Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Danska ljóð- skáldið og sam- félagsrýnirinn Yahya Hassan er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Samkvæmt fréttaflutningi danskra miðla fannst Hassan látinn í íbúð sinni í Árósum í fyrradag. Lögreglan í Árósum segir ekkert benda til þess að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti. Hassan var um- deildur fyrir skrif sín sem nutu þó gífurlegra vinsælda. Fyrri ljóðabók hans, sem út kom 2013, seldist í 122 þúsund eintökum í Danmörku, sem er algjört met. Seinni ljóðabók hans, sem út kom seint á síðasta ári, var tilnefnd til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs 2020 sem afhent verða í Reykjavík í haust. Yahya Hassan lát- inn 24 ára að aldri Yahya Hassan Yfir 40 portú- galskir rithöf- undar hafa tekið höndum saman og ætla að skrifa saman bók. Munu þeir skipt- ast á að skrifa kafla bókarinn- ar, einn kafla á dag, og mun bókin koma út í enskri þýðingu. Hver höfundur fær sólarhring til að skrifa sinn kafla út frá þeim síðasta. Hugmyndina að skrifunum átti rithöfundurinn Ana Margarida de Carvalho og skoraði hún á starfs- bræður sína og -systur að vera með. Höfundarnir eru byrjaðir að skrifa og hefst sagan á leit vís- indamanna að bólefni gegn vírus sem valdið hefur heimsfaraldri, að því er fram kemur í frétt á vef dagblaðsins Guardian. De Carvalho segir að fyrir rit- höfundum sé það eðlilegt og jafn- vel gott ástand að þurfa að loka sig inni og einbeita sér að skrif- um. Að gera það tilneyddur á tíma heimsfaraldurs sé hins vegar allt annað. 40 rithöfundar skrifa saman bók Ana Margarida de Carvalho Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Sels- hamurinn, hefur verið valin í aðal- keppni hinnar virtu alþjóðlegu kvik- myndahátíðar í Huesca á Spáni sem fara mun fram á stafrænu formi 12.-20. júní. Verður það jafnframt heimsfrumsýning myndarinnar sem er ein af 31 mynd í alþjóðlegri stuttmyndakeppni hátíðarinnar, að því er fram kemur í tilkynningu. Hátt í tvö þúsund myndir voru sendar inn frá 93 löndum og voru aðeins tvær frá Norðurlöndunum valdar inn. Selshamurinn fjallar um hina fimm ára gömlu Sól sem býr með föður sínum í afskekktu húsi við hafið. Ímyndunarafl hennar tekst á flug í tómarúmi einmanalegra daga á meðan faðir hennar tekst á við tónsmíðar, segir í tilkynningu. Þeg- ar Sól skynjar trega föður síns, sem er henni óskiljanlegur, finnur hún hugarró í gamalli íslenskri þjóð- sögu. Ugla er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar sem var framleidd af Antoni Mána Svans- syni fyrir Join Motion Pictures. Með aðalhlutverk í henni fara Björn Thors og Bríet Sóley Val- geirsdóttir. Ugla útskrifaðist sem leikstjóri og handritshöfundur frá Columbia- háskóla árið 2016 og hefur starfað við sjónvarpsleikstjórn bæði á Ís- landi og erlendis. Árið 2018 leik- stýrði hún tveimur þáttum af Ófærð og fékk í kjölfarið boð um að leikstýra þremur þáttum af Ama- zon-þáttaröðinni Hanna sem frum- sýnd verður í sumar. Nýlega bauðst henni að ganga í Leikstjórasamband Bandaríkjanna (e. Directors Guild of America) og mun hún á