Morgunblaðið - 29.05.2020, Síða 12

Morgunblaðið - 29.05.2020, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2020 GMC Denali Ultimate Litur: White frost/ svartur að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. 2020 GMC Denali Ultimate Litur: Svartur/ Svartur að innan. 2020 GMC Denali , magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. VERÐ 12.990.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ VERÐ 12.990.000 m.vsk ATH. ekki „verð frá“ Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Stúdentamyndatökur Einstök minning 29. maí 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 137.21 Sterlingspund 169.14 Kanadadalur 99.85 Dönsk króna 20.271 Norsk króna 13.937 Sænsk króna 14.334 Svissn. franki 141.53 Japanskt jen 1.2739 SDR 187.61 Evra 151.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 191.1218 Hrávöruverð Gull 1705.15 ($/únsa) Ál 1486.0 ($/tonn) LME Hráolía 35.93 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Gerbreytt staða ríkissjóðs kann að skerða svigrúm stjórnvalda til að beita ríkisfjármálunum til að bæta samkeppnishæfni íslenskra fyrir- tækja og fjölga þannig störfum og auka hagvöxt á næstu árum. Þetta er mat Ingólfs Bender, aðal- hagfræðings Samtaka iðnaðarins, en tilefnið er sú áætlun fjármálaráðu- neytisins að skuldir hins opinbera kunni að hækka úr 28% í 47% milli áranna 2019 og 2021. Árin 2022-2025 sé svo útlit fyrir áframhaldandi hallarekstur. En eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær áætlar ráðuneytið að hallinn geti numið um 490 milljörðum á rekstrargrunni í ár og á næsta ári. Spáð er miklum sam- drætti í landsframleiðslu. Ingólfur segir mikilvægt að stjórnvöld hafi samkeppnishæfnina að leiðarljósi í aðgerðum sínum á næstunni því með sterkri stöðu á því sviði sé öflug viðspyrna hagkerfisins best tryggð. Hagfræðingar séu al- mennt sammála um að við aðstæður sem þessar sé rétt að auka ríkis- útgjöld og þannig lyfta undir eftir- spurn í hagkerfinu. Það hjálpi aftur til við að halda uppi atvinnustiginu og styðji fyrirtækin við að komast í gegnum erfiðleikatímabilið. Með auknum ríkisútgjöldum sé dregið úr dýpt niðursveiflunnar. Ingólfur segir vinnumarkaðs- úrræði, á borð við hlutabótaleiðina, af hinu góða og til þess fallin að koma í veg fyrir atvinnuleysi og halda tengingu starfsfólks við fyrirtækin. „Áherslan þarf hins vegar að vera rík við þessar aðstæður á aðgerðir sem skapa hagkerfinu sterka við- spyrnu, þ.e. aðgerðir sem skapa störf og hagvöxt. Þar er um að ræða aðgerðir á borð við aukna hvata til nýsköpunar, auknar innviðafram- kvæmdir, aðgerðir til að efla starfs- umhverfið og menntakerfið.“ Bregðast þarf skjótt við Stjórnvöld hafa boðað hundraða milljarða útgjöld til að sporna við niðursveiflunni. Hafa ákvarðanir þar að lútandi verið teknar á aðeins nokkrum vikum. Ingólfur segir aðspurður að við þessar aðstæður sé afar mikilvægt að vinna hratt til að bjarga störfum og fyrirtækjum. Hraðanum fylgi hins vegar hætta á sóun fjármuna. Ágæt reynsla af verkefnum á borð við hlutabótaleiðina og átakið allir vinna frá eftirhrunsárunum nýtist hins vegar vel við þessar aðstæður. Hvað varðar boðuð lánaúrræði á borð við brúarlánin hafi þau skilað sér seint og illa, enda þótt þau hafi verið lengi í farvatninu. „Það er mikilvægt að bregðast snöggt við. Fyrirtækin þola ekki að vera lengi án tekna en hafa talsverðan kostnað á móti. Það eru liðnar um 9 vikur síð- an þetta úrræði var kynnt og enn er ekki ljóst hvenær fyrirtækin geta nýtt sér það,“ segir Ingólfur. Ríkisreksturinn ekki sjálfbær Það sjónarmið hefur heyrst úr at- vinnulífinu að hægt hafi gengið að vinda ofan af skattahækkunum eftir- hrunsáranna, alls á annað hundrað. Spurður hversu raunhæft sé að skattar verði lækkaðir næstu misseri bendir Ingólfur á að opinber rekstur verði ósjálfbær á tímabilinu. Til að ráða bót á því sé mikilvægt að ekki verði farin sama leið og eftir hrunið. Þá hafi ríkisstjórnin brugðist við hallarekstri