Morgunblaðið - 25.05.2020, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. MAÍ 2020
Elskuleg systir okkar og mágkona,
GRÉTA HALLDÓRSDÓTTIR,
fv. bankaritari,
Orrahólum 7,
lést á Vífilsstöðum sunnudaginn 10. maí.
Hún verður jarðsungin frá Háteigskirkju
þriðjudaginn 26. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega
afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á
Landsbjörg eða SOS-barnaþorpin.
Björn Halldórsson Auður Gilsdóttir
Sigrún Halldórsdóttir Hafþór E. Byrd
Guðmundur Halldórsson Hólmfríður Rögnvaldsdóttir
Hrafnhildur Halldórsdóttir John DeMarco
og systkinabörn
Við sendum okkar innilegustu þakkir þeim
sem sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför móður okkar,
SVANHILDAR KJARTANS,
Patreksfirði.
Börn og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR K. THORS
húsfreyja,
lést miðvikudag 13. maí á hjúkrunar-
heimilinu Mörk.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 28. maí
klukkan 13.
Ágústa Stefánsdóttir
Margrét Þ. Stefánsdóttir Jón Magnússon
Inga L. Stefánsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
✝ RagnheiðurÞórðardóttir
fæddist í Reykjavík
22. febrúar 1934.
Hún lést á Land-
spítalanum í
Reykjavík 15. maí
2020.
Foreldrar Ragn-
heiðar voru hjónin
Halldóra Magn-
úsdóttir húsfreyja,
f. í Reykjavík 16.
ágúst 1901, d. 23. febrúar 1991,
og Þórður Eyjólfsson hæstarétt-
ardómari, f. á Kirkjubóli í Hvít-
ársíðu 4. maí 1897, d. 27. júlí
1975. Systkin Ragnheiðar:
Magnús blaðamaður, fulltrúi
upplýsingadeildar Atlantshafs-
bandalagsins á Íslandi og fram-
kvæmdastjóri Samtaka um vest-
ræna samvinnu og Varðbergs, f.
6.9. 1932, d. 12.10. 1992, og
Guðrún, íslenskufræðingur og
kennari í Reykjavík, f. 6.1. 1936.
Ragnheiður giftist 1957 eft-
irlifandi eiginmanni sínum
Magnúsi Hjálmarssyni, f. 9.
mars 1933, fv. deildarstjóra
tæknideildar Ríkisútvarpsins,
hann vann síðar við að færa
gamlar hljóðritanir Ríkis-
útvarpsins yfir á stafrænt form
úsdóttir, 24.4. 1958, d. 19.9.
1982, ritari í Sendiráði Íslands í
Brussel. 3) Lára Magnúsar-
dóttir sagnfræðingur, f. 30.4.
1960. M. Karl Roth, f.1957, þau
skildu 1998. Börn þeirra: a) Sol-
veig Karlsdóttir, f. 23.4. 1985.
Maki: Adam Hoffritz, f 1989.
Börn: Magnús, f. 2012, Sig-
urbjörg, f. 2013, og Heimir, f.
2016. b) Þórður Roth, f. 9.8.
1986. Maki: Íris Katrín Bark-
ardóttir, f. 1986. Börn þeirra
Styrmir Kári, f. 2012, og Þröst-
ur, f. 2014. Dóttir Írisar og
stjúpdóttir Þórðar er Matt-
hildur Embla Hjálmarsdóttir, f.
2008. c) Karl Dietrich Roth
Karlsson, f. 30.9. 1989. 4) Þórð-
ur Magnússon, f. 10.2 1963, d.
16.5. 1985, í Reykjavík.
Ragnheiður ólst upp á
Sólvallagötu 53 í Vesturbænum
í Reykjavík. Gekk í Miðbæjar-
skóla, Landakotsskóla og Verzl-
unarskóla Íslands. Hún vann á
Bæjarskrifstofum Reykjavíkur
og var heimavinnandi húsmóðir
í nokkur ár. Vann hjá Lífeyris-
sjóði verzlunarmanna, eftir það
til starfsloka hjá Ríkisútvarp-
inu; fyrst á tónlistardeild, var
um tíma aðalgjaldkeri, hún
vann á Rás tvö og tók meðal
annars þátt í undirbúningi
stofnunar hennar. Ragnheiður
vann síðast á aðalskrifstofu Rík-
isútvarpsins.