þessu ári leikstýra tveimur þáttum af Amazon-syrp- unni The Power sem byggð er á metsölubók Naomi Alderman. Kvikmyndahátíðin í Huesca er ein þeirra hátíða sem eru á skrá bandarísku kvikmyndaakademíunn- ar sem stendur fyrir Óskarsverð- laununum og vinningsmyndir hátíð- arinnar koma því til greina þegar tilnefna á stuttmyndir til Óskarsins. Selshamurinn valinn í keppni í Huesca Við tökur Ugla Hauksdóttir, hand- ritshöfundur og leikstjóri. Ljósmynd/Julia Rowland Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta er partur af flugu sem ég fékk í höfuðið í kringum 2013, þ.e. að rita leiklistarsögu allra þorpa og bæja á Vestfjörðum,“ segir Elfar Logi Hann- esson um nýjustu bók sína sem nefnist Leiklist og list á Þingeyri. Um er að ræða aðra bókina í leiklistarröð Kómedíuleikhússins sem Elfar Logi á og rekur. „Fyrsta bókin, Leiklist á Bíldudal, kom út 2015 og núna er næsta bók komin. Þetta tekur því dá- góðan tíma,“ segir Elfar Logi og bend- ir á að það helgist að nokkru af því hversu djúpt sé á heimildum. „Ritaðar heimildir bera það með sér að leiklistin er list augnabliksins, því þær eru oft af mjög skornum skammti. Maður þarf því að kafa mjög djúpt ásamt því að vera í kapphlaupi við tímann að ná að taka viðtöl við frumherjana sem muna tímana tvenna,“ segir Elfar Logi og viðurkennir fúslega að verkefnið hafi reynst miklu umfangsmeira en upp- haflega var lagt upp með. Endist vonandi ævin til að klára „Ég vona að mér endist ævin til að klára verkið, en ég lofa samt engu um það. Þetta er hins vegar mjög skemmtilegt grúsk sem ég mæli óhik- að með,“ segir Elfar Logi og bendir á að næsta bók, sem hann er þegar byrj- aður að vinna, muni fjalla um Bolung- arvík. „Síðan bíður að skrifa um Flat- eyri, Suðureyri, Patreksfjörð, Tálkna- fjörð, Hólmavík og Reykhóla.“ Strax í upphafi bókar rekur Elfar Logi sögu leiklistar í Dýrafirði allt aftur til Gísla Súrssonar. „Leiklistin, sem og aðrar listir, hefur fylgt okkur frá upphafi. Það hefur alltaf verið hér fólk sem er betra í að leika sér en vinna hefð- bundna vinnu,“ segir Elfar Logi kím- inn og bendir á að í yfirstandandi kófi vegna kórónuveirufaraldursins verði einmitt kristalskýrt hversu mikil- vægar listirnar séu manneskjunni. „Í bókinni um Bíldudal beindi ég sjónum mínum aðeins að leiklist sem helgast af því að leiklistin er list þess þorps. Á Þingeyri á handverkið sér langa og merkilega sögu sem mér fannst ég verða að fjalla um líka. Þeg- ar ég fór að skanna sögu leiklistar á Þingeyri rakst ég fljótt á stórar eyður þar sem starfsemin lagðist í dvala um lengri eða skemmri tíma. Sem dæmi er þokkalegasta fjör frá 1950-70, en svo kemur hlé í starfseminni sem nær allt til 2009 þegar leikdeildin Höfr- ungur frumsýnir Dragedukken,“ segir Elfar Logi sem leikstýrt hefur öllum uppfærslum hópsins frá 2009. „Ég er svo heppinn að fá að taka þátt í endurkomu leikhússins á Þing- eyri. Í dag er leikdeild Höfrungs eitt virkasta áhugaleikfélagið á öllum Vestfjörðum ásamt með Leikfélagi Hólmavíkur. Ég mat það svo að um- fjöllun um leiklistarstarf á Þingeyri myndi ekki standa undir heilli bók og