Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.05.2020, Blaðsíða 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 2020 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is Í dag er baráttu- dagur launafólks, 1. maí, haldinn í skugga óvanalegs og erfiðs vetrar. Covid-farald- urinn hefur skilið eftir djúp spor hvarvetna um allt samfélagið. Fólk um allan heim á um sárt að binda. 1. maí skulum við ekki gleyma þeim sem eru í miklu verri stöðu en við Íslendingar. Um alla veröld standa heilbrigðisstarfs- menn í sömu baráttu og við á Íslandi, en við miklu verri aðstæður. Við stöndum líka með þeim. Baráttan gegn Covid-19 er alþjóðleg barátta. Ómissandi hlekkur Heilbrigðiskerfið stóðst álagið. Þeg- ar á reyndi virkaði kerfið þar sem allir lögðu sig fram. Íslendingar geta verið stoltir af því öfluga og fórnfúsa starfs- liði sem mannar heilbrigðiskerfið. Ný- liðinn vetur sýndi að þegar reynir á þanþol kerfisins gegnir það hlutverki sínu. Sjúkraliðar sýndu að þeir eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðis- þjónustunnar. Um allt land hafa þeir staðið í framlínu klæddir í grænt með grímu fyrir andlitum. Álagið var gríðarlegt, bæði á sjúkraliðum og öðr- um starfsmönnum heilbrigðisþjónust- unnar. Gleymum ekki heldur fjöl- skyldum þeirra sem voru í framlínu. Þær færðu líka fórnir. Þegar kallað var eftir fagfólki í bakvarðasveit heilbrigðisþjónust- unnar létu sjúkraliðar ekki sitt eftir liggja. Um 230 sjúkraliðar skráðu sig sem bakverði. Fjöl- margir þeirra hafa verið kallaðir til starfa og eru að störfum í dag. Bak- verðirnir og öll sjúkra- liðastéttin eru til taks fari svo að óvættur Covid-19 spretti aftur upp. Erfiðar samninga- viðræður Nýliðinn vetur var sjúkraliðum líka erfiður vegna þungra kjaraviðræðna. Þær drógust á langinn og um tíma leit út fyrir að ekki ætti að ganga að ófrávíkjanlegum kröfum sjúkraliða um styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufólk. Aðildarfélög BSRB stóðu saman að baráttufundi þar sem menn sögðu: Hingað og ekki lengra! Við mjög erfiðar aðstæður með verk- fallsvopnið á lofti náðum við sjúkra- liðar hins vegar tímamótasamningum sem vert er að gleðjast yfir á baráttu- degi launafólks. Ýmis langþráð bar- áttumál náðust í höfn. Mikilvægir áfangar Í fyrsta lagi náðist samkomulag um styttingu vinnuvikunnar, og enn frekari styttingu á vinnutíma fyrir vaktavinnufók. Um 90% sjúkraliða eru í vaktavinnu og í þeim hópi stytt- ist vinnutíminn að lágmarki í 36 klukkustundir og í allt að 32 stundir á viku. Í öðru lagi hækka mánaðarlaun um 17 til 23% eða að meðaltali um 90 til 100 þúsund á samningstímanum. Í þriðja lagi náðum við heimildar- ákvæðum um önnur laun og viðbót- arlaun sem tryggja fólki í framlínu álagsgreiðslur, sem til dæmis taka mið af álagi á tímum Covid. Í fjórða lagi gerðum við samkomu- lag um viðbótarmenntun á faghá- skólastigi fyrir sjúkraliða. Í því felst framgangur sjúkraliðamenntunar sem skiptir miklu máli fyrir okkur og samfélagið til framtíðar. Samstaða launafólks Við vitum öll að framundan er erf- itt skeið. Við erfiðar kringumstæður í samfélaginu þurfa sjúkraliðar að þétta raðirnar. Við vinnum erfitt starf sem oft er ekki metið að verð- leikum. Við höfum metnað fyrir okk- ar starfi, viljum eiga kost á meiri fag- menntun, meiri ábyrgð og fá laun í samræmi við vinnuframlag. Samn- ingarnir skiluðu okkur drjúgum ár- angri, en baráttunni er ekki lokið. Samstaða er afl sem ekkert fær stað- ist! Til hamingju með baráttudag launafólks – til hamingju með 1. maí! Eftir Söndru B. Franks Sandra B. Franks » Samningarnir skil- uðu okkur drjúgum árangri, en baráttunni er ekki lokið. Samstaða er afl sem ekkert fær staðist! Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. sandra@slfi.is Sjúkraliðar standa vaktina Árið 2020 steðjar tvenns konar vá að okk- ur, hinum vitibornu mönnum. Annars vegar leifturárás covid-19- veirunnar. Hins vegar útblástur CO2 og hæg- fara hlýnun jarðar. Við sjálf erum tengingin, of gráðug, mengandi, sjálfhverf og eigin- gjörn. En e.t.v. líka nokkuð úrræðagóð. Vonandi tekst okkur því að stöðva CO2 og finna vörn gegn veirum en sennilega verða fórnirnar því miður miklar áður en lausir finnast. Heim- urinn, menningin og mannkynið verða líklega aldrei söm. En hvað mun breytast hér á landi og í höfuðborginni? Fáum við t.d. nýju stjórnarskrána? Verða allir loks jafnir gagnvart valdinu? Losnum við borgarbúar við lífseigan pólitískan misvægisvírus og meðvirka borgar- stjórn, sem leggst flöt fyrir lands- byggðarsjónarmiðum? Ríkið og sveitarstjórnir í Krag- anum (Mosfellsbæ, Kópavogi, Garða- bæ og Hafnarfirði) krefjast borgar- línu (BL), en kjörnir fulltrúar Reykvíkinga klemma aftur augun, kyngja og gegna án þess að gæta að skipulagshagsmunum og valkostum sem gagnast borgarbúum og fórna um leið verðmætasta byggingarlandi Íslands undir flugvöll. Vatnsmýri er eini staðurinn fyrir nýja miðborg og eini hugsanlegi vett- vangurinn fyrir nýja stoð undir ís- lenskan efnahag, fjórðu iðnbylting- una, nýsköpun og samlegðaráhrif, m.a. á sviði heilbrigðis, lýðheilsu og annarra vísinda í beinum tengslum við Landspítala, HÍ, HR, ÍE o.fl. Áform um BL munu breyta land- notkun og byggðarmynstri í Reykja- vík og á höfuðborgarsvæðinu (HBS) verulega og auka m.a. útþenslu byggðar. Þétting byggðar á strjál- byggðum svæðunum meðfram BL mun hafa mjög neikvæð áhrif á borg- arsamfélagið og hagkerfi borgar- innar. Hefðbundin aðferð í borgar- skipulagi er að sjálfsögðu að þétta byggð mest þar sem byggð er þétt fyrir. Frá og með tilkomu Vatnsmýrarflugvallar 1946 tók gamla mið- bænum að hnigna og í áratugi hefur ekki verið raunveruleg miðborg á Íslandi. Í gamla mið- bænum er lítið sem ekkert að sækja fyrir borgarbúa nema um 20.000 skólapláss og 30.000 umframstörf. Þar er engin eðlileg miðborgarstarfsemi, aðeins flug- völlur og hverfi fyrir gleðskap og er- lenda ferðamenn, sem nú eru horfnir, a.m.k. í bili. Þangað eiga samt þrjár leiðir BL að liggja. Borgarbúar geta ekki sinnt fjöl- breyttum daglegum erindum með strætó. Róttæk þétting byggðar í nýrri miðborg í Vatnsmýri er eina færa leiðin til mannvæns samfélags. Þannig dregur úr akstri og losun CO2, hagur borgarbúa vænkast mjög, allir þættir mannlífs eflast og skilyrði fyrir strætó batna til muna. Þétt byggð meðfram strætóleiðum í ystu úthverfi splundrar hefðbund- inni miðborgarstarfsemi enn frekar en þegar er. Íbúarnir eru áfram utan göngufjarlægðar og ná ekki að sinna daglegum og margþættum erindum heimila nema í bíl. Strætó kemst ekki þangað sem þeir þurfa að fara. Mestallt skipulagsvald Reykvík- inga sem máli skiptir færðist til ríkis- ins 1946 með flugvellinum í Vatns- mýri. Þá spratt upp nýtt þéttbýli í Kraganum, sem á tilurð sína, vöxt og viðgang að mestu eða öllu leyti hon- um að þakka. HBS varð til. Áform um BL árið 2020 endur- spegla samstöðu Kragans og ríkisins, sem telja sig hagnast á áframhald- andi flugrekstri í Vatnsmýri á kostn- að Reykvíkinga, sem einir þurfa að fórna og tapa svo öllu. Óbreytt BL er andstæð almannahagsmunum og þjóðarhag og skerðir m.a. lífsgæði og tækifæri íbúa á HBS. Hinn 1. maí 2020 eru 974 dagar þangað til flugvöllur í Vatnsmýri skal lagður niður í síðasta lagi. Með endurheimt Vatnsmýrar fellur margt af sjálfu sér í réttar skorður í borgar- samfélaginu. Annað verður ekki aftur tekið. Mikill fjöldi landsbyggðarbúa settist t.d. að í glænýju þéttbýli á jörðinni Kópavogi, í Garðahreppi, í Mosfellssveit og síðar í Hafnarfirði (Kraginn) eftir seinna stríð. HBS varð til. Með stjórnlausri útþenslu byggðar í Kraganum varð a.m.k. fjórföldun á víðáttu HBS miðað við það sem ella hefði orðið. Þar með tvöfaldaðist að meðaltali ferðatími borgarbúa og lengd allra erinda, gatna, stíga, veitna og lagna. Sóun ósnortins lands, tíma borgarbúa og tækifæra borgarsam- félagsins er gríðarleg. Borgarhagkerfið er óskilvirkt og kostnaður allra mikill. Bílaeign er hér meiri 2020 en