Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.2020, Page 18

Skessuhorn - 04.03.2020, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 202018 „Við höfum svo sem alveg verið að halda hálfum dampi í vetur,“ segir Þorsteinn Bergsson, framkvæmda- stjóri Minjaverndar, spurður hvern- ig framkvæmdir í Ólafsdal gangi. Veðrið hefur sett strik í reikninginn í framkvæmdunum við Gilsfjörð eins og víða annars staðar á landinu í vetur. Að framkvæmdum hafa að mestu komið heimamenn úr Döl- um og frá stykkishólmi. „Við vorum þarna með mann- skap í veðrinu umtalaða í desemb- er en urðum frá að hverfa því Kári fór þannig með okkur að allt varð rafmagnslaust, eins og víða,“ segir hann. Lítið var um framkvæmd- ir í Ólafsdal í upphafi árs en farn- ar voru tvær ferðir í febrúar. „Við erum búin að róa okkar aðeins núna fram í apríl en þá verður fán- inn dreginn að húni á ný og hald- ið af stað,“ segir Þorsteinn og bæt- ir því við að frá lokum síðasta árs hefur verið unnið að fjórum verk- þáttum. „Unnið hefur verið að við- gerð á gamla skólahúsinu að utan, eina húsinu sem stóð uppi af þeim hátt í 20 húsum sem Torfi skildi þar eftir sig. síðan höfum við verið að vinna við mjólkurhúsið og fjósið, endurhlaða það og lagfæra og kom yfir það þaki. Til viðbótar höfum við sett upp geymsluskemmu sem nýtist núna í framkvæmdunum og í rekstri á svæðinu í framhaldinu. skemman verður jörðuð getum við sagt, því þetta er nýbygging sem við viljum ekki hafa mjög áberandi í þessu gamla umhverfi sem þarna er,“ segir Þorsteinn. Eins og skessuhorn greindi frá síðasta haust bar leit að heitu vatni í Ólafsdal árangur og segir Þorsteinn það koma til með að hafa mikil áhrif á uppbyggingu á svæðinu í framtíð- inni. Þegar framkvæmdir komast að fullu í gang á ný verða verkefni sem þegar eru hafin kláruð auk þess sem ráðist verður í næstu áfanga verksins, sem eru lagfæringar á skólahúsininu að innan og að reisa viðbyggingar. „Nútíminn heimtar flóttaleiðir og greiðari samskipta- leiðir milli hæða, heldur en fortíð- in hafði uppá að bjóða. Við tökum húsið því töluvert mikið í gegn en reynum samt sem áður að halda öllum karaktereinkennum þess vel til haga. En það er mikilvægt að huga vel að eldvörnum, hljóð- vist og öllum öðrum nútímaþáttum sem þarf fyrir þann rekstur sem við erum að horfa á til framtíðar,“ seg- ir Þorsteinn. Aðspurður segir hann að stefnt sé að því að rekstur geti hafist á svæðinu í sumarbyrjun að rúmu ári liðnu. „Hvenær verkinu lýkur nákvæmlega á eftir að koma í ljós en við erum bjartsýn að göml- um sið og gælum við að geta haldið þessari stefnu okkar, en það þarf þó allt að ganga mjög vel til að svo geti orðið,“ segir Þorsteinn Bergsson að endingu. arg/ Ljósm. sá Veðrið hefur haft áhrif á framkvæmdir í Ólafsdal í vetur Framkvæmdir standa yfir í Ólafsdal. Aðeins sest niður með kaffibolla milli þess sem unnið er. Hér er verið að steypa í kringum sökkulunn á Fjósinu í Ólafsdal í október. Fjósið í Ólafsdal. Veðrið hefur aðeins verið erfitt fyrir framkvæmdir á svæðinu. Horft að gaflinum að fjósinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.