Útför hennar fer fram í dag,
25. maí 2020, frá Grafarvogs-
kirkju klukkan 15.
og bjarga þeim frá
mögulegri eyði-
leggingu. For-
eldrar Magnúsar
voru hjónin Sólveig
Magnúsdóttir hús-
freyja, f. 1903, d.
1983, og Hjálmar
Halldórsson, póst-
og símstöðvarstjóri
og á Hólmavík, f.
1900, d. 1961.
Dóttir Ragnheið-
ar og Magnúsar Guðmunds-
sonar kjötiðnaðarmanns í
Reykjavík, f. 1934, er 1) Hall-
dóra Magnúsdóttir f. 9.8. 1954,
fv. tölvunarfræðingur á Land-
spítalanum. M.1 Jón Árnason, f.
1954, þau skildu. Sonur þeirra
er a) Grímur, f. 23.11. 1977, k.
Svana Björk Hjartardóttir, f.
1977. M.2 Helgi Flóvent Ragn-
arsson, f. 1951, d. 2015, þau
skildu. Synir þeirra eru b)
Magnús, f. 25.5. 1990, maki
Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir
f. 1987, börn þeirra Ragnheiður
og Magnús Dóri, og c) Helgi f.
26. nóv. 1992.
Halldóra er stjúpdóttir
Magnúsar Hjálmarssonar en
saman eignuðust þau Ragnheið-
ur þrjú börn: 2) Solveig Magn-
Elsku amma „uppi“, mig
langaði að skrifa þér smá
kveðju. Þú varst auðvitað amma
hans Gríms míns, en ég kann
ekki annað en að kalla þig
ömmu og afa afa því það hef ég
alla tíð gert frá því að við
kynntumst. Ætli það sé ekki
vegna þess að þið eruð ekta
amma og afi að það var ekki
annað hægt. Meira að segja
systur minni finnst skrítið að
kalla ykkur eigin nöfnum. Kall-
ar ykkur bara ömmu og afa.
Þegar ég horfi til baka yfir
farinn veg þá á ég svo ynd-
islegar minningar um þig og
ykkur afa og okkar samskipti
og samveru. Þið hafið alla tíð
verið okkur svo góð og alltaf
svo gott að koma til ykkar og
vera með ykkur. Árin sem við
bjuggum hjá ykkur í kjallaran-
um á Sólvallagötunni voru
dásamleg og einn af mínum
uppáhaldstímum. Það var alltaf
svo notalegt að heyra í útvarp-
inu og finna kaffi- og pönnu-
kökuilminn laumast niður í
kjallara. Það var svo gott að
koma upp og fá kaffibolla og
spjalla, skoða moggann og sitja
í stólunum við gluggann. Manni
leið alltaf svo vel hjá ykkur og í
nærveru ykkar. Alltaf voruð þið
tilbúin að hjálpa okkur, það er
ómetanlegt. Það sama átti við
um öll hin barnabörnin og dæt-
ur ykkar. Þið afi eruð einstakar
manneskjur, besta fólk sem ég
hef kynnst og gerið líf okkar
ríkara og betra. Þið eruð fyr-
irmyndir okkar. Amma, þú
varst mikil vinkona mín og við
gátum spjallað um allt. Ég
sakna þín nú þegar og ég mun
halda áfram að spjalla við þig.
Ég þakka þér vegferðina,
elsku amma, ég vildi að hún
hefði verið lengri og þú og litla
kraftaverkið okkar Gríms sem
þú varst svo spennt yfir hefðuð
kynnst. En ég trúi því að þú
fylgist með okkur og þú lifir í
hjörtum okkar.
Takk fyrir allt.
Þín
Svana.
