Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér hættir til þess að fyllast leið- indum yfir rútínu dagsins. Kannski þú ættir að gera hlutina í annarri röð til tilbreytingar. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú er kominn tími til að fara út, hitta skemmtilegt fólk eða finna sér nýtt áhuga- mál. Ástarsamband byrjar vel og þú ert full/ur bjartsýni. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er löngu tímabært að þú sýn- ir ástvinum þínum hvern hug þú berð til þeirra. Málamiðlanir ættu að reynast auð- veldar og það er líklegt að þú náir sam- komulagi sem þú ert sátt/ur við. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú munt njóta þess að taka þátt í hópíþróttum með vinum þínum næstu dag- ana. Leitaðu að innblæstri í bókum, kvik- myndum eða listaverkum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allar breytingar eru eðlilegur þáttur af tilverunni svo taktu þeim fagnandi. Veltu vandlega fyrir þér þeim fjárfestingarkostum sem í boði eru. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú átt eftir að koma samstarfs- mönnum þínum á óvart með hugkvæmn- inni. Lífið heldur áfram og þú þarft stöðugt að muna að þakka fyrir það sem þú hefur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þér býðst óvænt tækifæri til þess að vinna þér inn peninga í dag. Heppni þín eykst þegar líður á daginn. Þú hittir spenn- andi manneskju í kvöld. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér finnst erfitt að sitja undir gagnrýni fyrir verk sem þú telur þig hafa leyst vel af hendi. Gott er að ræða saman því samskiptaskortur er aldrei af hinu góða. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Notaðu daginn og njóttu þess að vera í góðum félagsskap. Hafðu þitt á hreinu því við þér hreyfir enginn eins og stendur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ekki sitja ein/n heima í dag. Skelltu þér út í göngu eða prófaðu gömlu línuskautana. Þú færð símtal sem mun færa þig aftur um mörg ár í huganum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Slepptu ekki tækifæri til að njóta samvista við vini þína og vandamenn. Ekki gera veður út af hlutunum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur ekki neitað að axla þinn hluta ábyrgðarinnar þegar þú hefur stofnað til samstarfs með öðrum. 60 ára Guðjón er Reykvíkingur, ólst upp á Bergstaðastræti og í Breiðholti en býr í Vesturbænum. Hann er stúdent frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og lærði bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Guðjón er blaðamaður hjá Fiskifrétt- um. Börn: Sonja Huld, f. 1987, Eva Sigrún, f. 1990, Ari Ásgeir, f. 1997, og Alex- ander Friðsteinn, f. 2014. Barnabörnin eru orðin tvö. Foreldrar: Guðmundur Guðjónsson, f. 1933, d. 2008, múrari, og Ástríður Friðsteinsdóttir, f. 1933, d. 2016, vann lengst við umönnunarstörf. Guðjón Guðmundsson þess frá 2018. „Ég gaf safninu öll tækin úr prentsmiðjunni minni en við erum allir ellilífeyrisþegar sem erum í stjórninni og höfum unnið geipilega mikið að undirbúningi þess. Meiningin er að hafa opið á laugardögum og við ætlum að þreifa okkur áfram með þetta,“ en safnið var ég upphafsmaður að bókaflokkn- um Forn frægðarsetur.