Morgunblaðið - 29.05.2020, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
DonaldTrumpBanda-
ríkjaforseti hefur
ekki verið feiminn
við að nýta sér samfélagsmiðla,
þá sérstaklega Twitter, til þess
að koma skilaboðum sínum á
framfæri. Sjálfur hefur hann
sagt Twitter öflugt tæki til
þess að koma stuttum og hnit-
miðuðum skilaboðum á fram-
færi, og víst er að margir hafa
áhuga á því sem forsetinn hefur
fram að færa, því 80 milljónir
manna eru sagðar fylgjast með
skilaboðum Trumps á síðunni.
Meðan kórónuveirufaraldur-
inn stóð sem hæst tók Twitter
hins vegar upp á því að leið-
rétta ýmsar „rangfærslur“ sem
notendur vefjarins hafa birt, í
nafni þess að þörf sé á réttum
og ábyrgum upplýsingum til
varna vegna faraldursins. Veg-
urinn til heljar er varðaður
góðum ásetningi, því Twitter
ákvað í vikunni að merkja tvær
færslur Trumps sem „rang-
færslur“, en þær tengdust ekki
kórónuveirunni, heldur um-
ræðu sem nú geisar í Banda-
ríkjunum um hvort póstkosn-
ingar leiði af sér kosningasvik
eða ekki. Á sama tíma fengu
tvær öllu umdeildari færslur
forsetans að standa óhaggaðar,
sem bendir til að Twitter hafi
viljað slá sig til riddara á sem
ódýrastan hátt á kostnað for-
setans.
Trump hefur, eins og við var
að búast, tekið þessum aðgerð-
um Twitter mjög illa, og sakar
hann nú samskiptamiðilinn um
að stunda sérstaka
ritskoðun á skoð-
unum þeirra sem
eru til hægri í
bandarískum
stjórnmálum. Óháð því hvort
sú afstaða er rétt hjá honum
eða ekki – Twitter mun ef til
vill úrskurða um það – er óneit-
anlega skringilegt að hugsa til
þess að Twitter setjist yfir-
höfuð í dómarasæti yfir þeim
skoðunum sem þar eru birtar,
hvort sem þær eru til hægri
eða vinstri.
Vissulega eru til aðstæður,
þar sem fyrirtæki eins og
Twitter þarf að taka afstöðu til
efnis, svo sem þegar um er að
ræða hótanir eða hvatningar til
ofbeldis, en þurfti það að setja
sig í dómarasæti yfir „röngum“
skoðunum Trumps? Hafa skal í
huga, að af þeim 80 milljónum
sem fylgjast með skilaboðum
hans, eru fjölmargir sem ekki
deila skoðunum Trumps eða
hafa mikið álit á forsetanum, og
þeir hafa ekki verið feimnir við
að svara honum fullum hálsi,
meðal annars í póstkosninga-
málinu.
Twitter er komið á býsna
hálan ís með því að ætla sér að
úrskurða um rétt og rangt í
umræðum fólks. Ætli fyrir-
tækið að elta allt sem ein-
hverjir telja vitleysu og birtist
á síðum þess verður nóg við að
vera hjá starfsmönnum þess.
Það er hins vegar í meira lagi
óvíst að sannleikanum sé gerð-
ur sérstakur greiði með því að
Twitter setjist í dómarasæti
hinnar opinberu umræðu.
Twitter hættir
sér á hálan ís}
Rangar skoðanir
ekki leyfðar
Greint var fráathyglisverðri
skoðanakönnun í
Morgunblaðinu í
gær, þar sem spurt
var um afstöðu Reykvíkinga til
göngugatna í Reykjavík. Þar
kom í ljós að meirihluti þeirra
sem á annað borð sögðust vera
hlynntir eða andvígir því sem
spurt var um var mótfallinn
því að Laugavegi og Banka-
stræti ásamt öðrum götum
miðborgarinnar yrði lokað allt
árið. Ekki nóg með það, heldur
voru fleiri sem töldu það ólík-
legra en líklegra að þeir
myndu heimsækja miðborg
Reykjavíkur ef fyrrnefndar
götur yrðu lokaðar árið um
kring.
Þessar niðurstöður varpa
skýru ljósi á það öngstræti
sem lokanastefna borgarmeiri-
hlutans er komin í. Einmitt á
þeim tímum, þegar verslanir í
miðborg Reykja-
víkur þurfa á því
að halda að sem
flestir leggi leið
sína þangað, eru
færri sem vilja eiga erindi
þangað vegna þess hvernig bú-
ið hefur verið um hnútana.