Amma var alltaf svo góð við
mig. Hún kunni að hugga mig
fljótt og örugglega þegar eitt-
hvað bjátaði á og leyfði mér að
setja töluvert fleiri ilmolíukúlur
í baðið en eðlilegt þykir.
Uppáhaldsíspinninn minn var
alltaf til í frystinum hjá afa og
ömmu á Sólvallagötu. Meira að
segja þótt við værum að gista
margar nætur í röð og hefðum
klárað pakkann daginn áður var
kominn nýr um kvöldið.
Sum kvöld pakkaði amma
okkur inn í sængina okkar fyrir
framan sjónvarpið meðan við
horfðum á mynd og fór svo inn í
eldhús þar sem hún hrærði
sjeik fyrir okkur frændsystk-
inin í hrærivélinni sinni. Seinna,
þegar ég flutti að heiman, gáfu
afi og amma mér eins hrærivél í
innflutningsgjöf. Ég mun svo
sannarlega leggja mig fram við
að barnabörnin mín geti átt
eins góðar minningar um mig
og ég á um ömmu mína.
Ömmu tókst að gefa mér góð
ráð og fá mig til að taka mark á
þeim frá því ég var barn og
áfram inn í fullorðinslífið. Hún
benti mér, meðal annars, á það
að jólin væru alveg jafngleðileg
hvort sem mér tækist að skúra
áður en gestirnir kæmu eða
ekki.
Ég áttaði mig ekki á því fyrr
en ég eignaðist mín börn
hversu mikið hún hafði gengið í
gegnum. Margir hafa farið illa
út úr því að missa það sem hún
missti en hún hafði sterkt
hjarta og hélt áfram að vera sú
frábæra fyrirmynd sem hún var
fyrir börnin sín og svo barna-
börnin og barnabarnabörnin.
Það eru nokkrir matarkyns
hlutir sem minna mig á ömmu
sama í hvaða samhengi ég rekst
á þá; rabarbarasulta, kjöthring-
ur og jarðarber með sykri og
rjóma.
Eitt sem ég tel mig hafa lært
af ömmu minni er ánægjan af
því að gleðja aðra.
Þórður Roth.
Elskuleg móðursystir mín
Ragnheiður verður jarðsungin í
Grafarvogskirkju í dag. Ragn-
heiður lést föstudaginn 15. maí,
aðeins örfáum vikum eftir að
hún veiktist hastarlega og var
greind með krabbamein. Það
var okkur ættingjum hennar og
vinum áfall hversu brátt andlát
hennar bar að.
Ragnheiður var miðbarn for-
eldra sinna Þórðar Eyjólfssonar
og konu hans Halldóru Magn-
úsdóttur. Hún ólst upp í for-
eldrahúsum á Sólvallagötu 53
ásamt systkinum sínum Magn-
úsi og Guðrúnu. Þau voru sam-
rýnd fjölskylda og voru Ragn-
heiður og Guðrún móðir mín
þannig ekki einungis systur
heldur bestu vinkonur alla tíð.
Ragnheiður gekk að eiga Magn-
ús Hjálmarsson og áttu þau síð-
ar eftir að búa sér heimili á Sól-
vallagötu 53 ásamt börnum
sínum. Þau hafa verið afar sam-
rýnd og efldi hjónaband þeirra
og bætti bæði. Maggi og Ragn-
heiður voru stofnun í stórfjöl-
skyldunni. Ráðagóð hjón sem
ávallt hefur verið gott að leita
til. Dugnaðarforkar bæði tvö og
hlý. Þau eignuðust Solveigu,
Láru og Þórð en fyrir átti
Ragnheiður Halldóru.
Líf Ragnheiðar var ekki allt-
af dans á rósum. Hún fékk ung
að árum slæman astma, svo að
á stundum var henni vart hugað
líf, og hrjáði astminn hana alla
tíð síðan. Þau hjónin misstu tvö
barna sinna í blóma lífsins. Sol-
veig var aðeins 24 ára gömul er
hún lést 1982 og Þórður aðeins
22 er hann dó úr krabbameini
árið 1985. Óbærileg áföll sem
erfitt er að gera sér í hugarlund
hvernig er að standa frammi
fyrir. Hjónin sóttu styrk hvort í
annað á þessum erfiðu tímum.