“ Þá hóf Heimir útgáfu bæjarmálablaðsins Kópavogstíðinda 1980 og gaf það út vikulega í fjögur ár. Heimir er einn af stofnendum bóka- og prentminjasafnsins Prent- söguseturs og hefur verið formaður H eimir Brynjúlfur Jóhannsson er fædd- ur 1. maí 1930 á Grenivík. Hann ólst þar upp til 6 ára ald- urs en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Ólafsfjarðar þar sem faðir hans var héraðslæknir í 35 ár. „Pabbi rak spítalann í Ólafsfirði. Við bjuggum á efri hæðinni og spítalinn var á neðri hæðinni. Ég ólst því upp á spítala og stalst stundum niður til sjúklinganna.“ Heimir gekk í barnaskólann í Ólafsfirði og fyrsta bekk í gagn- fræðaskólanum þar og fór svo í Reykholtsskóla í Borgarfirði. Hann fluttist til Reykjavíkur 1946 og hóf þar nám í prentverki hjá föður- bróður sínum, Guðmundi Kristjáns- syni. Eftir námið starfaði Heimir hjá Rún í eitt ár og í Félagsprentsmiðj- unni til 1956 en stofnaði þá ásamt öðrum Stórholtsprent og starfaði þar á árunum 1956-1960 og hjá Prentsmiðjunni Ásrún frá 1960- 1964. Hann keypti Bókamiðstöðina árið 1960 og hefur rekið hana til dagsins í dag. Hann gefur ennþá út bækur og tímarit. Heimir Brynjúlfur var formaður Byggingafélagsins í Miðdal 1962- 1968. „Ég byggði sumarbústað í landi prentara í Miðdal 1956 og er búinn að vera þar alltaf á sumrin. Svo á ég annan bústað í Ólafsfirði eftir föður minn og þar hef ég líka verið á sumrin.“ Hann var formaður starfsmannafélags Félagsprent- smiðjunnar 1954-1956. Heimir hlaut heiðursmerki Lions – Presidents Appreciation Award 1980. Hann var heiðraður árið 1992 vegna starfa að líknar- og mann- úðarmálum á vegum Lionsklúbbsins Fjölnis og hlaut viðurkenninguna Melvin Jones Fellow For Dedicated Humanitarian Services, Lion Clubs International Foundation. Heimir hefur gefið út fjölda tíma- rita, bæklinga og bóka allt frá 1948 til dagsins í dag. „Það er svo margt sem ég get talað um,“ segir Heimir, spurður út í útgáfusöguna. „Ég var alltaf mikið í Vesturfarasögunni og lét endurprenta Framfara sem var fyrsta vikurit Vestur-Íslendinga. Svo er sem stendur á bak við verslunina Brynju á Laugaveginum þar sem Bókamiðstöðin er einnig til húsa. Heimir er forstöðumaður þess. Fjölskylda Heimir kvæntist 2. júní 1952 Friðrikku Baldvinsdóttur, f. 25.3. Heimir Brynjúlfur Jóhannsson, útgefandi og fyrrverandi prentsmiðjustjóri – 90 ára Systkini og makar Heimir ásamt konu sinni, systkinum og mökum þeirra við útför föður Heimis árið 1974. Forstöðumaður Prentsögusafns Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Afmælisbarnið Heimir þegar hann var þriggja ára og nýleg mynd af honum þar sem hann er staddur á Prentsögusafni. Hjónin Friðrikka og Heimir á góðri stund í Karíbahafinu. Sjötug er í dag, 1. maí, Helga Ragnarsdóttir. Helga hefur starfað sem fjármálastjóri með eiginmanni sínum Reyni Ólafssyni í rekstri Raf- verkstæðis R.Ó. og síðar Nesraf ehf. í um 40 ár. Helga ætlar að eyða afmæl- isdegi sínum í faðmi fjölskyldu sinnar sem telur tvö börn og sex barnabörn. Árnað heilla 70 ára 50 ára Þorbergur ólst upp á Húsavík en býr í Reykjavík. Hann er raf- eindavirkjameistari að mennt frá Iðnskól- anum í Reykjavík og vinnur hjá hátækni- fyrirtækinu R1. Maki: Ástrós Bryndís Björnsdóttir, f. 1976, ritari á Landspítalanum. Dætur: Guðrún Margrét, f. 1999, Stef- anía, f. 2002, Þorbjörg, f. 2007, og Bryndís, f. 2012. Foreldrar: Einar Þorbergsson, f. 1950, d. 2014, kennari, og Stefanía Ósk Ás- geirsdóttir, f. 1948, húsmóðir. Hún er búsett á Seltjarnarnesi. Þorbergur Ásgeir Einarsson Til hamingju með daginn ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.