Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Mikil aukning var á sölu áfengis í Vínbúðunum í nýliðnum aprílmánuði borið saman við sama mánuð í fyrra. Alls nam söluaukningin rétt tæpum 28%. Tölur frá ÁTVR sýna að allt í allt seldust 2.167 þúsund lítrar fyrstu 29 dagana í apríl borið saman við 1.697 þúsund lítra á sama tímabili árið 2019. Stöðug aukning hefur verið í sölu í Vínbúðunum í ár en fyrir skemmstu greindi Morgunblaðið frá því að salan jókst um 7,9% fyrstu þrjá mánuði ársins. Salan tók greini- lega mikinn kipp í apríl og má gera ráð fyrir að þar komi fram áhrif samkomubanns og breyttra lífshátta landsmanna. Á sama tíma má greina að sala á áfengi í komuverslun Fríhafnarinnar í Leifsstöð hefur algerlega hrunið í apríl. Samdráttur í lítrum talið nem- ur alls 98% miðað við sama mánuð í fyrra. Í síðasta mánuði seldust 3.975 lítrar af áfengi þar á bæ samanborið við 195.452 í fyrra. Mikil söluaukning á léttvíni og handverksbjór Ef rýnt er í sölutölur Vínbúðanna má sjá að sala á rauðvíni hefur aukist mikið, eða um 49%. Sama gildir um hvítvín en landsmenn keyptu 41% meira af hvítvíni en árið á undan. Sala á lagerbjór og sterku áfengi jókst talsvert og sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 46%. Þá jókst sala á öðrum bjórtegundum en lagerbjór hlutfallslega mjög mikið, eða um 72,5%. Eins varð mikil aukn- ing í sölu á því sem flokkað er sem blandaðir drykkir en sala á ávaxta- víni stóð því sem næst í stað. Áfengissala rýkur upp  Um 28% söluaukning milli ára í Vínbúðunum  Um það bil 50% söluaukning á rauðvíni og litlu minni á hvítvíni og kampavíni  Hrun í áfengissölu í Leifsstöð Áfengissala í aprílmánuði 2019 og 2020 98% sam-dráttur í sölu í komuverslun Fríhafnarinnar frá apríl 2019 Sala á áfengi í Vínbúðunum í apríl, lítrar Sala á áfengi í komuverslun Fríhafnarinnar í apríl, lítrar Tegund 2019 2020 Breyting 2019 2020 Breyting Bjór 1.272.200 1.556.100 +22% 114.581 2.602 -98% Rauðvín 148.900 222.500 +49% 31.700 537 -98% Hvítvín 89.100 125.300 +41% 13.099 194 -99% Sterkt áfengi 18.400 21.100 +15% 22.191 415 -98% Annað 84.400 119.200 +41% 13.881 227 -98% Samtals 1.696.600 2.167.100 +28% 195.452 3.975 -98% 28% meiri sala í Vínbúðunum í apríl 2020 en á sama tíma í fyrra Heimild: Vínbúðin og Fríhöfnin Dóra Ólafsdóttir, sem er 107 ára gömul og elst Íslendinga, hafði sam- band við Morgunblaðið í gær og vildi hvetja íslensku þjóðina með erindi úr ljóði Gríms Thomsen, Á fætur. Táp og fjör og frískir menn finnast hér á landi enn, þéttir á velli og þéttir í lund, þrautgóðir á raunastund. Djúp og blá blíðum hjá brosa drósum hvarmaljós; norðurstranda stuðlaberg stendur enn á gömlum merg. Dóra er dyggur lesandi Morgun- blaðsins, fylgist vel með þjóðmálum og hefur skoðun á þeim. „Við eigum ekki að samþykkja þriðja orkupakk- ann,“ sagði hún ákveðið þegar rætt var við hana í tilefni af 107 ára af- mæli hennar 6. júlí 2019. Dóra fæddist í Sigtúnum á Kljá- strönd í Grýtubakkahreppi í Suður- Þingeyjarsýslu. Hún var talsíma- vörður á Akureyri frá 1936 til 1978, en flutti suður þegar hún var 100 ára. Dóra býr nú á hjúkrunarheim- ilinu Skjóli í Reykjavík. gudni@mbl.is Hvetur þjóðina áfram Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 107 ára Dóra les Morgunblaðið daglega og fylgist með. Ingólfur Þórarinsson, eða Ingó veð- urguð, efndi til brekkusöngs við