Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 1. maí 1980 Morgunblaðið greinir frá út- hlutun viðurkenninga til íþróttafólks fyr- ir frammistöðu á liðnum vetri sem fram fer í veitingahúsinu Hollywood. Árni Indriðason úr Víkingi og Guð- ríður Guðjónsdóttir úr Fram eru valin besta handknatt- leiksfólk tímabilsins og Krist- ján Arason úr FH heiðraður sem markahæsti leikmað- urinn. Jón Sigurðsson úr KR er besti körfuboltamaðurinn og Kristinn Jörundsson úr ÍR sá stigahæsti. Steinunn Sæ- mundsdóttir er skíðamaður ársins, Oddur Sigurðsson frjálsíþróttamaður ársins og Hugi Harðarson sundmaður ársins. 1. maí 1982 Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik sigrar Íra, 74:68, í C-keppni Evr- ópumótsins í körfuknattleik, í framlengdum leik í Edinborg. Jón Sigurðsson jafnar á síð- ustu sekúndu og Ísland tryggir sér sigurinn í fram- lengingunni. Torfi Magnússon skorar 21 stig fyrir íslenska liðið og Símon Ólafsson 16. 1. maí 1988 Handknattleiksmaðurinn Kristján Arason er þýskur meistari með Gummersbach sem gerir jafn- tefli við Dort- mund, 18:18, á útivelli í lokaumferðinni og tryggir sér með því titilinn. Kristján gerir fimm mörk í leiknum og þar af síðasta mark liðsins úr vítakasti undir lokin. 1. maí 1990 Eyjólfur Sverrisson skorar sitt fyrsta mark í þýsku knatt- spyrnunni, ný- kominn inn á sem varamað- ur, þegar Stutt- gart sigrar Nürnberg, 4:0. Markið skorar hann með skalla eftir hornspyrnu Ás- geirs Sigurvinssonar. „Send- ingin frá Ásgeiri kom á nær- stöngina. Ég skaust fram fyrir markvörðinn Köpke og skallaði knöttinn í mark- hornið,“ segir Eyjólfur við Morgunblaðið. 1. maí 1991 Ísland sigrar Danmörku, 85:77, í fyrsta leiknum í und- ankeppni Evrópumóts karla í körfubolta í Laugardalshöll- inni. Teitur Örlygsson skorar 19 stig fyrir íslenska liðið og Pétur Guðmundsson 13. 1. maí 2005 Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real sigra Barce- lona naumlega, 28:27, á heimavelli í fyrri úrslitaleik spænsku liðanna í Meist- aradeild Evrópu í handknatt- leik. Ólafur skorar þrjú mörk í leiknum.  Í þessum dálki í gær féll niður hluti af setningu þar sem fram átti að koma að Guðjón Valur Sigurðsson hefði skorað fjögur mörk fyr- ir Essen í fyrri úrslitaleik EHF-bikarsins gegn Magde- burg árið 2005. Á ÞESSUM DEGI FJÖLNIR/FYLKIR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Handknattleiksdeildir Fjölnis í Grafarvogi og Fylkis í Árbæ til- kynntu í vikunni að félögin myndu sameina krafta sína og senda sam- eiginlegt lið til leiks í meistara- flokki kvenna, sem leikur í 1. deild, frá og með næstu leiktíð. Skrifuðu félögin undir samning sem gildir næstu þrjú tímabilin. Frá og með næsta tímabili mun lið félaganna bera nafnið Fjölnir/ Fylkir. Morgunblaðið ræddi við Davíð Arnar Einarsson, formann handknattleiksdeildar Fjölnis, um sameininguna. „Við teljum að bæði þessi félög séu í kjöraðstöðu til að nýta styrki hvort annars til þess að verða betri. Við erum með margar ungar og flottar stelpur, bæði í yngri flokkum og meistaraflokkum. Við teljum að saman getum við orðið sterkari fram á veginn. Ungu stelp- urnar sem spila fyrir Fylki og Fjölni geta nýtt það sem sam- starfið býður upp á til að styrkja sig og verða betri leikmenn,“ sagði Davíð Arnar. Gísli og Gunnar þjálfa Þeir Gísli Steinar Jónsson og Gunnar Valur Arason munu þjálfa meistaraflokk og einnig 3. flokk kvenna hjá Fjölni/Fylki. Gísli, sem er frá Vestmannaeyjum, hefur und- anfarin tvö ár þjálfað yngri flokka kvenna hjá Fjölni og þá þjálfaði hann yngri flokka hjá Fet IL í Noregi í sex ár. Gunnar Valur er uppalinn ÍR-ingur og lék m.a. með liðinu í meistaraflokki og þá lék hann einnig með Víkingi, Fylki