Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Page 14

Skessuhorn - 04.03.2020, Page 14
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202014 sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar mótmælir harðlega fyrirhuguðum breytingum á sveitarstjórnarlögum og lögum um tekjustofna sveitar- félaga. Felast þau meðal annars í ákvæðum um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga, sem sveitarstjórn segir ólýðræðislega. „Tillagan um lágmarksfjölda íbúa er sem slík í algjörri andstæðu við þær lýðræð- islegu áherslur sem koma fram að öðru leyti í tillögunni,“ seg- ir í bókun sveitarstjórnar frá 25. febrúar. Var hún send inn í sam- ráðsgátt stjórnvalda þar sem frum- varpsdrögin liggja til umsagnar. „Hvalfjarðarsveit er fyllilega sjálfbær“ stjórnendur Hvalfjarðarsveitar hafa á öllum stigum málsins mót- mælt þeim hugmyndum um sam- einingar sveitarfélaga og lágmarks- íbúafjölda sem gert er ráð fyrir í frumvarpsdrögunum. „Ekki verð- ur með nokkur móti séð hvernig það að festa íbúafjölda við 1.000 íbúa lágmark hafi nokkur telj- andi áhrif á sjálfbærni eða aukinn styrk sveitarfélaga,“ segir í bókun- inni. sveitarstjórn segir ekki tek- ið tillit til ólíkrar samfélagsgerð- ar, landfræðilegra aðstæðna eða stöðu og styrks hvers sveitarfé- lags í frumvarpsdrögunum. Hval- fjarðarsveit sé fjárhagslega sterk og tengsl stjórnsýslunnar við íbúa náin. Geta sveitarfélagsins til sinna sínum málefnum á eigin ábyrgð og forsendum sé mjög góð. Þar ráði reynsla í stjórnsýslunni og fjarhags- leg staða miklu. „Hvalfjarðarsveit er fyllilega sjálfbær í sínum málum og stendur undir skuldbindingum sínum hvað varðar alla þjónustu, lögbundna eða valkvæða,“ segir í bókun sveitarstjórnar. Íbúafjöldi ekki mælistika sveitarstjórn telur að ekki eigi að líta á íbúafjölda sem mælistiku á getu sveitarfélaga til reksturs lög- bundinna verkefna sinna. „sjálf- bærni sveitarfélags er mun mikil- vægari þáttur en lágmarksíbúafjöldi sem grunnur að styrk,“ segir í bók- un sveitarstjórnar, sem telur ólýð- ræðislegt að gera sveitarfélögum að sameinast án þess að íbúar fái að greiða atkvæði þar um. Líta þurfi til styrks sveitarfélags með færri en þúsund íbúa sem geti staðið undir lögbundnum verkefnum sínum og veitt almenna þjónustu við íbúa, hvort sem hún er lögbundin eða valkvæð. „sérstaklega þarf að skoða hver staða slíks sveitarfélags yrði við sameiningu þar sem sameining sem skilar ekki hagræðingu í rekstri á ekki að eiga rétt á sér. samein- ing sveitarfélaga eða stærð þeirra er ekki endilega ávísun á sjálfbærni eða aukinn styrk til reksturs lög- bundinna verkefna.“ Enn fremur mótmælir sveitar- stjórn Hvalfjarðarsveitar fjárhags- legum stuðningi við sameiningar, sem fjallað er um í frumvarpsdrög- unum. Tekjur jöfnunarsjóðs eigi ekki að nota sem umbun fyrir sam- einingu sveitarfélaga. kgk Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur undirritað reglugerð um grá- sleppuveiðar árið 2020. Reglu- gerðin heimilar veiðar í 25 daga á hvert veiðileyfi en dagafjöldinn verður endurskoðaður í ljósi ráð- gjafar Hafrannsóknastofnunar sem vænta má fyrir 1. apríl. Þá mega veiðar hefjast fyrr en verið hefur eða 10. mars og heildarlengd neta sem hver bátur má vera með er óbreytt frá fyrra ári. „Meðafli spendýra og fugla hef- ur um nokkurt skeið verið vanda- mál við veiðar á grásleppu og er meðal annars helsta ástæða þess að veiðarnar misstu vottun MsC árið 2018. Þar kemur einkum til umtals- verður meðafli sjófugla auk landsels og útsels, sem eru á válista Nátt- úrufræðistofnunar um tegundir sem eiga undir högg að sækja. Með lögum nr. 36/2019 var ráðherra veitt heimild til að setja reglugerð um selveiðar, en slík heimild hafði ekki verið til staðar. Á grundvelli þeirra laga setti ráðherra reglugerð um bann við öllum beinum veiðum á sel sem og sölu