gítarundirleik með heimilisfólki í menningarsal Hrafnistu í Hafnar- firði í gær. Ingó hefur stýrt brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nokkur ár og kann því til verka. Vel var tekið undir í söngnum enda mörg þekkt og vinsæl sönglög á dagskránni. Útilegustemning var í salnum og búið að skreyta sviðið með viðlegubúnaði af ýmsu tagi. Starfsfólk var sumt í hefðbundnum útilegufatnaði, lopapeysum, ullar- sokkum og jafnvel gúmmískóm. Áætlað er að um 330 manns víðs- vegar um húsið hafi notið brekku- söngsins, að því er fram kom á heimasíðu Hrafnistu. Morgunblaðið/Eggert Brekku- söngur á Hrafnistu Guðni Einarsson Freyr Bjarnason Þessi mánaðamót eru þau lang- þyngstu sem komið hafa nokkru sinni hjá Vinnumálastofnun. „Þetta er langt umfram það sem maður hefði getað ímyndað sér. Maður hefði líka aldrei trúað því að flug- vélafloti heimsins yrði kyrr vikum saman,“ sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Alls munu um 55 þúsund manns fá greiðslur frá stofnuninni um þessi mánaðamót og verður þeim dreift á nokkra daga. „Okkur reiknast til að þetta séu um það bil tólf milljarðar um þessi mánaðamót,“ sagði Unnur. Vinnumálastofnun fékk tilkynn- ingar um hópuppsagnir frá 51 fyrir- tæki í apríl og vörðuðu þær 4.210 starfsmenn, þar af 2.140 hjá Ice- landair. Unnur sagði að þessar tölur gætu mögulega hækkað og verður það ljóst eftir helgina. Nánast öll fyrirtækin sem tilkynntu um hóp- uppsagnir eru í ferðaþjónustu og hafa orðið fyrir miklu tekjufalli. „Það kemur ekki á óvart að þau vilji reyna að minnka rekstrarkostnað- inn eins mikið og þau geta,“ sagði Unnur. Á atvinnuleysisskrá í almenna kerfinu hjá Vinnumálastofnun voru í gær 18 þúsund manns og 37 þús- und í minnkuðu starfshlutfalli. Þau sem var sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin fara flest á atvinnu- leysisskrá í ágúst, nema atvinnu- ástandið batni í millitíðinni. „Von- andi rætist úr þá og við fáum ekki allt þetta fólk á skrá,“ sagði Unnur. Stór hluti þeirra sem var sagt upp nú var í minnkuðu starfshlutfalli. Unnur bendir á að minnkað starfs- hlutfall verði óbreytt í maí og júní og síðan verði dregið úr því og það muni gilda út ágúst. Fordæmalaus uppsagnahrina „Þetta er einstakt í sögunni,“ sagði Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Há- skóla Íslands, um uppsagnahrinuna sem dunið hefur yfir og það að nán- ast heil atvinnugrein, ferðaþjónust- an, skuli vera undir í þeim þreng- ingum sem nú ganga yfir. Þyngstu mánaðamót sem sögur fara af  Alls fá 55 þúsund manns greiðslu frá Vinnumálastofnun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ferðaþjónusta Greinin hefur sagt upp þúsundum starfsmanna. Halla Bergþóra Björnsdóttir mun taka við embætti lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu. Dóms- málaráðherra hefur skipað hana í embætti frá 11. maí næst- komandi. Halla var valin úr hópi þriggja umsækjenda til að gegna starfinu. Hún var metin hæfust um- sækjenda af hæfnisnefnd. Alls sóttu fjórir um embættið, en einn þeirra, Jón H.B. Snorrason, dró umsókn sína til baka. Halla Bergþóra er lögfræðingur að mennt og hefur gegnt embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra frá árinu 2015. Þar áður gegndi hún embætti sýslumanns á Akranesi frá árinu 2009. Halla skipuð lög- reglustjóri Halla Bergþóra Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.