Morgunblaðið - 25.05.2020, Side 15

Morgunblaðið - 25.05.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020 Dýpt Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs, kann þessi steggur að hafa hugsað þegar hann speglaði sig í stilltu Elliðavatninu í blíðviðri um helgina. Eggert Það hriktir í stoðum atvinnulífs um víða veröld í kjölfar COVID- veirufaraldursins. Spurningar hrannast upp um hvað sé í vænd- um og hvernig koma megi at- vinnustarfsemi í viðunandi horf. Þó að mikill léttir geri vart við sig hérlendis í kjölfar árangursríkra varnaraðgerða er langt frá því að mannlíf sé að færast hér í fyrra horf, að ekki sé talað um ná- grannalönd og heimsbyggðina alla. Stærsta dýfan hérlendis tengist ferðaþjónustu sem atvinnugrein í kjölfar mikils og ósjálfbærs vaxtar um nokkurra ára skeið. Ári áður en kom til lokunar vegna veir- unnar hafði WOW air orðið gjaldþrota. Það kostaði mörg störf en bitnaði þó minna en búast mátti við á fjölda erlendra ferðamanna sem hingað komu á árinu 2019. Staðan nú er af allt öðrum toga og fordæmalaus. Um leið og vænt- ingar eru um að senn taki að opnast í nokkrum mæli fyrir ferðalög milli landa er brýnt að stjórnvöld í samvinnu við hagsmunaaðila fari yf- ir sviðið, dragi lærdóma af liðinni tíð til að leggja grunn að æskilegri framtíðarþróun í ferðaþjón- ustu. Róttækar breytingar í efnahagsumhverfinu Hérlendis hefur ríkisstjórn með samþykki Alþingis boðið fram risafjárhæðir til bjargar at- vinnulífi og almannahag. Það sama hefur verið að gerast víða um heim sem viðbrögð við veir- unni, nánast óháð pólitískum bakgrunni rík- isstjórna. Alþjóðaviðskipti liggja í láginni og ólíklegt að þau birtist á ný í sama mæli og áður sem driffjöður viðskipta heimsálfa á milli. Hvert þjóðríki hefur líkt og hér gripið til sinna ráða til bjargar fyrirtækjum og almenningi og lokað landa- mærum sínum í nauðvörn, þvert á settar reglur ríkjabandalaga og alþjóðastofnana. Margar ríkis- stjórnir setja nú fram kröfur um samfélagsaðild að stjórnum mik- ilvægra einkafyrirtækja eins og flugfélaga samhliða fjárhags- legum stuðningi til að verja þau falli. Þannig er ekki aðeins staðan hérlendis, það sama er uppi á ten- ingnum gagnvart Lufthansa í Þýskalandi, Air France í Frakk- landi og KLM í Hollandi. Evrópusambandið reyndist ekki sá bjarghringur sem margir væntu, heldur voru það þjóðríkin sem tóku til sinna ráða þegar að kreppti. Veiran hratt af stað breytingum, sem margir voru farnir að hugsa til áður en hún brast á, og heimurinn verður ekki samur þegar hún er liðin hjá. Al- þjóðavæðingin svonefnda hefur beðið hnekki og ósennilegt er að hún fylli á ný það rúm sem áður var. Viðvarandi stefnuleysi í ferðaþjónustu Fjölgun ferðamanna hingað til lands síðasta áratuginn hefur verið með ólíkindum. Enginn neitar því að hún hefur haft jákvæð áhrif á þjóð- arbúskapinn í kjölfar bankahrunsins 2008. Margir þættir ýttu undir þessa þróun, meðvit- aðir og óræðir. Undir það síðartalda má telja eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010 sem lokaði um skeið á flugsamgöngur í Evrópu, en reynd- ist ómæld auglýsing fyrir Ísland sem ferða- mannastað. Aldrei hafa fyrr eða síðar verið skrifaðar jafn margar fræðigreinar um eldgos hérlendis, til viðbótar skrautlegri fjölmiðla- umræðu. Það voru hins vegar íslensk stjórnvöld sem brugðust, einkum á árunum 2014-2017, þegar ljóst var í hvað stefndi með gífurlega fjölgun ferðamanna. Fimbulfambað var árum saman um gjöld á ferðaþjónustu og endaði með að lunganum af henni var ætlað að greiða aðeins 11% virðisaukaskatt á meðan almenna skatt- hlutfallið er 24%. Hriplek ákvæði um gistinátt- gjöld voru áfram í gildi, en komugjöldum til landsins var hafnað sem og hugmyndum um gjaldtöku til stýringar á ferðamannastraumi innanlands. Allt leiddi þetta til stjórnleysis og þeirrar offjárfestingar í hótelbyggingum og veitingaaðstöðu sem við blasir, að ekki sé talað um lausagöngu Airbnb-kerfisins. Stuðningur við dreifingu farþega erlendis frá með flugi til fleiri staða hér innanlands en Keflavíkur hefur einnig látið á sér standa. Móta þarf forsendur og stefnu til framtíðar Ferðaþjónusta hér sem annars staðar er nú lömuð. Þær aðstæður þarf að nota til að fara gagnrýnið yfir liðna tíð og móta framsýna stefnu út frá gefnum forsendum um æskilegan vöxt og dreifingu ferðamanna um landið með til- liti til náttúrufars, verndunar umhverfis og áhættuþátta. Hafa ber í huga þau atriði sem tengjast íslenskri náttúru, jafnt af völdum eld- gosa, jarðskjálfta og veðurfars, það álag sem þeim fylgir og að tryggja sem best öryggi ferða- manna. Heimild þarf að vera til að takmarka fjölda manna inn á tiltekin svæði. Marka þarf stefnu um leiðsögn og réttindi leiðsögumanna sem og starfsfólks sem vinnur við ferðaþjón- ustu, m.a. um málakunnáttu, þar á meðal í ís- lensku. Nauðsynlegt er að tengja ferðaþjónustu við þá stefnu sem mörkuð verður um samdrátt í losun gróðurhúsalofts. Hafa ber í huga þá miklu mengun sem nú tengist flugsamgöngum og þær skuldbindingar sem Ísland þarf að taka á sig til að ná settum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofts. Þessu tengjast auðvitað ferðir okkar Íslendinga um eigin land sem og til út- landa, þar á meðal ferðir í opinberum erindum og þróun slíkra samskipta, m.a. með fjar- skiptum. Ég er kominn upp á það … Við sem nú lifum verðum væntanlega reynsl- unni ríkari eftir að veiran þessi er gengin hjá, og jafnframt ber okkur að minnast þess að hún verður ekki sú síðasta til að koma mannkyni á óvart. Í kjölfar pestarinnar kemur efnahags- lægðin og viðleitni vonandi sem flestra til að ná jafnvægi og góðu sambýli við umhverfi okkar. Eitt af því sem þar kæmi til góða er að draga úr því ferðaflandri sem svo mjög hefur undið upp á sig síðustu áratugi. Margs í tilverunni má njóta með öðrum hætti, af lestri góðra bóka og mynd- efni sem nú lýsir inn í flesta kima á plánetu okk- ar. Hafa má þá í huga vísu listaskáldsins Jón- asar þegar hann segir: Ég er kominn upp á það, allra þakka verðast, að sitja kyrr í sama stað, og samt að vera að ferðast. Góða ferð, lesandi góður. Eftir Hjörleif Guttormsson »Móta þarf stefnu út frá gefnum forsendum um æskilegan vöxt og dreifingu ferðamanna um landið, með tilliti til náttúruverndar og margra áhættuþátta. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Ferðaþjónusta á sjálfbærum grunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.