Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Side 4

Skessuhorn - 04.03.2020, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 20204 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hófstillt en ákveðin umræða Það sem af er þessu ári hafa engar fréttir verið meira áberandi en frásagn- ir af þróun og útbreiðslu Covid-19 veirunnar, eða Kórónaveirunnar. skæð veira af nýjum stofni og þar af leiðandi ekki til bóluefni gegn henni. Þegar þetta er ritað hefur veiran verið greind í sextíu löndum og um þrjú þúsund manns sagðir hafa látist af völdum hennar. Flest fórnarlömbin eru eldra fólk eða þeir sem hafa undirliggjandi aðra sjúkdóma þannig að mótstöðuaflið er skert. Ég hef engar forsendur til að draga þessar tölur í efa, en einhverjir hafa haldið því fram að Kínverjar hafi reynt að draga úr áhrifum veirunn- ar í fréttaflutningi í byrjun árs. Í fyrstu var veiran nær eingöngu bundin við Wuhan hérað í Kína og sjónum beint að risastórum matvörumarkaði þar sem höndlað er með hrámeti. Ómögulegt var annað en að veiran næði að breiðast út og sú varð vissulega raunin. Hingað til lands barst hún svo í lið- inni viku og sama dag var lýst yfir hættustigi. Það gerði Ríkislögregslustjóri í samvinnu við sóttvarnalækni en nú er unnið samkvæmt Landsáætlun um heimsfaraldur. Ljóst er að hérlend stjórnvöld lögðu ekki í þá vegferð að takmarka ferða- frelsi fólks. Fyrir því voru einfaldlega taldar svo miklir efnahagslegar höml- ur að slíkt þótti ekki gerlegt. Þar af leiðandi urðum við af því tækifæri að geta nýtt okkur kosti þess að vera eyland. Það var því ekki spurning hvort, heldur hvenær flogið yrði með veiruna hingað til lands. Nú stýra menn að- gerðum, frá degi til dags, til að draga úr smiti og frekari útbreiðslu. stjórn- völd taka af festu á málunum. Fólki sem nýkomið er að utan er t.d. gert að vera heima hjá sér í sóttkví og tekið var á leigu heilt hótel í miðborginni til að hýsa þá sem ekki áttu þess kost að vera í sóttkví í heimahúsum. sagan segir okkur að það tekur einatt tíma að þróa, framleiða og dreifa bóluefni þegar nýjar veirur stinga niður fæti. sjálfsagt verður því langt liðið á þetta ár þegar það mun takast. Þangað til að því kemur verðum við öll að hlýta fyrirmælum yfirvalda, um hvað beri að varast, hvernig hreinlætis sé best gætt, forðast óþarfa kossaflens, þvögur og svo framvegis. Án nokk- urs vafa munu afleiðingar veiru á alheimsvísu verða fjölmargar. Nefna má að mjög mun draga úr ferðalögum og þá bæði til landsins og frá því. Þá er þegar farið að gæta skorts á ýmsum framleiðsluvörum, svo sem varahlutum í tölvur og textíliðnaður sem Kína er þekkt fyrir hefur verið lamaður lengi. Þá eru Kínverjar stór neytendamarkaður og þar þrengir að. Afleiðingarnar verða því fjölmargar og verða betur sýnilegar eftir því sem sjúkdómurinn breiðist út um heimsbyggðina. Meðan ástandið hér heima er ekki verra en raun ber vitni er mikilvægt að við höldum ró okkar, svona nokkurn veginn. sinnum okkar vinnu og reyn- um að láta ekki allt fara á annan endann í daglegri rútínu. Einnig er mikil- vægt að við höldum ró okkar í umræðunni. Útskýrum til dæmis fyrir börn- um hvað beri að varast og almennt að fræða þau um það sem er í gangi. Mjög er sömuleiðis mikilvægt að við málum ekki ástandið dekkri mynd en ástæða er til. Vísa ég þar til ummæla Óttars Guðmundssonar sálfræðings sem varaði við því í útvarpsviðtali í byrjun vikunnar að of yfirgengileg- ur fréttaflutningur og jafnvel heimsendaspár væru nú þegar að hafa slæm áhrif á sálarheill sjúklinga hans. Umræðan á að vera hófstillt, en vissulega ákveðin og án öfga. Alls engin síbylja sem setur sálarlíf landans á hliðina að ástæðulausu. Magnús Magnússon Lilja Björg Ágústsdóttir lét af starfi setts sveitarstjóra í Borgarbyggð í lok síðustu viku eins og