með niðurskurði og verulegum skattahækkunum. „Það er ekki rétt meðal í sjálfu sér til þess að koma hagkerfinu af stað. Við viljum fara í aðgerðir sem efla samkeppnishæfnina og stækka þannig hagkerfið, og í leiðinni skatt- grunn ríkissjóðs, sem leiðir þá til þess að ríkissjóður verður sjálfbær á ný,“ segir Ingólfur. Ríkisstjórnin notaði svigrúmið Konráð S. Guðjónsson, hagfræð- ingur Viðskiptaráðs, segir alla munu bera minna út býtum eftir svo mikið efnahagslegt áfall. Ríkisstjórnin hafi notað svigrúmið til að milda höggið og reka ríkissjóð tímabundið með halla. Hver langtímaáhrifin verði á fyrirtækin ráðist af því hvaða stefna verður ofan á við endurreisnina. „Þegar tekið er tillit til almanna- trygginga höfum við einhverja hæstu skatta á byggðu bóli. Það gæti skapast þrýstingur á að hækka þá meira. Að mati Viðskiptaráðs ætti frekar að reyna að horfa á aðrar leið- ir, eins og til dæmis að ná fram auk- inni skilvirkni í opinberri þjónustu og tryggja að tekjuhliðin taki við sér í gegnum vöxt efnahagsumsvifa, frekar en að fara í skattahækkanir þegar verðmætasköpunin er kannski ekki til staðar,“ segir Konráð. Spurður hversu samkeppnishæft Ísland verður, ef ríkisskuldir aukast jafn mikið og spáð er, bendir Konráð á að vandinn sé ekki bundinn við Ís- land. Horfur séu á miklum halla- rekstri í helstu samanburðarlöndum. Varasamt að hækka skatta „Það er til mikils að vinna að ná að vaxa hratt út úr þessu ástandi. Þann- ig gætum við styrkt samkeppnis- hæfnina og um leið lokað fjárlaga- gatinu sem er að myndast. Ef sú leið verður hins vegar farin að hækka skatta til að draga úr hallanum gæti það bitnað harkalega á samkeppnis- hæfninni. Svo skiptir máli hversu skilvirk skattheimtan er. Sá þáttur gæti einn og sér bitnað á samkeppn- ishæfni. Jafnframt gæti hann komið í veg fyrir að fyrirtæki í alþjóðlegri samkeppni vaxi og dafni hér á landi,“ segir Konráð og bendir á að Ísland sé fámennt land og vinnumarkaður- inn lítill. Við slíkar aðstæður sé óraunhæft að eiga mikið úrval sér- fræðinga á öllum sviðum. Fyrir vikið sé sérstaklega mikilvægt að laða til landsins sérfræðinga og mannauð úr öllum áttum og sækja þannig þekk- inguna sem upp á vantar. Konráð segir aðspurður að á þessu stigi sé erfitt að meta hversu mikil tilfærsla starfa verður milli atvinnu- greina. Meðal annars eigi eftir að skýrast hversu langvinn áhrif veir- unnar verði á ferðaþjónustuna. Lán til að örva fyrir- tækin skilað sér illa Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í miðborginni Nýjar 16.500 höfuðstöðvar Landsbankans eru í smíðum.  Hagfræðingar telja brýnt að verja samkeppnishæfnina Konráð S. Guðjónsson Ingólfur Bender ● Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 789 milljónum króna. Þrátt fyrir það varð rekstrartap af starfsemi samstæð- unnar upp á 1.514 milljónir króna. Hagn- aðurinn kemur til vegna endurmats á gangvirði yfirtekinna eigna og skulda fjármögnunarfyrirtækisins Lykils sem TM keypti 10. október í fyrra af félaginu Klakka ehf. Kaupverðið var 9.597 millj- ónir króna en samkvæmt endurmati í samræmi við kröfur IFRS 3 voru yfirtekn- ar eignir 2.251 milljón verðmætari en þær skuldir sem teknar voru yfir og er mismunurinn af þeim sökum færður á rekstrareikning félagsins. Einskiptis- kostnaður vegna kaupa TM á Lykli nam 144 milljónum króna á fjórðungnum. Ávöxtun fjárfestingareigna var nei- kvæð sem nam 0,5% á fjórðungnum. Af- koma vátrygginga var neikvæð um 82 milljónir og samsett hlutfall var 103,9%. Hlutfallið var 99,9% yfir sama tímabil í fyrra. Afkoma fjármögnunarstarfsemi var neikvæð um 430 milljónir króna og virðisrýrnun útlána hjá Lykli nam 610 milljónum króna. 12% þeirra fyrirtækja sem eru í viðskiptum við Lykil hafa sótt um greiðslufresti vegna greiðsluvanda. Í tilkynningu frá félaginu segir að reksturinn hafi verið mjög litaður af út- breiðslu kórónuveirunnar á fjórðungn- um. TM hagnast þrátt fyrir rekstrartap Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.