- ingariðnaðinum þar í landi. 70% aðspurðra sögðu starfsmenn fyrirtækj- anna nota stafrænar að- ferðir í auknum mæli eftir að veiran fór að hafa áhrif á danskt þjóðfélag og vegna veirunnar hefði sú þró- un orðið örari en reikn- að hafi verið með áður en hún kom upp. 90% af þeim reikna með að nota stafræn hjálpartæki eftir að kór- ónuveiran er horfin. Þetta er vísbending um að eitthvað jákvætt muni koma út úr núver- andi krísu. Það mun hafa jákvæð áhrif á greinina til skemmri og lengri tíma. 80% af þeim sem spurðir voru sögðu að stafrænu tækin og aðferð- irnar hefðu gert það mögulegt fyrir sig að vinna sitt verk og halda að auki uppi þeim afköstum sem voru áður en veiran birtist. 60% þeirra töldu reynd- ar að notkun stafrænu tækjanna hefði orðið til þess að afköstin jukust. Það var sérstaklega nefnt að sam- skipta- og upplýsingakerfin hefðu fengið meiri notkun í byggingar- greininni, en einnig flóknari kerfi sem eru sérhæfð fyrir greinina. Okkur fannst rétt að vekja athygli á þessari niðurstöðu Dananna þar sem við reiknum með að niðurstaðan hér yrði svipuð ef kannað væri. Þetta eru jákvæðar niðurstöður fyrir þá í byggingargreininni sem eru á þeirri leið að auka notkun stafrænu tækn- innar og þetta eru jákvæðar nið- urstöður fyrir okkur sem fáumst við þróun stafrænnar tækni fyrir grein- ina. Kemur eitthvað jákvætt út úr núver- andi krísu fyrir byggingariðnaðinn? Eftir Sigurð Ingólfsson »Okkur fannst rétt að vekja athygli á þess- ari niðurstöðu Dananna þar sem við reiknum með að niðurstaðan hér yrði svipuð ef kannað væri. Sigurður Ingólfsson Höfundur er framkvæmdastjóri. Viðskipti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.