Morgunblaðið - 29.05.2020, Side 15

Morgunblaðið - 29.05.2020, Side 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 Hlaup Þessar fjórar hressu vinkonur voru í gær á harðaspretti framhjá Sjóminjasafninu við Reykjavíkurhöfn enda veður fallegt og hvetjandi til útivistar. Eggert Umræður um fram- kvæmdir tengdar varnarmálum vegna hugmyndavinnu á vettvangi ríkisstjórn- arinnar um CO- VID-19-efnahags- og atvinnumálaaðgerðir á Suðurnesjum beina at- hygli að breytingum frá því að Keflavík- urstöðin laut stjórn og forsjá Bandaríkjamanna. Með brotthvarfi Bandaríkjahers árið 2006 skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að sjá um rekstur og viðhald mannvirkja NATO hér á landi. Mannvirkjasjóður NATO stendur straum af kostnaði við gerð mannvirkja og búnað í þágu varn- arhagsmuna Atlantshafsbandalags- ins í heild enda séu þær umfram varnarþarfir hlutaðeigandi ríkis. Hér hefur Bandaríkjaher átt hlut að fjármögnun annarra varn- arframkvæmda. Þetta kemur fram í greinargerð sem varnarmálastofnun tók saman um varnarskuldbindingar Íslands í ársbyrjun 2010. Þar sagði einnig að þá ætti NATO 152 mannvirki í land- inu. Þeim hefur fækkað síðan. Varn- armálastofnun vísaði til skýrslu mannvirkjanefndar NATO frá nóv- ember 2007 um að frá upphafi til 2006 hefði NATO fjárfest sem sam- svaraði 550 milljónum evra í varn- artengdum mannvirkjum á Íslandi. Af upphæðinni fóru 250 milljónir evra í uppbyggingu íslenska loft- varnakerfisins (IADS) og um 300 milljónir evra í önnur verkefni sem nýtast ekki aðeins hernaðarlega. Íslensk stjórnvöld gerðust aðilar að mannvirkjasjóði NATO eftir brottför varnarliðsins 2006 og tóku að sér rekstur öryggissvæð- isins á Keflavíkur- flugvelli, ratsjáa mann- virkjasjóðs auk annars í eigu NATO á Íslandi. Fer Landhelgisgæslan þar með daglega stjórn í umboði utanríkisráðu- neytisins. Ber íslensk- um stjórnvöldum að sjá til þess að hér séu öruggar byggingar til að þjóna loftrýmiseftir- liti á vegum NATO. Í hlutverki Íslands sem gistiríkis felst að taka á móti liðsafla og búnaði á vegum NATO eða annarra ríkja sem koma að aðgerðum á íslensku yfirráðasvæði eða ferðast um Ísland. Þá ber íslenskum yfirvöldum að heimila að búnaður og stofnanir NATO séu starfræktar hér og veita þeim stuðning. Varnarmannvirki hér eru ekki öll eign NATO. Sum voru í eigu Banda- ríkjamanna en í skilasamningi Ís- lands og Bandaríkjanna við brottför varnarliðsins var varnarsvæðum og bandarískum mannvirkjum og bún- aði skilað til íslenskra yfirvalda. Þau skil höfðu engin áhrif á NATO- mannvirki og búnað hérlendis að öðru leyti en því að land undir þeim rann úr samningsbundinni umsjá Bandaríkjamanna til Íslendinga. Tvíhliða varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 er í gildi. Í 7. gr. hans skuldbinda Íslendingar sig til annast annaðhvort sjálfir nauðsynlegt viðhald á mannvirkjum og búnaði eða heimila Bandaríkja- mönnum að gera það. Tillaga um átaksverkefni Í sjötta tölulið þingsályktunar um þjóðaröryggisstefnu Íslands segir að stjórnvöld skuli „tryggja að í landinu séu til staðar varnarmann- virki, búnaður, geta og sér- fræðiþekking til að mæta þeim áskorunum sem Ísland stendur frammi fyrir í öryggis- og varn- armálum og til að uppfylla alþjóð- legar skuldbindingar Íslands.