Morgunblaðið - 29.05.2020, Side 20

Morgunblaðið - 29.05.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 ✝ Kristjóna Þórð-ardóttir (Jóna) fæddist í Reykjavík 24. október 1938. Hún lést á Landspít- alanum 14. maí 2020. Foreldrar hennar voru Þórður Jóhann- esson, f. 1904, járn- smiður og Svein- björg Halldórsdóttir, f. 1901, húsfreyja. Systkini Jónu: Reynir, f. 1929 (lát- inn), Halldór, f. 1931 (látinn), Þór- ir, f. 1933 (látinn) og Magnús, f. 1940. Jóna giftist árið 1962 Birni Gunnari Jónssyni frá Laxamýri í Reykjahverfi, f. 1933, d. 1997. Hann var sonur Jóns Helga Þor- bergssonar, f. 1882, bónda á Laxamýri og Elínar Vigfúsdóttur, f. 1891, húsfreyju. Börn Jónu og Björns eru: 1) Sveinbjörg, f. 1963, gift Helga Hróðmarssyni, f. 1960. Dætur þeirra eru: Svava Guðrún, f. 1992, í sambúð með Hákoni Atla Hallfreðssyni, f. 1990. Dóttir þeirra er Kristín Björg, f. 2020. Birna Kristín, f. 1996, í sambúð með Matthíasi Kroknes Jóhanns- skole í Noregi. Þá vann Jóna á Tímanum 1955-1957 og eftir námið í Noregi fór hún að vinna í Útvegsbankanum þar til hún flutti norður. Þau hjón bjuggu lengst af fé- lagsbúi með Vigfúsi mági hennar og hans konu Sigríði Atladóttur. Var það samstarf alla tíð farsælt. Auk þess að vera húsmóðir á stóru sveitaheimili og gestkvæmu sótti Jóna einnig vinnu utan heimilis. Vann hún í mörg ár sem ritari sláturhússtjóra, vann við Hótel Húsavík á álagstímum auk skrifstofustarfa á Húsavík. Jóna hafði mikinn áhuga á fé- lagsstörfum og sinnti þeim vel. Hún stofnaði ásamt öðrum Kven- félag Reykjahrepps, var lengi í stjórn Kvenfélagasambands Suð- ur-Þingeyinga og Kvenfélagasambands Íslands. Þá var hún í mörg ár í orlofsnefnd húsmæðra í Suður-Þingeyjar- sýslu. Á níunda áratugnum var Jóna einnig formaður Húsavík- urdeildar Rauða krossins í nokk- ur ár. Útför Jónu fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag, 29. maí 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. Út- förinni verður einnig streymt á facebooksíðu Húsavíkurkirkju. Stytt slóð á streymi: https:// tinyurl.com/y8uzcyrw. Einnig má nálgast slóðina á www.mbl.is/ andlat. syni, f. 1994. 2) Jón Helgi, f. 1966, giftur Ingibjörgu Sigurjóns- dóttur, f. 1971. Börn þeirra eru: Björn Gunnar, f. 2002, og Sjöfn Hulda, f. 2005. 3) Halla Bergþóra, f. 1969, gift Kjartani Jónssyni, f. 1971. Börn þeirra eru: Jón, f. 2003, og Jóna Birna, f. 2006. Kristjóna hóf búskap á Laxa- mýri með eiginmanni sínum árið 1962. Fyrst um sinn bjó hún í sama húsi og tengdaforeldrar hennar en þar ólst upp bróður- dóttir Björns, Elín Margrét Hall- grímsdóttir, f. 1953. Hún er gift Kjartani Helgasyni, f. 1952, og þeirra börn eru Jón Helgi, f. 1990, í sambúð með Hrefnu Rún Magn- úsdóttur, f. 1991, og Freydís Björk, f. 1994, og var Jóna þeirra amma. Jóna stundaði nám í Miðbæj- arskólanum og síðan lá leiðin í Kvennaskólann 1951 og útskrif- aðist þaðan 1955. Árið 1957 fór hún til náms í Telemark Husmor- Elsku tengdamóðir mín, Krist- jóna Þórðardóttir, er látin. Ég fór að venja komur mínar á heimili hennar fljótlega eftir að við Jón kynntumst. Jóna tók mér strax opnum örmum og bauð mig vel- komna. Ég fann aldrei annað en að ég væri aufúsugestur en gerði þó þá kröfu á unnustann að við byggjum ekki hjá móður hans þegar við fórum að búa. Við leigð- um því íbúð í eitt ár, en þegar ég hóf framhaldsnám fyrir sunnan fluttum við með allt okkar hafur- task aftur inn til Jónu. Og aftur tók hún okkur opnum