Morgunblaðið - 25.05.2020, Page 32
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Póstkort hafa lengi yljað mörgum
um hjartarætur. Nú hefur barna-
bókahöfundurinn og teiknarinn
Bergrún Íris Sævarsdóttir, bæjar-
listamaður Hafnarfjarðar 2020,
útbúið og dreift 1.200 póstkortum á
heilbrigðisstofn-
anir og hjúkr-
unarheimili víða
um land til að
auðvelda heim-
ilisfólkinu að vera
í sambandi við
ættingja, ekki
síst börnin, og til
að viðhalda góð-
um sið í leiðinni. „Börnum þykir allt-
af gaman að fá póstkort,“ segir hún.
Heimilisfólk á hjúkrunarheimilum
hefur þurft að búa við heimsókna-
bann í kórónuveirufaraldrinum og
Bergrún segist hafa fundið til með
því í einangruninni, ekki síst íbúum
heimila þar sem smit hafi verið meiri
en annars staðar. Því hafi hún lagt
áherslu á að Berg í Bolungarvík
fengi nóg af kortum og eins hjúkr-
unarheimilið í Grindavík, þar sem
íbúarnir búi við tvöfalda ógn, veir-
una og virkt gossvæði.
Vildi gefa af sér í faraldrinum
„Fyrir um mánuði fór ég að velta
því fyrir mér hvort ég gæti ekki gert
eitthvað fyrir þetta fólk,“ segir
Bergrún um verkefnið. „Ég er ekki í
framlínusveit og mér fannst ég vera
frekar gagnslaus á vinnustofunni
minni, þótt ég hafi haft nóg fyrir
stafni. Ég vildi gefa eitthvað af mér
sem gæti orðið til þess að gera
ástandið þó ekki væri nema örlítið
bærilegra og þetta var niðurstaðan.“
Bergrún bætir við að hún sé búin
að missa bæði ömmur sína og afa.
Hún hafi hugsað með sér hvað
myndi trufla þau mest væru þau á
lífi og það væri að geta ekki hitt
langömmubörnin sín. Með því að út-
búa póstkort með kveðjum og dreifa
þeim gæti hún tryggt fólki einhvers
konar samskipti. Í því sambandi
bendir hún á að ömmusystir sín búi í
Bretlandi og geti ekki hitt ástvini
sína. Hún hafi því sent henni kort í
tölvupósti, sem hún geti prentað út
og sent barnabörnum. „Eldra fólk er
mér sérstaklega kært,“ segir Berg-
rún, sem hefur meðal annars unnið á
hjúkrunarheimilum og þekkir vel til
þarfa íbúanna, en ein bóka hennar
gerist einmitt á hjúkrunarheimili.
Viðbrögðin vegna kortanna hafa
ekki látið á sér standa. „Þau hafa
verið mögnuð og góð og greinilegt er
að kortin hafa snert einhvern
streng.“ Bergrún segist meðal ann-
ars hafa fengið kveðju frá Hjúkr-
unarheimilinu Eir í Reykjavík.
„Gaman var að heyra að kortin urðu
til þess að fólk fór að bera saman
bækur sínar, telja hvað það ætti
marga afkomendur, nöfnin og
fleira.“
Póstkortin voru prentuð hjá
Prentun.is í Hafnarfirði, Bergrúnu
að kostnaðarlausu. „Vinir mínir í
fyrirtækinu voru strax tilbúnir að
vera með í verkefninu og þegar ég
spurði hvort þeir væru tilbúnir að
borga kostnaðinn að hálfu á móti
mér sögðust þeir sjá um þetta alfar-
ið.“
Kortin eru með mismunandi áletr-
unum. „Afi saknar þín svo mikið“ er
til dæmis ein og „Langamma elskar
þig langmest“ önnur. Komi fram
óskir um fleiri kort segir Bergrún að
ekkert standi í vegi fyrir því að
verða við þeim.
Póstkort fá nýtt líf
í höndum Bergrúnar
Gjafapakkar Bergrún Íris setur kortin í öskjur og dreifir þeim.
Listakonan hefur útbúið og gefið öldruðum kort til að senda
Skilaboð Kortin eru með mismun-
andi uppörvandi áletrunum.
FÆST Í NÆSTU
BÓKAVERSLUN
OG Á EDDA.IS
Barir og tónleikastaðir verða opnaðir á ný í dag og mun
hljómsveitin Hvanndalsbræður ríða á vaðið á Græna
hattinum á Akureyri og halda tónleika í kvöld og öll
kvöld til og með 31. maí. Hvanndalsbræður vinna nú að
áttundu hljómplötu sinni og fara í hljóðver í júní til að
taka hana upp. Nýtt efni er því á leiðinni frá hljómsveit-
inni og munu gestir Græna hattsins fá að heyra nokkur
ný lög. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 21 og húsið
verður opnað klukkustund fyrr. Miðasala fer fram á
tix.is og graenihatturinn.is.
Hvanndalsbræður halda tónleika
sjö kvöld í röð á Græna hattinum
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 146. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Kristinn Freyr Sigurðsson, miðjumaður knattspyrnuliðs
Vals, segir að leikmenn Hlíðarendaliðsins mæti til leiks
á Íslandsmótinu með það í huga að láta stórslys síð-
asta tímabils ekki endurtaka sig. Valsmenn voru þá sig-
urstranglegir en enduðu í sjötta sæti. „Það er ekkert
launungarmál að við ætlum okkur titilinn og það væru
vonbrigði að ná því ekki. Það er krafa um titil á Hlíðar-
enda,“ segir Kristinn Freyr. »26
Látum stórslys síðasta
tímabils ekki endurtaka sig í ár
ÍÞRÓTTIR MENNING