Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020  Útlit er fyrir að kylfingarnir Tiger Woods og Phil Mickelson muni aftur takast á í keppni til styrktar góðu mál- efni og er fyrirhugað að keppnin verði í maí. Í þetta skipti verða tvær frægar kempur úr ameríska fótboltanum með þeim. Ef af verður munu Tiger Woods og Peyton Manning keppa gegn Phil Mickelson og Tom Brady en frá þess- um fyrirætlunum var skýrt um síðustu mánaðamót. Ekki hefur ennþá verið staðfest að viðburðurinn fari fram en samkvæmt ýmsum golffjölmiðlum er gert ráð fyrir því í maí. Tekjurnar munu að þessu sinni renna til þeirra sem berjast við kórónuveiruna.  Gunnlaugur Smárason mun ekki stýra kvennaliði Snæfells í körfubolta áfram en hann tók við liðinu fyrir tíma- bilið. Gunnlaugur, sem lék lengi með Snæfelli, var með liðið í sjötta sæti Dominos-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af. Var hann aðalþjálfari meistaraflokks í fyrsta skipti á síðustu leiktíð og vann Snæfell átta leiki en tapaði sextán.  Fredrik Larsson, fyrrverandi lands- liðsmaður Svía í handknattleik, lést í umferðarslysi á þriðjudaginn, aðeins 36 ára að aldri. Larsson var á ferðinni á reiðhjóli þegar vörubíll ók á hann með þeim afleiðingum að hann lést. Hann lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. Larsson lék 36 landsleiki fyrir Svía og lék með þeim bæði á EM 2010 og HM 2011. Hann spilaði með sænsku liðunum Skövde, Ystad IF, Hammarby, Sävehof og Alingsås snemma á ferlinum en síðan með Ara- gón á Spáni, Gummersbach í Þýska- landi og lauk ferlinum með Alingsås á árunum 2014 til 2016 þegar hann lagði skóna á hilluna vegna meiðsla.  Spænski körfuknattleiksmaðurinn David Guardia hefur samið við Hatt- armenn á Egilsstöðum um að leika áfram með þeim á næsta tímabili en þá verða þeir nýliðar í úrvalsdeildinni. Guardia, sem er þrítugur og lék á ár- um áður með bæði Valencia og Ali- cante í efstu deild á Spáni, hefur verið í röðum Hattar undanfarin tvö ár en missti af stórum hluta tímabilsins 2018-19 eftir að hafa slitið krossband. Hann kom á ný inn í lið Hattar síðasta vetur og þá skoraði hann 12,3 stig og tók 4,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt því að vera með 37% nýtingu í þriggja stiga skotum. Þá hefur Króat- inn Matej Karlovic sömuleiðis fram- lengt samning sinn við félagið. Karlo- vic skoraði 17,6 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali í leik í vetur.  Hansi Flick hefur skrifað undir nýj- an samning sem knattspyrnustjóri Bayern München og mun stýra liðinu næstu þrjú árin. Flick var aðstoðar- þjálfari liðsins þegar Nico Kovac var í brúnni hjá félaginu og var ráðinn í hans stað þegar Kovac hætti störfum í nóvember. Þá var hann ráðinn til loka yfirstandandi tímabils. Bayern hefur gengið vel undir stjórn Flick og unnið átján leiki af 21 frá því hann tók við. Bayern komst á topp 1. deildarinnar eftir dálítið basl framan af tímabilinu og er með fjögurra stiga forskot þegar níu umferðum er ólokið. Eitt ogannað HLÍÐARENDI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- meistara Vals í knattspyrnu kvenna, vonast til að endurfanga stemninguna sem danska karla- landsliðið bauð upp á sumarið 1992 þegar liðið varð Evrópumeistari í fyrsta og eina sinn eftir 2:0-sigur gegn Þjóðverjum í úrslitaleik á Ul- levi-vellinum í Gautaborg í Svíþjóð. Gríðarleg leikgleði einkenndi danska liðið á EM 1992, þegar það kom óvænt inn í lokakeppina á síð- ustu stundu, og