og Gróttu. Hann hefur þjálfað hjá ÍR frá árinu 2014 og var hann tíma- bundið í starfi aðalþjálfara meist- araflokks kvenna árið 2015. Liðið mun væntanlega spila heimaleiki sína til skiptis í Dal- húsum í Grafarvogi og Fylkishöll- inni í Árbænum. Þá er Fjölnir einnig með góða aðstöðu í Egils- höll, sem hægt verður að nýta. Verður bróðurlega skipt „Það mun ráðast í sameiningu hvar við spilum og æfum. Sú hug- mynd er uppi að það verði leikið á heimavöllum beggja félaga og að skipta því bróðurlega á milli. Við hjá Fjölni erum með flotta aðstöðu í Dalhúsum og svo líka í Egilshöll- inni sem við getum vonandi nýtt okkur. Fylkishöllin er líka góður staður til að vera á, svo við munum nýta báða staði til að spila.“ Samstarf félaganna er ekki alveg nýtt af nálinni því yngri flokkar þeirra hafa áður unnið saman. Dav- íð segir það ekki endilega tákna neitt að Fjölnir sé á undan í nafn- inu, Fjölnir/Fylkir. „Við höfum ver- ið í samstarfi í yngri flokkum í ein- hvern tíma hjá báðum kynjum. Samstarfið hefur gengið mjög vel og þetta hefur alltaf verið Fjölnir/ Fylkir og það er ekkert sérstakt á bak við það, það er bara nafn sem við ákváðum,“ sagði Davíð. Stefnt á úrvalsdeildina Hann segir að liðið ætli sér stóra hluti á næstu leiktíð og er stefnan sett á efstu deild, enda tvö stór fé- lög að sameina krafta sína. „Það er stefnan. Markmiðið er að vinna og það er m.a. ástæðan fyrir því að við erum að fara í samstarf. Við viljum gefa okkar leikmönnum tækifæri á að vera í alvöruumgjörð og alvöru- liði sem getur keppt um það að fara upp og festa okkur í sessi í efstu deild,“ sagði hann. Liðið verður fyrst og fremst skipað leikmönnum sem eru upp- aldir hjá félögunum, þótt ekki sé útilokað að það verði styrkt með utanaðkomandi leikmönnum. „Við ætlum að gera þetta mikið til bara með leikmönnum frá Fylki og Fjölni, en svo gæti verið að við þyrftum að styrkja okkur á ein- hverjum stöðum en uppleggið er að gera þetta á uppöldum leik- mönnum.“ Vilja fara í bestu liðin Gengi liðanna í 1. deildinni í vet- ur olli vonbrigðum þar sem Fjölnir var í níunda sæti með fjórtán stig og Fylkir í því ellefta með sex stig þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirunnar. Ungmennalið Fram, Vals, ÍBV og Stjörnunnar voru t.a.m. öll fyrir ofan, en það eru nokkurs konar varalið skipuð ungum leikmönnum. Davíð við- urkennir að það hafi reynst erfitt að byggja upp lið, þar sem leik- menn söðli gjarnan um og gangi í raðir bestu liða landsins. „Það hefur verið erfitt und- anfarin ár. Eins og sakir standa eru átta lið í efstu deild og svo sjö aðallið í 1. deild, en svo hefur verið fyllt upp í hana með ungmennalið- um. Það er erfitt fyrir félög eins og Fjölni og Fylki, sem hafa byggt upp á sínu eigin fólki, að halda sín- um bestu leikmönnum. Með þessu vonum við að það muni breytast og við verðum með mjög samkeppn- ishæft lið næsta vetur. Við höfum verið að missa meistaraflokks- leikmenn sem síðan spila í ung- mennaliðum annarra félaga, sem er leiðinlegt. Ég held að það sé rétt að hafa átta lið í efstu deild, en svo má spá hversu mörg lið eiga að vera í 1. deildinni á móti og hversu mörg ungmennalið. Það er ekki endilega jákvæð þróun að hafa svona mörg ungmennalið,“ sagði Davíð. Fjölnir lék síðast í efstu deild tímabilið 2017/18 og Fylkir tímabilið á undan. Styrkir bæði handboltann og fjárhag félaganna Davíð segir að ákvörðunin um sameiningu sé fyrst og fremst tekin með handboltann í huga, en auðvit- að muni hún einnig hjálpa fjárhag handknattleiksdeilda beggja félaga. „Við getum sameinað krafta tveggja meistaraflokka og að sjálf- sögðu hjálpar það til að vera með fleiri á bak við liðið, bæði sjálf- boðaliða