Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Samruni frumstæðs ástar-ævintýris mörgæsar og of-hugsaðrar ástarflækju rit-höfundar verður að súrrealískri frásögn sem setur sér engin takmörk og birtist í skáld- sögu Stefáns Mána, Mörgæs með brostið hjarta. Þar segir frá óframfærnum rit- höfundi sem berst við handritið að sinni fyrstu skáldsögu, hugljúfri en ljúfsárri sögu af tveimur ómann- legum elskendum. Skilin á milli veruleika mörgæs- arinnar og rithöfundarins verða óljósari með hverri síðu en fleiri skil eru ógreinileg í Mörgæs með brostið hjarta, þar á meðal skilin á milli skáldsögu og ljóðs. Hvert ein- asta orð í skáldsögunni virðist vera handvalið sérstaklega af höfundi bókarinnar sem hefur nostrað við orðin sín og ofið úr þeim þráð sem erfitt er að slíta sig frá. Ljóðræn einkenni eru alltumlykjandi í text- anum og það er hrein unun að leyfa honum að heltaka sig. Stefán Máni á auðvelt með að kalla fram bæði spennu og róman- tík í textanum en athyglisvert er að sjá hvernig hann nýtir sér hrað- an og hægan stíl til þess. Hann leiðbeinir lesandanum með orða- vali, setningaskipan og lengd setn- inga. Stefán fær lesandann til að lesa hratt og lesa hægt til skiptis og lifa sig þannig inn í söguþráð- inn, inn í hrynjandi takt bók- arinnar. Hann hugsar, hikar og hugsar meira. Ofhugsar. Við það að ofanda. Það eina sem hann þarf að gera er að rjúfa þögnina. Brjóta ísinn. Eitt högg, einn hvellur – að koma einum svörtum bókstaf á hvíta auðnina. Einn, tveir og … Pamm! Einn bókstafur, svo annar – heilt orð. Hugsanirnar krauma, setningarnar flæða, blóðið rennur og blekið storknar á pappírnum. Hamfarahlýnun er eitt af við- fangsefnum bókarinnar. Stefán matar það sannarlega ekki ofan í lesandann heldur vefur stöku þræði hamfarahlýnunar inn í áð- urnefndan úthugsaðan orðavef bókarinnar; þráðum sem verða fyr- irferðarmeiri eftir því sem líður á söguna og að lokum nánast allsráð- andi. Í bókinni birtist nokkuð dystóp- ísk sýn á framtíð jarðarinnar þar sem lítið er eftir af mannkyni og jöklum en óljóst er hvort einungis sé um að ræða ímyndun aðalper- sónunnar eða raunverulegan heim sem hefur að einhverju leyti tor- tímst. Það endurspeglar sýn sam- tímans á loftslagsmál, sumir telja heiminn vera að farast en aðrir telja að um hreina ímyndun sé að ræða. Ekki er hægt að slá því föstu hvor hópurinn hefur rétt fyr- ir sér fyrr en að leikslokum og þá er líklega of seint að spyrja. Þessi stutta bók er full af erf- iðum álitaefnum, úthugsuðum stíl og bæði spennandi og áhugaverð- um söguþræði. Hún snertir við les- andanum og hvetur hann til um- hugsunar á sama tíma og hún færir honum vef ljúffengra orða. Morgunblaðið/Ófeigur Álitaefni „Þessi stutta bók er full af erfiðum álitaefnum, úthugsuðum stíl og bæði spennandi og áhugaverðum söguþræði,“ segir um bók Stefáns Mána. Ljóðrænt ævintýri manns og mörgæsar Skáldsaga Mörgæs með brostið hjarta bbbbn Eftir Stefán Mána. Sögur, 2020. Kilja, 128 bls. RAGNHILDUR ÞRASTARDÓTTIR BÆKUR Hjörtur Jóhann Jónsson, leikari og dagskrárstjóri streymis Borgarleikhússins, var beðinn að mæla með listaverkum sem hægt er að njóta innan veggja heimilis- ins í samkomubanni. „Ég mæli eindregið með bókum Kurts Vonneguts. Hann skrifar inn í eins konar hliðarveruleika við okkar eigin, og verður að ákveðnum vís- indaskáldskap. Hans frægasta bók er án efa Slaughterhouse Five, sem er mögnuð rann- sókn á stríði og skilningi okkar á tímanum. En ég mæli líka með Cat’s Cradle. Hún er uppfull af kolsvörtum húmor og hugleið- ingum um heimsendi og fárán- leika pólitískra átaka. Ef fólk hefur ekki séð Don’t f**k with Cats á Netflix þá skuluð þið drífa í því hið fyrsta. Þetta er þriggja þátta „true crime“-heim- ildasería og fjallar um furðulega afkima netsins, þar sem allt önnur lögmál gilda. Best er að segja sem minnst um þessa en ég LOFA að þið sjáið ekki eftir að horfa. Ekki fyrir viðkvæma. Unbelievable er leikin þátta- sería, einnig á Netflix, sem mér finnst að allir ættu að skoða. Hún fjallar í stuttu máli um unga stelpu sem verður fyrir grófu kynferðisofbeldi en er ekki trúað. Þetta er svakalega grípandi saga um málefni sem skipta gríðarlegu máli. Svo er alltaf að koma góð list frá Norðurlöndunum og þá er í miklu uppáhaldi hjá mér danski leikstjórinn Thomas Vinterberg. Myndirnar hans eru yfirleitt áleit- in djúpköfun í einangrun mann- eskjunnar í nútímasamfélagi. Ég mæli sérstaklega með Submarino frá 2010. Þetta er ekkert léttmeti en virkilega vönduð mynd. Aki Kaurismäki er annar stór- kostlegur listamaður frá Norður- löndum en myndirnar hans eru algerlega drepfyndnar á sinn ein- staka hátt. Hann nær að búa til einstaklega hlægileg augnablik úr fullkomlega venjulegum að- stæðum. Finnska trílógían hans er nokkuð sem ekki á að láta framhjá sér fara: Drifting Clouds, The Man Without a Past og Le Havre. Svo má ég nú til með að minn- ast á streymi Borgarleikhússins. Þar er verið að streyma alls kon- ar skemmtiefni sem hægt er að skoða til að stytta sér stundir. Viðtöl við áhugaverða listamenn, leiklestrar, barnabækur, heilu leiksýningarnar, bak við tjöldin, tónlist og alls konar spennandi efni má bæði sjá og heyra frá leikhúsinu. Myndefnið má finna t.a.m. á youtube.com/borgarleik- hus og hlaðvarpið eða podcastið má nálgast á Spotify og slá inn „Borgarleikhúsið“.“ Mælt með í samkomubanni Minnislaus Kati Outinen og Markku Peltola í kvikmyndinni Maður án fortíðar í leikstjórn hins þekkta, finnska leikstjóra Akis Kaurismäkis. „Djúpköfun í einangrun manneskjunnar“ Hjörtur Jóhann Jónsson Vönduð Submarino eftir danska leikstjórann Thomas Vinterberg er virkilega vönduð kvikmynd. Unbelievable Leikin þáttasería, einnig á Netflix, sem Hirti Jóhanni finnst að allir ættu að skoða. Morgunblaðið/KGA Hliðarveruleiki Rithöfundurinn Kurt Vonnegut skrifar inn í eins konar hliðarveruleika við okkar eigin, segir Hjörtur Jóhann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.