Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Christine Lagarde, seðlabankastjóri Evrópu, varaði við því í gær að ríki evrusvæðisins sæju nú fram á sam- drátt á bilinu 5-12% á þessu ári. Sagði hún að dýpt kreppunnar á evrusvæðinu myndi að miklu leyti ráðast af því hversu lengi þær neyð- araðgerðir sem evruríkin hafa þurft að ráðast í vegna kórónuveirunnar myndu standa yfir. Hagstofa ESB greindi frá því í gær að samdráttur innan evrusvæð- isins hefði numið 3,8% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Sagði La- garde að tölurnar fyrir næsta árs- fjórðung yrðu líklega enn verri, en að í hagspám bankans væri gert ráð fyrir að efnahagurinn gæti tekið við sér fljótt eftir að faraldurinn er lið- inn hjá. Kreppa hafin í Þýskalandi Stjórnvöld í Þýskalandi, stærsta hagkerfi Evrópu, tilkynntu í gær að atvinnuleysi hefði aukist mjög þar í landi á síðustu vikum, og eru nú 2,6 milljónir manna á atvinnuleysisskrá í Þýskalandi. Þá gera þýsk stjórn- völd ráð fyrir 6,3% samdrætti á þessu ári. Angela Merkel Þýskalandskansl- ari kynnti í gær frekari tillögur stjórnvalda til að létta á neyðarað- gerðum sínum vegna faraldursins. Bænahús, leikvellir, söfn og dýra- garðar eru nú á meðal þeirra staða sem mega vera opnir í landinu, en Merkel lagði áherslu á að þetta væri eitt skref í baráttunni. „Það skiptir áfram öllu máli að við séum áfram öguð,“ sagði Merkel og bætti við að fylgst yrði grannt með áhrifum nú- verandi tilslakana. Félögin bíða eftir ákvörðun Merkel valdi hins vegar að bíða fram yfir helgi með að ákveða hvort opna mætti veitingastaði og skóla á ný. Sagði hún að „skýr ákvörðun“ yrði tekin á miðvikudaginn í næstu viku, sem næði þá einnig til þýsku Bundesligunnar, efstu deildar Þjóð- verja í knattspyrnu. Félögin í deildinni vona að keppni geti hafist í maí, og hafa þegar lagt fram áætlun um hvernig þau muni spila leiki sína fyrir luktum dyrum. Evruríkin í vandræðum  Seðlabanki Evrópu spáir 5-12% samdrætti á þessu ári  Merkel kallar eftir aga AFP Faraldur Grímuklæddir vegfar- endur ganga framhjá höfuðstöðvum evrópska seðlabankans í Frankfurt. Breski uppgjafahermaðurinn Tom Moore fagnaði í gær hundrað ára afmæli sínu. Moore, eða „Kafteinn Tom“ eins og hann er jafnan kallaður, varð þjóðþekktur í Bretlandi þegar hann hóf fjársöfnun fyrir NHS, breska heilbrigðiskerfið, vegna kórónuveirufaraldursins. Rúmlega 30 milljónir sterlingspunda hafa nú safnast fyrir tilstilli Moore, og heiðraði breski flugherinn, RAF, Moore með því að láta tvær orrustuvélar af gerð- unum Spitfire og Hurricane fljúga yfir heimili hans. Þá gerði breski herinn Moore að heiðursofursta. AFP „Kafteinn Tom“ fagnaði hundrað árum Joe Biden, tilvon- andi frambjóð- andi Demókrata- flokksins í bandarísku for- setakosningunum í haust, tilkynnti í gær að hann hefði sett nefnd á lagg- irnar, sem á að að- stoða hann við að finna væntanlegt varaforsetaefni sitt og um leið kanna bakgrunn þeirra sem koma til greina. Biden hefur heitið því að með- frambjóðandi sinn verði kvenkyns. Sú yrði þá önnur konan á eftir Ger- aldine Ferraro, meðframbjóðanda Walters Mondales 1984, til að bjóða sig fram í embætti varaforseta. Nokkur styr hefur staðið um Bid- en síðustu daga eftir að fyrrverandi aðstoðarkona hans, Tara Reade, ásakaði hann um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi snemma á tíunda áratugnum. Framboð Bidens hefur hafnað ásökununum, en Biden hefur ekki talið ástæðu til að tjá sig sjálfur um ásakanir Reade að svo stöddu. Biden hefur