selaafurða,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Til að bregðast við vandamálum vegna óæskilegs meðafla við grá- sleppuveiðar sem og til að bregð- ast við bágu ástandi selastofna við landið hefur undanfarin misseri verið gripið til ýmissa aðgerða: • Ráðherra skipaði starfshóp haustið 2019 til að fara yfir mögu- legar leiðir til að draga úr með- afla með grásleppuveiðunum sem og að koma með tillögur að bættu eftirliti með þeim. Hópurinn skil- aði skýrslu í desember með tillög- um að aðgerðum sem meðal ann- ars fólust í bættu eftirliti, tíðari vitj- un neta, átaki til að bæta skráningu sjómanna ásamt gerð handbókar fyrir sjómenn um tegundir sjófugla og spendýra sem mögulega veiðast í grásleppunet. Nú þegar hefur ver- ið ákveðið að stórauka eftirlit Fiski- stofu með veiðunum sem og að fara að öðrum beinum tillögum starfs- hópsins. Í samræmi við þær til- lögur kemur fram í reglugerðinni að í stað fjögurra daga áður skulu net nú ekki vera lengur í sjó en þrjá daga áður en þeirra er vitjað. • Fiskistofa hefur látið út- búa smáforritið Afladagbókina sem skráir sjálfkrafa staðsetningu báta við veiðar. skipstjórnarmenn skrá afla, ástand hans og meðafla með einföldum hætti í forritinu. Með tilkomu þessa forrits er þess vænst að skráning batni til muna, þar með talið skráning meðafla.Þá munu grásleppusjómenn fá handbók sem auðvelda á tegundagreiningu sjó- fugla og spendýra, en Hafrann- sóknastofnun í samstarfi við Fiski- stofu er að leggja loka hönd á út- gáfu hennar. • Landsamband smábáta- eigenda kom með tillögur að lok- un 14 svæða við Faxaflóa, Breiða- fjörð, Vestfirði, strandir, Húnaflóa og í skagafirði. Í flestum tilfellum er reglugerðin fyrir veiðar þessa árs samhljóða þeim tillögum en þó voru tvö svæði stækkuð, á grund- velli gagna frá Fiskistofu og til að vernda sjófugla í Faxaflóa. Reglugerðin miðar að því að draga úr meðafla sjófugla og sjáv- arspendýra við grásleppuveiðar og að ná samþykktum stjórnunar- markmiðum fyrir landsel við Ís- land. Markmið ráðherra er að stofn landsels verði nálægt 12.000 dýr en samkvæmt síðustu talningu sem framkvæmd var árið 2018 var stofninn metinn um 9.500 dýr. „sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra bindur vonir við að þær aðgerðir sem nú koma til fram- kvæmda muni draga úr meðafla spendýra og sjófugla og stuðla að uppbyggingu þeirra stofna. Það er mat ráðherra að með reglugerðinni sé stigið mikilvægt skref til verndar selastofna við Ísland,“ segir Krist- ján Þór Júlíusson. mm sveitarstjórn Reykhólahrepps sam- þykkti á fundi sínum þriðjudaginn 25. febrúar að veita framkvæmda- leyfi vegna Vestfjarðavegar eft- ir svokallaðri Þ-H leið. Felur hún í sér veg um Teigsskóg og þver- un þriggja fjarða; Þorskafjarðar, Djúpafjarðar og Gufufjarðar. Um- sókn Vegagerðarinnar um fram- kvæmdaleyfi var samþykkt með þremur atkvæðum, en einn sat hjá og einn var á móti. Stefnt á útboð í apríl sveitarstjóra var falið að semja við Vegagerðina í samráði við sveitar- stjórn. Þegar samkomulag liggi fyr- ir um framkvæmdaleyfisgjald og eftirlit með framkvæmdum skuli sveitarstjóri gefa út framkvæmda- leyfi og auglýsa. Vegagerðin stefnir að útboði í apríl og að framkvæmd- ir hefjist næsta sumar. Búist við kærum Þó er óvíst að þau áform Vegagerð- arinnar gangi eftir, þar sem búist er við því að framkvæmdaleyfið verði kært. Tryggvi Harðarson, sveitar- stjóri Reykhólahrepps, tjáði skessu- horni í október síðastliðnum að þá þegar hefðu nokkrir aðilar boðað að þeir myndu kæra framkvæmda- leyfið. Fari svo að leyfið verði kært fær málið sinn farveg fyrir dómstól- um. kgk Horft að Reykhólum. Ljósm. úr safni/ mm. Samþykktu framkvæmda- leyfi Vestfjarðavegar Ráðherra undirritar reglugerð um grásleppuveiðar Mótmæla áformum um sameiningar Segja stærð ekki ávísun á sjálfbærni Frá Hvalfirði. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.