Morgunblaðið - 29.05.2020, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020
29. maí 1963
Guðmundur Gíslason verður
fjórfaldur Íslandsmeistari á
fyrri degi Meistaramóts Ís-
lands í sundi.
Guðmundur
vinnur 100
metra skriðsund
á 59,7 sek-
úndum, 200
metra baksund
á 2:29,06 mín-
útum og 200
metra fjórsund á 2:26,09 mín-
útum auk þess að vera í sig-
ursveit ÍR í 4x100 metra fjór-
sundi.
29. maí 1990
Kristján Arason er Evrópu-
meistari bikarhafa í hand-
knattleik með spænska félag-
inu Teka og
verður þar með
fyrstur Íslend-
inga til að vinna
Evrópumeistara-
titil í flokka-
íþrótt. Teka
sigrar Drott frá
Svíþjóð, 23:18, í
seinni úrslitaleiknum á
heimavelli sínum og vinnur
einvígið með þremur mörkum
samanlagt. Kristján skorar 4
mörk í leiknum.
29. maí 1999
Örn Arnarson er sigursælasti
keppandi Smáþjóðaleikanna í
Liechtenstein, en hann sigrar
í öllum sjö greinum sínum í
sundkeppni leikanna. Um leið
tekur hann þátt í að setja
þrjú Íslandsmet í boðsunds-
greinunum með sveitum Ís-
lands.
29. maí 2010
Kvennalandslið Íslands í
handknattleik tryggir sér
sæti í lokakeppni Evrópu-
mótsins í fyrsta
sinn.
Liðið bíður
lægri hlut í
Austurríki,
26:23, en heima-
liðið þurfti fimm
marka sigur til
að komast
áfram á kostnað Íslands.
Hrafnhildur Skúladóttir er
markahæst með 8 mörk í
leiknum.
29. maí 2014
Kvennalið Kristianstad í
knattspyrnu er komið í úrslit
sænsku bikarkeppninnar í
fyrsta skipti í sögu félagsins
eftir 2:0 sigur á Örebro í
undanúrslitum. Elísabet
Gunnarsdóttir stýrir liðinu og
með því leika Guðný Björk
Óðinsdóttir, Elísa Viðars-
dóttir og Sif Atladóttir.
29. maí 2016
Jón Arnór Stefánsson leikur
til undanúrslita um Spánar-
meistaratitilinn í körfuknatt-
leik með liði sínu Valencia.
Liðið slær Unicaja Málaga út
í 8-liða úrslitum 2:0 og skorar
Jón 12 stig og gefur 3 stoð-
sendingar í síðari leiknum,
sem Valencia vann 88:59. Val-
encia glímir við Evrópumeist-
arana Real Madrid í undan-
úrslitum.
Á ÞESSUM DEGI
KNATTSPYRNA
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórð-
arson er af miklum knattspyrnuætt-
um. Faðir hans er Þórður Þórðar-
son, sem lék í marki ÍA um árabil og
langafinn Þórður Þórðarson var í
gullaldarliði Skagamanna á árum
áður. Þá eru frændur Stefáns Teits
meðal annars þeir Ólafur, Stefán og
Teitur Þórðarsynir sem allir eru
kunnir í knattspyrnuheiminum.
Morgunblaðið heyrði í Stefáni
Teiti í gær og bað hann um að rýna
aðeins í Skagaliðið og komandi Ís-
landsmót en Skagamenn höfnuðu í
10. sæti í fyrra eftir ótrúlega slitrótt
tímabil. ÍA var á toppnum eftir sex
umferðir og fimm sigra en vann að-
eins tvo af næstu 16 leikjum og gat
liðið hreinlega þakkað fyrir að hafa
ekki sogast niður í fallbaráttuna af
einhverju viti. Stefán, 21 árs, segist
eiga von á talsvert meiri stöðugleika
hjá liðinu í sumar.
„Ég tel okkur vera að spila miklu
betri fótbolta heldur en í fyrra. Þó
að við höfum náð einhverjum smá
árangri í byrjun, þá skulum við bara
tala hreint út með það að við gátum
ekkert. Þetta var bara ekki nógu
gott tímabil en ég er hundrað pró-
sent viss um að við munum geta
sýnt meiri gæði og stöðugleika yfir
allt tímabilið í sumar. Ég er mjög já-
kvæður eins og allir í liðinu,“ segir
Stefán sem vinnur alltaf hjá fjöl-
skyldufyrirtækinu Bifreiðastöð ÞÞÞ
á Akranesi á sumrin með fótbolt-
anum. Hann segist ekki hafa verið í
vandræðum með að halda sér í
standi þrátt fyrir að liðið hafi ekki
mátt koma saman til æfinga í rúma
tvo mánuði.
„Þegar allt fór í lás þá gátum við
bróðir minn haldið okkur við út í bíl-
skúr hjá mömmu og pabba, við héld-
um okkur í góðu standi,“ segir hann
og á þar við Þórð Þorstein Þórð-
arson sem spilar með FH. Skaga-
menn mættu ÍBV í æfingaleik á
miðvikudaginn og spila svo aftur um
helgina enda keppast nú öll lið við
að koma sínum mönnum í leikform
áður en mótið hefst 13. júní. „Svo er
leikur um helgina við Víking Ó.
Menn eru að taka nokkrar mínútur í
þessum leikjum, ekki að spila allar
90. Allir eru auðvitað fullir tilhlökk-
unar að fara að sparka í fótbolta og
gera eitthvað.“
Ungir en samt reynslumiklir
Stefán Teitur steig sín fyrstu
skref í meistaraflokki ÍA sumarið
2016 og var í liðinu sem féll úr efstu
deild haustið 2017. Það var svo í
fyrstu deildinni ári síðar að Stefán
blómstraði, skoraði tíu mörk í 22
leikjum. Í fyrra skoraði hann eitt
mark í 20 leikjum af miðjunni og er
því nokkuð reyndur leikmaður þrátt
fyrir ungan aldur en það á við um
fleiri í liðinu. Hann hefur allan sinn
feril spilað með ÍA, alls 71 leik og
skorað 15 mörk.
