Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Um aldamótin 1800 breytti iðnbyltingin beinlínis atvinnuháttum víða í Evrópu. Fólks- fjölgunin var ör sam- tímis miklum fram- förum í landbúnaði og tækniþróun. Verk- smiðjubúskapur varð að veruleika og fólkið sótti í þéttbýlið. Lífs- baráttan var hörð og oftast lifðu aðeins þeir sterkustu af. Vinnuharkan var mikil, vinnutíminn langur hjá verkafólki og launin lítil. Það var í þessu umhverfi sem lítil verkalýðsfélög urðu til en helstu baráttumál þeirra voru hærra kaup, skikkanlegri vinnutími og út- rýming barnavinnu. Þau vildu einnig vernda heilsu verkafólksins, hjálpa þeim sem komin voru á eftirlaun sem og fötluðu og langveiku fólki. Evrópsk verkalýðsfélög komu saman á þingi í París árið 1889 þar sem tillaga var samþykkt um að 1. maí skyldi verða alþjóðlegur frídagur verkafólks. Á þessum degi gengur launafólk víða um heim undir rauðum fána, en liturinn táknar uppreisn gegn ranglæti og er krafa um breyt- ingar og réttlátara þjóðfélag. Fáninn þýðir að nú sé nóg kom- ið, auk þess sem hann táknar dagrenninguna. Verkalýðsfélögin stækkuðu fljótt en kröf- ur þeirra eru enn víða um heim þær sömu og í upphafi. Sjálfstætt og sjálf- bært líf Öryrkjar, langveikt og fatlað fólk, hafa beð- ið lengi eftir sólarupp- rás íslenskra stjórn- valda þegar kemur að baráttumálum þeirra, sem mætti draga saman í sjálfstætt og sjálfbært líf, er varðar t.d. mat, klæði og skjól. Það eru fáar fullnægjandi heimildir til um líf og kjör öryrkja, langveiks og fatlaðs fólks, á fyrstu stigum iðnvæð- ingarinnar en almennt voru öryrkjar jaðarsettur hópur rétt eins og í dag. En allir reyndu að bjarga sér og leggja eitthvað til enda velferðarkerfi nútímans fjarri og sjaldnast var fúls- að við vinnufúsum höndum. Með- ferðin var hins vegar oft ómannúðleg og ekki í neinum takti við raunveru- lega getu öryrkja, sem oft versnaði heilsufarslega í kjölfarið og endaði jafnvel með ótímabærum dauða. Öryrkjar eru í hópi fátækustu íbúa Íslands og það er ekkert verðlauna- sæti. Fátækt fylgja ekki aðeins erfið- leikar með aðföng eins og matvæli, fatnað og húsnæði heldur einnig fé- lagsleg einangrun, skömm og helsi. Það er langt síðan almannatrygg- ingakerfið hætti að grípa hina veik- ustu í þessu þjóðfélagi með þeim af- leiðingum að þeir festast í gildru fátæktar. Það er bara svo einfalt. Ör- yrkjar eru 7,4% af mannfjölda á Ís- landi á sama aldri og þeir þekkja svo sannarlega skortsins glímutök! Markmiðið að útrýma fátækt Heimsmarkmið Sameinuðu þjóð- anna um sjálfbæra þróun voru sam- þykkt af fulltrúum aðildarríkja Sam- einuðu þjóðanna árið 2015 og gilda þau á tímabilinu 2016-2030 Þau taka bæði til innanlandsmála ríkjanna og alþjóðasamstarfs. Heimsmarkmiðin eru samþætt og órjúfanleg og saman mynda þau jafnvægi á milli þriggja stoða sjálfbærrar þróunar; hinnar efnahagslegu, félagslegu og um- hverfislegu. Aðalinntak markmið- anna er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Óhætt er að fullyrða að ef þjóðum heims tekst að ná markmiðunum innan gildistíma áætlunarinnar þá mun líf allra og umhverfi hafa batnað mikið árið 2030. Fyrsta markmiðið er að útrýma fá- tækt. Margir myndu telja það óraun- sætt markmið en svo er alls ekki. Þar sem er vilji þar er vegur og í jafnfá- mennu samfélagi og því íslenska ætti þetta að vera vel viðráðanlegt. Þörf er á að innleiða viðeigandi félagsleg kerfi handa öllum, framfærsluviðmið sem styður við fátæka og aðra í við- kvæmri stöðu eins og öryrkja, ein- stæða foreldra og innflytjendur. Það getur