valdi því að taka aðrar listir inn líka,“ segir Elfar Logi sem í bókinni fjallar um Nínu Tryggvadóttur og Jón Engil- berts sem dvöldu og störfuðu í Dýra- firði um tíma. „Myndlistin verður þannig býsna fyrirferðarmikil í nýju bókinni. Fyrir vikið eru bækurnar tvær mjög ólíkar,“ segir Elfar Logi og tekur fram að við lestur bóka hans verði mjög skýrt hversu mikilvægur hver og einn verði á fámennari stöð- um. „Þar sem fámennið er meira verður ein manneskja á við heila blokk í Reykjavík þegar kemur að afköstum og eldmóði. Það sést skýrt á endur- komu leikfélagsins á Þingeyri árið 2009 því driffjöðrin þar er smiðurinn og eldhuginn Sigmundur Fríðar Þórð- arson, sem er líka formaður íþrótta- félagsins hér á staðnum. Eldhugar á borð við Sigmund eru afskaplega mikilvægir öllum samfélögum.“ Act alone með breyttu sniði Elfar Logi hefur frá 1997 starfrækt Kómedíuleikhúsið sem er fyrsta og eina atvinnuleikhús Vestfjarða. „Ég veit ekki hvort ég mun enda starfs- ævina á því að skrifa sögu þess leik- húss,“ segir Elfar Logi kíminn. Rifjar hann upp að Kómedíuleikhúsið hafi um árabil verið til húsa á Ísafirði, en flutt til Bíldudals fyrir um þremur ár- um. Um áramótin opnaði Elfar Logi síðan Leiklistarmiðstöð Kómedíuleik- hússins í fyrrverandi húsakynnum bæjarskrifstofunnar á Þingeyri. „Við höfum átt í afskaplega góðu samstarfi við Ísafjarðarbæ sem hefur sinnt þessu litla atvinnuleikhúsi af mikilli ástríðu. Húsnæðið hafði staðið autt í um 20 ár, en við sáum í því mikla mögulega. Þegar samkomubannið brast á vorum við í miðju kafi að æfa þar nýja leikgerð mína á Dísu ljósálfi fyrir 17 leikara sem eru á aldrinum 8- 66 ára. Við hugðumst frumsýna verkið í félagsheimilinu um páskana en því hefur nú verið frestað um ár,“ segir Elfar Logi sem hugðist leikstýra eigin leikgerð með nýrri tónlist eftir Jón Gunnar Biering. „Höfrungur setur að- eins upp eina sýningu á ári og sýnir um páskana þegar íbúafjöldi Vest- fjarða margfaldast,“ segir Elfar Logi og bendir á að Höfrungur sé með allt að sjö sýningar í páskavikunni fyrir troðfullu húsi sem tekur um 130 manns í sæti, en á Bíldudal búa að jafnaði um 260 manns. Elfar Logi hefur síðustu ár einnig skipulagt einleikjahátíðina Act alone á Suðureyri. Aðspurður segist hann reikna með að hátíðin fari fram í ár dagana 6.-8. ágúst. „Hún verður þó með breyttu sniði. Við erum búin að útbúa nokkur plön. Eitt þeirra gerir ráð fyrir að aðeins megi vera einn áhorfandi á hverri sýningu og annað plan að þeir megi vera allt að 50. Sem fyrr verður aðgangur ókeypis, en í stað þess að áhorfendur geti bara mætt þurfa þeir að panta miða fyrir- fram til að við getum stýrt áhorfenda- fjöldanum,“ segir Elfar Logi og tekur fram að dagskrá hátíðarinnar verði kynnt betur síðar. Ljósmynd/Marsibil G. Kristjánsdóttir Leikhús Elfar Logi Hannesson fyrir framan félagsheimilið á Þingeyri. „Skemmtilegt grúsk“  Elfar Logi Hannesson hefur sent frá sér bókina Leiklist og list á Þingeyri  Markmið hans að skrá leiklistarsögu allra þorpa og bæja á Vestfjörðum Veiðivefur í samstarfi við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.