Skessuhorn - 04.03.2020, Page 8
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 20208
Fauk út af
SNÆFELLSBÆR: Bíll
fauk út af veginum milli
Ólafsvíkur og Grundarfjarð-
ar á mánudagskvöld. Öku-
maður var á um 50 km hraða
í hvössum vindi þegar hviða
kom á bílinn sem skautaði
við það út af veginum, rakst
á skilti og endaði í skafli þar
sem hann festist. Ungbarn
var með í för í bílnum og var
haft samband við Neyðar-
línu. Engin slys urðu á fólki
en skilja þurfti bílinn eftir og
koma fólkinu heim. -kgk
Innbrot í
Hólminum
STYKKISH: Á mánudags-
morgun var tilkynnt um
mann sem væri að brjót-
ast inn í húsnæði sæferða
í stykkishólmi. Maður-
inn var handtekinn, flutt-
ur á lögreglustöð og vistað-
ur í fangaklefa. Játning ligg-
ur fyrir, að sögn lögreglu.
Maðurinn vísaði á tösku
með munum sem höfðu ver-
ið teknir frá sæferðum og
sömuleiðis úr vigtarskúrnum
og var ætlað þýfið haldlagt.
Lögregla kveðst einnig hafa
upplýsingar um að maður-
inn hafi brotið rúðu í hóp-
ferðabifreið í stykkishólmi,
farið inn í hana og tæmt þar
úr slökkvitæki. Þá hafði skip-
stjóri Breiðafjarðarferjunar
Baldurs tilkynnt lögreglu að
farið hefði verið inn í skip-
ið og tæmt úr skökkvitæki á
bíladekki ferjunnar. Málið er
til rannsóknar. Aðfararnótt
þriðjudags var síðan tilkynnt
um innbrot í hús við Hafn-
argötu í stykkishólmi. Þegar
lögregla kom á vettvang var
einnig búið að brjóta rúðu í
útidyrahurð ráðhússins og
sást maður þar í anddyrinu
með áhald í hönd. Hann var
afvopnaður og færður á lög-
reglustöð. Lögregla vill ekki
tjá sig um það að svo stöddu
hvort þessi atvik tengjast at-
burðum næturinnar á undan.
-kgk
Fastir í snjó
SNÆFELLSNES: Tvær
rútur festust í snjó á Útnes-
vegi um tvöleytið síðastlið-
inn fimmtudag, með samtals
54 ferðamenn innanborðs.
Ferðamenn óskuðu eftir að-
stoð laust eftir kl. 1:00 að-
fararnótt þriðjudags eftir að
hafa fest bifreið sína á snæ-
fellsnesvegi. sátu þeir fimm
saman í bílnum, fastir á ak-
brautinni. Bíllinn var í gangi
og ekki náðist í bílaleiguna.
Haft var samband við fyrir-
tæki á snæfellsnesi sem fór á
vettvang og kom fólkinu til
aðstoðar. Um hálftíma áður
voru ferðamenn aðstoðaðir
sem festu sig á Fróðárheiði.
Að sögn lögreglu var heiðin
ófær þegar þarna var kom-
ið við sögu, en það virðist
ekki hafa skilað sér til þess-
ara vegfarenda. Á mánudag
lentu vegfarendur í vand-
ræðum við Kirkjufell. Fólk
komst ekki inn á bílastæðið
og bílum hafði verið lagt á
þjóðveginn. Tilkynnt var um
þetta um 10:00 að morgni,
en þá var ófært inn á bíla-
stæðið. Haft var samband
við Vegagerðina og óskað
eftir mokstri. -kgk
Mottumarssokk-
ar komnir í sölu
LANDIÐ: Mottumars er ár-
legt átaksverkefni Krabba-
meinsfélagsins tileinkað bar-
áttunni gegn krabbamein-
um hjá körlum. „Mottum-
ars er í senn vitundarvakn-
ing um krabbamein hjá körl-
um og fjáröflun fyrir félagið. Í
ár leggjum við áherslu á gildi
hreyfingar sem forvarnar gegn
krabbameinum. Rannsókn-
ir sýna að reglubundin hreyf-
ing dregur úr líkum á krabba-
meinum auk þess sem hreyfing
er til góðs fyrir fólk sem hefur
greinst með krabbamein. Með
heilsusamlegum lífsstíl er
hægt að koma í veg fyrir fjóra
af hverjum tíu krabbameinum.
Krabbameinsfélagið vinnur að
forvörnum gegn krabbamein-
um og hefur það að markmiði
að fækka þeim sem grein-
ast með krabbamein. starf-
semi félagsins byggir alfar-
ið á styrkjum einstaklinga og
fyrirtækja og með kaupum
á Mottumarssokkum leggur
fólk stórt lóð á vogarskálarn-
ar. Kæru landsmenn, upp með
sokkana,“ segir í tilkynningu
frá Krabbameinsfélaginu.
-mm
Aflatölur fyrir
Vesturland
22.-28. febrúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 43.307 kg.
Mestur afli: Eskey ÓF: 31.586
kg í þremur róðrum.
Arnarstapi: 1 bátur.
Heildarlöndun: 29.776 kg.
Mestur afli: særif sH: 29.776
kg í tveimur löndunum.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 568.294 kg.
Mestur afli: Kap II VE:
127.935 kg í þremur róðrum.
Ólafsvík: 18 bátar.
Heildarlöndun: 720.850 kg.
Mestur afli: Bárður sH:
154.982 kg í sjö löndunum.