ráð hafði verið fyrir gert. Þórdís sif sigurð- ardóttir sem ráðin hefur verið í starf sveitarstjóra mun koma til starfa á næstu vikum. Að sögn Lilju Bjarg- ar mun Eiríkur Ólafsson, sviðs- stjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs og staðgenginn sveitarstjóra, brúa bilið og gegna starfi sveitarstjóra þar til Þórdís sif kemur til starfa. Lilja Björg er sem kunnugt er starf- andi lögmaður hjá Opus lögmönn- um og hefur byrjað störf þar að nýju. Auk þess er hún oddviti sjálf- stæðisflokks í sveitarstjórn og for- seti sveitarstjórnar, en hún tekur við því embætti að nýju auk setu í byggðarráði á fundi sveitarstjórar 12. mars nk. mm Tilboð tveggja aðila sem höfðu sýnt áhuga á að hýsa og reka upp- lýsingamiðstöð í Borgarbyggð voru lögð fram á fundi byggðarráðs á fimmtudag. Ráðið samþykkti að ganga til samninga við Ljómalind ehf. um reksturinn, en félagið átti lægra tilboðið. Ekki er greint frá því hver átti hitt tilboðið. Um er að ræða tilraunaverkef- ni frá 1. apríl til næstu áramóta, en eins og kom fram í skessuhorni á síðasta ári var ákveðið að hætta rek- stri Upplýsingamiðstöðvar Vestur- lands í Hyrnutorgi í Borgarnesi. Var hún rekin af Vesturlandsstofu, sem heyrði undir samtök sveitar- félaga á Vesturlandi. Þeirri upplýs- ingamiðstöð var lokað í kjölfar þess að Ferðamálastofa lét af stuðningi við rekstur landshlutamiðstöðva fyrir ferðamenn. kgk Þróunarfélag Grundartanga hef- ur fengið 2,5 milljóna króna styrk frá sveitarfélaginu Hval- fjarðarsveit. styrkveitingin var samþykkt á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 25. febrúar síðast- liðinn. styrkurinn er veittur til að kanna kosti þess að nýta á glat- varma frá kísiljárnsverksmiðju El- kem á Grundartanga til að koma upp hitaveitu á köldum svæðum í Hvalfjarðarsveit og sömuleiðis út á Akranes, að því er fram kemur í fundargerð. Um er að ræða samstarfsverk- efni Þróunarfélags Grundar- tanga, Elkem, Veitna, Hvalfjarð- arsveitar, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna. Áður hefur verið sagt frá hug- myndum Þróunarfélags Grund- artanga um að nýta glatvarma frá verksmiðju Elkem. Ólafur Adolfs- son, bæjarfulltrúi á Akranesi og stjórnarformaður félagsins, sagði í samtali við skessuhorn í lok október í fyrra að glatvarmann mætti nýta með tvennum hætti; annað hvort til að framleiða raf- magn eða í hitaveitu eða starfsemi sem krefst mikils varma. „Nær- tækasti kosturinn felst í htiaveitu en hingað til hefur þurft raforku til að hita húsnæði og neysluvatn á svæðinu,“ sagði Ólafur. kgk Starfsfólk Ráðhússins færði Lilju Björgu blóm í tilefni starfslokanna. Hér er hún ásamt Kristjáni Gíslasyni. Ljósm. Guðrún Ásta Völundardóttir. Lilja Björg hætt í starfi sveitarstjóra Ferðamenn á göngu við Hraunfossa í Borgarfirði. Ljósm. úr safni/mm. Samið um rekstur upplýsingamiðstöðvar Verksmiðja Elkem á Grundartanga. Ljósm. kgk. Styrkja Þróunarfélag Grundartanga Nýverið var tekið í notkun nýtt hljóðver í Grunnskóla snæfells- bæjar. Í hljóðverinu verður hægt að taka upp ýmislegt efni í kennslu og þáttagerð, ásamt því að þar mun út- varp GsNB verða sent út í framtíð- inni. Það var Kári Rafnsson, hús- vörður við skólann, sem klippti á borðann og vígði þannig hljóðver- ið sem fékk nafnið Kára-studio. Var það vel við hæfi þar sem hann hef- ur undanfarna mánuði unnið að því að útbúa hljóðverið, hljóðeinangra og innrétta, til að hægt væri að setja upp þau tæki og tól sem til þarf. Benni í Radio.is sá um uppsetningu tækjanna með aðstoð Þrastar Krist- óferssonar og var nýlega lokið við það. Nemendur á unglingasti- gi skólans héldu svo sína vígslu í síðustu viku og klippti Björg Eva Elíasdóttir á borðann og prufukey- rði hljóðverið. þa Kára studio í Grunnskóla Snæfellsbæjar

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.