Morgunblaðið - 29.05.2020, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.05.2020, Qupperneq 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. MAÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. AFMÆLISVEISLA Í ÁLFABAK Tvær frábærar eftir sögu Stephen King EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Það er bjart yfir Birgi Stef-ánssyni á fyrstu plötu hansí fullri lengd, Untold Stor-ies, sem nýverið leit dags- ins ljós. Þar er að finna safn laga sem hann hefur gefið út ein og sér síðustu ár auk nýrra laga. Birgir er sonur Sálverjans Stefáns Hilmarssonar og sömdu þeir feðgar einmitt, ásamt Ragnari Má Jónssyni, lagið „Klukkan tifar“ sem komst alla leið í úrslit Söngvakeppn- innar fyrr á árinu. Prýði- legt lag þar á ferð sem minnti ræki- lega á ABBA- flokkinn sænskættaða. Á Untold Stories nýtur Birgir aftur á móti liðsinnis Andra Þórs Jónssonar, sem er annar hluti poppdúósins September. Í stuttu máli sagt hefur platan að geyma slatta af nýtísku popplögum sem festast við heilann á manni eins og bleik tyggjóklessa við hvítbotna strigaskó. Þar má sérstaklega nefna „Letting Go“, „Glorious“ og „Can You Feel It“, en síðastnefnda laginu hefur verið streymt um tuttugu millj- ón sinnum á Spotify. Geri aðrir bet- ur. Lögin halda manni við efnið allan tímann og keyrslan er góð undir styrkri stjórn Arnars Guðjónssonar. Rödd Birgis smellpassar svo við poppbræðinginn og nota bene minnir hún lítið sem ekkert á landsþekkta rödd karls föður hans og golffélaga. Báðir kunna þeir að slá réttan tón svo ekki sé farið lengra í líkingamál- inu. Ekki má heldur gleyma „Incom- plete“ sem Birgir syngur með ís- lensku söngkonunni Raven. Fyrir- taks dúett sem hefði hæglega getað náð enn lengra í Eurovision en „Klukkan tifar“ ef út í það er farið. Fleiri rólegri lög eru á plötunni og þar standa „By Your Side“ og „Take Me Higher“ feti framar en „For Your Love“, sem var kannski full væmið fyrir minn smekk. Textar Birgis fjalla um ástina og henta léttri tónlistinni ágætlega þó svo að sumir frasarnir hljómi of kunnuglega: „I’ve been running in circles“ í Glorious, og „ .......’cause you bring the best out in me only you can set me free“ í „Take Me Higher“. Á heildina litið er Untold Stories gott veganesti inn í sumarið, tilvalin fyrir íslenska innanlandsfara til að spila á þjóðvegum landsins. Hún er uppfull af grípandi og vel unnum lög- um sem hljóta að festa Birgi í sessi sem eina af vonarstjörnum poppsins. Ljósmynd/Vignir Daði Grípandi Breiðskífa Birgis er uppfull af grípandi og vel unnum lögum. Tilvalið veganesti inn í sumarið Stafræn útgáfa Untold Stories bbbmn Breiðskífa Birgis Steins Stefánssonar. Lög eftir Birgi og Andra Þór Jónsson. Arnar Guðjónsson stýrði upptökum og vann útsetningar með Birgi og Andra. Alda Music 2020. FREYR BJARNASON TÓNLIST Harpa Másdóttir opnar einkasýn- ingu í Hannesar- holti í dag kl. 16 og er viðfangs- efni hennar hringformið, sem hún segir hið fullkomna form. „Það skírskotar til hringrásar, hringrásar lífsins og hringrásar í sífelldri verðandi. Hringurinn táknar stöðuga hring- rás skynjunar sem er endurtekning án þess að vera endurtekning, því að ný sjónarhorn og túlkun eru allt- af í sjónmáli. Hlutirnir eru endur- hugsaðir með því að taka fleti sem hafa verið skapaðir, rífa þá niður, afmá og byggja upp á ný. Allt getur gerst í öruggu umhverfi hring- formsins,“ segir í tilkynningu. Sýn- ingunni lýkur 21. júní og verður hún opin um helgar frá kl. 11.30 til 17. Hið fullkomna hringform Harpa Másdóttir Sýning Ásgerðar Arnardóttur, sem fresta varð vegna samkomu- banns, verður opnuð í dag kl. 16 í Listasal Mos- fellsbæjar. Sýn- ingin nefnist Út frá einu og yfir í annað og á henni má sjá þrjá skúlptúra og tvívíð verk. Tvívíðu verkin eru unnin í fjölbreytta list- miðla sem sýna mismunandi eigin- leika skúlptúranna og þannig „fæða hin þrívíðu verk af sér tvívíð verk sem eru um leið gerð úr mörg- um víddum“, eins og segir í tilkynn- ingu, en Ásgerður vinnur á mörk- um ýmissa miðla og vinnuferlið einkennist af endurtekningu og vörpun ólíkra sjónarhorna. Listasalur Mosfellsbæjar er inni af Bókasafni Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2. Þrívíð verk sem fæða af sér tvívíð Ásgerður Arnardóttir Um helgina verður haldin hátíð í Al- þýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfir- skriftina Leysingar og verður boðið upp á sýningar, tónleika og viðburði af ýmsu tagi frá deginum í dag til og með 31. maí. Má þar nefna gjörninga, ljóðalestur og jóga. Í Kompunni kl. 16 í dag verður opnuð sýning Páls Hauks Björns- sonar myndlistarmanns og kl. 17 hefst gjörningadagskrá listhópsins Kaktus. Í Segli 67 verður kl. 14 opnuð sýning Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur myndlistarmanns og á morgun kl. 17 heldur píanóleikarinn Davíð Þór Jónsson tónleika. Kl. 18.05 verður boðið upp á ljóðalestur og verður það Sigurbjörg Þrastardóttir sem les. Kl. 18.25 fer fram tónlistarspuni ýmissa tónlistar- og listamanna, m.a. þeirra Davíðs Þórs Jónssonar og Þór- is Hermanns og 31. maí kl. 14 verður jógastund með Kiru Kiru og Arn- björgu Kristínu Konráðsdóttur. Eru gestir beðnir um að koma með jóga- dýnur. Örlygur Kristfinnsson verður með sýninguna Lundabúðin í Söluturn- inum, Aðalgötu 23, frá 29. til 31. maí, sýnir vatnslitamyndir um líf og dauða geirfuglsins. Vegna COVID-19 eru gestir beðnir um að koma ekki á viðburðina ef þeir finna fyrir einkennum kórónuveiru- smits og þeir sem koma eru beðnir um að spritta hendur við innganginn og fara eftir leiðbeiningum um stað- setningu og fjölda inni í húsinu og snerta ekkert innandyra nema þá helst stóla. Séð verður til þess að fólk fái sitt tveggja metra rými. Leysingar í Alþýðuhúsinu Kaktus Listhópurinn verður með gjörningadagskrá í Alþýðuhúsinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.