örmum. Þannig var hún, það voru allir vel- komnir. Jóna hafði einstakt lag á því að safna fólki í kringum sig, hún á sterkan vinkvennahóp úr Kvenna- skólanum, barnabörnin hafa öll sótt mikið í hana og ég veit að missir þeirra er mikill. Hún var á margan hátt miðpunktur fjöl- skyldunnar. Jóna hafði sterkar skoðanir og lá oft ekkert á þeim. Hún var hreinskilin, jafnvel full- hreinskilin stundum, en hún var líka alltaf sanngjörn. Jóna var mjög virk í félagsmál- um á sínum yngri árum. Hún starfaði í Rauða krossinum, var virk í Kvenfélagi Reykjahrepps og Kvenfélagasambandi Íslands. Þegar hún missti Björn dró hún sig í hlé frá félagsmálum og fór að eyða meiri tíma í Reykjavík. Hún keypti íbúð í Hólmgarði þar sem hún hafði búið þar til hún flutti norður árið 1962. Ég segi oft að hún hafi verið eins og farfuglarnir, hún kom norður á Laxamýri á vorin og fór suður í október til vetrardvalar þar sem hún hafði fé- lagsskap af vinkonum og fjöl- skyldu. Við Jóna áttum þetta sameig- inlegt. Að hafa alist upp fyrir sunnan, hafa átt þar líf og fjöl- skyldu og elt síðan ástina norður. Ég veit að hún skildi hversu mikið átak það var fyrir mig að flytja í sveit, langt í burtu frá öllu mínu. Hún skildi að ég vildi fara oft suð- ur að hitta fjölskyldu og vini. Ég tók þátt í félagsstarfi sem krafðist helgarferða til útlanda, átti hún þá til að gauka að mér gjaldeyri. „Svona, stingdu þessu nú í brjóstahaldarann“ sagði hún þá og glotti. Ég átti að splæsa ein- hverju fallegu á mig fyrir pening- inn. Hún samgladdist mér alltaf. Fyrir það er ég þakklát. Árið 2001 keyptum við hjónin af Jónu húsið sem hún og Björn höfðu byggt. Jóna flutti þá í lítið hús sem byggt var hinumegin við bílskúrinn og nutum við þess að hafa hana svona nálægt okkur. Það eru forréttindi að fá að alast upp í návígi við ömmu og afa, reynsla sem við hjónin búum bæði að. Ég er afskaplega þakklát fyrir það að börnin mín höfðu þessa ná- lægð við ömmu sína og gátu skot- tast yfir til hennar þegar þeim sýndist. Ég hugsa líka oft til þess að það hefði getað verið viðkvæmt mál þegar við síðan fórum að breyta hinu og þessu í húsinu sem hún hafði átt, en aldrei fann ég annað en að hún hafi samglaðst okkur. Hvíl í friði, elsku Jóna. Nú eruð þið Bjössi sameinuð á ný hjá Guði. Ég kveð þig með versi úr lagi El- lýjar Vilhjálms, Heyr mína bæn: Heyr mína bæn, bára við strönd, blítt þú vaggar honum við barm þar til svefninn sígur á brá. Draumheimi í dveljum við þá daga langa, saman tvö ein. Heyr mínar bænir og þrár. Ingibjörg Sigurjónsdóttir. Það er búið að vera skrítið að vera á Hólmgarðinum og þú ert þar ekki lengur amma mín. Ég hef hugsað mikið til þín og okkar sam- verustunda þar, á Laxamýri og ferðalagsins okkar til Ísafjarðar. Nú þegar ég fæ mér pítsubrauð vantar þig til að biðja mig að gera líka fyrir þig. Ég er skírð í höfuðið á þér og afa Bjössa, en bara eins og þú vildir Jóna. Þú bannaðir mömmu og pabba að skíra mig Kristjónu þar sem þú vildir ekki að ég væri að leiðrétta nafnið mitt alla ævi eins og þú. Alltaf gátum við spjallað um heima og geima og vildi ég að það gætum við enn gert. Þú varst allt- af góð við okkur en líka ákveðin. Þegar ég var yngri komum við oft á Laxamýri og þá var alltaf regla að fá grjónagraut eða makkarón- ugraut. Það fannst okkur öllum krökkunum mjög gott. Man eitt kvöldið sem þú varst að passa mig og ég fór að gráta. Þá baðstu mig fallega en mjög ákveðið að hætta því en um leið