Morgunblaðið - 29.05.2020, Side 28

Morgunblaðið - 29.05.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 Klippt og beygt fyrirminni og stærri verk ÍSHELLU 1 | HAFNARFIRÐI | S. 534 1500 | KAMBSTAL.IS Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Þegar komið er inn á heimili Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistar- manns og konu hans Rakelar Hall- dórsdóttur í Brautarholti 8 getur að líta myndverk uppi um alla veggi; búið er að setja upp enn eina sýn- inguna í Ganginum, sýningarsalnum sem Helgi Þorgils hefur rekið á heimilum sínum undanfarna fjóra áratugi. Öll verkin eru eftir erlenda listamenn, og marga mjög þekkta, sem hafa sýnt í Ganginum á þessum tíma og sendu verk sérstaklega á fjörutíu ára afmælissýninguna sem verður opnuð í dag, föstudag, klukk- an 17. Eitt er reyndar eftir Íslending og það tekur á móti gestum; Hreinn Friðfinnsson er höfundur þess og við hæfi, þar sem fyrsta sýningin í Gang- inum, í janúar 1980, var á verki eftir hann. „Ég kynntist Hreini vel í Amster- dam þegar ég var þar í námi og það fór vel á með okkur. Svo var hann með einhvers konar gallerí heima hjá sér á þeim tíma, það hvatti mig til dáða og ég fékk hann til að sýna,“ segir Helgi. Og Hreinn sendi honum þetta verk núna, gert sérstaklega fyrir sýninguna. „Annars eru verk komin hingað núna eftir marga sem sýndu hér strax á fyrstu árum Gangsins,“ segir Helgi, lítur í kringum sig og bendir á þau: „Helmut Federle, Martin Dis- ler, Milan Kunc, Peter Angermann. Þeir voru ekki frægir þá en hafa síð- an orðið allfrægir í evrópsku lista- sögunni.“ Þegar eru verk um fjörutíu lista- manna komin upp á veggi í Gang- inum og von er á mun fleirum. Helgi segir alla hafa tekið boðinu um að sýna vel. „Ef ég á að segja eins og er, þá voru þeir vitlausir í það! Og þetta eru allt gjafir, til okkar og Gangsins. Við þiggjum það en munum gefa öll verkin til eins listasafnanna hér, eftir sýninguna.“ Það eru heldur betur tíðindi og söguleg. Hvers vegna? Helgi svarar að þau gefi verkin sem einn pakka, sem minnisvarða um starfsemina í Ganginum. „Gangurinn hefur verið það mikil- vægur. Ég tel að Nýlistasafnið hefði til dæmis ekki orðið sama stofnunin án Gangsins, það var mikið samkrull þar á sínum tíma, og margir þessara listamanna kenndu líka um tíma í MHÍ og sýndu svo í Nýlistasafninu, og öðrum söfnum líka. Þá var hrein- lega erfitt að fá útlenska listamenn til að koma að kenna hérna, nema gegnum vinskap. Áður komu margir gegnum Dieter Roth.“ Auk fyrrnefndra listamanna má nefna að á sýningunni eru til dæmis verk eftir Holger Bunk, Eric Hattan, Lisu Milroy, Adam Barker Mill, Sig- rid Sandström, Robert Devridt, Nicola Vitae, Karin Kneffel, Jenny Watson, Sam Jedig og Peter Emch. Eiga eitthvað sameigilegt Við erum mörg sem höfum notið þess gegnum árin að skoða fjöl- breytilegar sýningar í Ganginum, bæði á verkum erlendra og íslenskra listamanna, en sýnendur hafa venju- lega verið tengdir víðfeðmu tengsla- neti Helga, sem sjálfur hefur sýnt sín verk víða um lönd. „Martin Disler var fyrsti útlend- ingurinn sem sýndi í Ganginum, en við kynntumst úti í Sviss 1979 því hann var að sýna hjá gallerista sem bauð mér líka að koma að sýna. Ör- stuttu síðar varð hann heimsfrægur með sýningu í Arsenale í Feneyjum, varð einn frægasti nýmálarinn. Þá var hann nýbúinn að setja upp mjög ódýrar myndir í Ganginum. Silvia Bachli hefur sýnt tvisvar hér og seinni sýning hennar var opnuð bara viku á undan sýningu hennar í Svissneska skálanum á Feneyja- tvíæringnum.