Ragnheiður var sterkur per-
sónuleiki, eldklár með ákveðnar
skoðanir sem hún setti þó ætíð
fram af kurteisi og yfirvegun.
Hún var máttarstólpi í fjöl-
skyldunni, skynsemin uppmáluð
og lagði maður við hlustir er
hún mælti. Ragnheiður var fróð
og áhugasöm var hún um afdrif
allra í stórfjölskyldunni. Aldrei
heyrði ég Ragnheiði kvarta,
hún mætti mótlæti lífsins af
yfirvegun og æðruleysi. Áföllin
sem hún hafði orðið fyrir
kenndu henni hvað væri í raun
dýrmætt í jarðlífinu. Lærdómur
sem hún miðlaði til okkar sem
yngri erum í fjölskyldunni.
Á kveðjustund minnist ég
margra góðra stunda með
Ragnheiði frænku minni og fjöl-
skyldu hennar. Misseranna er
ég var í pössun hjá henni á
Kaplaskjólsveginum og bíltúra í
græna Mercury Cometnum
þeirra. Vikulegra heimsókna á
heimili þeirra vestur á Nes í
æsku minni, þar sem við nafn-
arnir reyndum að fylgjast með
samfélagsumræðu hinna full-
orðnu, en sofnuðum oftar en
ekki í fangi hvor annars í sóf-
anum. Ég minnist fróðlegra og
gefandi samræðna okkar í
gegnum tíðina og glettinna til-
svara Ragnheiðar. Ég minnist
umhyggju Ragnheiðar og
hvatningar hennar til fjöl-
skyldumeðlima. Og ég minnist
örlætis þeirra hjóna. Örlætis
sem Marta kona mín og ég fór-
um ekki varhluta af. Við hófum
búskap okkar með elsta syni
okkar í kjallaranum hjá þeim á
Sólvallagötunni. Yndislegt ár
þar sem við nutum sambúðar-
innar við Ragnheiði og Magga.
Ég og fjölskylda mín vottum
Magnúsi, Halldóru, Láru og
fjölskyldum innilega samúð.
Þórður Þórarinsson.
Við fráfall Ragnheiðar föð-
ursystur minnar rifjast upp
margar góðar minningar sem
ná allt aftur til bernskuheimilis
míns á Kaplaskjólsvegi 39. Í
næsta stigagangi bjuggu Ragn-
heiður og Magnús Hjálmarsson
ásamt börnum sínum; Halldóru
Solveigu, Láru og Þórði, og var
dagleg umgengni á milli heim-
ilanna. Góðvild, samheldni og
gestrisni einkenndu heimilis-
hald þeirra, fyrst á Kapla-
skjólsvegi 41, síðan í Sævar-
görðum 12, þá Sólvallagötu 53
og nú síðast í Básbryggju 51.
Ég var ekki hár í loftinu þegar
ég kaus helst að fá að fara í
pössun til Ragnheiðar frænku
þegar foreldrar mínir brugðu
sér af bæ. Þar mátti ærslast og
sprella og er með ólíkindum
hvað Dóra, Solveig og Lára
gátu verið þolinmóðar gagnvart
litlum frændum. Ragnheiði
fannst stundum nóg um ærslin
og prakkarastrikin en hafði í
aðra röndina gaman af þeim.
Eitt sinn fékk ungviðið að
sækja jólatrésskemmtun Út-
varpsins í beinni útsendingu áð-
ur en haldið var í árlegt hangi-
kjötsboð fjölskyldunnar. Þegar
þangað kom sagðist hún hafa
heyrt lætin í okkur frændum í
gegnum útvarpið heim í stofu
svo nú væri það ekki bara hún
sem vissi hvað við værum
óþekkir heldur öll þjóðin.