Því miður er fátt sem bendir
til þess að meirihlutinn muni
taka tillit til þessara sjónar-
miða, enda sagði formaður
skipulagsráðs niðurstöðu
könnunarinnar einungis sýna
að það þurfi að kynna betur
kosti göngugatna fyrir Reyk-
víkingum. Þeir hafa þó fengið
bæði reynslu og kynningu und-
anfarin ár með þeim árangri að
fleiri eru á móti lokununum en
með. Er ekki hugsanlegt að
vandinn sé frekar að meiri-
hlutinn í borgarstjórn vill
hvorki kynna sér sjónarmið
borgarbúa né kaupmanna í
miðborginni?
Stefna meirihlutans
fælir borgarbúa frá}Götulokanir í öngstræti Það eru kapítalistarnir sem komaóorði á kapítalismann“ hefur Hann-es H. Gissurarson eftir einhverjumspekingi. Þeir sem horfa á útgerð-ina á Íslandi gætu hallast að þessari
kenningu. En ein af forsendum frjálsrar sam-
keppni er opinn aðgangur að greininni og verð-
myndun á markaði. Fiskimiðin eru aftur á móti
harðlæst – með keðju og slagbrandi. Fyrir þann
sem stendur fyrir utan er leiðin ekki þyrnum
stráð, þangað liggur alls engin leið.
Úthlutun fiskveiðiheimilda á Íslandi minnir á
lénskerfið á öldum áður. Vildarvinir konunga
voru gerðir að greifum, barónum eða lávörðum,
yfirstétt sem átti þaðan í frá sitt lén sem gekk í
arf. Inn í þennan hóp komst enginn nema eiga
rétta foreldra.
Kvótakerfið var sett á til þess að vernda fisk-
inn í sjónum fyrir ofveiði Íslendinga. Þingmenn ætluðu sér
að vernda náttúruauðlind þjóðarinnar. Þjóðarinnar, mun-
um það.
Kerfið virkaði vel, ýtti undir hagræðingu og efldi fiski-
stofna í hafinu á ný. Það er gráglettni örlaganna að á sínum
tíma var Morgunblaðið í fararbroddi þeirra sem vildu að
útgerðirnar borguðu sanngjarnt auðlindagjald. Nú er blað-
ið í eigu útgerðaraðalsins, því aðall er hann, aðall sem þigg-
ur vernd frá ríkinu, lokaður hópur sem enginn kemst inn í
sem ekki er til þess borinn. Ekki má minnast á að þjóðin
njóti ávinnings af kerfinu með markaðstengdu gjaldi.
Ekkert er út á það að setja að fólk auðgist á framtaki
sínu, hyggjuviti og útsjónarsemi. Á opnum markaði verður
slíkur hagnaður sjaldnast gríðarlegur. Á undanförnum
áratug hafa aftur á móti safnast upp slík auðæfi í sjávar-
útvegi að þess eru engin dæmi áður. Hagur
greinarinnar batnar um 123 milljónir á dag,
allan ársins hring. Arðurinn flæðir út, millj-
arður á mánuði, og eigendurnir leggja undir
sig eitt fyrirtækið af öðru í öllum atvinnugrein-
um.
Hannes H. Gissurarson benti mér um dag-
inn á bókina Père Goriot eftir Balzac. Þar er
þessi setning: „Á bak við mikil og illskýranleg
auðæfi leynist jafnan óupplýstur glæpur og
fimlega framinn.“
En útgerðin hefur fyrst og síðast nýtt sér
reglurnar, reglur sem skapa dagvaxandi ójöfn-
uð á milli útgerðaraðalsins og almennings.
Ríkisstjórnarflokkarnir, hvort sem þeir kenna
sig við hægri, vinstri eða miðju, eru fyrst og
fremst varðmenn óbreytts ástands. Þeir ná
saman í óbeit sinni á markaðslausnum. Aðlin-
um allt! er hið leynda boðorð.
Engu má breyta meðan örfáir auðjöfrar leggja landið
undir sig í skjóli eilífðarkvóta. Auðjöfrar sem verja með
kjafti og klóm ríkisforsjána sem malar þeim milljarða. Þeir
fá aldrei nóg.
Ég lærði eftirfarandi stöku Sigurðar Breiðfjörð af Ás-
geiri Jónssyni sem skrifaði um kvótakerfið fyrir aldar-
fjórðungi:
Það er dauði og djöfuls nauð
er dyggðasnauðir fantar,
safna auð með augun rauð,
en aðra brauðið vantar.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Mikið vill meira – og meira – og meira
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Umhverfisráðherra er aðundirbúa frumvarp tillaga um umgjörð nýt-ingar vindorku í landinu.
Ráðuneyti hans og ráðuneyti iðn-
aðarmála hafa verið að vinna að því
að móta viðmið um það hvar leyfa
megi vindorkugarða og hvar ekki.
Skipulagsstofnun vinnur í þessu
sambandi að gerð viðauka við land-
skipulagsstefnu þar sem sett verða
viðmið fyrir skipulagsgerð sveitar-
félaga um vindorku.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
umhverfisráðherra segir að litið hafi
verið til viðmiða erlendis og nefnir
að sums staðar hafi friðlýst svæði og
svæði sem farleiðir fugla liggja um
verið tekin út fyrir sviga.