verið vandkvæðum bundið að skilgreina fátækt, sér í lagi í alþjóð- legum samanburði. Árið 2016 lét Vel- ferðarvaktin vinna greiningu á sárafátækt sem leiddi í ljós að við hana búa 1,3-3,0% landsmanna eða á milli 4.500 og 10.800 manns. Fé- lagslegt tryggingakerfi hefur verið við lýði á Íslandi frá því á fyrri hluta 20. aldar en staðreyndin er að of margir detta þar á milli skips og bryggju. Því er mikilvægt að tryggja að fjármagn fari í aðgerðir sem miða að því að útrýma fátækt. Aukinn jöfnuður Tíunda markmiðið er aukinn jöfn- uður, sem felst bæði í því að draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. Eigi síðar en árið 2030 hafi varanleg tekju- aukning náð fram að ganga fyrir 40% þess mannfjölda sem er tekjulægstur og verði hlutfallslega hærri en meðal- launahækkanir á landsvísu. Með af- námi laga, breyttri stefnumótum og starfsháttum sem ala á mismunun verði tryggð jöfn tækifæri og dregið úr ójöfnuði. Mörkuð verði stefna í rík- isfjármálum, launamálum og félags- lega með það fyrir augum að auka jafnrétti stig af stigi. Þá er markmiðið að jafna stöðu fólks óháð fötlun, skertri starfsgetu, uppruna, þjóðerni, trú, lífsskoðun, aldri, kynhneigð eða kynvitund. Ekki er til opinbert lág- tekjuviðmið á Íslandi. Jöfnuður er nauðsynlegur samfélaginu, því dýr er mannauðurinn sem fer forgörðum í fátæktarbasli. Öryrkjar eru orðnir þreyttir á lof- orðum. Við viljum efndir og við viljum fá að vera með í ráðum. Í dag göngum við undir rauðum fána og gerum kröfu um breytingar og réttlátara þjóðfélag. Stjórnvöld, munið að skilja engan eftir. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur » Öryrkjar eru í hópi fátækustu íbúa landsins og það er ekk- ert verðlaunasæti. Þeir hafa lengi beðið eftir dagrenningu íslenskra stjórnvalda. Unnur H. Jóhannsdóttir Höfundur er kennari, blaðamaður og öryrki. uhj@simnet.is Öryrkjar þekkja skortsins glímutök! Til að halda heim- ilum og fyrirtækjum gangandi þarf íslenska ríkið að leggja út 900 ma. vegna Covid. Er þá miðað við tímabilið frá miðjum mars á þessu ári fram á sum- ar ársins 2021. Fellur þessi kostnaður að mestu til vegna minni eftirspurnar, fyrir- mæla sóttvarnalæknis og þess að Covid stoppar öll ferðalög og þar með ferðamannaiðnaðinn nánast í heild sinni á Íslandi. Annaðhvort borgar ríkið þennan kostnað eða hann fellur strax á almenning og fyrirtæki landsins. Eðlilegt er að ríkið veiti styrki og brúi fjár- mögnun þessa kostnaðar og fái svo þessa fjármuni til baka í formi skatta þegar fjármagnið fer í gegn- um þjóðfélagið [líklega 400 ma. Rík- ið er aðallega að borga atvinnuleys- isbætur, lækkað starfshlutfall og laun á uppsagnarfresti sem það fær að nokkru til baka með tekjuskatti og virðisaukaskatti]. Það sem eftir situr, líklega 500 ma., mun leiða til hækkunar á skuldum ríkisins sem þarf að vera hægt að borga niður á ekki lengri tíma en 10 árum. Við erum í kreppu, ríkið þarf að örva eftirspurn. Eins og kom fram í síðustu grein [birt 21. apríl] er líklegt að gjaldeyristekjur minnki um 500 ma. 2020-2021. Gera má ráð fyrir að gjaldeyris- jöfnuður verði ekki svo neikvæður á þessum tíma. Útflutnings- tekjur munu minnka en á móti mun innflutningur einnig minnka. Verð á olíu og áli er lágt, fáir munu ferðast á árinu 2020 bæði hvað varðar ferðalög Íslendinga til útlanda og ferðamanna til Íslands. Búast má við að það taki a.m.k. 18 mánuði eftir að Covid-faraldurinn er genginn yfir fyrir alþjóðaflug að komast í 80% af því sem það var áð- ur [þetta gerðist 11. september 2001, það tekur fimm ár fyrir