Það var alltaf gaman að
koma í heimsókn til Ragnheiðar
og Magga og fjölskylduboðin
þar gátu verið með fjörugasta
móti. Systkinin af Sólvallagötu
53 (Sellandsstíg 3) höfðu óend-
anlegan áhuga á mönnum og
málefnum og það var stór-
skemmtilegt að hlusta á þau
rifja upp sögur úr gömlu
Reykjavík. Frásagnargleði
Ragnheiðar og kvenlegt innsæi
gerði það að verkum að horfnar
persónur úr bæjarlífinu stóðu
manni ljóslifandi fyrir hug-
skotssjónum.
Ragnheiður starfaði lengi hjá
Ríkisútvarpinu og ýmsir aðrir
úr fjölskyldunni tengdust stofn-
uninni eða höfðu sterkar skoð-
anir á henni. Það fór því ekki
hjá því að málefni Ríkisútvarps-
ins bæri oft á góma í fjölskyldu-
boðum og stundum var jafnvel
hart tekist á um þau. Ragnheið-
ur hafði gaman af þessum skoð-
anaskiptum en greip í taumana
ef henni fannst of hart vegið að
stofnuninni.
Oft hef ég heyrt frá sam-
starfsmönnum Ragnheiðar á
Ríkisútvarpinu, að hún hafi ver-
ið einstaklega farsæl í starfi og
áunnið sér almenna hylli þeirra.
Ég er ekki í vafa um að mann-
kostir hennar og hæfni í mann-
legum samskiptum nutu sín
ekki síður á þessum sérstaka
vinnustað, með allar sínar lit-
skrúðugu persónur og jafnvel
smákónga, en þeir gerðu í
einkalífinu. Ragnheiður bar
virðingu fyrir öllum og leit
hvorki upp né niður til neins.
Hún gat verið föst fyrir en var
samt oft um leið fyrst til að sjá
skoplegu hliðina á erfiðum úr-
lausnarefnum.
Ragnheiður varð fyrir þung-
bærum áföllum í lífinu þegar
tvö barna hennar létust ung að
árum. Hún tókst á við þennan
missi af aðdáunarverðu æðru-
leysi og lærði að lifa með hon-
um. Hún sagði mér að það
hjálpaði sér að fylgjast með
barnabörnunum og frændsystk-
inunum því í fari þeirra og
framkomu sæi hún svo margt
sem minnti sig á Solveigu og
Þórð.
Ég sakna þess að geta ekki
oftar talað við Ragnheiði og
þegið heilræði og fróðleik frá
henni. En minningu um ynd-
islega föðursystur mun ég halda
í heiðri meðan mér endast dag-
ar.
Kjartan Magnússon.
Ragnheiður var amma
þriggja elstu barna minna. Það
hlutverk leysti hún af hendi
með stæl. Hún og Magnús
Hjálmarsson, eftirlifandi eigin-
maður hennar, voru börnunum
miklar og góðar fyrirmyndir.
Þau sinntu þeim af alúð alla tíð,
ekki síst í hinu margnýtta
gæsluhlutverki. Heimilisbragur
þeirra var til fyrirmyndar enda
bæði skörungar. Ragnheiður
vann öll sín verk – utan heimilis
og innan – af stakri festu og
dugnaði þótt ýmislegt gengi á í
lífi hennar og ekki allt auðvelt.
Hún sinnti því sem hún tók sér
fyrir hendur af kunnáttu og
Ragnheiður
Þórðardóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég kveð Ragnheiði með
kærleik í hjarta og þakk-
læti í huga fyrir allar góðu
samverustundirnar, sem á
seinni árum voru aðallega í
afmælisveislum langömmu-
barnanna. Ragnheiður var
falleg dama, alltaf smekk-
lega klædd – því breyttu
ekki langverandi veikindi
hennar – hún var trygg og
skemmtileg vinkona.
Ég votta Magnúsi og
fjölskyldu mína innilegustu
samúð.
Sigríður Björnsdóttir.
SJÁ SÍÐU 20
Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu
hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði.
Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur
um birtingu á minningargreinum.
Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim
sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð
og samhug.
Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum
hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að
birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er
gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í
kyrrþey.
Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið
að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar-
greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins.
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Birting minningargreina