víðast hvar á jörðinni. Losun CO2 er mjög mikil og grunnur almannasamgangna og nærþjónustu löngu brostinn. A.m.k. 40.000 nýir íbúar og 20.000 íbúar í gamla miðbænum munu njóta fjölbreyttrar þjónustu án einkabíls í mannvænni nýrri miðborg. Þeir munu taka yfir umframstörf sem nú orsaka pendlun (daglegan akstur inn og út). Þannig dregur verulega úr akstursþörf og losun CO2. A.m.k. 40.000 aðrir íbúar á nesinu austan Kringlumýrarbrautar og vest- an Elliðaáa fá tækifæri til að njóta víðtækrar miðborgarþjónustu í nýrri miðborg og mikillar nándar við öfl- ugt, nýtt og sjálfbært kerfi strætó. Afnám takmarkana á hæð bygginga á nesinu við brotthvarf Vatnsmýrar- flugvallar gjörbreytir forsendum skipulags og samfélags í Reykjavík. Akstur, útblástur og mengun dragast saman og rými fyrir strætó vex. Eftir Örn Sigurðsson » Borgarlína mun breyta landnotkun í Reykjavík verulega og auka útþenslu byggðar. Að sjálfsögðu skal þétta byggð mest þar sem byggð er þétt fyrir. Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt, í fram- kvæmdastjórn Samtaka um betri byggð (BB). arkorn@simnet.is Ný miðborg eða borgarlína VINNINGASKRÁ 129 10223 17564 29094 38446 48427 58385 70378 135 10657 17724 30056 38818 48556 58430 70464 260 10755 18185 30702 38908 48663 58603 70668 341 11198 18538 31014 39455 48952 59098 71105 877 11302 18584 31097 39602 49104 59169 71460 1075 11727 18979 31233 39717 49277 59722 71833 1413 11985 19460 31557 40357 49518 60521 71856 1468 12039 19742 32041 40565 49619 60536 71898 2314 12138 20032 32182 40642 49858 61189 72335 2636 12216 20426 32285 41142 49927 61518 72665 2643 12340 22115 32939 41687 50851 62217 73100 2748 12352 22230 33173 42007 51336 62326 73207 3493 12546 22323 33774 42041 51598 62484 73592 3698 12726 22409 33795 42193 51772 62646 73698 3807 12727 22623 33926 42896 51819 62761 73815 4419 12825 22642 34295 43211 52005 62767 75045 4721 12940 23076 34351 43266 52660 62852 75833 4971 13729 23180 34848 43561 52704 62873 76415 5277 13894 23311 35096 43714 53440 63458 76448 5460 14186 23433 35403 43825 53512 63831 76734 5513 14630 23725 35519 44508 53552 63892 76933 6028 14804 23926 35644 44529 54078 63920 77052 6324 15060 24226 35768 44556 54533 64000 77058 6427 15068 24650 35785 44764 54688 65005 77397 6604 15207 24753 36228 44904 55019 65314 77899 7198 15706 24913 36327 45166 55141 66344 78085 7520 15914 24956 36658 46122 55349 67000 78379 8110 15930 25779 36702 46271 55432 67485 78967 8409 16271 25780 36793 46857 55449 67985 79055 8493 16292 25944 36988 46908 55559 67996 79135 8734 16558 26452 37184 47133 55751 68089 79962 9178 16608 26639 37340 47368 56562 68300 9327 16920 26952 37420 47519 56625 68406 9389 17257 27408 37442 47789 56711 69131 9719 17266 27917 38005 47899 57201 69211 9750 17481 27979 38190 47926 57614 69348 10141 17559 28912 38310 48424 57737 69482 527 11097 24939 35860 43464 48489 59959 68990 1120 12147 25774 36361 44014 48592 61727 71530 1288 13031 25826 36397 44284 51770 63116 71835 2237 14616 27871 36741 44566 51777 63438 73621 3395 14864 28040 37615 44832 52554 63644 73653 3981 14879 28269 38812 45650 52719 64064 74026 6026 15496 28672 38923 45894 52996 64119 77672 8978 16081 29557 39335 46214 53644 64157 78448 10077 17132 33223 39474 46646 57066 64262 79343 10236 18356 34556 39574 46654 57829 67291 10275 22625 35374 40738 46803 58699 67656 10552 24108 35400 40870 46900 59603 67778 10652 24761 35718 40891 47278 59788 67819 Næstu útdrættir fara fram 12., 14., 20. & 28. maí 2020 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 10136 11193 14567 24660 72208 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 184 16092 28315 42077 52352 75057 3335 18247 30520 44518 52575 75349 6547 22337 41356 44740 57745 76529 12408 24966 41773 50122 64079 78059 Aðalv inningur Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur) 3 6 8 7 7 52. útdráttur 30. apríl 2020

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.