Skessuhorn - 04.03.2020, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 4. MARs 2020 23
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Bæjarstjórnarfundur
1309. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar-
þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 10. mars kl. 17:00.
Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og
kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta
á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu
Akraneskaupstaðar.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Framsókn og frjálsir á Garðavöllum, •
mánudaginn 9. mars kl. 20:00
Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, •
mánudaginn 9. mars kl. 20:00
Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, •
laugardaginn 7. mars kl. 10:
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Laus störf hjá Akraneskaupstað
Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar:
Velferðar- og mannréttindasvið
Störf í stuðningsþjónustu (liðveislu)•
Starf í stuðningsþjónustu (heimaþjónusta)•
Sumarstörf:
Störf flokkstjóra við vinnuskólann, fyrir 20 ára og eldri•
Störf við rekstur og umhirðu á opnum svæðum, •
fyrir 18 ára og eldri
Sumarafleysing, karl og kona, í Íþróttahúsinu •
á Jaðarsbökkum
Sumarafleysing í Guðlaugu á Langasandi•
Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublaði má finna
á www.akranes.is/lausstorf
T ó n l e i k a r
K arlakórar nir Svanir, Söngbræður
og Þrestir halda saman tónleik a í
Tónbergi 14. mars kl. 17:00.
Miðaverð 2.500 kr, enginn posi.
Knattspyrnudómarafélag Akraness blæs til firmamóts í knatt-
spyrnu laugardaginn 24. mars næstkomandi. Leikið verður í
Akraneshöllinni og hefst mótið kl. 10:30. Fyrirkomulagið er
þannig að leiknar verða 1x12 mínútna leikir, fimm leikmenn
í hvoru liði inni á vellinum í einu, þar af einn markmaður, en
að sjálfsögðu má hvert lið vera skipað fleirum.
skráning fer fram í gegnum netfangið ivarorri@gmail.com.
Knattspyrnudómarafélagið mun annast dómgæslu á mótinu.
Mótið er öllum opið og þátttökugjald er kr. 3.000 á hvern
leikmann. sigurlið mótsins hlýtur að launum vegleg verðlaun.
kgk
Fiskbúðin skagafiskur var form-
lega opnuð klukkan ellefu í gær-
morgun. Margir lögðu leið sína
í búðina við opnun og strax var
nóg að gera. Í borðinu var mik-
ið úrval af bæði ferskum fiski og
fiskréttum auk þess sem hægt
var að kaupa tilbúið meðlæti.
sjómaðurinn Kristófer Bjarna-
son var fyrsti viðskiptavinurinn í
skagafiski.
arg
sveitakeppni Bridgefélags Borg-
arfjarðar lauk á mánudagskvöld-
ið með þátttöku sex sveita. Mikil
spenna var við lok mótsins en svo
fór að einungis munaði 1,5 stigi á 1.
og 3. sæti. sigurvegarar urðu sveit-
in Bannað börnum en hana skipuðu
þeir Jóhann Oddsson, Kristján Ax-
elsson, Viktor Björnsson, Magnús
Magnússon og Guðmundur stein-
ar Jóhannsson. Í öðru sæti var sveit-
in Blessað barnalán, en hana skip-
uðu Helga Jónsdóttir, sveinbjörn
Eyjólfsson, Logi sigurðsson, Heið-
ar Árni Baldursson og Guðmund-
ur Ólafsson, sem lánsmaður síð-
asta kvöldið. Þriðja sætið hrepptu
Blái hnötturinn en sveitina skipuðu
þeir Einar Guðmundsson, Bjarni
Guðmundsson, Lárus Pétursson
og Eyjólfur Kristinn Örnólfsson,
en þeir síðasttöldu urðu sömuleiðis
efstir í Bötlerútreikningnum.
Næsta mánudagskvöld verður ár-
legur einmenningur félagsins spil-
aður.
ij
Fiskbúðin Skagafiskur opnuð
Kristófer Bjarnason var fyrsti viðskiptavinur Skagafisks.
Úrvalið í borðinu við opnun.
Hjónin Pétur Ingason og Jónheiður Gunnbjörnsdóttir opnuðu
Skagafisk á Akranesi. Á milli þeirra á myndinn er sonur
þeirra, Björgvin Ingi.
Sigursveitin Bannað börnum. F.v. Jóhann, Viktor, Magnús og Guðmundur Steinar.
Auk þess spilaði Kristján Axelsson með sveitinni. Ljósm. ij.
Sveitin Bannað börnum bar
sigur úr býtum
Firmamót
framundan í
Akraneshöll