og styrktaraðila. Þetta er sterkt utan frá og innan frá. Þetta hjálpar frá a til ö,“ sagði Davíð við Morgunblaðið. Með þessari sameiningu verða væntanlega sex meistaraflokkslið í 1. deild á næsta keppnistímabili, miðað við að ekki verði aðrar breytingar. FH fór upp í úrvals- deild en Afturelding féll og verður þá í 1. deild eins og Selfoss, Grótta, ÍR, Fjölnir/Fylkir og Víkingur. Fimm ungmennalið voru í deildinni í vetur og þeim gæti því mögulega fjölgað í sex þannig að tólf lið myndu áfram skipa 1. deildina. Stór félög að sameina kraftana  Fjölnir og Fylkir ætla að byggja upp saman öflugan meistaraflokk kvenna Morgunblaðið/Golli Úrvalsdeild Fjölniskonur léku í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum og Fylk- iskonur fyrir þremur árum. Sameiginlegt lið félaganna stefnir þangað. Stórliðin Paris Saint-Germain og Lyon hafa verið krýnd Frakklands- meistarar í fótbolta. Frönsk stjórn- völd ákváðu á þriðjudaginn að öll íþróttakeppni í landinu myndi liggja niðri til 1. september vegna útbreiðslu kórónuveirunnar og í kjölfarið á því batt franska knatt- spyrnusambandið enda á keppnis- tímabilið 2019-20. Titillinn er sá sjöundi á átta árum hjá PSG í karla- flokki og sá fjórtándi í röð hjá Lyon í kvennaflokki. Hefur landsliðsfyr- irliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verið orðuð við Lyon síðustu vikur. Meistarar krýndir í Frakklandi AFP Meistarar PSG er Frakklands- meistari karla í knattspyrnu 2020. Íþrótta- og Ólympíusambandi Ís- lands verður falið að úthluta 450 milljóna króna stuðningi ríkisins til íþróttahreyfingarinnar. Stuðning- urinn byggist á þingsályktun um fjárfestingarátak stjórnvalda til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldursins, sem samþykkt var á Alþingi 30. mars sl. Mun það koma í ljós fljótlega hvern- ig peningunum verði dreift til sér- sambanda íþróttahreyfingarinnar hér á landi, en ekki er útilokað að hreyfingin fái frekari stuðning á næstunni. Falið að úthluta 450 milljónum Morgunblaðið/Árni Sæberg Hlaup Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er ein fremsta íþróttakona landsins. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is ÍR mun halda áfram keppni í 1. deild kvenna í handknattleik en í gær tilkynnti félagið að hætt hefði verið við að leggja niður meistaraflokk kvenna eins og áður hafði verið boðað. ÍR-ingar skýrðu frá því í lok mars að félagið myndi að óbreyttu hvorki tefla fram meistara- flokki kvenna né ungmennaliði karla á næsta tíma- bili, nema til kæmu auknar tekjur. Þær væru hins vegar ekki fyrirsjáanlegar. Leikmönnum kvenna- liðsins var tilkynnt þetta með bréfi frá stjórn hand- knattleiksdeildarinnar. ÍR skýrði þá frá því að vegna breytinga í efnahagslífinu neyddist félagið til að draga saman kostnað, endurskipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar. Umtalsverð viðbrögð urðu við þessari ákvörðun ÍR-inga og það hefur nú, mánuði síðar, skilað sér í þeirri ákvörðun að kvennaliðið haldi áfram keppni og spili áfram í 1. deildinni næsta vetur. Finnbogi Grétar Sigurbjörnsson hefur verið ráð- inn þjálfari liðsins en hann tekur við af Kristni Björgúlfssyni sem hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs félagsins, þar sem hann tekur við af Bjarna Fritzsyni. Finnbogi Grétar þekkir vel til hjá ÍR eftir að hafa þjálfað lengi hjá félaginu, m.a. bæði karla- og kvennaliðið. Hann var jafnframt aðstoðarþjálfari kvennalandsliðs Íslands um skeið og hefur þjálfað hjá HK, Selfossi og Fylki. ÍR var í sjötta sæti af tólf liðum í 1. deild kvenna þegar keppni var hætt 13. mars. Kvennalið ÍR-inga heldur áfram keppni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.