Mikil ásókn í orkukostinn
Tveir vindorkugarðar fengu
umfjöllun við starf þriðju verkefnis-
stjórnar rammaáætlunar. Blöndu-
lundur Landsvirkjunar var flokk-
aður í nýtingarflokk en Búrfells-
lundur sama fyrirtækis í biðflokk.
Tillögur nefndarinnar hafa ekki
fengið umfjöllun á Alþingi. Nú virð-
ist mikill hugur vera í orkufyrir-
tækjum, bæði nýjum og eldri, að
virkja vindinn. Þannig tilkynnti
Orkustofnun 34 vindorkukosti til
fjórðu verkefnisstjórnar sem nú er
að störfum. Ástæðan fyrir áhuga
innlendra og erlendra orkufyrir-
tækja er væntanlega sú að kostn-
aður við að koma upp vindorku-
görðum hefur farið lækkandi og
þessi orkukostur er að verða sam-
keppnisfær.
Umræðan hér á landi hefur
verið að þroskast samhliða aukinni
ásókn. Margir virðast vera að vakna
upp við vondan draum og að mann-
virki við öflun þessarar endurnýj-
anlegu orku séu kannski of mikið
lýti á ásýnd landsins, sérstaklega ef
vindmyllur rísa þétt og um allt land.
Guðmundur Ingi er sammála
því að sýnileiki vindrafstöðvanna sé
stóri umhverfisþátturinn en bætir
við áhrifum á fugla. „Ég tel gríðar-
lega mikilvægt að við náum að vinna
þær breytingar á lögunum sem boð-
aðar hafa verið þannig að hægt
verði að ákveða á hvaða svæðum
vindorkugarðar verða ekki því þá
verður miklu einfaldara að taka
ákvarðanir um reglur á svæðum
sem þar eru fyrir utan,“ segir ráð-
herrann og bætir því við að þótt
vindorkan sé að hans mati einn af
þeim orkukostum sem komi til
greina að nýta þurfi að fara varlega
með hana, eins og aðra kosti. „Við
þurfum að hafa vernd náttúrunnar í
fyrirrúmi,“ segir hann. Vonast hann
til að hægt verði að leggja frum-
varpið fram í haust.
Ekkert á framkvæmdastigi
Engin vindorkuver eru komin á
framkvæmdastig. Víða er verið að
vinna að rannsóknum og umhverf-
ismati og sums staðar eru skipu-
lagsbreytingar í gangi. Fyrir utan
vindlundi Landsvirkjunar eru einna
lengst komin þrjú vindorkuver í
Dalabyggð og Reykhólasveit.
Hreppsnefnd Reykhólahrepps hefur
ákveðið að auglýsa skipulagsbreyt-
ingar vegna vindorkugarðs á Garps-
dalsfjalli í Gilsfirði. Breytingar á að-
alskipulagi vegna tveggja vera í
Dalabyggð eru á lokastigi. Verk-
efnin og tillögur að skipulagsbreyt-
ingum vegna vindorkuvers á Sól-
heimum í Laxárdal og Hróðnýjar-
stöðum við Hvammsfjörð verða
kynntar á íbúafundi nk. þriðjudag. Í
kjölfarið ákveður hreppsnefnd hvort
skipulagið verður auglýst. Ekkert
vindorkuver er komið í gegnum nál-
arauga rammaáætlunar og Alþingis.
Setja viðmið við upp-
byggingu vindorku
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Búrfellslundur Vindmyllur sem Landsvirkjun reisti í tilraunaskyni við
Búrfell hafa reynst vel og skila meiri orku en reiknað var með í upphafi.
Stjórnvöld hér horfa til ná-
grannalandanna varðandi mót-
un viðmiða um þau svæði sem
ekki er leyft að ráðstafa undir
vindorkugarða. Reglurnar eru
hins vegar nokkuð mismunandi
milli landa, eins við ferða-
mönnum blasir þegar farið er
um Bretlandseyjar, Norðurlönd
og aðra hluta Evrópu. Eins fara
reglurnar eftir stærð mann-
virkja.
Í skýrslu sem Alta gerði fyrir
Skipulagsstofnun sést að
meiri kröfur voru gerðar í til-
lögum að rammaáætlun vind-
orku í Noregi en gert er í Skot-
landi.
Í skýrslu sem Efla verkfræði-
stofa vann fyrir Dalabyggð á
árinu 2018 um skilmála fyrir
mannvirki til nýtingar vindorku
er lagt til að vægari skilyrði
gildi um stakar vindmyllur 30
metra háar eða lægri en þar
sem reisa á fleiri og hærri
myllur. Skýrsluna átti að nota
við endurskoðun aðalskipulags
sem ekki varð úr á þeim tíma.
Mismunandi
reglur gilda
SKILYRÐI ERLENDIS