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utan- ríkisráðherra sendi 19. mars 2020 tillögur „um átaksverkefni í ljósi efnahagslegra afleiðinga heimsfar- aldurs“ til fjármálaráðuneytisins, annars vegar um að íslensk stjórn- völd legðu til 250 millj. kr. á ári á tímabilinu 2021-2025 auk 125 millj. kr. í ár, samtals 1.450 millj. kr., til endurbóta á hafnaraðstöðunni í Helguvík og hins vegar um að framkvæmdum við gistirými á ör- yggissvæðinu í Keflavík yrði flýtt. Það hefði falið í sér 330 millj. kr. aukningu framlaga til verkefnisins á árunum 2021-2022 en heildar- upphæðin hefði verið óbreytt. Eftir að fréttir birtust hér í blaðinu um að tillögurnar um átaks- verkefnin hefðu ekki náð fram að ganga sem hluti COVID-19-aðgerða ríkisstjórnarinnar hafa umræður um þær farið út og suður vegna þess að það var fyrst í þingumræðum mánu- daginn 25. maí sem skýrðist til fulls um hvað þær snerust. Í þingumræðum 18. maí sökuðu formenn Miðflokksins og Viðreisnar Katrínu Jakobsdóttur forsætisráð- herra um að hafa snúist gegn þjóð- aröryggisstefnunni með andstöðu við tillögurnar. Forsætisráðherra skýrði afstöðu sína og sagði meðal annars: „Í fyrsta lagi hefur því verið hald- ið fram að Vinstrihreyfingin – grænt framboð standi gegn þjóðarörygg- isstefnu fyrir Ísland. Ég hef ekki séð nein rök færð fyrir þeirri staðhæf- ingu og minni þar á að í kjölfar yf- irlýsingar sem íslensk stjórnvöld undirrituðu með bandarískum stjórnvöldum árið 2016, þar sem boð- uð var ákveðin uppbygging á Kefla- víkurvelli og í kjölfar hennar sameig- inlegur skilningur stjórnvalda á árinu 2017 um það hvað sú uppbygg- ing skyldi snúast um, hefur staðið yf- ir á Keflavíkurvelli uppbygging fyrir 12 milljarða kr. Sýnir það ekki að Vinstrihreyfingin – grænt framboð stendur við þær ákvarðanir sem teknar eru og byggjast á mati á varnarhagsmunum sem fram fór í kjölfar þeirrar yfirlýsingar sem gefin var út 2016?“ Kjarninn í afstöðu forsætisráð- herra er að þjóðaröryggisstefnunni skuli fylgt. Hugmyndina um nýjar framkvæmdir nú eigi ekki að skoða „með miklum hraði“ við gerð fjár- aukalaga vegna COVID-19. Forsætisráðherra minnti á að við- hald mannvirkja undanfarin þrjú ár á varnarsvæðinu á Keflavíkurvelli hefði verið meira en frá árinu 2002. Ríkisstjórn hennar hefði „svo sann- arlega“ fylgt þjóðaröryggisstefnunni betur eftir en fyrri ríkisstjórnir. Undir lok þingumræðu um málið 25. maí sagði utanríkisráðherra að ekki mætti gleymast hvernig varn- armannvirki nýttust þjóðinni og nefndi flugbrautir, ratsjárkerfið, ljós- leiðarann og Helguvíkurhöfn. Öll þyrftu þessi mannvirki viðhald, frá- leitt væri að gera það tortryggilegt. Og hann sagði: „Hér hefur verið gengið fram eft- ir þjóðaröryggisstefnunni. Því verð- ur haldið áfram. Ég mun hafa enn meira frumkvæði að því að ræða þessi mál því að það er full þörf á því, hvort sem það er í þjóðarörygg- isráði eða annars staðar.“ NATO og Norðurlöndin Öll bandalagsríki Íslands innan NATO efla nú viðbúnað sinn vegna aukinna umsvifa Rússa á norður- slóðum. Minna fréttir á níunda áratuginn þegar varnarfram- kvæmdir voru mestar hér á landi í seinni tíð. Nú í byrjun maí sigldu tvö bandarísk herskip og eitt breskt ásamt bandarísku birgðaskipi inn á Barentshaf sem Rússar líta á sem „sitt“ haf og kafbáta sinna. Um miðjan níunda áratuginn fylgdi John Lehman, flota- málaráðherra í stjórn Ronalds Regans Bandaríkjaforseta, fram nýrri flotastefnu á norðurslóðum og stuðlaði að falli Sovétríkjanna með því að senda herskip inn á Barentshaf. Aðstaða Bandaríkjamanna og NATO hér var að baki þessari stefnu. Þunginn í framkvæmd hennar minnkaði álagið á GIUK- hliðið og þar með Ísland. Á þeim tíma vildu Svíar og Finn- ar að skil væru á milli sín og NATO, að minnsta kosti á frið- artímum. Nú taka herir þjóðanna á hinn bóginn þátt í æfingum með NATO. Fyrir rúmri viku efndi sænski flugherinn í fyrsta sinn í sögunni til æfinga með B-1- sprengjuvélum frá Bandaríkjunum yfir sænsku landi. Öflug varnarmannvirki hér þjóna öryggishagsmunum okkar í NATO og nánustu samarfsþjóða bandalagsins, Svía og Finna. Eftir Björn Bjarnason » Öll bandalagsríki Íslands innan NATO efla nú viðbúnað sinn vegna aukinna umsvifa Rússa á norðurslóðum. Björn Bjarnason Höfundur er fv. ráðherra. Varnarmannvirki fyrir NATO og Norðurlöndin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.