“ Þegar spurt er hvort þessir lista- menn sem hann sýnir nú og verk þeirra eigi eitthvað sameiginlegt, þá telur hann svo vera. Það hafi hann séð gegnum árin þegar hann hefur boðið öðrum að vera sýningastjórar sýninga í Ganginum og hafi þá komið með verk sem hafa annan blæ en verk þeirra sem hann sjálfur hefur boðið. „Þótt hér séu abstrakt verk, raunsæ og allt mögulegt, þá finnst mér einhvern veginn eins og þau eigi öll eitthvað sameiginlegt,“ segir Helgi og lítir hugsi yfir myndverkin í kringum okkur. „Þetta er svolítið tíð- arandinn frá því ég var að byrja, enda var hugmyndin að sýna sam- tímamenn mína eða yngri, ekki mikið af eldra fólki.“ Verst eru samskipti við tollinn Hefur ekki verið mikil vinna við það öll þessi ár að setja upp sex til tíu sýningar á hverju ári á heimilinu, að viðbættum samskiptum við lista- mennina sem margir hafa búið hjá fjölskyldunni í einhverja daga? „Mér hefur bara fundist þetta gaman!“ svarar Helgi glaðbeittur. Og bætir við að Rakel hafi við þessa sýningu tekið að sér leiðinleg verk, eins og að eiga samskipti við tollinn sem hafi oft gegnum árin verið erfið, ruglingsleg og íþyngjandi þegar verk hafi verið að berast á sýningar. „En það eru alls ekki öll verkin komin í hús. Svo margir listamenn tóku vel í að senda myndverk að ég býst við að skipta um sýningar hér allt að þrisvar á árinu,“ segir hann. „Vegna veirunnar hafa listamenn víða átt erfitt með að koma verk- unum á pósthús. Nicola Vitale fór til dæmis strax fyrsta daginn sem það var leyfilegt með verkið sitt, þau eru öll áfjáð í að senda okkur verk. Það versta er síðan samskiptin við tollinn hér. Ég kvarta ekki undan öðru – þar er alltaf vesen út af ein- hverju sem ætti að vera einfalt og auðskilið. Það er óþolandi.“ En var ekki truflandi að vera með Ganginn á heimilinu í 40 ár? „Ekki fyrir mig, kannski fyrir fjöl- skylduna,“ svarar Helgi Þorgils. „Þetta hefur verið mjög gaman.“ Allir eru velkomnir á opnanir í Ganginum og þá er opið á sýningar samkvæmt samkomulagi – „alltaf þegar við erum heima,“ segir Helgi. Morgunblaðið/Einar Falur Fertugur Helgi Þorgils í heimagalleríi sínu, Ganginum, sem hann hefur starfrækt í fjóra áratugi. Hér má til dæmis sjá verk eftir John Zurier, Silviu Bachli, Thomas Huber, Helmut Federle, William Anthony og Milan Kunc. Allir voru vitlausir í að sýna  Fjörutíu ára afmælissýning opnuð í Ganginum, heimagalleríi Helga Þorgils Friðjónssonar  Tugir kunnra erlendra listamanna sendu verk á sýninguna og verða þau síðan gefin listasafni hér Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur skipað starfshóp um starfsemi og uppbyggingu Erróseturs á Kirkju- bæjarklaustri, á æskuslóðum lista- mannsins. Markmið verkefnisins er að koma upp safni eða sýningu um líf og uppvöxt Errós og miðla list- ferli hans í máli og myndum. Í til- kynningu segir að vonir standi til þess að Errósetur verði listatengdu menningarstarfi til framdráttar og mikilvægur afþreyingar- og fræðslustaður í héraði og á lands- vísu. Hugmyndin á sér nokkurn að- draganda, en áhugafólk um stofn- un Erróseturs kynnti áform sín um málið árið 2011 og Félag um Erró- setur var stofnað árið 2012. Í tilkynningu um skipun starfs- hópsins er haft eftir Lilju: „Við viljum miðla okkar menningu, sögu og menningararfi á fjöl- breyttan hátt og sem víðast um landið. Það er sérlega ánægjulegt hversu vel hefur tekist til við að byggja upp margvísleg menning- arsetur og söfn út um allt land – þangað er gaman að koma, fræð- ast og upplifa, fyrir alla fjöl- skylduna. Verkefni af þessu tagi gæti líkað skapað jarðveg fyrir frjótt og gott samstarf, t.d. við listasöfnin og Listaháskóla Ís- lands.“ Starfshópinn skipa Eiríkur Þorláksson, Eva Björk Harð- ardóttir og Rúnar Leifsson. Morgunblaðið/Einar Falur Listamaður Erró við eitt stórra málverka sinna í Listasafni Reykjavíkur. Starfshópur um Errósetur á Klaustri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.