Rif: 13 bátar.
Heildarlöndun: 632.296 kg.
Mestur afli: Rifsnes sH:
119.531 kg í tveimur róðrum.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 181.905 kg.
Mestur afli: Þórsnes sH:
170.024 kg í tveimur löndun-
um.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Tjaldur SH - RIF: 95.854
kg. 25. febrúar.
2. Þórsnes SH - STY: 88.277
kg. 23. febrúar.
3. Sigurborg SH - GRU:
83.955 kg. 24. febrúar.
4. Þórsnes SH - STY: 81.747
kg. 26. febrúar.
5. Rifsnes SH - RIF: 77.410
kg. 24. febrúar.
-kgk
Úrskurðarnefnd umhverfis- og
auðlindamála kvað upp þann úr-
skurð 21. febrúar síðastliðinn að
fella úr gildi ákvörðun bygging-
arfulltrúans í Borgarbyggð frá 28.
maí 2019 um að veita byggingar-
leyfi fyrir legsteinaskála að Bæj-
argili í landi Húsafells. Mál það á
sér töluvert langa sögu og málsat-
vik lesendum skessuhorns kunn.
Vegna þessarar niðurstöðu úr-
skurðarnefndarinnar nú hyggst
Borgarbyggð bregðast við með
því að leggja til við skipulags- og
byggingarnefnd sveitarfélagsins að
farið verði í aðalskipulagsbreyt-
ingu á svæðinu. Þeirri vinnu verð-
ur flýtt sem kostur er til að sátt ná-
ist til frambúðar um þá starfsemi
sem í Húsafelli er stunduð.
„Ljóst er að úrskurðarnefnd um-
hverfis- og auðlindamála komst
að þeirri niðurstöðu að legsteina-
skáli geti ekki risið á lóð eða jörð
sem flokkast undir landbúnaðar-
nýtingu samkvæmt gildandi aðal-
skipulagi fyrir svæðið. Á Húsa-
fellstorfunni í dag er ekki mikið
um byggingar sem nýttar eru til
landbúnaðarnota, en ferðaþjón-
usta og menningartengd starf-
semi eru hins vegar fyrirferðamikil
á svæðinu og mikilvægt að skipu-
lag heimili slíkt,“ sagði Lilja Björg
Ágústsdóttir starfandi sveitarstjóra
í samtali við skessuhorn í síðustu
viku. Hún segir að haft hafi verið
samband við hlutaðeigandi máls-
aðila í Húsafelli, þeir boðaðir til
fundar svo hægt verði að fá fram
þeirra sjónarmið, áður en málið fer
til frekari meðferðar innan stjórn-
sýslunnar. „Það er allra hagur að
hægt verði að vinna málin áfram
hratt og vel og ná fram samkomu-
lagi og sátt um skipulag á svæðinu í
heild sinni,“ segir Lilja Björg.
mm
Björn Bjarki Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Brákarhlíðar í Borg-
arnesi, hefur sent heilbrigðisráð-
herra og þingmönnum kjördæm-
isins minnisblað um stöðu biðlista
dvalar- og hjúkrunarheimila í heil-
brigðisumdæmi Vesturlandis. Þar
ítrekar hann, ásamt Jóni G. Guð-
björnssyni formanni stjórnar Brák-
arhlíðar, þá ósk stjórnenda Brák-
arhlíðar að þau biðrými sem falla
að óbreyttu út 1. apríl næstkom-
andi verði gerð varanleg. „Enn
fremur að tekið verði boði okk-
ar um að útbúa tvö viðbótarrými,
hjúkrunarrými, í Brákarhlíð í van-
nýttum opnum rýmum og nýting
opinberra fjármuna þar með bætt í
þágu brýnnar þjóðarþarfar,“ segir í
minnisblaðinu.
Biðlistinn á Brákarhlíð taldi sam-
tals 17 manns 12. febrúar síðastlið-
inn og í minnisblaðinu segir að það
sé um 4,2% af íbúafjölda á starfs-
svæði heimilisins, þó heimilisfólk
komi vissulega víðar að. „Mörgum
er tíðrætt um langa biðlista höfuð-
borgarsvæðisins en skv. upplýsing-
um er hann þó töluvert fyrir inn-
an 2% af heildaríbúafjölda höfuð-
borgarsvæðisins. Rétt er einnig að
benda á að þjónustustig varðandi
t.d. heimahjúkrun er mun hærra á
höfuðborgarsvæðinu heldur en það
er á starfssvæði Brákarhlíðar, ekki
er um þjónustu að ræða heim fyr-
ir utan dagvinnutíma eða um helg-
ar né á „rauðum“ dögum nema
um alger bráðatilvik sé að ræða,“
segir í minnisblaðinu. „Við ósk-
um liðsinnis heilbrigðisráðherra
og alþingismanna NV-kjördæm-
is í þá veru að þessi tillaga okkar
verði rædd af alvöru og helst af-
greidd sem allra, allra fyrst þann-
ig að óvissunni um þessi tvö bið-
rými verði eytt hið snarasta sem og
að framkvæmdir geti hafist við hin
tvö rýmin þannig að með haustinu
verði hægt að taka þau í notkun,“
segir í minnisblaðinu sem Bjarki og
Jón skrifa undir.
kgk
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi. Ljósm. úr safni.
Vilja að biðrými verði
gerð varanleg
Einnig lagt til að útbúin verði tvö hjúkrunarrými til viðbótar
Ráðist verður í gerð nýs
aðalskipulags fyrir Húsafell