leyfðir þú Brúnó Rex að fara upp í rúm til mín en það höfðu pabbi og mamma aldrei leyft. Við fórum líka í ferðalag til Ísa- fjarðar og þá varst þú 78 ára. Við keyrðum frá Akureyri og við vor- um aftur í ásamt Jóni bróður. Við Jón vorum að kvarta yfir því að sitja í miðjunni því þar var sætið að okkur fannst of hart. Þú nennt- ir ekki að hlusta á þetta kvak í okkur og vildir setjast í miðjuna. Þú hafðir á orði að það væri ekk- ert að þessu sæti og besta útsýnið í miðjunni. Já ekkert vesen á þér amma mín. Amma hugsaði vel til okkar ef við vorum að ferðast, hvort sem það var að keyra á milli Norðurlands og Reykjavíkur eða fara utan, þá laumaði hún alltaf að manni einhverjum ferðapeningi sem var svo gaman að fá – svona allavega fyrir kóki og pylsu. Mér finnst við oft vera líkar amma mín. Ég er mjög oft hrein- skilin eins og þú og það kemur mér oft í vanda. Síðasta skiptið sem við hittumst ekki fyrir löngu náðum við góðu spjalli. Þú spurðir mig hvort ég væri með gervinegl- ur því þér fannst þær svo fallegar. Þá svaraði ég: „Nei amma mín, ég er bara með neglurnar þínar.“ Amma varð hissa, hló og var mjög ánægð með það. Síðan sungum við lag sem hún sagðist hafa sungið mikið þegar hún var yngri og er enn verið að syngja í dag. Þegar við kvöddumst mátti ég hvorki faðma þig né kyssa vegna Covid – heldur sendum við hvor annarri fingurkoss og ég sagði „love you“ og hún svaraði „love you too“. Ekki datt mér í hug þá að þetta yrði í síðasta skiptið sem við hitt- umst en er samt svo þakklát fyrir þessa helgi sem ég gat hitt þig að- eins. Hefði samt viljað hafa þig lengur hjá mér. Takk elsku amma mín fyrir allt saman og þú verður alltaf hjá mér í hjarta mínu. Þín nafna, Jóna Birna. „Nei, ertu komin heillin mín?“ er það fyrsta sem heyrist þegar maður kemur í ömmubæ. Í sveit- inni er margt við að vera og við frændsystkinin skottumst um öll tún, rekum kýr og kindur, klöpp- um kanínum og hænum og sullum í lækjum. Stundum er samt mikið að gera í útihúsunum eða hey- skapnum og þá erum við krakk- arnir bara fyrir, enda megum við hvorki keyra traktor né marka lömb. Þá er gott að það er nóg hægt að gera heima hjá ömmu. Hún lánar okkur gamalt dót og við förum í búleik í garðinum, tínum blóm í skógargirðingunni, teikn- um og höldum tónleika í sjón- varpsherberginu. Amma er alltaf jafn uppnumin og spennt þegar við færum henni nýja teikningu af torfbæ með kött á bæjarhlaðinu og allir blómvendirnir sem sam- anstanda af túnfíflum og holtasól- eyjum fá sinn sess í blómavasa. Stundum gengur grallaraskapur- inn fulllangt og þá hlær hún að okkur og segist ekkert skilja í þessum skrítnu krökkum. Svona duglegir krakkar fá líka ýmis verkefni eins og að vökva blómin, tína rabarbara eða fara með mjólkurbrúsann og fá áfyll- ingu í fjósinu. Öll þessi verk eru unnin hratt og örugglega með glöðu geði. Það þýðir heldur ekk- ert að vera með neitt múður við ömmu svo það er eins gott að gera bara strax það sem maður er beð- inn um. Amma líður ekkert vesen og hlustar ekki á neitt röfl í krökk- unum, það borða meira að segja allir það sem er sett á diskinn þeirra. Það er reyndar ekkert vandamál frá mínum bæjardyrum séð enda gerir amma besta matinn, hvort sem það er steiktur fiskur, grjónagrautur eða stórt kjöt á sunnudögum. Þegar ég er einn hjá ömmu er ekki jafn mikið hægt að leika en það er allt í lagi því hún á fullt af skemmtilegum bókum sem ég nýti hvert tækifæri til að lesa, stundum