segir Pétur að markmið sumarsins sé fyrst og fremst að hafa gaman af því að spila fótbolta eftir erfiðar undanfarnar vikur vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Valskonur, sem eiga titil að verja á Íslandsmótinu, geta byrjað að æfa á nýjan leik hinn 4. maí næstkom- andi, sjö leikmenn í einu, en ekki fjórir eins og var upphaflega gert ráð fyrir þegar tilslakanir á núver- andi samkomubanni voru fyrst í umræðunni. „Við erum byrjaðir að undirbúa næstu vikur og hvernig við viljum hafa hlutina,“ sagði Pétur í samtali við Morgunblaðið. „Að endingu er það samt alltaf þannig, eins og stað- an er í það minnsta, að við megum ekki ennþá spila og æfingarnar verða þess vegna alltaf öðruvísi en þessi hefðbundna fótboltaæfing. Að sama skapi get ég alveg viður- kennt að það hentar okkur mun bet- ur að geta æft saman sjö og sjö, frekar en fjórar saman í hóp, og það er mjög jákvætt. Ég held að það geti allir verið sammála um að það er leiðinlegt að æfa einn til lengdar og það verður því gott fyrir stelp- urnar og liðið að hittast enda erfitt að skapa góða liðsheild þegar liðið hittist aldrei.“ Stórkostlegur styrktarþjálfari Pétur viðurkennir að það hafi verið skrítið að fjarþjálfa liðið en ítrekar að Jóhann Emil Elíasson, styrktarþjálfari Valsmanna, hafi unnið kraftaverk undanfarnar vik- ur. „Við hjá Val erum mjög heppin því við erum með einstaklega góðan mann í Jóhanni Emil styrktarþjálf- ara. Öll þjálfun liðsins hefur meira og minna legið hjá honum undan- farnar vikur og hann hefur sinnt stórkostlegu starfi fyrir félagið á þessum erfiðu tímum. Við höfum lítið gert, hinir þjálf- ararnir, enda lítið sem hægt er að gera kannski. Við í þjálfarateyminu höfum svo bara fylgst vel með öllum tölum sem stelpurnar hafa skilað inn í gegnum Playertek-æfingavest- in. Það er gott að geta nýtt sér tæknina almennilega og við sjáum það svart á hvítu hvað þarf að laga og hvar þarf að bæta í.“ Einn dag í einu Valskonur áttu að hefja leik í úr- valsdeildinni, Pepsi Max-deildinni, 30. apríl síðastliðinn gegn KR á Hlíðarenda. Upphafsleiknum var hins vegar frestað vegna kórónu- veirunnar en KSÍ greindi frá því í síðustu viku að til stæði að hefja leik í úrvalsdeildinni 16. júní næst- komandi og þá væntanlega með leik Vals og KR. „Já, 16. júní er dagsetning sem við erum með á bak við eyrað en það getur margt breyst. Þangað til því verður slegið föstu að tímabilið hefjist 16. júní munum við bara taka einn dag fyrir í einu. Þegar nær dregur sumri og júní megum við alveg eiga von á því að fá staðfestar dagsetningar og þá breytist hugurinn kannski meira. Núna er þetta allt frekar óljóst og við erum því ekki að stressa okkur á þessu þangað til þar að kemur.“ Mikilvægt að njóta Pétur ítrekar að markmið sum- arsins sé að hafa gaman eftir erf- iðar síðustu vikur. Þá segir þjálf- arinn óvíst hvort liðið muni styrkja sig áður en mótið hefst en rekstur félaganna í landinu hefur verið afar erfiður vegna heimsfaraldursins. „Eins og staðan er núna höfum við ekkert skoðað það að bæta við leikmannahópinn. Ég er ánægður með hópinn eins og staðan er í dag en það er ennþá eitthvað í að mótið hefjist og hlutirnir geta verið fljótir að breytast í fótboltanum. Síðustu vikur hafa ekki verið skemmtilegasti tími sem maður hef- ur upplifað. Að sama skapi hefur hann sýnt manni hvað maður á í fót- boltanum. Maður fattar hversu mik- ilvægur fótboltinn er í lífi manns og hvað þetta skiptir miklu