flugið að jafna sig að fullu]. Gera má ráð fyrir að landsfram- leiðsla minnki um 20% á yfirstand- andi ári og 10% á því næsta. [Við- skiptaráð Íslands áætlaði hinn 27. apríl sl. að uppsöfnuð töpuð lands- framleiðsla á næstu fimm árum verði 1.120 ma.] Greiðsla ríkisins á atvinnuleysisbótum 50.000 manna mun hækka tölur um landsfram- leiðslu en það mun ekki skapa verð- mæti að hafa þessi 50.000 manns atvinnulaus. Hvernig verður þessari verðmæta- og tekjuskerðingu mætt? Óhjákvæmilegt er að taka ákvörðun um það hvernig þessi áhrif leggjast í þjóðfélaginu næstu árin, ekki síðar en í haust, þegar ríkisstjórnin leggur fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2021 og í kjöl- farið nýja fimm ára fjármálaáætlun. Önnur lönd eru farin að kynna örvunaráform. Þýskaland hefur kynnt pakka sem varpað yfir á Ís- land væri 1.600 ma. Stærsta upp- hæðin í þeim pakka eru beinir styrkir til almennings og fyrir- tækja. Þótt ríkisstjórn Íslands hafi ekki kynnt það virðist sóttvarnaáætlun gera ráð fyrir algerri lokun lands- ins í einhvern tíma og svo hægfara opnun. Svo virðist sem horft sé stíft á að Covid-faraldurinn gangi alveg yfir [eins og Nýja-Sjáland, Ástralía og fleiri eru að prófa]. Þetta mun þýða mjög hægfara fjölgun ferða- manna, og þeim fjölda ferðamanna sem komu til landsins á árinu 2019 verði ekki náð fyrr en í fyrsta lagi á árinu 2023 [tvær milljónir ferða- manna 2025?]. Við þurfum að laga fjármál heimila, fyrirtækja og rík- isins að þessum raunveruleika. Mið- að við þetta hefur verið offjárfest í hótelum og ýmsu viðvíkjandi mót- töku ferðamanna. Ríkisstjórnin kynnti á þriðjudag- inn [21. apríl] annan aðgerðapakk- ann sinn. Kominn er einn mánuður frá þeim fyrsta. Engin plön voru kynnt, einungis samsafn sund- urlausra verkefna. Flest af þessum verkefnum er fínt. Í Kastljóssþætti um kvöldið hafði Katrín ekki hug- mynd um hvenær næsti pakki yrði kynntur. Kannski eftir nokkar vik- ur! Rétt er að halda til haga og hrósa ríkisstjórninni fyrir að koma með viðbótarpakka á þriðjudaginn [28. apríl] eftir að hafa fengið á sig harða gagnrýni dagana á undan fyrir að bregðast of lítið og of seint við. Aðgerðirnar sem voru kynntar koma sér vel fyrir fyrirtæki sem hafa upplifað algjört tekjufall og þurfa að lifa af fram á vor 2021 eða lengur án tekna. Önnur leið til að líta á aðgerðirnar er að ríkis- stjórnin sé búin að skilja vænt- anlegan kostnað ríkissjóðs og hafi ákveðið að það sé ódýrara að borga 50.000 manns 290.000 á mánuði í at- vinnuleysisbætur en um 500.000 kr. á mánuði í lækkuðu starfshlutfalli. Covid er ekki bara veikinda- faraldur heldur líka efnahagslegt áfall, sem líkja má við náttúru- hamfarir. Kostnaðurinn er nokkuð þekktur, spurningin er: hvernig deilum við þessum kostnaði í þjóð- félaginu og hvernig lágmörkum við skaðann? Það sem tókst vel 2008 var að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn kom með sérfræðingateymi sem verkstýrði áætlun sem góð samstaða náðist um og var keyrð fram til 2015. Heppn- aðist þetta vel, lán frá IMF voru borguð fljótt. Svo fengum við okkar hæfasta fólk og nokkra erlenda ráð- gjafa til að hjálpa til. Ríkisstjórnin er ekki að gera neitt af þessu í dag, hún er ekki að leita ráða, hvorki hér né erlendis, svo vitað sé. Niður- staðan er ekkert plan. Hvernig væri að ríkisstjórnin kallaði á helstu óháðu efnahagssérfræðinga landsins og aðra vísa menn til ráð- gjafar? Ákjósanlegt væri að ríkisstjórnin veitti þjóðinni leiðsögn um efna- hagslegar afleiðingar Covid. Fjármögnun íslensks þjóðfélags á