fulllangt fram á nótt. Amma skammar mig samt ekkert en spyr bara hvað ég hafi verið að lesa svona skemmtilegt, það hafi skríkt í mér langt fram á nótt. Þá var Kíkí örugglega að segja eitthvað snið- ugt, okkur finnst hún báðum fynd- in. Árin líða og amma þarf ekki lengur að hjálpa mér að skipta um föt þegar ég kem blautur inn eða sofa uppi í hjá mér þegar ég er myrkfælinn. Hólmgarðurinn verð- ur að félagsmiðstöð fjölskyldunnar yfir vetrartímann, það er þröng á þingi þegar allir mæta en þröngt mega sáttir sitja og það leikur eng- inn vafi á því að amma er hæst- ánægð með að hafa allt fólkið sitt hjá sér. Það er líka hvergi betra að vera, hvort sem húsið er fullt eða við sitjum bara tvö og spjöllum eða horfum á sjónvarpið. Amma vill vita hvað á daga mína drífur, hvet- ur mig til dáða og skammar þegar það á við, stundum hvort tveggja í einu. Ég segi henni að ég sé búinn að fá út úr síðasta prófinu mínu í háskólanum og langþráðu mark- miði sé þar með náð. Hún hrósar mér í hástert og gleðst yfir því að þessu sé loksins lokið en bætir svo við: „Ég var nú samt ekki alltaf al- veg viss um að þetta myndi hafast hjá þér heillin mín.“ Elsku amma, takk fyrir allar lopapeysurnar og leistana. Takk fyrir allar brúnterturnar og stóra kjötið. Takk fyrir öll faðmlögin, hlýjuna og hvatningarorðin. Takk fyrir að vera amma mín. Jón Helgi Kjartansson. Elsku besta amma Jóna er dáin. Hún var ekki bara amma mín held- ur líka góð vinkona mín. Amma var mjög stór partur af lífi mínu og ég var mjög ung þegar ég byrjaði að fara í heimsókn til hennar á hverj- um degi þegar hún var fyrir norð- an. Við spjölluðum um allt milli himins og jarðar. Við töluðum mik- ið saman um það þegar hún var ung, hún sagði mér margar sögur úr sveitinni og við töluðum líka mikið um afa. Það var líka mjög gott að tala við hana um líf mitt og tilveruna, hún var alltaf tilbúin að hlusta og gaf góð ráð. Það var líka svo gott að koma til hennar í Hólm- garðinn þegar hún var fyrir sunn- an og fá eitt gott og langt ömmuk- nús. Henni fannst svo gaman að dekra við mig eins og að eiga alltaf kex og tyggjó handa mér eða gera makkarónugraut handa mér þegar að ég var búin á æfingu. Oft þegar ég var að fara suður gaf hún mér pening fyrir „pylsu og kók“. Ég man svo vel eftir því þegar ég var lítil og spurði ömmu hvort ég mætti kalla hana „ömmu gömlu“. Fór hún í hláturskast og sagði „já auðvitað“. Þannig var sambandið okkar ömmu, við vorum alltaf að hlæja saman. Einu sinni bað hún mig að kaupa handa sér ópal og þegar ég kom með það til hennar og hún fékk sér sagði hún við mig að þetta væri ekki rétta ópalið vegna þess að þetta væri á bragðið eins og lakkrís. Þá sagði ég við hana að allt ópal væri lakkrís. Ég mun aldrei gleyma svipnum á henni þegar hún fékk þessar aga- legu fréttir, ég og amma hlógum að þessu í góðar 15 mínútur. Amma var líka mjög hreinskilin og ég hló oft að henni fyrir það. Amma var góð við mig og passaði alltaf að ég vissi hvað hún væri stolt af mér og að hún elskaði mig. Ég mun sakna þess að dunda mér með ömmu, eins og að lakka á henni neglurnar eða baka með henni. Amma vissi að mér þótti fiskur góður og þegar hún var með fisk í matinn hjá sér sagði hún allt- af við mig að ég mætti koma og borða með sér. Þegar Covid-19 byrjaði máttu fáir hitta hana og þá töluðum við saman í síma að minnsta kosti einu sinni í viku. Síðasta samtalið okkar var á afmælisdaginn minn. Við töl- uðum um sumarið