Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Síða 17

Skessuhorn - 04.03.2020, Síða 17
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 2020 17 Vinirnir Alli og Bjarni Þór. „Ef eitthvað bjátaði á sungum við saman Take it easy.“ Á Hringsjá í hálft annað ár Eftir sprenginguna var Alli fyrst fluttur til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi en fljótlega var kallað eft- ir þyrlu sem flutti hann á Landspít- alann við Hringbraut. Þar lá hann á gjörgæsludeild í sautján daga og þar af var hann í dái í ellefu daga. Hann var svo útskrifaður af gjör- gæsludeild 30. apríl og fluttur yfir á taugadeild spítalans. „Það var bág- borið ástand á honum þar til að byrja með. Þegar taugadeildinni var lokað vegna sumarleyfa þarna um sumarið var hann fluttur á Grensás. Þegar þangað komið var ég dauð- hrædd um að Alli yrði „grænmeti“ allt sitt líf, ófær um allar daglegar athafnir og færi aldrei á fætur aft- ur,“ rifjar Ásta upp. Fljótlega hafi hann þó farið að sýna góð merki um bata, sýndi mikinn viljastyrk og byrjaði að læra allt upp á nýtt, svo sem að ganga og tala. Hann fór svo ári síðar yfir á Hringsjá í Hátúni en það er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. „Hringsjá er frábær skóli fyrir þá sem hafa slasast og eru að byrja að fóta sig í lífinu á nýjan leik. Þar var Alli í hálft annað ár og bjó á þeim tíma í sjálfsbjargarhúsinu,“ segir Ásta. „Ég fór þar að stunda íþrótt- ir eins og sund og boccia og smám saman að byggja mig upp. Á þess- um tíma var Arnór Pétursson föð- urbróðir minn að starfa í kring- um sjálfsbjörgu og hann hjálpaði mér alveg helling,“ segir Alli. Arn- ór föðurbróðir hans, sem nú er lát- inn, stofnaði meðal annars Íþrótta- félag fatlaðra og bjó því yfir mikilli reynslu sem hann gat deilt, meðal annars til frænda síns. Arnór var, líkt og Alli, mikill stuðningsmaður Knattspyrnufélags ÍA og sá eini sem hafði leyfi til að aka inn á völlinn fyrir hvern leik þeirra gulklæddu og sitja við hliðina á varamannaskýl- inu. „Þar sat hann og reykti þannig að reykinn lagði yfir varamennina. Óla Þórðar fannst það reyndar bara gott,“ rifjar Alli upp. Stofnað til fjölskyldu Eftir að endurhæfingu á Hringsjá var lokið flutti Alli á Akranes að nýju. staðráðinn í að hefja að nýju líf sem líktist sem mest því sem hann þekkti fyrir slysið. Guð- jón faðir hans hjálpaði honum við að kaupa íbúð fyrir tryggingabæt- ur sem Alli hlaut í kjölfar slyssins. sjálfur fékk hann svo vinnu niðri í slipp en við önnur verkefni en áður, þar sem hreyfigetan var ekki söm og fyrir slysið. „Þar hef ég ver- ið að vinna síðan um aldamótin og sé um lagerinn og kaffi fyrir aðra starfsmenn,“ segir Alli. Þegar slys- ið varð átti Alli kærustu sem reynd- ist honum vel. smám saman þróað- ist samband þeirra þó í sundur og þau slitu samvistum. „Ég var nátt- úrlega alveg ákveðinn í að eignast aftur kærustu. Átti einhverjar vin- konur en síðan í gegnum Einkamál. is kynntist ég henni Arndísi Rós Egilsdóttur og við förum á stefnu- mót. Það var árið 2004 og byrjuð- um við í kjölfarið að þreifa okk- ur áfram í sambandi og fórum svo að búa saman. Við eigum í dag tvo yndislega stráka, Egil Þór sjö ára og Björn snæ fjögurra ára.