Covid-tímum Eftir Holberg Másson » Til að halda heim- ilum og fyrirtækjum gangandi þarf íslenska ríkið að leggja út 900 ma. vegna Covid. Holberg Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. holberg.masson@softverk.is Sighvatur Björg- vinsson ritar pistil í Morgunblaðið í dag (27.4.) og hrósar þar ríkisstjórninni fyrir framgöngu sína – og afskiptaleysi þar sem við á – í viðureigninni við kórónuveiruna. Ég hef um langa tíð lesið allt sem Sighvatur skrifar, hann er jafnan málefnalegur og oft með ferskan vinkil á málin. Er þó ekki alltaf sam- mála og það á við um það sem hann segir þarna í lokin: „Aldrei eign á kostnað lífs.“ Þríeykið okkar, sem hefur staðið sig svo vel og er komið vel á veg með að ráða niðurlögum veirunnar, þótt mikið sé enn ógert, hef- ur bara þetta eina markmið: að vinna á veirunni og koma þannig í veg fyrir stór- kostlegt heilsutjón og ótímabær andlát. Þar gildir ekkert hálfkák, engar málamiðlanir. Sóttvarnarlæknir áréttaði þetta á dag- legum fundi sínum 29. apríl sl. „Við tökum fyrst og fremst tillit til heilsufarslegra sjón- armiða.“ Hann fór að vísu aðeins út af sporinu þegar hann tjáði sig um tilgangsleysi opnunar landamæra hér á landi vegna þess að svo mikið væri komið undir ákvörðunum ann- arra þjóða. Við Íslendingar hljótum að opna okkar landamæri á okkar eigin forsendum, finna jafnvægi á milli heilsuöryggis og efnahagslegra hagsmuna og vera þannig tilbúnir að taka á móti erlendum ferðamönnum og Íslendingum á heimleið þegar þeir vilja koma, mega og geta ferðast. Og ef ferðamenn eru þá ekki tilbúnir að koma er enginn skaði skeður og sóttvarnarlæknir þarf ekki að óttast smit af þeirra völdum. Þótt það hljómi kaldranalega þá eru stjórnvöld á hverjum tíma að taka ákvarðanir sem munu kosta mannslíf. Hvort sem það eru útgjöld til heilbrigðismála eða til nauðsyn- legra framkvæmda í vegamálum við að fjarlægja slysagildur þá eru ekki til fjármunir til að gera allt sem menn vildu gera með óhjákvæmileg- um dapurlegum afleiðingum. Þessu kynntist Sighvatur vel í ráðherratíð sinni (sem hann sinnti af röggsemi). Þótt staðan sé sérstök, fordæmalaus eins og sagt er, eru stjórnvöld samt í sömu stöðu nú og endranær, þ.e. að bera saman kostnað og áhættu, í þetta skiptið að vísu með öfugum formerkjum. Í stað þess að taka áhættu með takmörkun á fjármagni til heil- brigðis- eða vegamála kemur nú til álita að taka einhverja áhættu til koma atvinnulífinu í gang. Þjóðfé- lagið og þó einkum ferðaþjónustan er í lamasessi, ýtrustu kröfur um ör- yggi gagnvart veirunni kosta okkur hundruð milljóna á hverjum degi sem líður í óbreyttu ástandi. Ein- hvern tíma munu stjórnvöld þurfa að fara á svig við meðmæli sem byggjast á ýtrustu kröfum um var- færni í þeim tilgangi að koma hjól- um efnahagslífsins fyrr af stað. Og það gæti kostað mannslíf. Vonandi samt ekki, því vissulega á að gæta varúðar og áhættan þarf ekki að vera meiri en birst hefur árlega í fjárveitingum til þessara málaflokka undanfarna áratugi. Ákvörðun í þessum dúr mun valda deilum og jafnvel kosta einhver atkvæði en þá reynir á hvort pólitískur kjarkur er fyrir hendi. Þótt aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þessa lofi góðu ætla ég að geyma hrósyrðin þangað til ég sé hvernig spilast úr framhaldinu. Ótímabært hrós Eftir Karl Sigurhjartarson » Þótt það hljómi kaldranalega þá eru stjórnvöld á hverj- um tíma að taka ákvarðanir sem munu kosta mannslíf. Karl Sigurhjartarson Höfundur er eftirlaunamaður í áhættuhópi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.