„Við erum ungt lið en samt með
mikla reynslu. Ég spilaði mitt fyrsta
tímabil sem miðjumaður með meist-
araflokki í fyrra og var ánægður
með að spila alla þessa leiki og hafa
staðið mig. Svo erum við með
Tryggva, Óttar og Árna Snæ sem
hafa allir spilað fullt af leikjum í
efstu deild. Við erum með nógu
mikla reynslu til að sýna hvað við
getum.
Svo erum við með stráka sem
hafa orðið Íslandsmeistarar með
öðrum flokki tvö ár í röð og ég er
bjartsýnn á að einhverjir þeirra
stígi upp og sýni hvað þeir geta,“
bætti hann við en lítið hefur verið
um mannabreytingar hjá Skaga-
mönnum, sem þó urðu fyrir áfalli í
vikunni þegar bakvörðurinn Hörður
Ingi Gunnarsson sneri aftur til upp-
eldisfélagsins FH en þrálátur orð-
rómur um þau félagaskipti hófst í
byrjun árs.
Viðurkenning að vera valinn
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálf-
ari ÍA, hefur ekki viljað tala sér-
staklega um markmið Skagamanna í
samtölum sínum við fjölmiðla í að-
draganda mótsins og það sama er
upp á teningnum þegar blaðamaður
biður Stefán um að spá í spilin. „Við
höfum ekki skrifað neitt niður, það
hefur ekki komið strax. Núna erum
við aðeins að púsla okkur saman eft-
ir þetta frí, koma forminu í stand og
svo setjumst við niður.“ Hann tekur
þó undir að á Skaganum séu alltaf
gerðar miklar kröfur til knatt-
spyrnuliðsins. Það er alltaf krafa
hérna að þú gefir þig allan í leiki og
ef þú gerir það ekki þá færðu að
heyra þá frá körlunum.“
Skagamaðurinn vakti verðskuld-
aða athygli fyrir frammistöðu sína á
síðustu leiktíð, sérstaklega í upphafi
móts, og uppskar árangur erfiðis
síns snemma á árinu þegar hann
spilaði sína fyrstu A-landsleiki fyrir
Ísland, gegn Kanada og El Salvador,
í Bandaríkjunum í janúar. Að þeirri
ferð lokinni ferðaðist hann svo til
Spánar þar sem hann var til reynslu
hjá norska úrvalsdeildarliðinu
Sarpsborg. Þó að atvinnumennskan
sé vissulega langtímamarkmið, ein-
beitir hann sér fyrst og fremst að
Skagaliðinu nú um sinn.
„Það er alltaf í stóra planinu en
maður veit ekki hvernig þessi mark-
aður verður núna eftir kórónuveir-
una. Ég held áfram að einblína á það
sem ég er að gera heima og ef eitt-
hvað gerist úti þá skoða ég það, ef og
þegar það kemur. Ég hugsa ekki of
mikið um þetta,“ sagði hann og
bætti við að það væri mikil viður-
kenning að vera kallaður inn í hóp
landsliðsins. „Það var bara við-
urkenning fyrir það sem ég hef verið
að gera og sýndi mér það að ég er á
réttri leið. Núna held ég bara áfram,
hvort ég fari út eða ekki – ég er ekk-
ert að stressa mig á því.“
Stendur þig á Skaganum
eða færð að heyra það
Stefán Teitur telur lið ÍA reynslunni ríkara eftir slitrótt tímabil í fyrra
Morgunblaðið/Haraldur Jónasson
Skagamaður Stefán Teitur Þórðarson er af miklum fótboltaættum og verður mikilvægur ÍA í sumar.
Danmörk
AGF – Randers......................................... 1:1
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði fyrstu 67
mínúturnar hjá AGF.
Færeyjar
HB – Víkingur ...........................................3:0
Klaksvík – EB/Streymur..........................3:0
Skála – AB Argir .......................................1:1
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu
mun hefja göngu sína á nýjan leik
17. júní, að því gefnu að heilbrigð-
isyfirvöld á Bretlandi samþykki það
en félögin tuttugu styðja tillöguna
einróma.
Deildin mun hefjast á tveimur
leikjum, viðureign Aston Villa og
Sheffield United annars vegar og
Manchester City og Arsenal hins
vegar en þá verða liðnir akkúrat
eitt hundrað dagar frá því að
keppni var aflýst tímabundið vegna
kórónuveirunnar. Umferðin mun
svo klárast helgina 20.-21. júní.
Enski boltinn
byrjar aftur
AFP
Loksins Kevin De Bruyne og meist-
ararnir í Man. City snúa brátt aftur.
Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði
íslenska kvennalandsliðsins í knatt-
spyrnu, hefur verið orðuð við Spán-
armeistara Barcelona í spænska
miðlinum Marca. Sara Björk, sem
er 29 ára gömul, hefur leikið með
Wolfsburg í Þýskalandi frá árinu
2016 þar sem hún hefur þrívegis
orðið Þýskalandsmeistari og bikar-
meistari á þremur tímabilum. Hún
verður samningslaus í sumar og var
sterklega orðuð við Lyon í Frakk-
landi í síðasta mánuði. Sara segist
sjálf vera búin að taka ákvörðun
um framtíð sína.
Sara orðuð
við Barcelona
Morgunblaðið/Hari
Eftirsótt Sara Björk hefur verið
orðuð við tvö stór félög í Evrópu.