“ Tefldi við Bjarna Þór Alli dregur ekki fjöður yfir þá stað- reynd að hann á stóra og góða fjöl- skyldu sem reynst hefur honum vel eftir slysið. Þrátt fyrir að búa ekki saman voru Guðjón og Ásta for- eldrar hans samhent í að leggja honum lið eftir slysið og þá hefur Bjarni Þór, eiginmaður Ástu, reynst honum þéttur bakhjarl. „stór þáttur í mínu lífi er hann Bjarni Þór. Við höfum til dæmis teflt mikið sam- an. Hann hafði alltaf trú á því að ég gæti unnið mig upp þrátt fyrir að búið væri að segja að vegna skaða á framheila gæti ég fátt lært nýtt. Við tefldum mikið og eigum auk þess sameiginlegt áhugamál í fótboltan- um. Mér þykir afar vænt um Bjarna Þór þrátt fyrir okkar fyrstu kynni. Mamma var búin að vera á óttalegu karlastandi og ég var nú ekki beint hrifinn af Bjarna þegar mamma og hann fóru fyrst að slá sér sam- an! Mér leist bara ekkert á þennan síðhærða hippa sem hún fór að slá sér upp með! Hann hefur hins veg- ar reynst mér sannur vinur og stoð mín og stytta. Ef það var eitthvað stress í gangi sungum við bara sam- an lagið „Take it easy“ og þá lagað- ist allt,“ segir Alli. Hann tekur það fram að hann eigi sömuleiðis mjög gott samband við föður sinn Guð- jón og konuna hans Maríu. „Ég á bara alveg svakalega stórt og þétt stuðningsnet. Þegar ég lá í dáinu var mér sagt að ég hafi fengið alveg fullt af heimsóknum. Meðal ann- ars frá vinum mínum allar götur frá því við vorum peyjar í Borgarnesi, þeim Hilmari Magnússyni og Jón- asi Birgissyni og mörgum fleirum.“ Vekur spurningar Alli segir að það hafi sömuleið- is reynst honum vel það bakland sem fólst í fólkinu í bæjarfélaginu. „Þetta er ekki stórt bæjarfélag, en fólkið hér á Akranesi hefur sýnt mikinn samhug. Ég veit vel að ég á það til að tala óskýrt, ekki síst eft- ir langan vinnudag, en fólk hef- ur sýnt mér þolinmæði. Ég kann mjög vel að meta það. Hins veg- ar veit ég að eldri strákurinn minn hefur verið spurður að því í skól- anum hvort pabbi hans sé eitthvað þroskaskertur. Það hefur vakið hjá honum spurningar og því langar mig að biðla til þeirra sem eldri eru að fræða börnin sín, til dæmis jafn- aldra strákanna minna, um hvað varð til þess að ég er bæði haltur og tala óskýrt. Börnin eiga náttúrlega ekki að líða fyrir að ég er eins og ég er,“ segir Alli. Hetjan mín Ásta móðir Alla er stolt af frum- burðinum sínum og segist ánægð með hvað hann hefur verið stað- fastur í að ná sér á strik eftir slys- ið. Ekki síst er hún þakklát fyrir hvað virkur hann er í samfélaginu. „Auðvitað var þetta slys mikið áfall. Lengi var óvissa um hvernig Alla myndi reiða af. Það er ekkert langt síðan ég náði að vinna mig út úr þessu. stutt síðan maður hrökk upp úr svefni, grátandi inn í sér vegna örlaga hans. Fyrstu dagana eft- ir slysið var þetta vissulega barátta upp á líf og dauða hjá honum, en frá þeim tíma hefur allt verið upp á við. Því er ég svakalega þakklát fyrir hversu vel hann hefur sjálfur unnið úr þessu. Mér finnst því Alli algjör hetja. Vinnur fullan vinnudag, náði að læra allt upp á nýtt og á yndis- lega fjölskyldu,“ segir Ásta að end- ingu. mm Alli og Ásta móðir hans. Alli á fermingardaginn, ásamt foreldrum sínum Guðjóni og Ástu. Þessi mynd var tekin í nóvember sama ár og slysið varð. Alli enn í hjólastól og tíkin Týra, sem pabbi hans átti, sýnir honum mikinn samhug og væntumþykju. Þessi mynd var tekin í júlí sama ár og sprengingin varð. Sem fyrr stutt í brosið.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.