leit að varaforsetaefni Joe Biden BANDARÍKIN Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að hápunkti kórónuveirufar- aldursins hefði loks verið náð þar í landi. Johnson mætti á daglegan upp- lýsingafund rík- isstjórnarinnar um faraldurinn í fyrsta sinn síðan hann kom aftur til starfa eftir að hafa veikst af veirunni. Sagði John- son að hann hygðist kynna áætlanir sínar um afléttingu sóttvarnaað- gerða í byrjun næstu viku, en Bretar hafa ekki viljað slaka á aðgerðum sínum líkt og nágrannaríki þeirra. Rúmlega 166.000 manns hafa veikst af veirunni og 26.711 hafa dá- ið af völdum hennar í Bretlandi. Boris kynnir aðgerð- ir sínar í næstu viku Boris Johnson BRETLAND Norski auðkýfingurinn Tom Hagen áfrýjaði í gær úrskurði héraðsdóms um að hann skyldi sæta fjögurra vikna gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hann hafi myrt eða átt þátt í morði eiginkonu sinnar, Anne-Elisa- beth Hagen, sem hvarf sporlaust frá heimili þeirra hjóna í október 2018. Norskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að lögreglan hefði rannsakað Hagen vandlega undanfarna mán- uði. Lagði hún m.a. tímabundið hald á bifreið hans frá þeim tíma er Anne- Elisabeth hvarf, en Hagen seldi hana nokkrum mánuðum eftir hvarf- ið. Norska dagblaðið Verdens Gang greindi svo frá því í gær, og hafði eft- ir heimildum innan lögreglunnar, að rannsóknarlögreglumenn hefðu undir höndum erfðaefni úr Hagen, sem gæti að sögn tengt hann við hvarf Anne-Elisabeth. Þá mun lítið magn af blóði úr Anne-Elisabeth Hagen hafa fundist á heimili þeirra hjóna í þorpinu Fjell- hamar í Lørenskog og hefur lögregl- an áður sagt að hún telji það geta varpað ljósi á örlög hennar. Svein Holden, verjandi Hagens, segir hins vegar ekkert benda til þess að Anne-Elisabeth hafi verið myrt eða að Hagen sé viðriðinn hvarf hennar. Tom Hagen mun hafa sent lögreglunni ábendingar nokkrum sinnum á þeim 18 mánuðum síðan kona hans hvarf, þar sem hann viðr- aði þær kenningar að keppinautar hans vildu koma á hann höggi. Lögreglan segir hins vegar nú að hún líti svo á að Hagen hafi vísvit- andi verið að reyna að koma lögreglu af sporinu og um leið firra sjálfan sig sök. Þá er gengið út frá þeirri kenn- ingu að Hagen hafi ekki verið einn að verki daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Hagen áfrýjaði gæsluvarðhaldi  DNA úr Hagen eitt af sönnunar- gögnum í málinu AFP Morð Svein Holden, verjandi Hag- ens, ræðir við fjölmiðla um málið. Atlantshafsbandalagið greindi frá því í gær að flugvélar á vegum bandalagsríkjanna hefðu þurft að fylgjast grannt með umferð rúss- neskra herflugvéla undanfarna tvo daga. Þannig báru pólskar orrustu- vélar kennsl á tvær langdrægar sprengjuþotur Rússa af gerðinni Tu-160, sem flugu ásamt fylgdarliði um Eystrasaltið á þriðjudaginn að danskri lofthelgi, þar sem danskar orrustuvélar mættu þeim, og til baka til Rússlands. Þá þurfti norski flugherinn bæði á þriðjudag og miðvikudag að fylgja eftir rússneskum flugvélum sem voru á leiðinni suður yfir Norðursjó. Í tilkynningu bandalagsins segir að þessar eftirlitsaðgerðir banda- lagsríkjanna sýni að þau séu viðbúin öllu og reiðubúin að verja lofthelgi sína, hvort sem heimsfaraldur er í gangi eða ekki. Fylgdu rússneskum þotum eftir  Bandalagsríkin halda árvekni sinni Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin, Nettó, Heilsuhúsin, Vegan búðin, Fiskkompaní, Frú Lauga, Brauðhúsið og Matarbúr Kaju á Akranesi Íslenskur jurtadrykkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.