Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 32
Ágúst Ólafsson baritón, Lilja Guðmundsdóttir sópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja sönglög eftir Tsjækovskíj, Rachmaninoff og Borodin í beinni út- sendingu úr Salnum í Kópavogi kl. 13 í dag á vef Stund- arinnar, stundin.is og facebooksíðum Stundarinnar og Menningarhúsanna í Kópavogi. „Dagskráin er full af dramatík og tilfinningum enda eru laglínur rússnesku tónskáldanna þriggja stórbrotnar,“ segir um tónleikana sem eru hluti af dagskrá sem listamennirnir þrír ætl- uðu að flytja á Tíbrártónleikum 21. apríl. Tónleikarnir eru liður í dagskránni Kúltúr klukkan 13 sem Menning- arhúsin í Kópavogi standa fyrir á mánudögum, mið- vikudögum og föstudögum. Full af dramatík og tilfinningum FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 122. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Við teljum að bæði þessi félög séu í kjöraðstöðu til að nýta styrki hvort annars til þess að verða betri. Við er- um með margar ungar og flottar stelpur, bæði í yngri flokkum og meistaraflokkum. Við teljum að saman get- um við orðið sterkari fram á veginn. Ungu stelpurnar sem spila fyrir Fylki og Fjölni geta nýtt það sem sam- starfið býður upp á til að styrkja sig og verða betri leik- menn,“ sagði Davíð Arnar Einarsson, formaður hand- knattleiksdeildar Fjölnis, m.a. í blaðinu í dag. Fjölnir og Fylkir senda sameiginlegt kvennalið til keppni. »26 Reykjavíkurfélög sameina krafta sína í handboltanum næsta vetur ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Í samkomubanninu undanfarinn rúman mánuð hefur Hilmar Haf- steinsson keyrt út pítsur til við- skiptavina Rauða ljónsins á Eiðis- torgi á Seltjarnarnesi, en hann er einn eigenda staðarins sem og Steik- hússins við Tryggvagötu í Reykja- vík, þar sem hann er veitinga- og rekstrarstjóri. „Þetta hefur verið skemmtileg tilbreyting, en nú þurf- um við að gera allt tilbúið á Steikhúsinu áð- ur en við opn- um þar aftur á miðvikudag,“ segir hann. Þegar Hilm- ar tók við sem rekstrarstjóri veitingastaðanna eftir að hafa út- skrifast fyrst sem viðskiptafræð- ingur frá Háskóla Íslands 2016 og síðan sem framleiðslumaður frá Menntaskólanum í Kópavogi 2018 átti hann ekki von á því að starfið yrði nánast alfarið fólgið í því að keyra út pítsur til viðskiptavina í óákveðinn tíma á líðandi ári. En eng- inn sá kórónuveirufaraldurinn fyrir, allt í einu var komið á samkomu- bann, Steikhúsinu var lokað og Hilmar og Eyjólfur Gestur Ingólfs- son yfirmatreiðslumaður fluttu sig yfir á Rauða ljónið. Opnar Steikhúsið á ný Vegna samkomubannsins, sem byrjaði um miðjan mars, var rólegt á Rauða ljóninu, engar beinar útsend- ingar frá enskum fótboltavöllum og almennt lítið um að vera. „Við urðum að bregðast við breyttu ástandi í samfélaginu og þegar gestir okkar gátu ekki lengur komið í mat til okk- ar var ekki annað í stöðunni en að fara með matinn til fólksins,“ segir Hilmar. „Mér finnst gaman að vinna, vinn mikið og nenni ekki að vera að- gerðalaus heima. Þess vegna tók ég að mér að sendast með matinn milli klukkan fimm og níu á hverjum degi og sé ekki eftir því – þetta hefur ver- ið gaman.“ Rauða ljónið var ekkert nema nafnið, þegar Hafsteinn Egilsson, faðir Hilmars, keypti húsnæðið og opnaði samnefndan stað aftur eftir bankahrunið 2008. „Fjölskyldan stóð að þessu saman og við opnuðum 1. maí 2009,“ segir Hilmar, sem var í námi í Verslunarskóla Íslands sam- fara vinnu á staðnum. „Ég hef því unnið á Rauða ljóninu í 11 ár þó ég hafi meira verið á Steikhúsinu eftir að ég útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur.“ Til nánari útskýringar segist hann hafa mikinn áhuga á mat og víni í hæsta gæðaflokki og þess vegna hafi hann farið í framreiðslu- nám samfara því að vinna á Steik- húsinu. Þar hafi hann unnið sig upp og þegar Níels bróðir hans, sem var rekstrar- og veitingastjóri á Steik- húsinu, tók við rekstri íbúðahótels fjölskyldunnar á Tenerife, hafi hann tekið við keflinu. Útgöngubann hefur verið á Spáni undanfarnar vikur, þó aðeins sé far- ið að slaka á því, en þegar ljóst var hvert stefndi kom Hafsteinn, sem hefur verið Níels innanhandar við reksturinn, heim frá Tenerife og að- stoðaði Hilmar í útkeyrslunni. „Við feðgarnir höfum verið á fullu í út- keyrslunni,“ segir Hilmar um þjón- ustuna sem lauk í gærkvöldi. Tíminn hefur liðið hratt og nú ein- beitir Hilmar sér að Steikhúsinu. „Eftir á að hyggja var þetta frábær hugmynd að snúa dæminu við, að fara með matinn til fólksins,“ segir hann. „Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna á Ljóninu og þetta var skemmtileg nýbreytni en núna bíð ég spenntur eftir því að geta opnað Steikhúsið aftur.“ Hann segir samt að reksturinn verði með breyttu sniði til að byrja með, opið fimm daga í viku frá klukkan 17-22, en lok- að á mánudögum og þriðjudögum. „Við vitum ekki hvað við erum að fara út í og förum því varlega í sak- irnar, en vonandi getum við haft opið alla daga sem fyrst. Við megum hafa 50 manns inni í einu og hlýðum Víði.“ Ljósmynd/Erling Ó. Aðalsteinsson Vinna Hilmar Hafsteinsson fór með síðustu matarpantanirnar í gærkvöldi. Pítsusendill í banninu  Rekstrarstjóri Steikhússins og Rauða ljónsins í nýju starfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.