Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bjartir og skýrir litirnir ímyndinni heilluðu mig.Svo finnst mér alltafskemmtilegt að mála það sem fyrir augu ber úti í náttúrunni,“ segir Jarþrúður Jónsdóttir, lista- kona á Selfossi. Á vinnustofu hennar er margt skemmtilegt að sjá og finna; svo sem verk í vinnslu á trön- um og svo önnur sem eru fullgerð. Þar á meðal er olíumynd af fjórum álftum sem saman fljúga út í busk- ann undir bláum himni. Af því lista- verki er nokkra sögu að segja. Stefndu til heiða Hinn 28. mars síðastliðinn var sá sem þetta skrifar staddur við Laugarvatn. Tók þar myndir af álft- um úti á vatninu og svo nokkrum fuglum úr því geri sem hóf sig til flugs og stefndi til heiða. Mynd af tignarlegu og stefnumiðuðu flugi þeirra var birt á Facebook og vakti þar athygli. Raunar fanga álftir gjarnan áhuga og eftirtekt, saman- ber myndir, og ófá íslensk skáld hafa gert þær að ljóðrænum tákn- myndum í kveðskap sínum. Jarþrúður hafði samband dag- inn eftir að myndin var birt og bað um frumgerð hennar í fullri upp- lausn, sem var auðfengið. Hins veg- ar var sett það skilyrði að segja mætti í Morgunblaðinu söguna af tilurð málverksins þegar fullgert væri. „Ég fylgist alltaf vel með lífinu í kringum mig; fuglum, dýrum og gróðri,“ segir Jarþrúður, sem er garðyrkjufræðingur að mennt og starfar í Blómavali á Selfossi. Hefur hins vegar haft hægt um sig og verið frá vinnu síðustu vikur vegna kór- ónuveirunnar. Þess í stað varið löngum stundum við trönurnar og orðið mikið úr verki. „Við fjölskyldan bjuggum lengi í Auðsholti í Hrunamannahreppi og þar á bökkum Hvítár eru álftir í hundraðtali á vorin. Kvak þeirra er fallegt og mér fannst alltaf notalegt að vakna við þennan söng á morgn- ana. Álftir eru mjög víða hér á Suð- urlandi og ég veit að bændum finnst fuglinn vera algjört skaðræði þegar hann kemst í tún og akra og rífur þar upp gróður. Flutt á mölina spái ég þó lítið í slíkt og horfi til þess hvað álftirnar – sem aðrir kalla svani – eru fallegar að lit og lögun. Alveg aðdáunarverðar,“ segir Jarþrúður. Nokkur verk í einu Síðan á unglingsaldri hefur Jar- þrúður fengist við listsköpun; málað, teiknað og fleira. Fyrst komst hún þó á skrið í kúnstinni fyrir um tutt- ugu árum, þá búsett í Danmörku. Hélt svo áfram hér heima og sótti tíma hjá Þuríði Sigurðardóttur, list- málara og söngkonu, Ingu Hlöðvers- dóttur á Eyrarbakka og fleirum. Hefur reynt sig við akrýlmálun, pastel- og vatnsliti en olíulitirnir heilla þó mest. „Ég er alltaf með nokkur verk í vinnslu í einu; olíulitirnir eru lengi að þorna og þá verður maður að geta gripið í nokkrar myndir sitt á hvað. Hér á vinnustofunni eru nú þegar nokkrar myndir fullbúnar og enn fleiri á heimili okkar,“ segir Jar- þrúður sem hefur á ferlinum haldið sýningar, ein og með öðrum. Gætu sýningar orðið fleiri í framtíðinni. Álftir á ljósmynd flugu inn á málverk Álftirnar kvaka! Þær flögruðu tignarlega yfir Laugarvatn og hafa nú komist í olíu á striga. Aðdáunarverðir fuglar og fallegt kvak, segir Jarþrúður Jónsdóttir, listakona á Selfossi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Málverk Álftirnar eru fallegar að lit og lögun, segir Jarþrúður Jónsdóttir listakona, hér á vinnustofu sinni. Hún hefur síðustu vikurnar verið frá vinnu vegna kórónuveirunnar og dundað sér við að mála þetta fallega verk. Fyrirmynd Flögrað yfir Laugarvatn á fallegum degi á útmánuðum. Ístað kröfuganga og útifundar ídag, 1. maí, sem er alþjóð-legur baráttudagur launa-fólks, stendur verkalýðs- hreyfingin fyrir dagskrá í sjónvarpi á RÚV sem hefst í kvöld kl. 19:40. Þessi háttur er hafður vegna kór- ónuveirunnar, en samkomubann lok- ar á fjöldasamkomur. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1923 að ís- lenskt launafólk safnast ekki saman á þessum degi til að leggja áherslu á kröfur sínar. Að dagskránni standa BSRB, ASÍ, BHM og Kennara- samband Íslands. Flutt verða hvatn- ingarorð forystu verkalýðshreyfing- arinnar. Meðal listamanna sem koma fram eru Ragnheiður Gröndal, Bubbi Morthens, Amabadama, Jói P og Króli, Jakob Birgisson uppistand- ari, KK og Lúðrasveit verkalýðsins. Samstaða er afl gegn græðgi „Það er einkennandi að þau sam- félög sem hafa náð að vernda fólk best gegn veirunni eru þau lönd þar sem samfélagshugsun er ríkjandi í stað þeirrar hugsunar að hver sé sjálfum sér næstur,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í pistli sem hún skrifar í tilefni af 1. maí. Viðbrögð við veirufaraldrinum eru leiðarstef í orðum Drífu sem segir vinnu, nám, félagslíf og samskipti hafa breyst, hugsanlega til frambúðar. „Framtíðin sem við höfum búið okkur undir, með aukinni áherslu á tækni og grænar lausnir, er allt í einu mætt nokkrum árum fyrr en áætlað var og við stöndum frammi fyrir spurningunni: hvernig ætlum við að hafa framtíðina,“ segir Drífa og ennfremur: „Í öllum kreppum leita fjármagns- eigendur tækifæra til að auka auð sinn og komast yfir fyrirtæki, stofn- anir og jafnvel heimili á brunaútsölu. Eina aflið gegn slíkri græðgi er sam- staða fólks og barátta fjöldahreyf- inga. Við munum berjast gegn því að endurreisnin verði byggð á að sam- eignir okkar verði seldar eða að sleg- ið verði af kröfum um laun og aðbún- að vinnandi fólks.“ Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að nú sem aldrei fyrr sé mikilvægt að hlúa að viðkvæmum hópum í íslensku sam- félagi, til dæmis þeim sem óttast um afkomu sína, eru félagslega einangr- aðir. Sérstaklega þurfi að gæta að börnum og ungmennum og tryggja að þau, sem koma til með að borga vextina af björgunaraðgerðunum nú, líði ekki fyrir þær aðgerðir sem farið verður í. Standa vörð um menntakerfið „Það er mikilvægt í dag að standa vörð um velferðarkerfið og mennta- kerfið, ganga frá lausum kjarasamn- ingum og skapa stöðugleika. Síðan þurfum við að horfast í augu við það að við vorum á margan hátt komin í vandræði löngu áður en kórónu- veiran nam hér land – og við verðum í vandræðum löngu eftir að hún fer, nema við ráðumst að rót marg- víslegs vanda sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Ragnar. sbs@mbl.is Samfélagshugsun ríki Baráttudagur! Dagskrá á RÚV í kvöld í stað úti- funda. Ný framtíð er mætt, segir forseti ASÍ. Morgunblaðið/Hari Barátta Í kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Reykjavík á sl. ári. Hver tími hef- ur sitt svipmót og kórónuveiran kemur í veg fyrir að efnt sé til útifunda nú. Drífa Snædal Ragnar Þór Pétursson Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður Við erum hér til að aðstoða þig! -- • Sérsmíðaðir skór • Skóbreytingar • Göngugreiningar • Innleggjasmíði • Skóviðgerðir Erum með samning við sjúkratryggingar Íslands Tímapantanir í síma 533 1314

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.