máli, bæði fyrir krakka og fullorðið fólk. Þess vegna langar mig bara að taka þetta sumar eins Danirnir gerðu ’92 þegar þeir fóru beint á ströndina, urðu Evrópumeistarar og nutu þess í botn. Ég vil bara njóta þess að vera kominn aftur á völlinn en að sjálfsögðu viljum við árangur líka og það er alltaf á bak við eyrað,“ sagði Pétur Pétursson í samtali við Morgunblaðið. Með Dani sem fyrirmynd  Pétur Pétursson horfir til leikgleði Dana 1992 þegar hann undirbýr Íslandsmeistara Valskvenna fyrir óvenjulegt Íslandsmót á komandi sumri Morgunblaðið/Hari Meistarafögnuður Valskonur tolleruðu þjálfarann Pétur Pétursson eftir að þær tryggðu sér Íslandsmeistaratit- ilinn síðasta haust. Það var fyrsti meistaratitill þeirra í níu ár og nú stefna þær að titilvörn í sumar. Joe Anderson, borgarstjóri í Liver- pool, hvatti í gær til þess að bund- inn verði strax endi á keppni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og óttast stórslys ef leikið verði áfram. Sagði hann að stuðnings- menn myndu ekki hlusta á fyr- irmæli yfirvalda og hópast saman við Anfield, heimavöll Liverpool, og fagna þegar liðið verður Englands- meistari. Félagið var ekki sátt við ummælin og birti yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem kom m.a. fram að hann hefði lítið í höndunum til að byggja fullyrðingar sínar á. Yfirlýsing vegna borgarstjórans AFP Anfield Félagið var ekki sátt við ummæli borgarstjórans. Valur og KR hefja keppni í úrvals- deild karla í fótbolta, Pepsi Max- deildinni, laugardaginn 13. júní samkvæmt útvarpsþættinum Fót- bolti.net, svo framarlega sem gefið hafi verið grænt ljós af yfirvöldum um að keppni geti hafist. Þar var sagt að búið væri að dagsetja leiki fyrstu umferðar deildarinnar, eng- ir þeirra fari fram á sama tíma og allir sýndir beint á Stöð 2 Sport. Reiknað sé með því að samkomu- bann verði á þeim tíma miðað við 100 manns. Um viku síðar myndi úrvalsdeild kvenna fara af stað. Reykjavíkurslag- urinn 13. júní? Morgunblaðið/Hari Hlíðarendi Valur og KR mætast í fyrsta leik Íslandsmótsins. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Líkurnar á að haldið verði áfram með keppnistímabilið 2019-20 í stærstu fótboltadeildunum í Evr- ópu virðast fara minnkandi dag frá degi. Efstu deildirnar á Spáni, Þýska- landi, Englandi og Ítalíu eru þó all- ar áfram með það sem markmið að freista þess að hefja keppni á ný í maí eða júní. Ákvörðun Frakka á þriðjudag um að blása tímabilið af hefur greinilega hreyft við mörgum en áður höfðu Hollendingar tekið sömu ákvörðun. Í báðum tilvikum var um að ræða ákvörðun stjórn- valda um að engin keppni færi fram til 1. september. Ensku úrvalsdeildarfélögin koma saman á fundi í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þar stendur til að reyna að hefja keppni í úrvalsdeild- inni 8. júní og félögin hófu æfingar með takmörkunum í þessari viku. Sífellt fleiri draga þó í efa að þetta séu raunhæf markmið. Ítalir eru í viðbragðsstöðu en íþróttamálaráðherra landsins sagði í gær að ef félögin í A-deildinni gætu ekki komið sér saman um raunhæfa áætlun um sóttvarnir í kringum æfingar og keppni myndi ríkisstjórnin lýsa því yfir að tíma- bilinu væri lokið. Þjóðverjar frestuðu í gær áform- um sínum um eina viku eftir að stjórnvöld frestuðu viðræðum. Nú er miðað við að reyna að hefja keppni þar í landi 16. maí í stað 9. maí. Líkur á áframhaldi virðast fara minnkandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.