og um það að ég ætlaði að vera kaupakona hjá henni vegna þess að ég var búin að missa sumarvinnuna mína vegna veirunnar. Amma sagði að hún hlakkaði mikið til að vera svona mikið með mér í sumar og að það væri alltaf gott að hafa mig hjá sér. Ég sagði að ég gæti ekki beðið eftir að hitta hana. Það síðasta sem hún sagði við mig var „love you“. Ég er svo þakklát fyrir hana ömmu mína og mun sakna hennar endalaust. Hvíldu í friði elsku amma. Sjöfn Hulda Jónsdóttir. Það er með mikilli sorg og trega sem við hefjumst handa við að rita orð sem okkur liggja á hjarta við fráfall ástkærrar ömmu okkar. Minningarnar streyma fram í stríðum straumum. Eftir á að hyggja voru allar stundir með ömmu ómetanlegar minningar sem hafa mótað líf okkar verulega. Amma Jóna var bjarg í lífi okkar sem ekki haggaðist þó svo að vind- ar blésu vítt og breitt, eins konar klettur jafnt í sólskini sem og í ólgusjó. Við vorum svo lánsamar að fá að hafa hana hjá okkur fyrir sunnan yfir vetrartímann og eyða hjá henni ómældum tíma á Hólm- garðinum auk ógleymanlegra heimsókna í sveitina á sumrin. Amma veitti mér, Birnu, huggun, gleði og ást og var ætíð til staðar. Mínar bestu minningar eru þegar við spjölluðum saman um allt mögulegt, hlustuðum á Hauk Morthens og Ellý Vilhjálms og nutum þess að vera saman. Sér- staklega fannst mér gaman þegar við ræddum um stríðsárin og her- mennina frá Bandaríkjunum. Nú síðast í vetur þurfti ég, Svava, að hætta störfum snemma á með- göngu. Þann tíma var ég meira og minna hjá ömmu, þar sem við nut- um návistar hvor annarrar. Amma hugsaði svo vel um mig, hafði mig í bómull og spurði ítrekað hvernig bumbulínan sín hefði það í mag- anum. Það kom til tals að hún færi norður í hvíldarinnlögn eftir jól. Hún tók það ekki í mál og vildi ekki færa sig um set fyrr en langömmu- barnið hennar væri komið í heim- inn. Í því samhengi var merkilegt að hún hafði sagt við mig og fleiri að ef henni gæfist tækifæri til þess að hitta sitt fyrsta langömmubarn gengi hún af hólmi sátt og sæl við guð og menn. Ég þakka fyrir að amma náði að hitta Kristínu Björgu, sem einnig er skírð í höf- uðið á henni. Hún fær svo sann- arlega að heyra allt um lönguna sína sem var svo einstök kona. Amma var ávallt sú sem lagði á hlustir þegar mótbárur urðu á vegi okkar. Hún hafði þann eiginleika að hafa innsæi í allar aðstæður og var heil í gegn. Þó svo að mörg ár skildu okkur að upplifðum við allt- af að við værum að tala við jafn- ingja. Bara töluvert vitrari jafn- ingja með bakpoka fullan af reynslu. Amma var allt í senn, sterkur karakter og mikil kvenfyr- irmynd sem stóð á sínu en á sama tíma hjartahlý og góð með ein- staka nærveru. Hún hafði sterka réttlætiskennd og þann eiginleika að tengjast öllum sem á vegi henn- ar urðu. Henni stóð ekki á sama um nokkurn mann og lét sér þykja vænt um bæði menn og málleys- ingja. Amma háði hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er ekki auðvelt að erfiða við hvern andar- drátt en það gerði hún allt fram á síðasta dag. Það er huggun harmi gegn að nú dragi hún andann laus við þjáningar sjúkdómsins, dilli sér með kántrí og íslenskri dægur- lagatónlist á himnum með afa og brosi til okkar. Elsku amma, þú varst okkar besta vinkona og svo stór partur af því hverjar við erum. Við munum sakna þess að fá ekki strokur um vangann sem þerra tárin þegar líf- ið reynist erfitt og að heyra hlát- urinn þinn ylja okkur um hjarta- rætur. Söknuðurinn er sár en við vitum og finnum að þú býrð ávallt innra með okkur. Takk fyrir allt, við elskum þig. Þínar Svava og Birna. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég, smá stelpan, kom inn í stofu heima hjá afa og ömmu á Laxamýri og augum leit flottustu konu sem ég hafði séð. Með rauð- ar neglur og varalit og í flottri dragt og það á venjulegum degi. Þessi kona var Jóna kærasta Bjössa frænda sem ætlaði að flytja á efri hæðina hjá okkur. Þetta voru ekki neinar smáfréttir og hafði koma Jónu miklar og já- kvæðar breytingar í för með sér fyrir mig. Ég varð strax mjög hænd að henni og hafði hún ótrú- lega mikla þolinmæði gagnvart mér sem ég verð henni ævarandi þakklát fyrir. Síðar gerði ég mér grein fyrir hve mikil viðbrigði það hafa verið fyrir unga konu útskrif- aða úr Kvennaskólanum í Reykja- vík sem vann á skrifstofu í banka að flytja í sveit norður í landi, enda samfélagið fyrir um 60 árum allt annað en það er í dag. Það er margs að minnast frá uppvextinum. Alltaf var mann- margt á Laxamýri á sumrin. Mik- ill gestagangur og margir krakkar í sveit eins og þá tíðkaðist og hafði Jóna gott lag á krakkaskaranum með góðri blöndu af ákveðni og gæsku. Í hug koma sundferðir í Hveravelli, bíltúrar í Ásbyrgi og Mývatnssveit, skipti á sendiferð- um og Ólsen ólsen, karamellu- gerð, poppkvöld og mjólkurglas og súkkulaðiterta við eldhúsborð- ið. Ekki má gleyma ófáum berja- ferðunum á Litlu-Núpa þar sem Jóna var í essinu sínu við tínslu og svo allt stússið við að hreinsa, sulta og safta. Jóna lét til sín taka á mörgum sviðum. Hún var mjög félagslynd, vinamörg og þau Bjössi afar gest- risin og góð heim að sækja. Jóna hélt alla tíð einstaklega góðum tengslum við skólasystur sínar úr Kvennaskólanum og eins frá hús- mæðraskóladvöl í Noregi. Hún var einn af stofnendum kven- félags sveitarinnar og drifkraftur í félaginu og hún sat einnig lengi í stjórn héraðs- og landssambands. Fóru ófáir kvenfélagsfundir fram á heimili hennar og tertur sem bakaðar voru fyrir hin ýmsu til- efni óteljandi. Þá var hún í Orlofs- nefnd húsmæðra í sýslunni og hafði forgöngu um orlofsferðir um landið. Jóna lét sig einnig málefni Rauða krossins varða og Hjálpar- starfs kirkjunnar. Man ég eftir mörgum kvöldum þar sem hún sat við að sauma eða prjóna fyrir bág- stödd börn og nú síðast í vetur þegar hún prjónaði poka fyrir pokadýr í Ástralíu. Óþreytandi við að láta gott af sér leiða. Elsku Jóna mín, að leiðarlokum er mér efst i huga þakklæti fyrir hvað þú hefur verið mér og mínum góð, börnunum mínum elskuleg amma sem alltaf var gaman að tala við og heimsækja. Aldrei neitt vol og væl þó að heilsunni hafi far- ið hrakandi á síðustu árum. Ég trúi því að Bjössi, sem lést langt um aldur fram fyrir 23 árum, taki vel á móti þér. Hafðu þökk fyrir samfylgdina sem aldrei hefur bor- ið skugga á. Hvíl í friði, elsku Jóna, og bless- uð sé minning þín. Elín Margrét Hallgrímsdóttir. Þegar ég, lítil stelpa, hljóp nið- ur í Mjóstræti til hans Þórðar járnsmiðs og bað hann að skerpa skautana mína sá ég oft dóttur hans, hana Jónu (Kristjónu). Hún var jafngömul Árna bróður mín- um og því fjórum árum eldri en ég. Enginn smá aldursmunur þeg- ar maður er aðeins 7 ára gamall. Mér finnst endilega að hún hafi verið með ljósar og þykkar fléttur sem ég leit öfundaraugum. Á þessum árum vissum við hvor af annarri en kynnin urðu ekki meiri. Kristjóna Þórðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.